Sigríður: Ríður mjög á að Vesturlönd klári bólusetningar

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins varar við umræðu um það hvort siðferðislega réttlætanlegt sé að land eins og Ísland klári sínar bólusetningar á undan öðrum.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir það ánægju­legt að heil­brigð­is­stjórn­völd hafi und­ir­ritað samn­ing um kaup á bólu­efni lyfja­fram­leið­and­ans CureVac gegn COVID-19 sem dugir fyrir um 90.000 ein­stak­linga. Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í vik­unni.

Segir á vef Stjórn­ar­ráðs­ins að vonir standi til að afhend­ing bólu­efn­is­ins geti haf­ist á öðrum fjórð­ungi þessa árs, að und­an­gengnu mati Lyfja­stofn­unar Evr­ópu og útgáfu mark­aðs­leyfis en bólu­efnið er nú í fasa III í próf­un­um.

„Það sem mér fannst sér­stak­lega ánægju­legt í þeirri frétt var að samið var um kaup á bólu­efni fyrir 90.000 manns. Hví er það sem ég nefni þessa tölu, sem mér finnst vera svo­lítil lyk­iltala í öllum þessum mál­um? Ég kom inn á það í umræðu hér við hæst­virtan heil­brigð­is­ráð­herra síð­ast í des­em­ber – eða hvort það var núna í jan­úar – þegar ég spurði hæst­virtan heil­brigð­is­ráð­herra af hverju ekki hefði verið samið við alla bólu­efna­fram­leið­endur um nákvæm­lega að kaupa að minnsta kosti skammta fyrir 90.000 manns, vegna þess að það er sá fjöldi manna hér á Íslandi sem mér sýn­ist af lista og flokkun heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins og heil­brigð­is­yf­ir­valda vera sá fjöldi lands­manna sem við myndum telja að væri brýnt að fengi bólu­efn­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Auglýsing

Varar við umræðu um sið­ferð­is­legar spurn­ingar

Telur Sig­ríður að mikið ríði á að að tryggja bólu­efni fyrir þennan flokk svo hægt verði að koma öllu aftur í gang hér á landi; efna­hags­lífi og eðli­legu lífi.

Í þessu sam­bandi vildi hún jafn­framt nefna, „af því að ég heyri að sú umræða er að koma upp hvort það geti verið sið­ferð­is­lega rétt­læt­an­legt að land eins og Ísland klári sínar bólu­setn­ingar á undan öðrum, eða Evr­ópu­löndin eða hin vest­rænu ríki, að ég vara við þeirri umræðu vegna þess að það ríður mjög á, einkum og sér í lagi fyrir þró­un­ar­rík­in, að Vest­ur­lönd klári bólu­setn­ingar og komi efna­hags­líf­inu á fullt skrið, vegna þess að afleið­ingar þess­ara lok­ana á Vest­ur­löndum eru orðnar geig­væn­legar einmitt í þró­un­ar­lönd­un­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent