Danir ætla að búa til risastóra eyju í Norðursjó

Fullgerð myndi eyjan sem stendur til að búa til í Norðursjó vera á stærð við 64 fótboltavelli. Á henni verður framleitt eldsneyti og rafmagni sem vindmyllur allt í kring munu framleiða dreift.

Orkueyjan í Norðursjó er einu skrefi nær því að verða að veruleika.
Orkueyjan í Norðursjó er einu skrefi nær því að verða að veruleika.
Auglýsing

Umhverfisráðherra Danmerkur hefur tryggt pólitískt samkomulag sem felur í sér að búin verður til eyja í Norðursjó, um 80 kílómetrum undan ströndum landsins. Um stærstu fjárfestingu í sögu Danmerkur er að ræða. Framkvæmdin mun kosta að minnsta kosti 210 milljarða danskra króna – um fimm sinnum meira en kostaði að reisa Stórabeltisbrúna.


Á eyjunni og í sjónum umhverfis hana verður rekinn risastór orkugarður með hundruðum vindmylla. Myllurnar verða óvenju stórar eða um 260 metrar á hæð. Orkueyjan mun verða til þess að Danir geta uppfyllt markmið sín í loftslagsmálum. Þá stendur einnig til að flytja rafmagnið og eldsneytið sem framleitt verður á eyjunni út til annarra landa.


Umhverfisráðherrann segir að með samkomulaginu hafi verið lagður grunnur að orkuskiptunum – ekki aðeins Dönum til heilla heldur einnig Evrópu og í raun heimsbyggðinni allri. „Það er mikilvægt að Danmörk sé land nýsköpunar,“ sagði ráðherrann Dan Jørgensen, er hann kynnti áætlanirnar á blaðamannafundi í vikunni. „Aðeins með því að hvetja aðra í því að þróa grænar lausnir sem þeir geta nýtt getum við raunverulega tekist á við loftslagsbreytingar.“

Auglýsing


Gæti framleitt rafmagn fyrir 10 milljónir heimila í Evrópu

Eyjan verður í fyrsta áfanga að minnsta kosti 120 þúsund fermetrar að stærð – jafnstór og um átján fótboltavellir. Vindmyllurnar verða á hafi úti en á eyjunni verða m.a. tengi- og dreifivirki. Er á stefnuskránni að í fyrstu verði framleitt rafmagn sem dugar fyrir um þrjár milljónir heimila en að orkugarðurinn verði svo stækkaður og geti í framtíðinni framleitt rafmagn fyrir um tíu milljónir heimila. Áður en af því yrði þyrfti að stækka eyjuna verulega og myndi hún þá jafnast á við 64 fótboltavelli. Á eyjunni á m.a. nýta nýjustu tækni og framleiða eldsneyti fyrir skip og flugvélar framtíðarinnar, t.d. vetni.


Orkufyrirtækið Ørsted, sem er að hluta í eigu danska ríkisins og er leiðandi í rekstri vindorkugarða á hafi úti, hefur gagnrýnt þessar fyrirætlanir og óttast að tilbúin eyja muni ekki falla vel í kramið hjá Dönum. Auk þess telur fyrirtækið kostnaðinn of stóran bita að kyngja. Þá minnir fyrirtækið á að til að framleiða vetni þurfi að hafa góðan aðgang að miklu magni af fersku vatni. Ørsted segist hafa lagt til að í stað tilbúinnar eyju verði notast við palla sem auki sveigjanleikann. Á þessa gagnrýni hafi stjórnvöld ekki hlustað.


Í frétt Berlinske um málið segir að eyjan verði flokkuð sem grunninnviðir og verði því í meirihlutaeigu ríkisins. Nokkrir danskir fjárfestingarsjóðir hafa þegar sýnt áhuga á verkefninu sem þeir kalla Vindeyju.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent