Vorblað Vísbendingar er komið út

Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.

Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Auglýsing

Sérstök vorútgáfa vikuritsins Vísbendingar, sem er opin öllum, kom út síðasta föstudag. Hægt er að lesa blaðið í heild sinni með því að smella hér.

Í blaðinu er sjónum beint sérstaklega að stöðu nýsköpunar, sprotastarfsemi og tæknifyrirtækja hérlendis og hugsanlegum leiðum til að bæta hana. Þar má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity, um frumkvöðlastarfsemi, leikjaframleiðslu og sprotafjárfestingar.

Einnig skrifa þar Steinunn Bragadóttir og Finnborg S. Steinþórsdóttir hjá Feminískum fjármálum um kynjahalla í fjárfestingum í nýsköpun og Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við HÍ, um iðnaðarstefnu fyrir Ísland.

Auglýsing

Þá má líka finna svör þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkunum á alþingi um það hvernig hið opinbera ætti að stuðla að vexti nýsköpunar hérlendis á næstu árum, auk þess sem lagt er mat á nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Fjármögnun sprotafyrirtækja og staða vísisjóða á tímum COVID er einnig til umfjöllunar í blaðinu, sem og grein um mikilvægi nýsköpunar til þess að bregðast við loftslagsvandanum. Einnig er fjallað um stöðu hugverkaiðnaðar í íslensku hagkerfi og svo er lærdómur dregin af bandarísku sýslunni King County sem stjórnar meirihluta allrar skýjaþjónustu heimsins.

Vísbending er vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun sem kemur út á föstudögum. Hægt er að gerast áskrifandi að ritinu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent