Forstjóri ÁTVR falaðist eftir viðbótarlaunum en fékk ekki

Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu og ÁTVR hefur forstjóri ÁTVR undanfarin misseri verið í viðræðum við ráðuneytið um starfssamband sitt og launakjör. Af svari ráðuneytisins má ráða að hann hafi falast eftir viðbótarlaunum en ekki fengið.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Auglýsing

Ívar J. Arn­dal for­stjóri ÁTVR hefur und­an­farin miss­eri verið í við­ræðum við fjár­mála­ráðu­neytið um starfs­sam­band sitt, meðal ann­ars um launa­kjör. Launum for­stjór­ans var hins vegar ekki breytt, sam­kvæmt svari sem Kjarn­inn fékk frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að for­stjór­inn hafi fal­ast eftir álags­greiðslum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins ofan á reglu­leg laun sín, sem eru 1.620 þús­und krónur á mán­uði sam­kvæmt launa­töflu for­stöðu­manna, en það fæst hvorki stað­fest frá ÁTVR né fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Báðir aðilar vísa til þess að sam­skipti for­stjór­ans við ráðu­neytið vegna þess­ara mála séu und­an­þegin upp­lýs­inga­rétti almenn­ings og hafna þar af leið­andi að láta af hendi sam­skipti á milli for­stjór­ans og ráðu­neyt­is­ins.

„Ráðu­neytið hefur átt í sam­skiptum við for­stjóra ÁTVR um starfs­sam­band hans und­an­farin miss­eri. For­stjóra ÁTVR hafa aftur á móti ekki verið ákvörðuð við­bót­ar­laun, sbr. reglu­gerð 491/2019,“ segir í svari frá ráðu­neyt­inu til Kjarn­ans.

Reglu­gerðin sem vísað er til snýst um greiðslu við­bót­ar­launa til for­stöðu­manna rík­is­stofn­ana, en þar segir meðal ann­ars að heim­ild til greiðslu við­bót­ar­launa sé „bundin við sér­stakt álag, t.d. vegna óvæntra eða ófyr­ir­séðra ytri atvika, eða verk­efna sem eru veru­lega umfram reglu­bundnar starfs­skyldur og rúm­ast ekki innan venju­bund­innar starf­semi stofn­un­ar­inn­ar.“

Í reglu­gerð­inni segir einnig að taka megi beiðni um greiðslu við­bót­ar­launa til með­ferðar „að ósk hlut­að­eig­andi for­stöðu­manns eða að frum­kvæði hlut­að­eig­andi ráð­herra eða stjórn­ar“ og að ákvörðun um greiðslu skuli byggð á mál­efna­legum sjón­ar­mið­um, auk þess sem afla skuli nauð­syn­legra gagna og upp­lýs­inga.

Sam­kvæmt lista sem birtur er af hálfu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fengu sex for­stöðu­menn rík­is­stofn­ana ákvörðuð við­bót­ar­laun á síð­asta ári, þar af fjórir for­stöðu­menn vegna álags vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Það voru land­læknir auk for­stöðu­manna Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Lyfja­stofn­unar og Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða.

For­stjóri frá 2005

Ívar J. Arn­dal hefur verið for­stjóri ÁTVR allt frá árinu 2005, en hefur þó starfað hjá versl­un­inni mun leng­ur, eða allt frá árinu 1990, sam­kvæmt því sem fram kom í til­kynn­ingu um ráðn­ingu hans í for­stjóra­starfið á sínum tíma.

Auglýsing

Áður en hann varð for­stjóri var hann aðstoð­ar­for­stjóri frá árinu 2000, auk þess að vera settur for­stjóri á árunum 2003-2004.

Nokkra athygli hefur vakið að Ívar kemur sjaldan eða aldrei fram fyrir hönd stofn­un­ar­innar opin­ber­lega, nema í árs­skýrslum og umsögnum stofn­un­ar­innar til opin­berra aðila, á meðan að aðstoð­ar­for­stjór­inn Sig­rún Ósk Sig­urð­ar­dóttir ann­ast sam­skipti við fjöl­miðla.

Lýsti álagi vegna veiru­far­ald­urs­ins í árs­skýrslu

Áfeng­is­salan í land­inu tók stakka­skiptum í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, er veit­inga­stöðum og krám var gert að loka og ferða­lög lögð­ust af að mestu sem leiddi til þess að fáir birgðu sig upp af víni í Frí­höfn­inni í Kefla­vík­ur­flug­velli. Á móti jókst salan hjá ÁTVR all­veru­lega.

Áhrif far­ald­urs­ins voru fyr­ir­ferða­mikil í pistli for­stjór­ans í árs­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2020, en þar var rakið hvaða áhrif veiru­far­ald­ur­inn hafði á starf­sem­ina, með til­heyr­andi sölu­aukn­ingu og sótt­varna­ráð­staf­anir á öllum starfs­stöðv­um.

„Með ótrú­legu átaki og sam­vinnu allra tókst að láta starf­sem­ina ganga upp við þessar erf­iðu aðstæð­ur,“ skrif­aði Ívar í pistli sínum og sagði hann einnig að það væri „með ólík­ind­um“ að dreif­ing vöru til Vín­búð­anna hafi gengið upp „miðað við hvernig ástandið var.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent