Sveitarstjórnin hafnar „öllum slíkum áformum um vindorkuver“

Einn þeirra vindorkukosta sem fékk grænt ljós í meðferð verkefnisstjórnar 4. áfanga rammaáætlunar og rataði í nýtingarflokk í tillögudrögum hennar var Vindheimavirkjun í Hörgárdal. Sveitarstjórnin vill hins vegar ekki sjá hana.

Sýnileiki vindmylla í Vindheimavirkjun frá Hörgárdalsvegi, milli bæjanna Lönguhlíðar og Hallfríðarstaða
Sýnileiki vindmylla í Vindheimavirkjun frá Hörgárdalsvegi, milli bæjanna Lönguhlíðar og Hallfríðarstaða
Auglýsing

„Sveit­ar­stjórn sam­þykkti að hafna öllum slíkum áformum um vind­orku­ver í Hörg­ár­sveit.”

Svo mörg eru orðin í fund­ar­gerð sveit­ar­stjórnar Hörg­ársveitar frá því í lok apríl um þau til­lögu­drög verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar að flokka áform­aða Vind­heima­virkjun í orku­nýt­ing­ar­flokk. Fimm vind­orku­kostir voru metnir af verk­efn­is­stjórn­inni og lagt til að þrír fari í nýt­ing­ar­flokk og tveir í bið­flokk. Hin fimm fyr­ir­hug­uðu vind­orku­verin eru auk Vind­heima­virkj­unar við Alviðru, Sól­heima, í Garps­dal og ofan Búr­fells.

Sveit­ar­fé­lagið Hörg­ár­sveit við Eyja­fjörð var stofnað 12. júní 2010 með sam­ein­ingu Hörg­ár­byggðar og Arn­ar­nes­hrepps og nær yfir Galma­strönd, Hörg­ár­dal, Öxna­dal og Kræk­linga­hlíð. Íbú­arnir voru í lok síð­asta árs 623 tals­ins.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið Fall­orka ehf., sem er með hið allt að 40 MW vind­orku­ver í aust­an­verðum Hörg­ár­dal á prjón­un­um, er að fullu í eigu Norð­ur­orku, sem aftur rekur veitur á Akur­eyri og víðar á Eyja­fjarð­ar­svæð­inu. Hörg­ár­dalur er umkringdur bröttum og háum fjöll­um. Um dal­inn rennur Hörgá en í dal­botn­inum er aðal­lega rækt­un­ar­land og tún en einnig vot­lendi. Nokkur skóg­rækt­ar­svæði eru aust­an­megin í dalnum „og geta þau haft tals­verð áhrif á hrýfi og orku­fram­leiðslu á svæð­in­u,“ segir í skýrslu um virkj­ana­kost­inn sem verk­fræði­stofan Efla vann fyrir Fall­orku. Í dalnum eru nokkrir bónda­bæir sem og sum­ar­húsa­byggð. Þjóð­vegur 1 liggur um Hörg­ár­dal sem og byggða­lín­an. Svæðið sem er fyr­ir­hugað fyrir Vind­heima­virkjun er í um 200-300 m hæð í aflíð­andi hlíð. Myll­urnar yrðu 8-10 tals­ins og 150-200 metrar á hæð í hæstu stöðu.

Í nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem sendi frá sér skýrslu­drög í lok mars er hún lauk starfs­tíma sín­um, segir að hið fyr­ir­hug­aða virkj­un­ar­svæði í Hörg­ár­dal hafi fengið fremur lága verð­mæta­ein­kunn. Hins vegar yrðu áhrif virkj­un­ar­innar á ferða­þjón­ustu og úti­vist nei­kvæð. Sýni­leiki vind­orku­vers­ins yrði umtals­verður og mynd það blasa við öllum veg­far­endum sem fara um Hörg­ár­dal og Öxna­dal og ferða­mönnum á enn stærra svæði. Vind­heima­virkjun er fyr­ir­huguð á svæði sem er mjög nærri byggð og nokkur fjöldi íbúa mun búa við við­var­andi sjón­ræn áhrif. Það má, að því er fram kemur í nið­ur­stöðum verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, búast við að skiptar skoð­anir verði um áform­in. „Lítil kynn­ing“ hafi farið fram á þessum áformum og að nokkur hætta geti verið á að deilur skap­ist um fram­kvæmd­ina.

Sveit­ar­stjórn hafi stærsta hlut­verkið

„Þegar um er að ræða vind­orku­kosti sem hafa fyrst og fremst áhrif í einu sveit­ar­fé­lagi og snerta hags­muni íbúa og land­eig­enda beint þá telur verk­efn­is­stjórn mik­il­vægt að sveit­ar­stjórn í lýð­ræð­is­legu sam­ráði við íbúa hafi stærsta hlut­verkið í ákvörðun um hvort heim­ila beri fram­kvæmd­ir,“ segir í almennum rök­stuðn­ingi verk­efn­is­stjórn­ar­innar um að setja Vind­heima­virkjun í orku­nýt­ing­ar­flokk. „Loka­á­kvörðun um leyfi til fram­kvæmda verður í öllum til­fellum í höndum sveit­ar­stjórna á grund­velli nið­ur­stöðu mats á umhverf­is­á­hrifum og að teknu til­liti til upp­lýs­inga sem aflað er við vinnslu skipu­lags­á­ætl­ana.“

Í vinnu verk­efn­is­stjórn­ar­innar var gerð rann­sókn á mögu­legum sam­fé­lags­legum áhrifum nokk­urra virkj­ana­kosta, þeirra á meðal Vind­heima­virkj­un­ar. Í henni voru að hluta til lögð til grund­vallar við­töl við sveit­ar­stjórn­ar­menn og hags­muna­að­ila.

Framkvæmdasvæði Vindheimavirkjun innan appelsínuguls ramma fyrir miðri mynd. Mynd: Úr skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Sam­kvæmt henni eygja tals­menn Hörg­ársveitar ekki umtals­verð efna­hags­leg tæki­færi af Vind­heima­virkjun og telja að fast­eigna­skattar af henni yrðu ekki mikl­ir. Vænt­ingar um stað­bundin efna­hags­leg áhrif virð­ast helst tengj­ast jörðum þar sem virkj­unin yrði reist með end­ur­gjaldi fyrir land. Litlu máli virð­ist skipta að sveit­ar­fé­lögin á svæð­inu, þar á meðal Hörg­ársveit, eiga Fall­orku sem er virkj­un­ar­að­il­inn. Skiptar skoð­anir voru um hvort Vind­heima­virkjun hefði áhrif á raf­orku­fram­boð en tak­mörkuð flutn­ings­geta raf­orku er til Eyja­fjarðar vegna gam­allar byggða­línu og bentu tals­menn sveit­ar­fé­lags­ins á að litlar vatns­virkj­anir gætu verið hluti af lausn þess vanda­máls. Lítil sem engin kynn­ing hefur farið fram á verk­efn­inu í sveit­ar­fé­lag­inu og gagn­rýndu full­trúar sveit­ar­fé­lags­ins það.

Í ljósi reynsl­unnar af nei­kvæðri umræðu um end­ur­nýjun byggða­lín­unnar í Hörg­ársveit, sem sveit­ar­stjórn­ar­mönnum þótti einnig illa kynnt, er talin hætta á að nei­kvæð umræða og jafn­vel deilur skap­ist um Vind­heima­virkj­un. Efa­semdir eru um að Vind­heima­virkjun falli að því sam­fé­lagi sem Hörg­ár­sveit vill leggja áherslu á, þ.e. svæði þar sem unnt er að búa nálægt þjón­ustu og störfum á Akur­eyri, en geta notið þess á sama tíma að vera í rólegra umhverfi.

Í nið­ur­stöðum þess fag­hóps ramma­á­ætl­unar sem skoð­aði áhrif á ferða­þjón­ustu og úti­vist kemur fram að við­horf til Vind­heima­virkj­unar séu að mestu leyti nei­kvæð, sér­stak­lega meðal ferða­þjón­ustu­að­ila.

Helsti kostur að hafa minni sýni­leika en aðrir vind­orku­kostir

Helsti kostur til­lög­unnar var tal­inn sá að fjöldi vind­mylla og sýni­leiki þeirra væri minni en ann­arra vind­orku­vera sem metin voru og að virkj­unin gæti stuðlað að auknu raf­orku­ör­yggi á Norð­ur­landi. Hins vegar töldu fleiri við­mæl­endur Vind­heima­virkjun hafa nei­kvæð áhrif en jákvæð. Virkj­unin myndi sjást vel frá Eyja­firði og Sval­barðs­strönd/Greni­vík sem og frá hluta af Trölla­skaga. Fag­hóp­ur­inn mat einnig sem svo að þegar ferða­menn sem ferð­uð­ust umhverfis Trölla­skaga yrðu fyrir áhrifum af sýni­leika vind­orku­vers­ins í Hörg­ár­dal „myndu þau áhrif fylgja þeim eftir á ferða­lag­in­u“.

Mjög margir ferða­menn eru alla jafna á svæð­inu, þar eru miklir afþrey­ing­ar­mögu­leikar og fjöl­breyttar ferða­leiðir sem standa ferða­mönnum til boða sumar sem vet­ur.

Auglýsing

„Það er engu lík­ara en runnið hafi æði á fyr­ir­tæki og raf­magns­ridd­ara sem vilja reisa vind­orku­ver víða um land,“ skrifar Sveinn Run­ólfs­son, fyrr­ver­andi Land­græðslu­stjóri í nýjasta tölu­blað Bænda­blaðs­ins. Hann bendir á að á fjórða tug vind­orku­hug­mynda hafi ratað inn á borð síð­ustu verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar. „Svo virð­ist sem fjár­festar og aðrir vilji festa sér hag­stætt stæði í land­inu þrátt fyrir að und­ir­bún­ingur margra þeirra virð­ist vera afar skammt kom­inn,“ skrifar Sveinn. Hann segir það „vekja furðu“ hversu langt und­ir­bún­ingur er kom­inn í upp­bygg­ingu nokk­urra vind­orku­vera án þess að nokkur kynn­ing hafi átt sér stað til sveit­ar­stjórna og íbúa hlut­að­eig­andi byggða.

Raf­magns­vík­ing­arnir

„Meiri­hluti fyr­ir­hug­aðra vind­orku­vera virð­ist vera í eigu erlendra fyr­ir­tækja með hér­lenda sam­verka­menn – raf­magns­vík­inga. Stór­fellt erlent eign­ar­hald á raf­orku­fram­leiðslu hér á landi hlýtur að vera stjórn­völdum og þjóð­inni allri umhugs­un­ar­efni. Lætur nærri að ef öll þessi vind­orku­ver verða að veru­leika væri upp­sett afl mun meira en öll raf­orku­fram­leiðslan lands­ins um þessar mund­ir. Hvað á að gera við alla þessa orku og hverjir ætla að kaupa hana?“

Hann bendir á að stað­setn­ing vind­mylla og vind­orku­vera í byggð hafi „mikil og víð­tæk“ búsetu­á­hrif. Víti til varn­aðar sé upp­setn­ing tveggja vind­mylla fyrir nokkrum árum við byggð­ina í Þykkvabæ sem þó séu lægri en vind­myll­urnar sem rætt er nú um að reisa víða um land. „Þrátt fyrir að vind­myll­urnar í Þykkva­bænum hafi verið óstarf­hæfar síð­ustu miss­erin hafa þær ekki verið fjar­lægðar og eru öllum til ama [...] Íbúar Þykkva­bæjar gleðj­ast þó yfir að gnýr­inn frá þeim angrar þá ekki leng­ur.“

Sýnileiki vindorkuveranna fimm sem voru tekin til mats í 4. áfanga rammaáætlunar. Mynd: Úr skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Að mati Sveins skortir ekki aðeins heild­ar­sýn fyrir landið allt í þessum mála­flokki heldur einnig yfir hvar vind­orku­ver eigi alls ekki að vera með til­liti til áhrifa á lands­lag. Enn fremur vantar sár­lega leið­sögn og „tæki“ fyrir sveit­ar­stjórnir til að taka vand­aðar og sam­ræmdar ákvarð­anir um nýt­ingu vind­orku. „Á meðan fram­an­greint liggur ekki fyrir eiga sveit­ar­stjórnir aðeins þann kost að hafna öllum hug­myndum um vind­orku­ver eða fresta ákvörð­un­um.“

Til þess að varð­veita sér­stöðu íslensks lands­lags er ljóst að mati Sveins að það fyr­ir­finnst „eng­inn staður hér á landi þar sem vind­orku­ver geta verið í sátt við nátt­úr­una og okkur sjálf. Alþingi ætti að taka þá ákvörðun að vind­orku­ver verði ekki reist hér á landi. Slík ákvörðun kemur í veg fyrir óaft­ur­kræf umhverf­isslys.“

Á tíma­mótum

„Ís­lend­ingar standa á tíma­mótum varð­andi nýt­ingu orku­auð­linda því virkjun vind­orku er að hefj­ast af fullum kraft­i,“ skrif­aði Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, for­maður verk­efn­is­stjórnar 4. áfanga ramma­á­ætl­unar í skýrsl­unni um til­lögu­drög­in. „Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki. Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli. Vind­myllur eru nú um 150 m háar og fara hækk­andi. Þær eru því afar áber­andi í lands­lagi og sjást víða að. Vind­orku­ver munu valda miklum breyt­ingum á ásýnd lands­ins ef ekki verður var­lega far­ið.“

Verk­efn­is­stjórnin telur brýnt að sett verði heild­ar­stefna um virkjun vind­orku hér á landi og tekin ígrunduð ákvörðun um hvort afmarka eigi fá vel skil­greind svæði fyrir vind­myllur eða setja því litlar skorður hvar vind­orku­ver fá að rísa. „Nú er ein­stakt tæki­færi að setja slíka stefnu áður en fram­kvæmdir hefj­ast víða um land.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent