Samstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki „endilega eitthvað sem menn ættu að horfa á til langrar framtíðar“

Steingrímur J. Sigfússon segir að hann hafi persónulega ekkert á móti því ef hér á landi myndaðist það sem kalla mætti sterka minnihlutastjórn. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það gæti verið hollt, sérstaklega fyrir þingræðið.“

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Auglýsing

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþingis og þing­maður VG, segir að rík­is­stjórn­ar­sam­starf VG og Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé ekki endi­lega eitt­hvað sem menn ættu að horfa á til langrar fram­tíðar þegar hann er spurður út í það hver sé draumarík­is­stjórn VG. „Það getur vel verið að það sé nauð­syn­legt að leyfa stjórn­mál­unum svo­lítið að þroskast og takast á með hefð­bundn­ari hætti, að minnsta kosti inn á milli, þannig að sam­stæð­ari flokk­ar, hug­mynda­fræði­lega séð, myndu vinna saman í annað hvort minni­hluta eða meiri­hluta.“

Þetta segir Stein­grímur í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann sem birt­ist um helg­ina.

Telur hann enn fremur að öllum sé hollt að velta fyrir sér því sem kallað er á skand­in­av­ísku „kon­sensus“-­stjórn­mál. Hann seg­ist alltaf hafa verið hallur undir að það væri að mörgu leyti gott fyrir sam­fé­lög að stjórn­málin virk­uðu sem sam­stöðu­stjórn­mál. Það þýði að menn geri mála­miðl­an­ir.

Auglýsing

Nú hefur þú aldeilis tek­ist á við aðra í stjórn­mál­um.

„Ég hef ekk­ert verið feim­inn við það og það eiga menn líka að gera. Það er hluti af þessu og svo tefla menn fram mynd­ug­lega, og af hörku, sínum áherslum en þeir eiga að sjálf­sögðu að gera það með rökum – og lúta svo lýð­ræð­is­legum nið­ur­stöð­um. Það er mjög mik­il­vægt að menn gleymi því aldrei, að það er lýð­ræð­is­meiri­hlut­inn sem á að ráða nið­ur­stöð­unum í hverju máli og ef menn skrifa upp á lýð­ræðið á annað borð þá verða þeir að meina það. Ekki bara þegar hentar þeim. Stundum verða menn að sætta sig við það að lenda í minni­hluta og taka því.“

Hefði ekk­ert á móti því að hér mynd­að­ist sterk minni­hluta­stjórn

­Stein­grímur veltir því fyrir sér hvernig stjórn­málin muni þró­ast. Hvort hreinni línur muni mynd­ast þannig að hægt verði að mynda sterka rík­is­stjórn meira á annan hvorn væng­inn. Vænt­an­lega verði ein­hver mið­læg öfl með í því. „Síðan hefði ég ekk­ert per­sónu­lega á móti því ef hér mynd­að­ist það sem kalla mætti sterka minni­hluta­stjórn. Það er að segja vel mann­aða og öfl­uga stjórn þó að ekki væru allir flokk­arnir með í rík­is­stjórn­inni sem væru í hennar bak­landi. Ég hef lengi verið þeirrar skoð­unar að það gæti verið hollt, sér­stak­lega fyrir þing­ræð­ið. Það er almenn kenn­ing að tíma­bil með minni­hluta­stjórnum styrki þjóð­þingið því þá þurfa menn meira að semja um sín mál.“

Telur hann mik­il­vægt að þingið sé sterkt. „Þingið er kjarn­inn í lýð­ræð­is­kerf­inu. Full­trúa­sam­kom­a.“ Telur Stein­grímur að sam­vinna með minni­hluta­stjórn myndi ýta stjórn­mál­unum í átt til sam­ræðu­stjórn­mála.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent