Samstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki „endilega eitthvað sem menn ættu að horfa á til langrar framtíðar“

Steingrímur J. Sigfússon segir að hann hafi persónulega ekkert á móti því ef hér á landi myndaðist það sem kalla mætti sterka minnihlutastjórn. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það gæti verið hollt, sérstaklega fyrir þingræðið.“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Auglýsing

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður VG, segir að ríkisstjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokksins sé ekki endilega eitthvað sem menn ættu að horfa á til langrar framtíðar þegar hann er spurður út í það hver sé draumaríkisstjórn VG. „Það getur vel verið að það sé nauðsynlegt að leyfa stjórnmálunum svolítið að þroskast og takast á með hefðbundnari hætti, að minnsta kosti inn á milli, þannig að samstæðari flokkar, hugmyndafræðilega séð, myndu vinna saman í annað hvort minnihluta eða meirihluta.“

Þetta segir Steingrímur í ítarlegu viðtali við Kjarnann sem birtist um helgina.

Telur hann enn fremur að öllum sé hollt að velta fyrir sér því sem kallað er á skandinavísku „konsensus“-stjórnmál. Hann segist alltaf hafa verið hallur undir að það væri að mörgu leyti gott fyrir samfélög að stjórnmálin virkuðu sem samstöðustjórnmál. Það þýði að menn geri málamiðlanir.

Auglýsing

Nú hefur þú aldeilis tekist á við aðra í stjórnmálum.

„Ég hef ekkert verið feiminn við það og það eiga menn líka að gera. Það er hluti af þessu og svo tefla menn fram mynduglega, og af hörku, sínum áherslum en þeir eiga að sjálfsögðu að gera það með rökum – og lúta svo lýðræðislegum niðurstöðum. Það er mjög mikilvægt að menn gleymi því aldrei, að það er lýðræðismeirihlutinn sem á að ráða niðurstöðunum í hverju máli og ef menn skrifa upp á lýðræðið á annað borð þá verða þeir að meina það. Ekki bara þegar hentar þeim. Stundum verða menn að sætta sig við það að lenda í minnihluta og taka því.“

Hefði ekkert á móti því að hér myndaðist sterk minnihlutastjórn

Steingrímur veltir því fyrir sér hvernig stjórnmálin muni þróast. Hvort hreinni línur muni myndast þannig að hægt verði að mynda sterka ríkisstjórn meira á annan hvorn vænginn. Væntanlega verði einhver miðlæg öfl með í því. „Síðan hefði ég ekkert persónulega á móti því ef hér myndaðist það sem kalla mætti sterka minnihlutastjórn. Það er að segja vel mannaða og öfluga stjórn þó að ekki væru allir flokkarnir með í ríkisstjórninni sem væru í hennar baklandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það gæti verið hollt, sérstaklega fyrir þingræðið. Það er almenn kenning að tímabil með minnihlutastjórnum styrki þjóðþingið því þá þurfa menn meira að semja um sín mál.“

Telur hann mikilvægt að þingið sé sterkt. „Þingið er kjarninn í lýðræðiskerfinu. Fulltrúasamkoma.“ Telur Steingrímur að samvinna með minnihlutastjórn myndi ýta stjórnmálunum í átt til samræðustjórnmála.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent