Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum

Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.

Bóluefni
Auglýsing

„Ætlum við virki­lega að sætta okkur við 1,5 pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í Afr­íku á meðan það er þegar orðið 70 pró­sent í sumum lönd­um?“

Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, for­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) á blaða­manna­fundi á föstu­dag þar sem hann og aðrir sér­fræð­ingar fóru yfir stöð­una á heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Hann sagði ástandið í Afr­íku hafa versnað hratt og dauðs­föllum fjölgað um 80 pró­sent á aðeins fjórum vik­um. Þar væri eins og víð­ast ann­ars staðar hið bráðsmit­andi delta-af­brigði veirunnar orðið ráð­andi. Staðan í Afr­íku væri þó gjör­ó­lík þeirri sem er uppi í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum þar sem bólu­setn­ing væri skammt á veg komin og sömu­leiðis skortir grund­vallar aðföng til heil­brigð­is­þjón­ustu á borð við súr­efni og hlífð­ar­fatnað fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk.

Að sama skapi væru sýna­tökur í fátækum ríkjum aðeins brot (innan við 2 pró­sent) af þeim fjölda sem rík­ari lönd eru að taka. „Því er heim­ur­inn blindur þegar kemur að því að skilja sjúk­dóm­inn og hvernig hann breyt­ist. Án betri skimunar á alþjóða­vísu getum við ekki barist við sjúk­dóm­inn í eld­lín­unni og dregið úr hætt­unni á því að ný og hættu­legri afbrigði komi fram.“

WHO stefnir enn að því mark­miði að hvert ríki heims verði búið að bólu­setja að minnsta kosti 10 pró­sent íbúa sinna fyrir lok sept­em­ber, að minnsta kosti 40 pró­sent fyrir lok árs og um 70 pró­sent um mitt næsta ár. „Við erum langan veg frá því að ná þessum mark­mið­u­m,“ sagði Ghebr­eyesus.

Um helm­ingur ríkja heims hefur náð þeim áfanga að bólu­setja 10 pró­sent íbú­anna og innan við fjórð­ungur 40 pró­sent þeirra. Aðeins þrjú lönd hafa full­bólu­sett 70 pró­sent íbú­anna: Malta (86%), Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmin (71%) og Ísland (75%).

Afr­íka til­búin en fær ekki bólu­efni

Nær ómögu­legt er talið miðað við stöð­una nú að mik­ill meiri­hluti Afr­íku­ríkja nái hinu 10 pró­senta mark­miði WHO fyrir lok sept­em­ber. Stofn­unin hefur ítrekað kallað eftir því að þjóðir heims sam­ein­ist um það mark­mið að bólu­setja sem flesta, alls stað­ar. „Enn er dreif­ing bólu­efna órétt­lát,“ sagði for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar.

Mörg Afr­íku­ríki séu til­búin með sínar bólu­setn­inga­á­ætl­an­ir, búin að und­ir­búa fjölda­bólu­setn­ing­ar. Það sem hins vegar vantar eru bólu­efni.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO. Mynd: EPA

„Innan við tvö pró­sent af öllum skömmtum sem hefur verið dreift í heim­inum hafa farið til Afr­ík­u,“ sagði Ghebr­eyesus og end­ur­tók orð sín: „Innan við tvö pró­sent.“ Það sé gríð­ar­lega alvar­leg staða fyrir alla heims­byggð­ina ef takast á að vinna bug á far­aldr­in­um.

Hann hvatti enn og aftur stjórn­völd í efn­aðri ríkjum að leggja meira af mörkum til COVAX-­sam­starfs­ins. Slík fjár­fest­ing væri aðeins brot af því sem rík­is­stjórnir væru að setja í bar­átt­una gegn COVID-19. „Spurn­ingin er ekki hvort að heims­byggðin hafi efni á að fara í þessar fjár­fest­ingar heldur hvort að hún hafi efni á að gera það ekki.“

Algjör­lega óásætt­an­legt

Bruce Aylward, lækn­ir, far­alds­fræð­ingur og einn helsti ráð­gjafi for­stjóra WHO, segir að sprengja í dauðs­föllum af völdum COVID-19 í Afr­íku síð­ustu vikur ætti að vera „al­gjör­lega óásætt­an­leg“ á alþjóða­vísu. „Það er algjör­lega óásætt­an­legt að á tíma þar sem öflug og árang­urs­rík bólu­efni eru komin til sög­unn­ar, á tíma þegar millj­örðum skammta af þeim hefur verið dreift til ákveð­inna heims­hluta að dauðs­föllum hafi fjölgað um 80 pró­sent í Afr­íku. Algjör­lega óásætt­an­leg­t.“

Bruce Aylward faraldsfræðingur hjá WHO. Mynd: EPA

Hann sagði stefnu­breyt­ingar þörf. Með sama fram­haldi myndu mark­mið WHO um 10 pró­sent bólu­setn­ing­ar­hlut­fall í Afr­íku ekki nást í sept­em­ber. „Það ætti að vera ör á sam­visku okkar allra,“ sagði hann. Engin raun­veru­leg ástæða væri fyrir mis­skipt­ing­unni, „nóg af bólu­efni er til í heim­in­um, nóg af pen­ingum er til í heim­in­um, næg þörf fyrir og næg eft­ir­spurn eftir bólu­efnum svo auð­veld­lega yrði hægt að ná 30-40 pró­sent hlut­falli þar sem bólu­efni yrðu gerð aðgengi­leg“.

Stóra verk­efnið hans núna, sem og ann­arra hjá WHO, væri að finna leiðir til að koma meira bólu­efni inn á færi­bandið – koma því til fátæk­ari ríkja.

Ákvörð­unin liggur hjá nokkrum for­stjórum

Hvenær munu lönd Afr­íku ná nægi­lega miklu ónæmi, hinum svo­kall­aða hjarð­ó­næm­is­þrösk­uldi, spurði hann svo og svar­aði: „Því miður liggur ákvörðun þar um ekki hjá Afr­íku­ríkj­unum sjálf­um. Núna er ákvörð­un­ar­valdið hjá hópi for­stjóra og stjórna stórra fyr­ir­tækja sem selja bólu­efni, hjá löndum sem fram­leiða bólu­efni og hjá löndum sem hafa yfir að ráða samn­ingum um meiri­hluta alls bólu­efnis heims­ins.“

Spurður hvort að 10 pró­sent bólu­setn­ing­ar­mark­mið fyrir Afr­íku í sept­em­ber væri þá ekki óraun­hæft svar­aði hann að í ljósi þess sem hann hefði rakið væri „hræði­legt“ að segja slíkt. Við ættum aldrei að tala um hvað við teljum eiga eftir að ger­ast í Afr­íku sam­an­borið við Banda­ríkin eða Evr­ópu. Við ættum að setja sömu mark­mið, hafa sama metnað alls stað­ar. Þannig að ef Evr­ópa nær 60 eða 70 pró­sent hlut­falli í bólu­setn­ing í lok árs – af hverju ætti Afr­íka ekki að ná því lík­a?“

Þegar og ef örv­un­ar­skammtar verða þarfir

Að minnsta kosti tvö ríki, Ísr­ael og Ísland, hafa ákveðið að gefa full­bólu­settum örv­un­ar­skammt á næstu dög­um. Í Ísr­ael er verið að bólu­setja eldra fólk með þriðja skammti Pfiz­er-BioNTech bólu­efn­inu, og á Íslandi er að hefj­ast end­ur­bólu­setn­ing fólks sem fékk Jans­sen-­bólu­efn­ið. Þeim mun standa ýmist skammtur af Pfizer eða Moderna til boða.

WHO hefur enn ekki mælt með örv­un­ar­skömmtum en segir tvennt skipta máli þegar komi að end­ur­bólu­setn­ingu fólks, „þegar og ef“ hennar ger­ist þörf, sagði Ayward um þetta mál á blaða­manna­fund­in­um. Í fyrsta lagi væri það hversu lengi bólu­efnin veittu vernd og í öðru lagi hvort að þau veittu vernd gegn nýjum afbrigð­um.

Auglýsing

„Núna er það alveg ljóst að bólu­efnin virð­ast hafa góð áhrif gegn alvar­legum veik­ind­um, sjúkra­húsinn­lögnum og dauða,“ sagði hann en að stöðugt væri safnað nýjum gögnum þar um. Helsta for­gangs­málið væri að gera sér grein fyrir því að við erum stödd í heims­far­aldri þar sem allir þurfi að vinna sam­an. „Við getum ekki hugsað um for­gang fyrir ákveðið land eða ákveðið sam­fé­lag heldur nálg­ast verk­efnið á heims­vís­u.“

Eins og að pissa í skó­inn sinn

For­gangs­verk­efni væri að bólu­setja alla aldr­aða, heil­brigð­is­starfs­menn og fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma til að hægja á útbreiðslu veirunnar og minnka líkur á nýjum afbrigð­um. Síðan sé hægt að huga að öðrum hóp­um. „Svo ef við ætlum að breyta for­gangs­röð­un­inni þá ætti breyt­ingin ekki að vera í for­gangs­hóp­unum sjálfum heldur hvar við verðum að bólu­setja for­gangs­hópana.“

Hann sagði það eins og að pissa í skó­inn sinn fyrir ein­stök lönd að halda að þau geti „bólu­sett sig út úr þessu“ án þess að veita stöð­unni ann­ars staðar í ver­öld­inni athygli.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent