Telur líklegra að Sjálfstæðisflokkur fari að vinna með Viðreisn en Vinstri grænum

Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að það muni reynast of erfitt að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hann telur stjórn með Framsókn og Viðreisn vænlegri kost.

Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki hvernig flokkur hans eigi að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki hvernig flokkur hans eigi að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Auglýsing

Brynjar Níels­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist telja að sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks við Fram­sókn­ar­flokk og Við­reisn sé helsti mögu­leiki Sjálf­stæð­is­flokks­ins til þess því að sitja í rík­is­stjórn á nýhöfnu kjör­tíma­bili.

Þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi, sem er fyrsti vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík suður sam­kvæmt þeim kosn­inga­úr­slitum sem liggja fyr­ir, telur að of erfitt verði að sætta mis­mun­andi sjón­ar­mið sem séu til staðar innan Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks til að sam­starf þess­ara flokka geti haldið áfram.

Brynjar sagði, í nýjum hlað­varps­þætti Þjóð­mála sem birt­ist í gær, að fyrir sér væru tveir mögu­leikar í stöð­unni og bætti svo við að það væri „annað hvort að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn fari með Við­reisn, eða að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fari bara með vinstri­flokk­un­um. Þannig horfi ég á þetta í fjar­lægð nún­a.“

Auglýsing

Hann sagð­ist telja að það yrði „of erfitt að ná saman við VG“ nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi gefa veru­lega eft­ir. „Það myndi skapa mikla óánægju í Sjálf­stæð­is­flokknum og það er ekki á bæt­and­i,“ sagði Brynj­ar.

Fyrr í þætt­inum hafði þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi lýst því yfir að það yrði erfitt að ná saman við Vinstri græn varð­andi lofts­lags­mál. „Þetta eru svo ólík sjón­ar­mið. Mér fannst Vinstri grænir nán­ast eyði­leggja þennan mögu­leika með öllum þessum frið­lýs­ingum hérna í lok­in,“ sagði Brynjar og vís­aði þar til frið­lýs­inga Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skömmu fyrir kosn­ing­ar, sem voru gagn­rýndar opin­ber­lega af nokkrum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks.

Hann sagð­ist telja að það hefði í raun og veru verið „vald­níðsla“ af hálfu ráð­herr­ans að „ganga svona langt í þessu“ og að það verði „mjög erfitt“ fyrir Sjálf­stæ­is­flokk­ur­inn að ná ein­hverju fram í stjórn­ar­sátt­mála við Vinstri græn um „há­lend­is­þjóð­garð eða nátt­úru­lofts­lags­skatta og hvað þetta heitir allt sam­an.“

Svan­dís hafi verið að „rústa heil­brigð­is­kerf­ið“

Einnig nefndi Brynjar heil­brigð­is­málin sem ásteyt­ing­ar­stein á milli Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna og tóku þeir Gísli Freyr Val­dórs­son rit­stjóri Þjóð­mála og Stefán Einar Stef­áns­son við­skipta­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sem var gestur þátt­ar­ins ásamt Brynj­ari, undir það.

Stefán Einar Stefánsson viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins.

Raunar furð­aði Stefán Einar sig á því í þætt­inum að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði ekki tekið sig sam­an, „barið í borð­ið“ og kraf­ist þess að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra léti af emb­ætti á kjör­tíma­bil­inu, en hann sagði fram­göngu hennar í „ara­grúa mála“ hafa verið óásætt­an­lega og að hún hefði verið að „rústa heil­brigð­is­kerf­ið“ og hefði uppi áætl­anir um að halda því áfram.

Fólk nái ekki að tengja við Sjálf­stæð­is­flokk­inn

Í þætt­inum var staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins til umræðu og sagði Brynjar að hann teldi að fólk næði ekki nógu góðri teng­ingu við flokk­inn.

„Þess vegna stækkum við ekk­ert og þess vegna erum við smátt og smátt að minnka. Sumir segja að þetta sé bara ein­hver eðli­leg þróun vegna fjölda flokka og svona, en til að ná ein­hverjum árangri þarftu að ná teng­ingu við Jón og Gunnu. Þannig að þau finni það að þú sért að hugsa um þau. Ég held að fólk líti frekar á okkur sem ein­hvern elítu­hóp eða ein­hvern traustan valda­flokk. Við þurfum aðeins að hrista upp í þessu held ég,“ sagði Brynj­ar.

Þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi sagði einnig að Sjálf­stæð­is­flokknum væri alltaf kennt um sem aflaga færi, þrátt fyrir að það væri á mál­efna­sviði ráð­herra sem ekki væru í flokkn­um. „Þetta er svo skrít­ið, okkur er alltaf kennt um allt. Það er kannski af því að við höfum verið lengst við völd, ég skal ekki segja,“ sagði Brynj­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent