Segir háa langtímavexti torvelda fjármögnun ríkisins

Sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu segir hið opinbera ekki hafa notið vaxtalækkana Seðlabankans jafnmikið og heimili og fyrirtæki í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Að hans mati hefur ríkissjóður alla burði til að sækjast eftir betri lánskjörum.

Agnar Tómas Möller, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu
Agnar Tómas Möller, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu
Auglýsing

Rík­is­sjóður Íslands ætti að hafa alla burði til að sækj­ast eftir enn betri láns­kjörum á inn­lendum vaxta­mark­aði, en lang­tíma­vextir hér á landi eru fjarri öllum vest­rænum ríkjum miðað við láns­hæfi. Þetta skrifar Agnar Tómas Möll­er, sjóð­stjóri hjá Kviku eigna­stýr­ingu í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út síð­asta föstu­dag.

Háir lang­tíma­vextir slæmir fyrir rík­is­sjóð

Í grein sinni fer hann yfir þróun lang­tíma­vaxta á síð­ustu árum, en þeir hafa hækkað tölu­vert hér­lendis frá síð­asta sumri. Nú eru 10 ára raun­vextir á svip­uðum stað og þeir voru áður en yfir­stand­andi kreppa skall á í byrjun síð­asta árs, á meðan svip­aðir vextir hafa annað hvort hækkað minna eða lækkað umtals­vert í öðrum lönd­um.

Sam­kvæmt Agn­ari Tómasi hafa heim­ili og fyr­ir­tæki fyrst og fremst notið góðs af vaxta­lækk­unum Seðla­bank­ans á síð­ustu mán­uð­um, þar sem þau fjár­magna sig freka á fljót­andi eða frekar stuttum vöxt­um. Hins vegar hafi sveit­ar­fé­lög og rík­is­sjóður notið hans í minna mæli, þar sem þau fjár­magna sig frekar á vöxtum til langs tíma. 

Auglýsing

Mikil eft­ir­spurn en minna fram­boð

Agnar segir vext­ina ráð­ast af fram­boði og eft­ir­spurn á láns­fé, en þessa stund­ina sé eft­ir­spurnin mikil á lang­tíma­lánum þar sem rík­is­sjóður og sveit­ar­fé­lög þurfa að fjár­magna halla­rekstur sinn. Við þetta bæt­ist að erlendir fjár­festar los­uðu tugi millj­arða í inn­lendum skulda­bréfum á seinni hluta síð­asta árs, sem jók enn á eft­ir­spurn­ina. 

Fram­boðið á lánsfé hefur hins vegar verið tak­mark­að, ef miðað er við hlut­fall til­boða sem sam­þykkt eru í skulda­bréfa­út­gáfu rík­is­sjóðs. Hér á landi sam­þykkir rík­is­sjóður nær öll til­boð sem honum býð­st, eða um 95 pró­sent, en Agnar segir það benda til þess að fáir kaup­endur séu til stað­ar. Til sam­an­burðar hefur rík­is­sjóður Bret­lands að með­al­tali sam­þykkt minna en helm­ing allra til­boða sem honum hefur boð­ist í sínum skulda­bréfa­út­gáfum á und­an­förnum mán­uð­u­m. 

Hátt vaxta­stig hér­lendis mætti því skýra með mik­illi eft­ir­spurn og minni eft­ir­spurn eftir láns­fé.

Skiptir máli fyrir allt hag­kerfið

Sam­kvæmt Agn­ari skipta vaxta­kjör rík­is­sjóðs miklu máli fyrir efna­hags­líf­ið, þar sem hann setur grunn fyrir alla aðra útgef­endur í hag­kerf­inu. Þannig gætu lang­tíma­vextir haft mikið um það að segja hversu vel muni ganga að fjölga arð­bærum fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um.

Hins vegar segir hann að rík­is­sjóður ætti að hafa alla burði til að sækj­ast eftir enn betri láns­kjörum á inn­lendum vaxta­mark­aði, þar sem þeir eru mun hærri en í nágranna­löndum ef miðað er við láns­hæfi. Einnig sýni mikil eft­ir­spurn eftir nýlegri útgáfu íslenska rík­is­ins skulda­bréfs í evrum að rík­is­sjóður njóti trausts á erlendum mörk­uð­u­m. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent