Að fitusmána sjálfan sig

Sighvatur Björgvinsson skrifar um fitusmánun og hverjir það séu sem hann telur að beri ábyrgð á líkamlegu atgervi.

Auglýsing

Nýjar upp­lýs­ingar Kveiks um vax­andi ofþyngd barna og afleið­ingar hennar á heilsu­far þeirra og heilsu­horfur hafa vakið mikla athygli og ekki síður miklar umræð­ur. Við­brögðin hafa hins vegar verið umhugs­un­ar­verð. Meðal ann­ars er talað um, að orsak­irnar kunni að hafa verið að börnin hafi verið beitt ofbeldi á æsku­ár­um. Hugs­an­legt ofbeldi eins gagn­vart öðrum virð­ist vera orðið altæk skýr­ing á öllu því, sem aflaga hefur farið um þroska og sál­ar­líf hvers ein­stak­lings. Eitt slíkt ofbeldi eins gegn öðrum er sagt vera fitu­smán­un.

Setjum sem svo, að ég segi við vin minn: „Þú ert orð­inn allt of þung­ur. Það veldur öll­um, sem þér þykir vænt um, sál­arkvölum – kon­unni þinni, börn­unum þín­um, vin­unum þínum - og sjálfum þér miklu heilsutjón­i“, þá telst ég vera að fitu­smána vin minn alger­lega að ósekju og sjálfum mér til mik­ils ámæl­is. Sá vinur minn, sem orð­inn er 140 til 150 kg. á þyngd, hefur alger­lega séð um það sjálfur að fitu­smána sig. Á við engan annan en sjálfan sig að sakast og getur til einskis ann­ars leitað en fyrst og fremst til sjálfs sín að takast á við það vanda­mál sitt með árangri og með ann­ari hjálp, sem hinn fitu­smáði verður þó sjálfur og einn að bera sig eft­ir.

Nonni feiti

Nýj­ustu upp­lýs­ing­arnar um vax­andi offitu barna eru meira en athygli verð­ar. Sjálfur var ég barn vestur á Ísa­firði, en offita barna er nú sögð vera einna verst á Vest­fjörð­um. Með mér í jafn­aldra­bekkjum í barna­skóla á Ísa­firði voru um 70 önnur börn. Í öllum þessum hópi var aðeins einn dreng­ur, sem sagður var vera feit­ur. Ég vil ekki hér og nú upp­lýsa hver sá drengur var, en segjum svo að hann hafi heitið Jón.

Auglýsing
Alla sína skóla­tíð og eftir það var hann þekktur undir heit­inu Nonni feiti. Hvernig stóð á því, að Nonni feiti var sá eini í hópn­um? Var það vegna þess, að heilsu­gæslan á Ísa­firði væri svona mann­mörg og skipti sér svona mikið af fæðu­upp­eldi barn­anna? Var það út af því, að gos­drykkir væru ekki til – nú né ofgnótt af sæl­gæti? Var það vegna þess, að börnin kunnu ekki að hreyfa sig nema með leið­bein­ing­um? Kynnu enga leiki nema sem væri stýrt af full­orðnu fólki; ef ekki íþrótta­þjálf­urum þá a.m.k. heil­brigð­is­starfs­mönn­um?

Nei, það var ein­fald­lega vegna þess, að upp­eldi barna var í höndum for­eldra. For­eldr­arnir vissu hvaða matur væri heilsu­sam­leg­ur. For­eldr­arnir réðu hverjir vasa­pen­ingar barn­anna voru og studdu það síður en svo, að þeir pen­ing­ar, sem for­eldr­arnir veittu okkur börn­un­um, væru not­aðir til þess að kaupa ein­tómt slikk­eri og gos­drykki - hvað þá heldur hættu­lega orku­drykki eða koff­ín­drykki eins og nú tíðkast en þá voru ekki til. Heilsu­gæslu­stöð var þá ekki til vestur á Ísa­firði, en hann Ragn­ar, heim­il­is­lækn­ir­inn okk­ar, þurfti mér vit­an­lega aldrei að ráð­leggja for­eldrum mínum eitt né neitt til þess að halda mér burtu frá offitu. Það gerð­ist ein­fald­lega af sjálfu sér – eins og það virð­ist ger­ast af sjálfu sér að börnin á þessum slóðum séu nú orðin í meiri ofþyngd en nokk­urs staðar ann­ars staðar á land­inu. Og í Kveik virt­ist vera að það væri sök heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar. Þar þyrfti fleiri starfs­menn: Lík­amsþjálfa, fæðu­speci­alista, fjöl­skyldu­ráð­gjafa, mennt­aða fag­menn og fag­kon­ur. Aldeilis hreint ekki neina fitu­smán­ara.

Sjálfs­skoðun

Fyrst ég hefi dregið sjálfan mig inn í þessa umræðu er sjálf­sagt að upp­lýsa, að við hjónin eigum fjögur börn. Ekk­ert þeirra hefur fitu­smánað sig. Og enga aðstoð þurft frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum til þess að tryggja að svo sé ekki. Ekk­ert þeirra og ekk­ert okkar barna­barna hefur þurft að glíma við vanda­mál offitu. Sú hefur hvorki verið okkar reynsla sem for­eldris né þeirra sem barna og barna­barna. Mér þykir það ein­fald­lega vera sjálf­sagt og eðli­legt. Eðli­leg afleið­ing af upp­eldi barna. Hvað svo sem nýj­ustu upp­lýs­ingar um mikla fjölgun offeitra barn segja. Segja þær nokkuð annað en nákvæm­lega það?

Ég vil líka fús­lega upp­lýsa, að síðar á ævinni varð ég of þung­ur. Þegar mið­aldra var orð­inn. All­nokkuð yfir kjör­þyngd. Vinir mínir vöktu m.a. athygli mína á því. Auk auð­vitað fjöl­skyld­unn­ar. Ofþyngd­inni fylgdu veik­indi, sem mér hefur tek­ist að yfir­stíga.  Ofþyngdin hefur líka dal­að. Veru­lega. Hvers vegna? Vegna þess, að ég bar sjálfur ábyrgð á því hvernig komið var. Og ég bar sjálfur og ber ábyrgð á því að hafa tek­ist á við vanda­málið – og náð árangri. Það hefur eng­inn gert fyrir mig. Engin heilsu­gæslu­stöð. Eng­inn fjöl­skyldu­ráð­gjafi, Eng­inn nær­ing­ar­fræð­ing­ur. Eng­inn opin­ber starfs­mað­ur. For­eldr­arnir öxl­uðu ábyrgð­ina á mér á meðan ég var barn. Sjálfur hef ég þurft að axla ábyrgð­ina síð­an. Ég - eins og við öll – veit hver ber ábyrgð­ina. Ég – eins og við öll – veit hvernig á að takast á við vanda­mál­ið. Ég – eins og við öll – veit að orðið „fitu­smán­un“ á við þann, sem þannig hefur sjálfur smánað sig en ekki hinn, sem bendir á hvað hefur gerst og hvetur þann, sem ábyrgð­ina ber, til þess að takast á við sitt eigið vanda­mál.

Því það er bara EINN sem ber meg­in­á­byrgð­ina eftir barn­æsk­una. Bara EINN, sem getur tek­ist á við eigið vanda­mál. Vissu­lega getur sá, sem vill, beðið um hjálp. En til þess þarf eigin vilja. Vilja til þess að ná árangri. Sem sá einn getur náð, sem fitu­smán­aði sig sjálf­ur. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokki