Allt í hnút í rammaáætlun – aðeins þrettán virkjanakostir metnir

Verkefnisstjórn rammaáætlunar hafði aðeins nokkra mánuði til að meta þá vindorkukosti sem komu inn á hennar borð frá Orkustofnun og nokkra mánuði til hvað varðar hugmyndir að vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.

Staðsetning þeirra virkjunarkosta sem voru metnir í 4. áfanga rammaáætlunar.
Staðsetning þeirra virkjunarkosta sem voru metnir í 4. áfanga rammaáætlunar.
Auglýsing

Aðeins þrettán virkj­un­ar­kostir og svæði voru tekin til flokk­unar verk­efn­is­stjórnar 4. áfanga ramma­á­ætl­unar áður en skip­un­ar­tími hennar rann út nú um mán­aða­mót­in. Ekki vannst tími til kynn­ingar á til­lögum eins og lög gera ráð fyrir heldur aðeins til að gera drög að til­lög­um. Kynn­ing­in, þar sem hag­að­ilar geta sent inn athuga­semd­ir, mun því koma í hlut næstu verk­efn­is­stjórn­ar.

Í til­lögu­drög­unum eru níu virkj­ana­kostir í nýt­ing­ar­flokki og fjórir í bið­flokki. Verk­efn­is­stjórnin taldi ekki til­efni til að flokka neitt svæði í vernd­ar­flokk. Fjórar stækk­anir á virkj­unum Lands­virkj­unar og HS Orku eru í nýt­ing­ar­flokki, tvær vatns­afls­virkj­anir Orku­bús Vest­fjarða sömu­leiðis sem og þrjú vind­orku­ver; í Borg­ar­byggð, Hörg­ár­byggð og Reyk­hóla­hreppi.

Ein virkj­ana­hug­mynd á Vest­fjörðum er sett í bið­flokk, tvö vind­orku­ver og ein vatns­afls­virkj­un, Ham­ar­s­virkjun á Aust­ur­landi.

Tillögudrög verkefnisstjórnar 4. áfanga.

Til­lög­urnar eiga eftir að fara í tvö aðskilin kynn­ing­ar- og sam­ráðs­ferli sem taka um 4-5 mán­uð­i. Ný verk­efn­is­stjórn mun því fá það verk­efni að fara yfir­ allar ábend­ing­ar ­sem ber­ast og ­taka afstöðu til­ þeirra. Ekki fyrr en að það mat liggur fyrir er loka­skýrslu með til­lögum skilað til ráð­herra sem getur svo gert á þeim breyt­ingar áður en hann leggur þings­á­lykt­un­ar­til­lög­u um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða ­fyrir Alþing­i. 

Þessi flókna og erf­iða staða á sér nokkrar skýr­ingar en þó þá helsta að tappi hefur mynd­ast í því ferli sem ramma­á­ætlun er. Ferli sem var m.a. ætlað að greiða úr ágrein­ingi í sam­fé­lag­inu um virkj­ana- og nátt­úru­vernd­ar­mál. Núgild­andi ramma­á­ætl­un, 2. áfangi, er orðin átta ára göm­ul, var sam­þykkt á Alþingi í jan­úar árið 2013. Tvær verk­efna­stjórnir hafa lokið störfum frá þeim tíma en aðeins ein náði að klára vinnu sína líkt og til var ætl­ast.

Auglýsing

Þegar Björt Ólafs­dótt­ir, þáver­andi umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, skip­aði verk­efn­is­stjórn til fjög­urra ára í apríl 2017 hafði þings­á­lykt­un­ar­til­laga um 3. áfanga áætl­un­ar­innar ekki enn verið afgreidd á þingi. Þetta skap­aði þá þegar laga­lega óvissu um störf nýrrar stjórnar og mjög dróst að fá virkj­ana­kosti til mats frá Orku­stofn­un. Þeir fyrstu bár­ust ekki fyrr en vorið 2020 og frek­ari gögn sem óskað var eftir voru að ber­ast allt þar til í febr­úar á þessu ári.

„Engan grun­aði að þings­á­lykt­un­ar­til­laga byggð á vinnu við 3. áfanga ramma­á­ætl­unar yrði ekki enn sam­þykkt af Alþingi þegar skip­un­ar­tími verk­efn­is­stjórnar rynni út – fjórum árum eftir skip­un,“ skrifar Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, for­maður verk­efn­is­stjórn­ar, í for­mála skýrslu sem stjórnin hefur nú skilað af sér. „Þessi dráttur á eðli­legri máls­með­ferð er sann­ar­lega ekki í anda lag­anna um ramma­á­ætl­un, enda búa þau ekki yfir neinum leið­bein­ingum um hvernig taka skal á slíkri stöð­u.“

Vegna óvissunnar aug­lýsti Orku­stofnun ekki eftir nýjum virkj­un­ar­kostum fyrstu ríf­lega tvö ár skip­un­ar­tíma verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Í árs­byrjun 2019 sá stjórnin sér svo ekki annað fært en að fara fram á það við stofn­un­ina að lýsa eftir þeim.

Knappur tími

Þegar fyrstu kost­irnir bár­ust loks vorið 2020 var knappur tími til að fram­kvæma þær rann­sóknir sem nauð­syn­legar voru til að meta verð­mæti við­kom­andi land­svæða og hin marg­vís­legu áhrif sem virkj­an­irnar kunna að hafa á þau. Því varð nið­ur­staða verk­efn­is­stjórnar að hún stefndi að því á skip­un­ar­tíma sínum að ljúka mati og fyþrstu flokkun þrettán virkj­un­ar­kosta sem tækir voru til með­ferð­ar.

Er verk­efn­is­stjórn 4. áfanga var skipuð hafði þings­á­lykt­un­ar­til­laga byggð á til­lögu verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga verið lögð fyrir Alþingi í tvígang, en ekki hlotið afgreiðslu. Fyrst var hún lögð fram 1. sept­em­ber árið 2016 er Sig­rún Magn­ús­dóttir var umhverf­is­ráð­herra. Ekki náð­ist að afgreiða til­lög­una áður en stjórn­ar­skipti urðu í jan­úar 2017. Björt Ólafs­dóttir sem tók við umhverf­is­ráðu­neyt­inu lagði til­lög­una fram á ný en aftur urðu stjórn­ar­slit áður en Alþingi hafði afgreitt hana.

Yfirlitskort af matssvæðum einstakra virkjunarhugmynda sem metnar voru í fjórða áfanga.

Þegar verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­unar hóf störf vorið 2017 „var ekki von á öðru en að Alþingi afgreiddi nið­ur­stöður 3. áfanga ramma­á­ætl­unar sem þings­á­lykt­un­ar­til­lögu áður en langt um lið­i,“ segir í nýrri skýrslu stjórn­ar­inn­ar. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra lagði hana loks fram í nóv­em­ber í fyrra. Fyrstu umræðu á þingi er lok­ið.

Í skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar­innar er farið ítar­lega yfir þá atburða­rás sem hófst er hún tók til starfa vorið 2017. Þar sem Alþingi hafði þá ekki lokið með­ferð 3. áfanga ramma­á­ætl­unar kall­aði Orku­stofnun ekki eftir virkj­un­ar­kostum til mats vegna næsta áfanga. Verk­efn­is­stjórnin hafði engu að síður áhuga á að sinna sínu lög­boðna hlut­verki að meta virkj­un­ar­kosti og hóf því haustið 2017 að kanna mögu­leika á að taka til mats þá kosti sem stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hafði raðað í bið­flokk. Sá áhugi var ítrek­aður á fyrsta fundi með Guð­mundi Inga, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, í jan­úar 2018, og fylgt eftir í tvígang skömmu síð­ar, m.a. með bréfi til ráðu­neyt­is­ins. Ekki hefur borist form­legt svar við því bréfi, en eftir fund með ráð­herra um vorið leit verk­efn­is­stjórnin svo á að heim­ilt væri að taka til mats kosti í bið­flokki gild­andi ramma­á­ætl­un­ar, þ.e. 2. áfanga.

Fyrndar útgáfur virkj­un­ar­kosta

Farin var vett­vangs­ferð um sum­arið og fimm virkj­un­ar­kostir í bið­flokki gild­andi áætl­unar – sem einnig var raðað í bið­flokk í 3. áfanga – skoð­að­ir. En þá komu í ljós miklar breyt­ingar á mörgum þess­ara virkj­ana­hug­mynda og stjórnin komst því að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væri skyn­sam­legt að ráð­ast í mat á „fyrndum útgáfum virkj­un­ar­kosta“ og var horfið frá því.

Enn var því á þessum tíma­punkti óljóst hvort og þá hvaða virkj­un­ar­kosti verk­efn­is­stjórn myndi taka til mats. En stjórnin treysti því að ekki væri langt að bíða afgreiðslu Alþingis og að í kjöl­farið myndi Orku­stofnun lýsa eftir nýjum virkj­un­ar­kostum 4. áfang­ans.

Orku­stofnun hefur um ára­bil gert ágrein­ing um það að ramma­á­ætlun fjalli um vind­orku­kosti á þeirri for­sendu að vindur sé ekki stað­bund­inn orku­gjafi. Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið hefur haldið hinu gagn­stæða fram. Ofan á allt saman skap­aði þessi ágrein­ingur tafir og óvissu í starfi verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar.

Auglýsing

Stjórnin fór fram á það við Orku­stofnun í árs­byrjun 2019 að kallað yrði eftir nýjum virkj­ana­hug­mynd­um. Það gerði stofn­unin í ágúst það ár en í aug­lýs­ing­unni var eng­inn skila­frest­ur. Verk­efn­is­stjórnin gerði athuga­semd við þetta og fór fram á að hún fengi sendar þær umsóknir sem yrðu komnar 1. febr­úar 2020, um þremur árum eftir að skip­un­ar­tími hennar hófst.

Orku­stofnun sendi fyrir þann dag tólf virkj­un­ar­kosti; sex í vind­orku, fimm í vatns­orku og einn í jarð­varma. Tveimur mán­uðum síðar kom svo önnur send­ing virkj­un­ar­kosta frá stofn­un­inni og voru kost­irnir þá orðnir 45; þrjú jarð­varma­ver, sjö vatns­orku­ver, ein sjáv­ar­falla­virkjun og 34 vind­orku­ver. Í ágúst 2020 bár­ust verk­efn­is­stjórn auk þess gögn frá Orku­stofnun varð­andi stækkun jarð­varma­vers­ins í Svarts­engi.

Stofn­unin sagð­ist hafa yfir­farið inn­send gögn vegna virkj­un­ar­kosta í vatns­afli og jarð­varma en í ljósi meintrar réttaró­vissu um stöðu vind­orku í ramma­á­ætlun legði hún ekki mat á hvort gögn um kosti í vind­orku væru full­nægj­andi.

Mis­jöfn gæði gagna

Gæði gagna sem fylgdu vind­orku­kost­unum voru því mis­jöfn. Verk­efn­is­stjórn sendi því Orku­stofnun enn eitt bréfið um hvaða við­bót­ar­gagna væri þörf og hún beðin að kalla eftir þeim. Orku­stofnun skar list­ann yfir umbeðin gögn tölu­vert niður og kvaðst reiðu­búin að senda hann til umsækj­enda ef stjórnin óskaði þess sem í fram­hald­inu var gert. Var óskað eftir því að þeir aðilar sem hefðu sett fram hug­myndir að vind­orku­verum skil­uðu við­bótar gögnum fyrir miðjan júlí. Engin slík bár­ust.

Um haustið dró þó til tíð­inda er verk­efn­is­stjórn­inni barst til­kynn­ing frá Orku­stofnun um að sent yrði bréf til fram­kvæmda­að­ila vind­orku­vera með nýjum og upp­færðum lista yfir gagna­skil. Þannig voru öll gögn um vind­orku­kosti, sem þegar höfðu verið send inn, dregin til baka. Fag­hópar höfðu þá varið vikum í að rann­saka fimm kosti sem voru nægi­lega skil­greindir en gögnin sem þeim höfðu fylgt voru langt umfram það sem Orku­stofnun fór nú fram á. Engu að síð­ur, segir í skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, fór Orku­stofnun fram á að matsvinnu við þessa kosti yrði hætt meðan form­legrar afgreiðslu væri beð­ið. Eftir nokkrar deilur var nið­ur­staðan sú að verk­efn­is­stjórnin og fag­hóp­arnir unnu að mati á kost­unum fimm.

Tíma­mót

Orku­stofnun sendi síðan verk­efn­is­stjórn­inni vind­orku­kosti á nýjan leik sam­kvæmt hinu nýja fyr­ir­komu­lagi. Þar sem þeir fyrstu bár­ust ekki fyrr en 8. des­em­ber í fyrra, og voru enn að ber­ast um miðjan febr­úar í ár, reynd­ist ekki unnt að taka þá til mats og bíða þeir því afgreiðslu næstu verk­efn­is­stjórn­ar.

Í heild bár­ust verk­efn­is­stjórn­inni hug­myndir að 34 vind­orku­ver­um.

„Ís­lend­ingar standa á tíma­mótum varð­andi nýt­ingu orku­auð­linda því virkjun vind­orku er að hefj­ast af fullum kraft­i,“ skrifar for­mað­ur­inn Guð­rún Pét­urs­dóttir í skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. „Þótt vind­ur­inn sé óþrjót­andi er land undir vind­orku­ver það ekki. Landið er hin tak­mark­aða auð­lind í þessu til­felli.“ Hún bendir á að vind­myllur séu nú um 150 metra háar og fari hækk­andi. Þær séu því „afar áber­andi“ í lands­lagi og sjást víða að. „Vind­orku­ver munu valda miklum breyt­ingum á ásýnd lands­ins ef ekki verður var­lega far­ið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent