Forstjóri ÁTVR falaðist eftir viðbótarlaunum en fékk ekki

Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu og ÁTVR hefur forstjóri ÁTVR undanfarin misseri verið í viðræðum við ráðuneytið um starfssamband sitt og launakjör. Af svari ráðuneytisins má ráða að hann hafi falast eftir viðbótarlaunum en ekki fengið.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Auglýsing

Ívar J. Arn­dal for­stjóri ÁTVR hefur und­an­farin miss­eri verið í við­ræðum við fjár­mála­ráðu­neytið um starfs­sam­band sitt, meðal ann­ars um launa­kjör. Launum for­stjór­ans var hins vegar ekki breytt, sam­kvæmt svari sem Kjarn­inn fékk frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að for­stjór­inn hafi fal­ast eftir álags­greiðslum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins ofan á reglu­leg laun sín, sem eru 1.620 þús­und krónur á mán­uði sam­kvæmt launa­töflu for­stöðu­manna, en það fæst hvorki stað­fest frá ÁTVR né fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Báðir aðilar vísa til þess að sam­skipti for­stjór­ans við ráðu­neytið vegna þess­ara mála séu und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings og hafna þar af leið­andi að láta af hendi sam­skipti á milli for­stjór­ans og ráðu­neyt­is­ins.

„Ráðu­neytið hefur átt í sam­skiptum við for­stjóra ÁTVR um starfs­sam­band hans und­an­farin miss­eri. For­stjóra ÁTVR hafa aftur á móti ekki verið ákvörðuð við­bót­ar­laun, sbr. reglu­gerð 491/2019,“ segir í svari frá ráðu­neyt­inu til Kjarn­ans.

Reglu­gerðin sem vísað er til snýst um greiðslu við­bót­ar­launa til for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana, en þar segir meðal ann­ars að heim­ild til greiðslu við­bót­ar­launa sé „bundin við sér­stakt álag, t.d. vegna óvæntra eða ófyr­ir­séðra ytri atvika, eða verk­efna sem eru veru­lega umfram reglu­bundnar starfs­skyldur og rúm­ast ekki innan venju­bund­innar starf­semi stofn­un­ar­inn­ar.“

Í reglu­gerð­inni segir einnig að taka megi beiðni um greiðslu við­bót­ar­launa til með­ferðar „að ósk hlut­að­eig­andi for­stöðu­manns eða að frum­kvæði hlut­að­eig­andi ráð­herra eða stjórn­ar“ og að ákvörðun um greiðslu skuli byggð á mál­efna­legum sjón­ar­mið­um, auk þess sem afla skuli nauð­syn­legra gagna og upp­lýs­inga.

Sam­kvæmt lista sem birtur er af hálfu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fengu sex for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana ákvörðuð við­bót­ar­laun á síð­asta ári, þar af fjórir for­stöðu­menn vegna álags vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Það voru land­læknir auk for­stöðu­manna Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Lyfja­stofn­unar og Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða.

For­stjóri frá 2005

Ívar J. Arn­dal hefur verið for­stjóri ÁTVR allt frá árinu 2005, en hefur þó starfað hjá versl­un­inni mun leng­ur, eða allt frá árinu 1990, sam­kvæmt því sem fram kom í til­kynn­ingu um ráðn­ingu hans í for­stjóra­starfið á sínum tíma.

Auglýsing

Áður en hann varð for­stjóri var hann aðstoð­ar­for­stjóri frá árinu 2000, auk þess að vera settur for­stjóri á árunum 2003-2004.

Nokkra athygli hefur vakið að Ívar kemur sjaldan eða aldrei fram fyrir hönd stofn­un­ar­innar opin­ber­lega, nema í árs­skýrslum og umsögnum stofn­un­ar­innar til opin­berra aðila, á meðan að aðstoð­ar­for­stjór­inn Sig­rún Ósk Sig­urð­ar­dóttir ann­ast sam­skipti við fjöl­miðla.

Lýsti álagi vegna veiru­far­ald­urs­ins í árs­skýrslu

Áfeng­is­salan í land­inu tók stakka­skiptum í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, er veit­inga­stöðum og krám var gert að loka og ferða­lög lögð­ust af að mestu sem leiddi til þess að fáir birgðu sig upp af víni í Frí­höfn­inni í Kefla­vík­ur­flug­velli. Á móti jókst salan hjá ÁTVR all­veru­lega.

Áhrif far­ald­urs­ins voru fyr­ir­ferða­mikil í pistli for­stjór­ans í árs­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2020, en þar var rakið hvaða áhrif veiru­far­ald­ur­inn hafði á starf­sem­ina, með til­heyr­andi sölu­aukn­ingu og sótt­varna­ráð­staf­anir á öllum starfs­stöðv­um.

„Með ótrú­legu átaki og sam­vinnu allra tókst að láta starf­sem­ina ganga upp við þessar erf­iðu aðstæð­ur,“ skrif­aði Ívar í pistli sínum og sagði hann einnig að það væri „með ólík­ind­um“ að dreif­ing vöru til Vín­búð­anna hafi gengið upp „miðað við hvernig ástandið var.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent