Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum

Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.

Bóluefni
Auglýsing

„Ætlum við virki­lega að sætta okkur við 1,5 pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í Afr­íku á meðan það er þegar orðið 70 pró­sent í sumum lönd­um?“

Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, for­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) á blaða­manna­fundi á föstu­dag þar sem hann og aðrir sér­fræð­ingar fóru yfir stöð­una á heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Hann sagði ástandið í Afr­íku hafa versnað hratt og dauðs­föllum fjölgað um 80 pró­sent á aðeins fjórum vik­um. Þar væri eins og víð­ast ann­ars staðar hið bráðsmit­andi delta-af­brigði veirunnar orðið ráð­andi. Staðan í Afr­íku væri þó gjör­ó­lík þeirri sem er uppi í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum þar sem bólu­setn­ing væri skammt á veg komin og sömu­leiðis skortir grund­vallar aðföng til heil­brigð­is­þjón­ustu á borð við súr­efni og hlífð­ar­fatnað fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk.

Að sama skapi væru sýna­tökur í fátækum ríkjum aðeins brot (innan við 2 pró­sent) af þeim fjölda sem rík­ari lönd eru að taka. „Því er heim­ur­inn blindur þegar kemur að því að skilja sjúk­dóm­inn og hvernig hann breyt­ist. Án betri skimunar á alþjóða­vísu getum við ekki barist við sjúk­dóm­inn í eld­lín­unni og dregið úr hætt­unni á því að ný og hættu­legri afbrigði komi fram.“

WHO stefnir enn að því mark­miði að hvert ríki heims verði búið að bólu­setja að minnsta kosti 10 pró­sent íbúa sinna fyrir lok sept­em­ber, að minnsta kosti 40 pró­sent fyrir lok árs og um 70 pró­sent um mitt næsta ár. „Við erum langan veg frá því að ná þessum mark­mið­u­m,“ sagði Ghebr­eyesus.

Um helm­ingur ríkja heims hefur náð þeim áfanga að bólu­setja 10 pró­sent íbú­anna og innan við fjórð­ungur 40 pró­sent þeirra. Aðeins þrjú lönd hafa full­bólu­sett 70 pró­sent íbú­anna: Malta (86%), Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin (71%) og Ísland (75%).

Afr­íka til­búin en fær ekki bólu­efni

Nær ómögu­legt er talið miðað við stöð­una nú að mik­ill meiri­hluti Afr­íku­ríkja nái hinu 10 pró­senta mark­miði WHO fyrir lok sept­em­ber. Stofn­unin hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir heims sam­ein­ist um það mark­mið að bólu­setja sem flesta, alls stað­ar. „Enn er dreif­ing bólu­efna órétt­lát,“ sagði for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar.

Mörg Afr­íku­ríki séu til­búin með sínar bólu­setn­inga­á­ætl­an­ir, búin að und­ir­búa fjölda­bólu­setn­ing­ar. Það sem hins vegar vantar eru bólu­efni.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO. Mynd: EPA

„Innan við tvö pró­sent af öllum skömmtum sem hefur verið dreift í heim­inum hafa farið til Afr­ík­u,“ sagði Ghebr­eyesus og end­ur­tók orð sín: „Innan við tvö pró­sent.“ Það sé gríð­ar­lega alvar­leg staða fyrir alla heims­byggð­ina ef takast á að vinna bug á far­aldr­in­um.

Hann hvatti enn og aftur stjórn­völd í efn­aðri ríkjum að leggja meira af mörkum til COVAX-­sam­starfs­ins. Slík fjár­fest­ing væri aðeins brot af því sem rík­is­stjórnir væru að setja í bar­átt­una gegn COVID-19. „Spurn­ingin er ekki hvort að heims­byggðin hafi efni á að fara í þessar fjár­fest­ingar heldur hvort að hún hafi efni á að gera það ekki.“

Algjör­lega óásætt­an­legt

Bruce Aylward, lækn­ir, far­alds­fræð­ingur og einn helsti ráð­gjafi for­stjóra WHO, segir að sprengja í dauðs­föllum af völdum COVID-19 í Afr­íku síð­ustu vikur ætti að vera „al­gjör­lega óásætt­an­leg“ á alþjóða­vísu. „Það er algjör­lega óásætt­an­legt að á tíma þar sem öflug og árang­urs­rík bólu­efni eru komin til sög­unn­ar, á tíma þegar millj­örðum skammta af þeim hefur verið dreift til ákveð­inna heims­hluta að dauðs­föllum hafi fjölgað um 80 pró­sent í Afr­íku. Algjör­lega óásætt­an­leg­t.“

Bruce Aylward faraldsfræðingur hjá WHO. Mynd: EPA

Hann sagði stefnu­breyt­ingar þörf. Með sama fram­haldi myndu mark­mið WHO um 10 pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í Afr­íku ekki nást í sept­em­ber. „Það ætti að vera ör á sam­visku okkar allra,“ sagði hann. Engin raun­veru­leg ástæða væri fyrir mis­skipt­ing­unni, „nóg af bólu­efni er til í heim­in­um, nóg af pen­ingum er til í heim­in­um, næg þörf fyrir og næg eft­ir­spurn eftir bólu­efnum svo auð­veld­lega yrði hægt að ná 30-40 pró­sent hlut­falli þar sem bólu­efni yrðu gerð aðgengi­leg“.

Stóra verk­efnið hans núna, sem og ann­arra hjá WHO, væri að finna leiðir til að koma meira bólu­efni inn á færi­bandið – koma því til fátæk­ari ríkja.

Ákvörð­unin liggur hjá nokkrum for­stjórum

Hvenær munu lönd Afr­íku ná nægi­lega miklu ónæmi, hinum svo­kall­aða hjarð­ó­næm­is­þrösk­uldi, spurði hann svo og svar­aði: „Því miður liggur ákvörðun þar um ekki hjá Afr­íku­ríkj­unum sjálf­um. Núna er ákvörð­un­ar­valdið hjá hópi for­stjóra og stjórna stórra fyr­ir­tækja sem selja bólu­efni, hjá löndum sem fram­leiða bólu­efni og hjá löndum sem hafa yfir að ráða samn­ingum um meiri­hluta alls bólu­efnis heims­ins.“

Spurður hvort að 10 pró­sent bólu­setn­ing­ar­mark­mið fyrir Afr­íku í sept­em­ber væri þá ekki óraun­hæft svar­aði hann að í ljósi þess sem hann hefði rakið væri „hræði­legt“ að segja slíkt. Við ættum aldrei að tala um hvað við teljum eiga eftir að ger­ast í Afr­íku sam­an­borið við Banda­ríkin eða Evr­ópu. Við ættum að setja sömu mark­mið, hafa sama metnað alls stað­ar. Þannig að ef Evr­ópa nær 60 eða 70 pró­sent hlut­falli í bólu­setn­ing í lok árs – af hverju ætti Afr­íka ekki að ná því lík­a?“

Þegar og ef örv­un­ar­skammtar verða þarfir

Að minnsta kosti tvö ríki, Ísr­ael og Ísland, hafa ákveðið að gefa full­bólu­settum örv­un­ar­skammt á næstu dög­um. Í Ísr­ael er verið að bólu­setja eldra fólk með þriðja skammti Pfiz­er-BioNTech bólu­efn­inu, og á Íslandi er að hefj­ast end­ur­bólu­setn­ing fólks sem fékk Jans­sen-­bólu­efn­ið. Þeim mun standa ýmist skammtur af Pfizer eða Moderna til boða.

WHO hefur enn ekki mælt með örv­un­ar­skömmtum en segir tvennt skipta máli þegar komi að end­ur­bólu­setn­ingu fólks, „þegar og ef“ hennar ger­ist þörf, sagði Ayward um þetta mál á blaða­manna­fund­in­um. Í fyrsta lagi væri það hversu lengi bólu­efnin veittu vernd og í öðru lagi hvort að þau veittu vernd gegn nýjum afbrigð­um.

Auglýsing

„Núna er það alveg ljóst að bólu­efnin virð­ast hafa góð áhrif gegn alvar­legum veik­ind­um, sjúkra­húsinn­lögnum og dauða,“ sagði hann en að stöðugt væri safnað nýjum gögnum þar um. Helsta for­gangs­málið væri að gera sér grein fyrir því að við erum stödd í heims­far­aldri þar sem allir þurfi að vinna sam­an. „Við getum ekki hugsað um for­gang fyrir ákveðið land eða ákveðið sam­fé­lag heldur nálg­ast verk­efnið á heims­vís­u.“

Eins og að pissa í skó­inn sinn

For­gangs­verk­efni væri að bólu­setja alla aldr­aða, heil­brigð­is­starfs­menn og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma til að hægja á útbreiðslu veirunnar og minnka líkur á nýjum afbrigð­um. Síðan sé hægt að huga að öðrum hóp­um. „Svo ef við ætlum að breyta for­gangs­röð­un­inni þá ætti breyt­ingin ekki að vera í for­gangs­hóp­unum sjálfum heldur hvar við verðum að bólu­setja for­gangs­hópana.“

Hann sagði það eins og að pissa í skó­inn sinn fyrir ein­stök lönd að halda að þau geti „bólu­sett sig út úr þessu“ án þess að veita stöð­unni ann­ars staðar í ver­öld­inni athygli.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent