Arion banki ákveður að tryggja starfsfólki 80 prósent launa í fæðingarorlofi

Einn stærsti banki landsins ætlar að greiða starfsfólki sínu viðbótarstyrk ofan á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði í sex mánuði. Aðgerðin er meðal annars til að hvetja feður frekar til að taka fæðingarorlof.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hefur ákveðið að tryggja starfs­fólki sínu 80 pró­sent launa í fæð­ing­ar­or­lofi í sex mán­uði. Það þýðir að bank­inn skuld­bindur sig til að greiða starfs­fólki sínu sem er með hærri laun en 600 þús­und krónur á mán­uði (há­marks­greiðsla á mán­uði úr fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði) sér­stakan við­bót­ar­styrk svo það haldi 80 pró­sent af kjörum sín­um. 

Í til­kynn­ingu frá bank­anum segir að styrk­ur­inn komi til við­bótar greiðslum úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði og kjara­samn­ings­bundnum styrkjum svo að laun í fæð­ing­ar­or­lofi kom­ist sem næst 80% launa. Jafn­framt hvetur bank­inn starfs­fólk til að nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn að fullu.

Laun starfs­manna í bönkum eru mis­mun­andi eftir því hvaða verk­efnum þau sinna. Mán­að­­ar­­laun starfs­­fólks í ráð­­gjöf og sölu verð­bréfa, meðal ann­ars þeirra sem starfa við slíkt hjá Arion banka, voru til að mynda yfir 1,7 millj­­ónir króna á mán­uði í fyrra. Með­al­verð­bréfa­sali sem starfar hjá Arion banka myndi sam­kvæmt þessu fá 1.360 þús­und krónur á mán­uði í laun í fæð­ing­ar­or­lofi eða 760 þús­und krónum meira en hann fengi ef við­kom­andi fengi ein­ungis greiðslur úr fæð­inga­or­lofs­sjóði.

Auglýsing
Fyrir starfs­mann sem er með eina milljón króna á mán­uði í laun mun þetta þýða við­bót­ar­styrk upp á 200 þús­und krónur á mán­uði og fyrir þann sem er með 800 þús­und krónur á mán­uði um 40 þús­und krón­ur. Ef Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, færi í fæð­ing­ar­or­lof myndi hann fá rúm­lega 3,2 millj­ónir króna í við­bót­ar­styrk á mán­uði frá bank­anum ofan á fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­urnar úr opin­bera sjóðn­um, en hann var með 4,8 millj­ónir króna á mán­uði að jafn­aði í laun í fyrra. 

Vilja auð­velda starfs­fólki að taka orlof

Aðgerðin er hluti af áætlun Arion banka við að jafna hlut kynj­anna innan bank­ans. Í til­kynn­ingu bank­ans segir að með­al­laun karla, bæði í Arion banka og sam­fé­lag­inu öllu, séu hærri en með­al­laun kvenna og feður nýti að jafn­aði síður fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn en mæð­ur. „Með því að tryggja starfs­fólki 80 pró­sent launa í fæð­ing­ar­or­lofi er for­eldrum, óháð kyni eða annarri stöðu, auð­veldað að nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn. Þannig miðar aðgerðin m.a. að því að fjölga þeim feðrum sem nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn og til lengri tíma litið getur hún verið liður í að jafna ann­ars vegar með­al­laun kynj­anna og hins vegar hlut kynj­anna í hópi stjórn­enda og í ólíkum starfa­flokk­um, en konur eru í dag 44 pró­sent stjórn­enda bank­ans.“

Bene­dikt hvetur starfs­fólk sitt í sömu til­kynn­ingu að nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn, óháð kyni eða annarri stöðu. „Við viljum auð­velda starfs­fólki okkar að taka fæð­ing­ar­or­lof með því að tryggja öllum nýbök­uðum for­eldrum 80 pró­sent af launum sínum á þessum dýr­mæta og mik­il­væga tíma í lífi þeirra og barna þeirra. Jafn­framt viljum við með þessu gera Arion banka að enn eft­ir­sókn­ar­verð­ari vinnu­stað fyrir ungt og hæfi­leik­a­ríkt fólk.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent