Félög tengd Samherja og þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og þremur íslenskum stjórnendum þeirra. Þetta kom fram við fyrirtöku í Samherjamálinu þar í landi í morgun.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Auglýsing

Martha Imalwa, ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákæru á hendur namibískum félögum sem tengjast Samherja og stjórnendum félaganna, sem eru íslenskir ríkisborgarar. 

Samkvæmt því sem fram kemur í ákæruskjali sem lagt hefur verið fram af hálfu saksóknarans og Kjarninn hefur séð eru Íslendingarnir þrír sem sæta ákæru persónulega þeir Ingvar Júlíusson, Egill Helgi Árnason og Aðalsteinn Helgason.

Ingvar er fjármálastjóri Samherja á Kýpur, en þeir Egill Helgi og Aðalsteinn voru framkvæmdastjórar á vegum Samherja í Namibíu. Allir þrír eru þeir í hópi þeirra sex einstaklinga sem greint hefur verið frá að hafi réttarstöðu sakborninga í rannsókn embættis héraðssaksóknara hér á landi.

Samherji segir ákærur ekki koma á óvart

Í yfirlýsingu á vef Samherja í dag segir að ákæra á hendur fyrirtækjunum leiði sjálfkrafa til þess, samkvæmt namibískum lögum, að stjórnendur þeirra sæti einnig persónulega ákæru.

Auk Íslendinganna þriggja og fimm félaga með tengsl við Samherja beinist ákæra namibískra yfirvalda að sakborningum sem flestir verið hafa í varðhaldi frá því skömmu eftir að Samherjaskjölin komu upp á yfirborðið í lok árs 2019.

Þeirra á meðal eru tveir fyrrverandi ráðherrar, Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Auglýsing

Sjávarútvegsfyrirtækið segir í yfirlýsingu sinni að ákvörðun ríkissaksóknara komi ekki á óvart í ljósi þeirra „ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016.“

Ákæran er alls í fjórtán liðum, en félögin sem tengjast Samherja og stjórnendur þeirra eru meðal annars sakaðir um fjársvik, peningaþvætti og mútubrot.

Ákæru verði „varist af fullum krafti“

Á vef Samherja er fullyrt að ásakanir sem settar hafi verið fram á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eigi „ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr.“

„Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti,“ segir í yfirlýsingu Samherja.

Samkvæmt því sem fram kemur í ákæruskjali saksóknarans hefjast málaferlin fyrir dómstóli í Windhoek 22. apríl.

Athugasemd ritstjórnar: Fyrirsögn og inngangi fréttarinnar hefur verið breytt til þess að endurspegla að ákærur hafa verið lagðar fram af hálfu ríkissaksóknara Namibíu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent