Félög tengd Samherja og þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og þremur íslenskum stjórnendum þeirra. Þetta kom fram við fyrirtöku í Samherjamálinu þar í landi í morgun.

Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Auglýsing

Martha Imalwa, rík­is­sak­sókn­ari Namibíu hefur lagt fram ákæru á hendur namibískum félögum sem tengj­ast Sam­herja og stjórn­endum félag­anna, sem eru íslenskir rík­is­borg­ar­ar. 

Sam­kvæmt því sem fram kemur í ákæru­skjali sem lagt hefur verið fram af hálfu sak­sókn­ar­ans og Kjarn­inn hefur séð eru Íslend­ing­arnir þrír sem sæta ákæru per­sónu­lega þeir Ingvar Júl­í­us­son, Egill Helgi Árna­son og Aðal­steinn Helga­son.

Ingvar er fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, en þeir Egill Helgi og Aðal­steinn voru fram­kvæmda­stjórar á vegum Sam­herja í Namib­íu. Allir þrír eru þeir í hópi þeirra sex ein­stak­linga sem greint hefur verið frá að hafi rétt­ar­stöðu sak­born­inga í rann­sókn emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara hér á landi.

Sam­herji segir ákærur ekki koma á óvart

Í yfir­lýs­ingu á vef Sam­herja í dag segir að ákæra á hendur fyr­ir­tækj­unum leiði sjálf­krafa til þess, sam­kvæmt namibískum lög­um, að stjórn­endur þeirra sæti einnig per­sónu­lega ákæru.

Auk Íslend­ing­anna þriggja og fimm félaga með tengsl við Sam­herja bein­ist ákæra namibískra yfir­valda að sak­born­ingum sem flestir verið hafa í varð­haldi frá því skömmu eftir að Sam­herj­a­skjölin komu upp á yfir­borðið í lok árs 2019.

Þeirra á meðal eru tveir fyrr­ver­andi ráð­herr­ar, Bern­hardt Esau fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra.

Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið segir í yfir­lýs­ingu sinni að ákvörðun rík­is­sak­sókn­ara komi ekki á óvart í ljósi þeirra „ásak­ana sem sak­sókn­arar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á stað­hæf­ingum Jóhann­esar Stef­áns­sonar sem stýrði útgerð­inni í Namibíu en var sagt upp störfum sum­arið 2016.“

Ákæran er alls í fjórtán lið­um, en félögin sem tengj­ast Sam­herja og stjórn­endur þeirra eru meðal ann­ars sak­aðir um fjársvik, pen­inga­þvætti og mútu­brot.

Ákæru verði „varist af fullum krafti“

Á vef Sam­herja er full­yrt að ásak­anir sem settar hafi verið fram á hendur umræddum fyr­ir­tækjum og ein­stak­lingum á þeirra vegum eigi „ekki við rök að styðj­ast nú frekar en fyrr.“

„Fram­hald þessa máls verður á næstu mán­uð­um. Ef ákæra verður gefin út á hendur áður­nefndum fyr­ir­tækjum gefst Sam­herja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum kraft­i,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í ákæru­skjali sak­sókn­ar­ans hefj­ast mála­ferlin fyrir dóm­stóli í Wind­hoek 22. apr­íl.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fyr­ir­sögn og inn­gangi frétt­ar­innar hefur verið breytt til þess að end­ur­spegla að ákærur hafa verið lagðar fram af hálfu rík­is­sak­sókn­ara Namib­íu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent