Héraðssaksóknari fékk bókhald Samherjasamstæðunnar með dómsúrskurði

Í byrjun desember féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfur embættis héraðssaksóknara um að fá afhent bókhaldsgögn Samherjasamstæðunnar og fleira frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG. Þagnarskyldu endurskoðandans var aflétt.

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Auglýsing

End­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG hefur verið gert að láta emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í té upp­lýs­ingar og gögn varð­andi bók­hald og reikn­ings­skil allra félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar á árunum 2011 til 2020. Einnig þarf fyr­ir­tækið að láta hér­aðs­sak­sókn­ara hafa upp­lýs­ingar og gögn sem varða eina til­tekna skýrslu sem KPMG vann um starf­semi Sam­herja á árunum 2013 og 2014.

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur kvað upp úrskurð sinn um þetta í byrjun des­em­ber. Dóm­ur­inn féllst á kröfur hér­aðs­sak­sókn­ara um að KPMG yrði skyldað til að láta gögnin af hendi og núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­mönnum félags­ins yrði sömu­leiðis gert skylt að veita emb­ætt­inu þær upp­lýs­ingar sem þeir búa yfir.

KPMG, sem sá um bók­hald Sam­herja árum saman og þar til í fyrra, hefur þannig verið skyldað til þess að aflétta þeim trún­aði sem ríkir milli end­ur­skoð­enda og við­skipta­vina þeirra, en kveðið er á um þagn­ar­skyldu end­ur­skoð­enda í lög­um.

Reynt að kom­ast að því hver tók ákvarð­anir hjá Sam­herja 

Fram kemur í úrskurð­inum, sem varð opin­ber í þess­ari viku í kjöl­far þess að Lands­réttur tók málið fyrir og vís­aði kæru Sam­herja frá, að rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara bein­ist að ætl­uðum brotum starfs­manna eða fyr­ir­svars­manna Sam­herja. Þau séu talin kunna að varða við greinar almennra hegn­ing­ar­laga sem fjalla um mútu­brot og pen­inga­þvætti, og eftir atvikum auðg­un­ar­brotakafla lag­anna.

Úr úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Lesa má í úrskurði hér­aðs­dóms að hér­aðs­sak­sókn­ari telji nauð­syn­legt að upp­lýsa um atriði sem varði fjár­hag- og rekstr­ar­af­komu félaga innan sam­stæðu Sam­herja vegna rann­sóknar máls­ins. Sömu­leiðis að það hafi þýð­ingu fyrir rann­sókn emb­ætt­is­ins að upp­lýsa eins og hægt er hvernig töku ákvarð­ana var háttað innan sam­stæðu Sam­herja.

Þar kemur þessi skýrsla við sögu. Umrædd skýrsla KPMG fyrir Sam­herja, eða öllu heldur drög að henni, hafa verið til umfjöll­unar áður. Um þau var meðal ann­ars fjallað í bók­inni Ekk­ert að fela eftir Helga Selj­an, Aðal­stein Kjart­ans­son og Stefán A. Drengs­son sem kom út í nóv­em­ber 2019. Skýrslan er eins konar grein­ing á því hvernig skipu­lag Sam­herj­a­sam­stæð­unnar var á þessum tíma.

Sam­kvæmt mati sér­fræð­inga KPMG, sem byggði m.a. á við­tölum við starfs­fólk Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, var for­stjór­inn og stjórn­ar­for­mað­ur­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu og með alla þræði í hendi sér. Engin form­leg fram­kvæmda­stjórn var sögð innan Sam­herja hf., sam­kvæmt þessum drögum sér­fræð­inga KPM­G. 

Athuga­semdir voru gerðar við ýmis­legt af því sem fram kom í mati KPMG af hálfu Sam­herja og í síð­ari drögum að skýrsl­unni var búið að draga úr umfjöllun um hlut­verk og áhrif stjórn­ar­for­manns­ins. Hér­aðs­sak­sókn­ari telur vert að skoða þessa skýrslu­gerð sér­stak­lega.

Úrskurður sóttur til dóm­ara án vit­neskju KPMG

Þegar emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara lagði kröf­una fram til hér­aðs­dóms bað emb­ættið um að úrskurður yrði kveð­inn upp án þess að full­trúar KPMG yrðu kvaddir fyrir dóm. 

Á það féllst dóm­ari, en lesa má í úrskurði hér­aðs­dóms að það hafi verið mat emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara að vit­neskja um rann­sókn­ar­að­gerð­ina fyr­ir­fram innan end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins gæti spillt fyrir rann­sókn máls­ins. 

Auglýsing

Fram kemur að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara hafi meðal ann­ars lagt fram þann rök­stuðn­ing að þrátt fyrir að eng­inn starfs­maður end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins væri sak­born­ingur í mál­inu væri ekki vissa um hvort eitt­hvað við­skipta- eða hags­muna­sam­band væri enn á milli KPMG og Sam­herja. Í því sam­hengi þyrfti að hafa í huga stærð Sam­herja og víð­tækar eignir og yfir­ráð félags­ins í öðrum félögum í íslensku atvinnu­lífi og sömu­leiðis til­tölu­lega fyr­ir­ferð KPMG sem þjón­ustu­veit­anda.

Einnig væri ekki unnt að úti­loka að gögn og upp­lýs­ingar sem aflað yrði frá KPMG gætu leitt í ljós atriði sem beina myndu rann­sókn að KPMG eða starfs­mönnum þess síðar meiri. Rétt væri að gæta var­úð­ar, vegna hags­muna rann­sókn­ar­inn­ar.

Aðfinnslur í Lands­rétti

Sam­herji reyndi að fá þessum úrskurði hér­aðs­dóms hnekkt í Lands­rétti, en það gekk ekki. Í úrskurði Lands­réttar frá 28. jan­úar segir að ekki sé hægt að líta svo á að félög Sam­herja hafi verið aðilar að mál­inu í hér­aðs­dómi. Því væri þeim ekki heim­ilt að kæra úrskurð hér­aðs­dóms til Lands­rétt­ar. 

Í nið­ur­stöðu Lands­réttar segir að varn­ar­að­ilar njóti víð­tæks réttar til þess að leggja fyrir dóm ágrein­ing um lög­mæti yfir­stand­andi rann­sókn­ar­at­hafna lög­reglu eða ákærenda. Þessi leið sé hins vegar ekki fær, þar sem félög Sam­herja voru ekki aðilar máls­ins í hér­aðs­dómi.

Dóm­arar í Lands­rétti komu á fram­færi athuga­semdum við verk­lag hér­aðs­dóm­ara í nið­ur­stöðu sinni og segja „að­finnslu­vert“ að hér­aðs­dóm­ari hafi ekki krafið hér­aðs­sak­sókn­ara um rann­sókn­ar­gögn máls­ins og gengið úr skugga um hvort laga­skil­yrði væru upp­fyllt áður en krafan var tekin til úrskurð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent