Lára Ómars yfirgefur RÚV og gerist samskiptastjóri fjárfestingafélags

Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur verið ráðinn samskiptastjóri fjárfestingafélagsins Aztiq Fund. Hún hefur starfað um árabil í fjölmiðlum við bæði fréttir og dagskrárgerð.

Lára Ómarsdóttir hefur starfað um árabil við fjölmiðla.
Lára Ómarsdóttir hefur starfað um árabil við fjölmiðla.
Auglýsing

Lára Ómars­dótt­ir, frétta­maður Rík­is­út­varps­ins, sem að und­an­förnu hefur starfað í frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum Kveik, hefur verið ráðin sam­skipta­stjóri fjár­fest­inga­fé­lags­ins Aztiq Fund. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu.

Fram kemur í til­kynn­ing­unni að Aztiq Fund hafi verið virkur lang­tíma­fjár­festir hér­lendis og erlend­is, meðal ann­ars í fast­eign­um, lyfja­iðn­aði, heilsu­efl­ingu og menn­ing­arauði. Á vef fé­lags­ins kemur fram að stærstu eignir þess séu í Alvogen, Alvot­ech og fast­eigna­fé­lag­inu Sæmundi.

Árni Harð­ar­son, aðstoð­ar­for­stjóri Alvogen, sem einnig er stjórn­ar­maður í Aztiq Fund, segir sanna ánægju að fá Láru til starfa.

„Með því stígum við mik­il­vægt skref í þá átt að sam­eina fjár­fest­ingar eig­enda undir einum hatti og skapa þannig öfl­ugt fjár­fest­inga­fé­lag sem mun verða virkur þátt­tak­andi í upp­bygg­ingu atvinnu­lífs og auð­ugs sam­fé­lags á Íslandi. Ég er sann­færður um að víð­tæk reynsla Láru af fjöl­miðlum muni nýt­ast í vit­und­ar­upp­bygg­ingu félags­ins og í sam­skiptum við hag­að­ila,“ er haft eftir Árna í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Þar segir að hlut­verk Láru verði að halda utan um sam­skipti við meðal ann­arra yfir­völd, fjöl­miðla og fjár­festa og byggja upp vit­und á fyr­ir­tæk­inu. „Hún mun einnig taka virkan þátt í að móta stefnu félags­ins til fram­tíð­ar, en félagið hyggur á frek­ari fjár­fest­ingar hér­lendis og erlendis sem og að stækka fjár­festa­hóp­inn, sem nú þegar sam­anstendur af öfl­ugum íslenskum og erlendum ein­stak­lingum sem og alþjóð­legum fjár­fest­ing­ar­sjóð­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni frá Aztiq Fund.

Lára hefur lengi starfað sem frétta­maður og dag­skrár­gerð­ar­kona bæði í útvarpi og sjón­varpi. Hún lauk B.ed gráðu í íslensku og stærð­fræði árið 2004, en áður starf­aði hún meðal ann­ars sem inn­kaupa­stjóri og sem fram­kvæmda­stjóri knatt­spyrnu­fé­lags. Hún hefur skrifað eina bók, Hag­sýni og ham­ingja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent