Danir ætla að búa til risastóra eyju í Norðursjó

Fullgerð myndi eyjan sem stendur til að búa til í Norðursjó vera á stærð við 64 fótboltavelli. Á henni verður framleitt eldsneyti og rafmagni sem vindmyllur allt í kring munu framleiða dreift.

Orkueyjan í Norðursjó er einu skrefi nær því að verða að veruleika.
Orkueyjan í Norðursjó er einu skrefi nær því að verða að veruleika.
Auglýsing

Umhverfisráðherra Danmerkur hefur tryggt pólitískt samkomulag sem felur í sér að búin verður til eyja í Norðursjó, um 80 kílómetrum undan ströndum landsins. Um stærstu fjárfestingu í sögu Danmerkur er að ræða. Framkvæmdin mun kosta að minnsta kosti 210 milljarða danskra króna – um fimm sinnum meira en kostaði að reisa Stórabeltisbrúna.


Á eyjunni og í sjónum umhverfis hana verður rekinn risastór orkugarður með hundruðum vindmylla. Myllurnar verða óvenju stórar eða um 260 metrar á hæð. Orkueyjan mun verða til þess að Danir geta uppfyllt markmið sín í loftslagsmálum. Þá stendur einnig til að flytja rafmagnið og eldsneytið sem framleitt verður á eyjunni út til annarra landa.


Umhverfisráðherrann segir að með samkomulaginu hafi verið lagður grunnur að orkuskiptunum – ekki aðeins Dönum til heilla heldur einnig Evrópu og í raun heimsbyggðinni allri. „Það er mikilvægt að Danmörk sé land nýsköpunar,“ sagði ráðherrann Dan Jørgensen, er hann kynnti áætlanirnar á blaðamannafundi í vikunni. „Aðeins með því að hvetja aðra í því að þróa grænar lausnir sem þeir geta nýtt getum við raunverulega tekist á við loftslagsbreytingar.“

Auglýsing


Gæti framleitt rafmagn fyrir 10 milljónir heimila í Evrópu

Eyjan verður í fyrsta áfanga að minnsta kosti 120 þúsund fermetrar að stærð – jafnstór og um átján fótboltavellir. Vindmyllurnar verða á hafi úti en á eyjunni verða m.a. tengi- og dreifivirki. Er á stefnuskránni að í fyrstu verði framleitt rafmagn sem dugar fyrir um þrjár milljónir heimila en að orkugarðurinn verði svo stækkaður og geti í framtíðinni framleitt rafmagn fyrir um tíu milljónir heimila. Áður en af því yrði þyrfti að stækka eyjuna verulega og myndi hún þá jafnast á við 64 fótboltavelli. Á eyjunni á m.a. nýta nýjustu tækni og framleiða eldsneyti fyrir skip og flugvélar framtíðarinnar, t.d. vetni.


Orkufyrirtækið Ørsted, sem er að hluta í eigu danska ríkisins og er leiðandi í rekstri vindorkugarða á hafi úti, hefur gagnrýnt þessar fyrirætlanir og óttast að tilbúin eyja muni ekki falla vel í kramið hjá Dönum. Auk þess telur fyrirtækið kostnaðinn of stóran bita að kyngja. Þá minnir fyrirtækið á að til að framleiða vetni þurfi að hafa góðan aðgang að miklu magni af fersku vatni. Ørsted segist hafa lagt til að í stað tilbúinnar eyju verði notast við palla sem auki sveigjanleikann. Á þessa gagnrýni hafi stjórnvöld ekki hlustað.


Í frétt Berlinske um málið segir að eyjan verði flokkuð sem grunninnviðir og verði því í meirihlutaeigu ríkisins. Nokkrir danskir fjárfestingarsjóðir hafa þegar sýnt áhuga á verkefninu sem þeir kalla Vindeyju.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent