Telur líklegra að Sjálfstæðisflokkur fari að vinna með Viðreisn en Vinstri grænum

Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að það muni reynast of erfitt að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hann telur stjórn með Framsókn og Viðreisn vænlegri kost.

Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki hvernig flokkur hans eigi að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki hvernig flokkur hans eigi að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Auglýsing

Brynjar Níels­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ist telja að sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks við Fram­sókn­ar­flokk og Við­reisn sé helsti mögu­leiki Sjálf­stæð­is­flokks­ins til þess því að sitja í rík­is­stjórn á nýhöfnu kjör­tíma­bili.

Þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi, sem er fyrsti vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík suður sam­kvæmt þeim kosn­inga­úr­slitum sem liggja fyr­ir, telur að of erfitt verði að sætta mis­mun­andi sjón­ar­mið sem séu til staðar innan Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks til að sam­starf þess­ara flokka geti haldið áfram.

Brynjar sagði, í nýjum hlað­varps­þætti Þjóð­mála sem birt­ist í gær, að fyrir sér væru tveir mögu­leikar í stöð­unni og bætti svo við að það væri „annað hvort að Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn fari með Við­reisn, eða að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fari bara með vinstri­flokk­un­um. Þannig horfi ég á þetta í fjar­lægð nún­a.“

Auglýsing

Hann sagð­ist telja að það yrði „of erfitt að ná saman við VG“ nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi gefa veru­lega eft­ir. „Það myndi skapa mikla óánægju í Sjálf­stæð­is­flokknum og það er ekki á bæt­and­i,“ sagði Brynj­ar.

Fyrr í þætt­inum hafði þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi lýst því yfir að það yrði erfitt að ná saman við Vinstri græn varð­andi lofts­lags­mál. „Þetta eru svo ólík sjón­ar­mið. Mér fannst Vinstri grænir nán­ast eyði­leggja þennan mögu­leika með öllum þessum frið­lýs­ingum hérna í lok­in,“ sagði Brynjar og vís­aði þar til frið­lýs­inga Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skömmu fyrir kosn­ing­ar, sem voru gagn­rýndar opin­ber­lega af nokkrum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks.

Hann sagð­ist telja að það hefði í raun og veru verið „vald­níðsla“ af hálfu ráð­herr­ans að „ganga svona langt í þessu“ og að það verði „mjög erfitt“ fyrir Sjálf­stæ­is­flokk­ur­inn að ná ein­hverju fram í stjórn­ar­sátt­mála við Vinstri græn um „há­lend­is­þjóð­garð eða nátt­úru­lofts­lags­skatta og hvað þetta heitir allt sam­an.“

Svan­dís hafi verið að „rústa heil­brigð­is­kerf­ið“

Einnig nefndi Brynjar heil­brigð­is­málin sem ásteyt­ing­ar­stein á milli Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna og tóku þeir Gísli Freyr Val­dórs­son rit­stjóri Þjóð­mála og Stefán Einar Stef­áns­son við­skipta­rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sem var gestur þátt­ar­ins ásamt Brynj­ari, undir það.

Stefán Einar Stefánsson viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins.

Raunar furð­aði Stefán Einar sig á því í þætt­inum að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefði ekki tekið sig sam­an, „barið í borð­ið“ og kraf­ist þess að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra léti af emb­ætti á kjör­tíma­bil­inu, en hann sagði fram­göngu hennar í „ara­grúa mála“ hafa verið óásætt­an­lega og að hún hefði verið að „rústa heil­brigð­is­kerf­ið“ og hefði uppi áætl­anir um að halda því áfram.

Fólk nái ekki að tengja við Sjálf­stæð­is­flokk­inn

Í þætt­inum var staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins til umræðu og sagði Brynjar að hann teldi að fólk næði ekki nógu góðri teng­ingu við flokk­inn.

„Þess vegna stækkum við ekk­ert og þess vegna erum við smátt og smátt að minnka. Sumir segja að þetta sé bara ein­hver eðli­leg þróun vegna fjölda flokka og svona, en til að ná ein­hverjum árangri þarftu að ná teng­ingu við Jón og Gunnu. Þannig að þau finni það að þú sért að hugsa um þau. Ég held að fólk líti frekar á okkur sem ein­hvern elítu­hóp eða ein­hvern traustan valda­flokk. Við þurfum aðeins að hrista upp í þessu held ég,“ sagði Brynj­ar.

Þing­mað­ur­inn fyrr­ver­andi sagði einnig að Sjálf­stæð­is­flokknum væri alltaf kennt um sem aflaga færi, þrátt fyrir að það væri á mál­efna­sviði ráð­herra sem ekki væru í flokkn­um. „Þetta er svo skrít­ið, okkur er alltaf kennt um allt. Það er kannski af því að við höfum verið lengst við völd, ég skal ekki segja,“ sagði Brynj­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent