Barir mega opna á mánudaginn

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að opna skemmtistaði og krár, en vill halda fjöldatakmörkunum í 20 manns í nýjum tilslökunum á sóttvarnaraðgerðum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir hefur fall­ist á til­lögur sótt­varn­ar­læknis um til­slak­anir á sótt­varn­ar­að­gerðum sem munu taka í gildi næst­kom­andi mánu­dag, 8. febr­ú­ar. Sam­kvæmt þeim mega barir opna á ný, auk bún­ings­klefa í lík­ams­rækt­um. Einnig verður 150 manns heim­ilt að koma saman í versl­un­um, söfn­um, kirkjum og leik­húsum ef hús­næðið er nógu stórt, en almenn fjölda­tak­mörk verða ennþá bundin við 20 manns. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins sem birt­ist í dag. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni munu regl­urnar gilda til og með 3. mar­s. 

Veit­inga­staðir þar sem áfeng­is­veit­ingar eru leyfð­ar, þar með talin veit­inga­hús, kaffi­hús, krár og skemmti­stað­ir, mega ekki hafa opið lengur en til kl. 22.00 sam­kvæmt nýju regl­un­um. Sama gildir um spila­sali og spila­kassa. Veit­ingar mega aðeins vera afgreiddar gestum í sæti og ekki er heim­ilt að hleypa inn nýjum gestum eftir kl. 21.00. 

Auglýsing

150 manns í kirkju

Nýju regl­urnar fela einnig í sér tölu­verðar til­slak­anir fyrir trú­ar­sam­komur, en nú mega allt að 150 ein­stak­lingar sækja þær. Einnig verður heim­ilt að taka við 150 við­skipta­vinum að hámarki í versl­un­ar­rýmum og söfnum sem upp­fylla skil­yrði um fjölda fer­metra. Sömu­leiðis verður leik­húsum heim­ilt að taka á móti 150 gestum í sæt­i.  

Mega opna bún­ings­klefa

Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvar mega opna bún­ings­að­stöðu að nýju og æfingar í tækja­sal verða heim­il­aðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátt­töku sína fyr­ir­fram. Leyfi­legur hámarks­fjöldi gesta nemur helm­ingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfs­leyfi. Allur bún­aður skal sótt­hreins­aður eftir notkun og tryggja skal að ein­stak­lingar fari ekki á milli rýma.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent