Arion banki ákveður að tryggja starfsfólki 80 prósent launa í fæðingarorlofi

Einn stærsti banki landsins ætlar að greiða starfsfólki sínu viðbótarstyrk ofan á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði í sex mánuði. Aðgerðin er meðal annars til að hvetja feður frekar til að taka fæðingarorlof.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Arion banki hefur ákveðið að tryggja starfs­fólki sínu 80 pró­sent launa í fæð­ing­ar­or­lofi í sex mán­uði. Það þýðir að bank­inn skuld­bindur sig til að greiða starfs­fólki sínu sem er með hærri laun en 600 þús­und krónur á mán­uði (há­marks­greiðsla á mán­uði úr fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði) sér­stakan við­bót­ar­styrk svo það haldi 80 pró­sent af kjörum sín­um. 

Í til­kynn­ingu frá bank­anum segir að styrk­ur­inn komi til við­bótar greiðslum úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði og kjara­samn­ings­bundnum styrkjum svo að laun í fæð­ing­ar­or­lofi kom­ist sem næst 80% launa. Jafn­framt hvetur bank­inn starfs­fólk til að nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn að fullu.

Laun starfs­manna í bönkum eru mis­mun­andi eftir því hvaða verk­efnum þau sinna. Mán­að­­ar­­laun starfs­­fólks í ráð­­gjöf og sölu verð­bréfa, meðal ann­ars þeirra sem starfa við slíkt hjá Arion banka, voru til að mynda yfir 1,7 millj­­ónir króna á mán­uði í fyrra. Með­al­verð­bréfa­sali sem starfar hjá Arion banka myndi sam­kvæmt þessu fá 1.360 þús­und krónur á mán­uði í laun í fæð­ing­ar­or­lofi eða 760 þús­und krónum meira en hann fengi ef við­kom­andi fengi ein­ungis greiðslur úr fæð­inga­or­lofs­sjóði.

Auglýsing
Fyrir starfs­mann sem er með eina milljón króna á mán­uði í laun mun þetta þýða við­bót­ar­styrk upp á 200 þús­und krónur á mán­uði og fyrir þann sem er með 800 þús­und krónur á mán­uði um 40 þús­und krón­ur. Ef Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, færi í fæð­ing­ar­or­lof myndi hann fá rúm­lega 3,2 millj­ónir króna í við­bót­ar­styrk á mán­uði frá bank­anum ofan á fæð­ing­ar­or­lofs­greiðsl­urnar úr opin­bera sjóðn­um, en hann var með 4,8 millj­ónir króna á mán­uði að jafn­aði í laun í fyrra. 

Vilja auð­velda starfs­fólki að taka orlof

Aðgerðin er hluti af áætlun Arion banka við að jafna hlut kynj­anna innan bank­ans. Í til­kynn­ingu bank­ans segir að með­al­laun karla, bæði í Arion banka og sam­fé­lag­inu öllu, séu hærri en með­al­laun kvenna og feður nýti að jafn­aði síður fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn en mæð­ur. „Með því að tryggja starfs­fólki 80 pró­sent launa í fæð­ing­ar­or­lofi er for­eldrum, óháð kyni eða annarri stöðu, auð­veldað að nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn. Þannig miðar aðgerðin m.a. að því að fjölga þeim feðrum sem nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn og til lengri tíma litið getur hún verið liður í að jafna ann­ars vegar með­al­laun kynj­anna og hins vegar hlut kynj­anna í hópi stjórn­enda og í ólíkum starfa­flokk­um, en konur eru í dag 44 pró­sent stjórn­enda bank­ans.“

Bene­dikt hvetur starfs­fólk sitt í sömu til­kynn­ingu að nýta fæð­ing­ar­or­lofs­rétt sinn, óháð kyni eða annarri stöðu. „Við viljum auð­velda starfs­fólki okkar að taka fæð­ing­ar­or­lof með því að tryggja öllum nýbök­uðum for­eldrum 80 pró­sent af launum sínum á þessum dýr­mæta og mik­il­væga tíma í lífi þeirra og barna þeirra. Jafn­framt viljum við með þessu gera Arion banka að enn eft­ir­sókn­ar­verð­ari vinnu­stað fyrir ungt og hæfi­leik­a­ríkt fólk.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent