Hringtorg kveðja og vinstri beygjur víða gerðar ómögulegar

Lagt er til að tvö stór hringtorg verði ljósagatnamót og vinstri beygjum í kringum borgarlínuleiðir verði fækkað verulega, í fyrstu tillögum að útfærslu alls 79 gatnamóta sem eru í fyrstu lotu Borgarlínu.

Til vinstri má sjá núverandi hringtorg á Hringbraut og tillöguna þar fyrir neðan og til hægri má sjá núverandi hringtorg á Suðurlandsbraut og tillögu að gatnamótum þar fyrir ofan.
Til vinstri má sjá núverandi hringtorg á Hringbraut og tillöguna þar fyrir neðan og til hægri má sjá núverandi hringtorg á Suðurlandsbraut og tillögu að gatnamótum þar fyrir ofan.
Auglýsing

Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu er gert ráð fyrir því að tvö fjölfarin hringtorg í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins heyri brátt sögunni til og verði leyst af hólmi með ljósagatnamótum.


Þetta er annars vegar hringtorgið mikla sem markar inngang að Vesturbænum á gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu og hins vegar hringtorgið á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs.

Öll gatnamót í fyrstu lotu Borgarlínunnar verða því ýmist T-gatnamót eða krossgatnamót, en alls er um að ræða 79 gatnamót á þeirri 14,5 kílómetra leið sem fyrsta lota Borgarlínu nær til. Tillögur að þeim öllum eru teiknaðar upp í frumdragaskýrslunni sem kynnt var í gær.

Í umfjöllun um gatnamót í skýrslunni kemur fram að sjaldgæft sé að gatnamót séu útfærð með hringtorgum þar sem almenningssamgöngur í sérrými fari um, þrátt fyrir að dæmi séu til um það, til dæmis í Noregi og Frakklandi. 

Á höfuðborgarsvæðinu er lagt til að láta hringtorgin víkja, ekki síst til þess að greiða leið gangandi og hjólandi vegfarenda um umrædd gatnamót, en krossgatnamót með ljósum henta þeim mun betur en hringtorg. Gangandi og hjólandi þurfa ekki að leggja lykkju á leið sína til að komast í gegn, óhað því í hvaða átt á að fara.

Þessar skýringarmyndir eru úr frumdragaskýrslu Borgarlínu.


Í dag er ekki gert ráð fyrir því að gangandi eða hjólandi fólk fari beinustu í gegnum hringtorgið á Suðurlandsbraut nema að takmörkuðu leyti. Undirgöng ætluð gangandi eru undir götuna þar sem Skeifan mætir Mörkinni. 

Auglýsing

Þeir sem leggja leið sína gangandi um hringtorgið á mótum Hringbrautar og Suðurgötu finna síðan vel fyrir því að þar eru þeir ekki í forgangi og ekki er hugað að gönguþverunum í allar áttir. Þetta mun breytast, samkvæmt tillögunum sem lagðar hafa verið fram.

Vinstri beygjum sleppt þar sem kostur er

Fleiri gatnamót breytast en eingöngu þau sem verða ekki lengur útfærð með hringtorgum. Í skýrslunni er lagt til að sleppa vinstri beygjum víða, til að þveranir almennrar umferðar yfir sérrými Borgarlínu verði í lágmarki.

Lagt er til að sleppa vinstri beygjum á krossgatnamótum eins og unnt er, en með vinstribeygjubanni verða gatnamótin í raun að tvennum T-gatnamótum. Þessu er ætlað tryggja greiðfærni Borgarlínunnar og fækka svokölluðum bágapunktum, en með því orði er átt við staði þar sem umferðarstraumar skerast. Færri bágapunktar auka umferðaröryggi.Nokkur dæmi um gatnamót að Lækjargötu, þar sem tvöföld borgarlínubraut verður fyrir miðju.


Dæmi um gatnamót þar sem lagt er til að ekki lengur heimilt að beygja til vinstri á bíl er þegar komið verður út úr Faxafeni og inn á Suðurlandsbrautina. Hið sama mun eiga við þegar komið verður akandi út úr bæði Álfheimum og Vegmúla og inn á Suðurlandsbraut. Vinstri beygja af Suðurlandsbraut, yfir sérrýmið og inn í Lágmúla verður heldur ekki möguleg, samkvæmt þessum fyrstu tillögum.

Það sama er uppi á teningnum á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu, en ekki er gert ráð fyrir að bílar geti beygt til vinstri þegar niður í Lækjargötu er komið.

Í umfjöllun um umferðaröryggi í skýrslunni segir að þar sem vinstri beygjur verði ekki lengur mögulegar muni hluti bílaumferðar finna sér nýjar leiðir og leita í nærliggjandi götur. Því sé mikilvægt að huga að umferðaröryggi í þeim líka.

Kenna þurfi Íslendingum að nálgast borgarlínubrautirnar

Í umfjöllun í skýrslunni segir einnig að Íslendingar þekki sérreinar fyrir almenningssamgöngur sem séu úti í jaðri gatna en ekki borgarlínubrautir og -reinar sem verði fyrir miðju. Því sé mikilvægt að kynna vel fyrir fólki hvernig Borgarlínan muni virka. 

Reynslan sýni til dæmis að óvönum vegfarendum geti fundist ruglandi að ekið sé í báðar áttir á miðlægri borgarlínubraut, þegar þeir þvera þær.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent