Félög tengd Samherja og þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og þremur íslenskum stjórnendum þeirra. Þetta kom fram við fyrirtöku í Samherjamálinu þar í landi í morgun.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Auglýsing

Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namibíu hefur lagt fram ákæru á hendur namibískum félögum sem tengj­ast Sam­herja og stjórn­endum félag­anna, sem eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í ákæru­skjali sem lagt hefur verið fram af hálfu sak­sókn­ar­ans og Kjarn­inn hefur séð eru Íslend­ing­arnir þrír sem sæta ákæru per­sónu­lega þeir Ingvar Júl­í­us­son, Egill Helgi Árna­son og Aðal­steinn Helga­son.

Ingvar er fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, en þeir Egill Helgi og Aðal­steinn voru fram­kvæmda­stjórar á vegum Sam­herja í Namib­íu. Allir þrír eru þeir í hópi þeirra sex ein­stak­linga sem greint hefur verið frá að hafi rétt­ar­stöðu sak­born­inga í rann­sókn emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara hér á landi.

Sam­herji segir ákærur ekki koma á óvart

Í yfir­lýs­ingu á vef Sam­herja í dag segir að ákæra á hendur fyr­ir­tækj­unum leiði sjálf­krafa til þess, sam­kvæmt namibískum lög­um, að stjórn­endur þeirra sæti einnig per­sónu­lega ákæru.

Auk Íslend­ing­anna þriggja og fimm félaga með tengsl við Sam­herja bein­ist ákæra namibískra yfir­valda að sak­born­ingum sem flestir verið hafa í varð­haldi frá því skömmu eftir að Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í lok árs 2019.

Þeirra á meðal eru tveir fyrr­ver­andi ráð­herr­ar, Bern­hardt Esau fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra.

Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið segir í yfir­lýs­ingu sinni að ákvörðun rík­is­sak­sókn­ara komi ekki á óvart í ljósi þeirra „ásak­ana sem sak­sókn­arar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á stað­hæf­ingum Jóhann­esar Stef­áns­sonar sem stýrði útgerð­inni í Namibíu en var sagt upp störfum sum­arið 2016.“

Ákæran er alls í fjórtán lið­um, en félögin sem tengj­ast Sam­herja og stjórn­endur þeirra eru meðal ann­ars sak­aðir um fjársvik, pen­inga­þvætti og mútu­brot.

Ákæru verði „varist af fullum krafti“

Á vef Sam­herja er full­yrt að ásak­anir sem settar hafi verið fram á hendur umræddum fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum á þeirra vegum eigi „ekki við rök að styðj­ast nú frekar en fyrr.“

„Fram­hald þessa máls verður á næstu mán­uð­um. Ef ákæra verður gefin út á hendur áður­nefndum fyr­ir­tækjum gefst Sam­herja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum kraft­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í ákæru­skjali sak­sókn­ar­ans hefj­ast mála­ferlin fyrir dóm­stóli í Wind­hoek 22. apr­íl.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fyr­ir­sögn og inn­gangi frétt­ar­innar hefur verið breytt til þess að end­ur­spegla að ákærur hafa verið lagðar fram af hálfu rík­is­sak­sókn­ara Namib­íu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent