Danir ætla að búa til risastóra eyju í Norðursjó

Fullgerð myndi eyjan sem stendur til að búa til í Norðursjó vera á stærð við 64 fótboltavelli. Á henni verður framleitt eldsneyti og rafmagni sem vindmyllur allt í kring munu framleiða dreift.

Orkueyjan í Norðursjó er einu skrefi nær því að verða að veruleika.
Orkueyjan í Norðursjó er einu skrefi nær því að verða að veruleika.
Auglýsing

Umhverf­is­ráð­herra Dan­merkur hefur tryggt póli­tískt sam­komu­lag sem felur í sér að búin verður til eyja í Norð­ur­sjó, um 80 kíló­metrum undan ströndum lands­ins. Um stærstu fjár­fest­ingu í sögu Dan­merkur er að ræða. Fram­kvæmdin mun kosta að minnsta kosti 210 millj­arða danskra króna – um fimm sinnum meira en kost­aði að reisa Stóra­belt­is­brúna.Á eyj­unni og í sjónum umhverfis hana verður rek­inn risa­stór orku­garður með hund­ruðum vind­mylla. Myll­urnar verða óvenju stórar eða um 260 metrar á hæð. Orku­eyjan mun verða til þess að Danir geta upp­fyllt mark­mið sín í lofts­lags­mál­um. Þá stendur einnig til að flytja raf­magnið og elds­neytið sem fram­leitt verður á eyj­unni út til ann­arra landa.Umhverf­is­ráð­herr­ann segir að með sam­komu­lag­inu hafi verið lagður grunnur að orku­skipt­unum – ekki aðeins Dönum til heilla heldur einnig Evr­ópu og í raun heims­byggð­inni allri. „Það er mik­il­vægt að Dan­mörk sé land nýsköp­un­ar,“ sagði ráð­herr­ann Dan Jørg­en­sen, er hann kynnti áætl­an­irnar á blaða­manna­fundi í vik­unni. „Að­eins með því að hvetja aðra í því að þróa grænar lausnir sem þeir geta nýtt getum við raun­veru­lega tek­ist á við lofts­lags­breyt­ing­ar.“

AuglýsingGæti fram­leitt raf­magn fyrir 10 millj­ónir heim­ila í Evr­ópu

Eyjan verður í fyrsta áfanga að minnsta kosti 120 þús­und fer­metrar að stærð – jafn­stór og um átján fót­bolta­vell­ir. Vind­myll­urnar verða á hafi úti en á eyj­unni verða m.a. tengi- og dreifi­virki. Er á stefnu­skránni að í fyrstu verði fram­leitt raf­magn sem dugar fyrir um þrjár millj­ónir heim­ila en að orku­garð­ur­inn verði svo stækk­aður og geti í fram­tíð­inni fram­leitt raf­magn fyrir um tíu millj­ónir heim­ila. Áður en af því yrði þyrfti að stækka eyj­una veru­lega og myndi hún þá jafn­ast á við 64 fót­bolta­velli. Á eyj­unni á m.a. nýta nýj­ustu tækni og fram­leiða elds­neyti fyrir skip og flug­vélar fram­tíð­ar­inn­ar, t.d. vetni.Orku­fyr­ir­tækið Ørsted, sem er að hluta í eigu danska rík­is­ins og er leið­andi í rekstri vind­orku­garða á hafi úti, hefur gagn­rýnt þessar fyr­ir­ætl­anir og ótt­ast að til­búin eyja muni ekki falla vel í kramið hjá Dön­um. Auk þess telur fyr­ir­tækið kostn­að­inn of stóran bita að kyngja. Þá minnir fyr­ir­tækið á að til að fram­leiða vetni þurfi að hafa góðan aðgang að miklu magni af fersku vatni. Ørsted seg­ist hafa lagt til að í stað til­bú­innar eyju verði not­ast við palla sem auki sveigj­an­leik­ann. Á þessa gagn­rýni hafi stjórn­völd ekki hlust­að.Í frétt Berl­inske um málið segir að eyjan verði flokkuð sem grunn­inn­viðir og verði því í meiri­hluta­eigu rík­is­ins. Nokkrir danskir fjár­fest­ing­ar­sjóðir hafa þegar sýnt áhuga á verk­efn­inu sem þeir kalla Vindeyju.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent