Orkumálastjóri: „Einföld leið“ að leggja niður rammaáætlun

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri leggur til að rammaáætlun verði lögð niður og að stofnanir sem fara með umhverfis- og skipulagsmál verði efldar til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti.

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Auglýsing

„Frið­lýs­ing án tíma­marka er í raun alvar­leg skerð­ing á rétti kom­andi kyn­slóða til þess að taka lýð­ræð­is­legar ákvarð­anir um sín mál á hverjum tíma,“ skrifar Guðni A. Jóhann­es­son orku­mála­stjóri í jóla­er­indi sínu. Hann segir ferli  ramma­á­ætl­unar orðið „lang­ur, erf­iður draumur eða martröð“ og að tími sé kom­inn til að vakna og finna nýjar leið­ir. „Ein­föld leið er að leggja niður ramma­á­ætlun og efla þær stofn­anir sem fara með umhverfis og skipu­lags­mál til þess að meta hugs­an­lega virkj­un­ar­kosti á skipu­lags­stig­i.“

AuglýsingGuðni rifjar í jóla­er­indi sínu upp að þegar hann hóf störf hjá Orku­stofnun árið 2008 hafi vinna við annan áfanga ramma­á­ætl­unar verið að hefj­ast. „Í verk­efn­is­stjórn voru þá full­trúar stofn­ana, sam­taka og ráðu­neyta þannig að um aðferðir og nið­ur­stöður skap­að­ist breið umræða þar sem mis­mun­andi sjón­ar­mið tók­ust á. Þótt ýmis upp­hlaup yrðu vegna óskyldra hluta sem trufl­uðu starf­sem­ina var for­mað­ur­inn, Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, óþreyt­andi að taka umræð­una og umfjöll­unin komst á það stig að það var hægt að ná nið­ur­stöðu með meiri­hluta­sam­þykkt á alþingi. Jafn­framt hafði verið unnið að því að treysta grund­völl ramma­á­ætl­unar með því að setja um hana lög, en því miður fólu þau lög í sér að fram­kvæmd lag­anna var falin umhverf­is­ráðu­neyti í stað iðn­að­ar­ráðu­neytis eins og áður var.“Guðni A. Jóhannesson.Verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar var hins veg­ar  fámenn­ari og eins­leit­ari að mati Guðna. Starf hennar hafi beinst að því „að safna í excel-skjöl smáum og stórum ávirð­ingum á mögu­lega virkj­un­ar­kosti með ein­kunna- og stiga­gjöf sem var ill­skilj­an­leg fyrir þá sem stóðu utan við starf­ið“.Röðun og flokkun virkj­ana­kosta gekk að mati Guðna „þvert á almenna skyn­semi og mik­il­vægar for­sendur voru oftar en ekki gripnar úr lausu lofti“ og nefnir hann í því sam­bandi sér­stak­lega áform um Skata­staða­virkj­un. „Enda varð snemma ljóst að engin sam­staða var á Alþingi um afgreiðslu þessa áfanga og nú er vinna við fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar hafin án þess að afgreiðslu þriðja áfanga sé lok­ið.“Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um 3. áfanga ramma­á­ætl­unar var lögð fram í fjórða sinn á Alþingi í byrjun des­em­ber. Hún er sam­hljóma til­lögu verk­efn­is­stjórn­ar­innar sem skil­aði loka­skýrslu sinni í ágúst árið 2016. Tvisvar á þessu tíma­bili hefur verið mælt fyrir til­lög­unni en órói í póli­tík­inni og stjórn­ar­slit hafa meðal ann­ars orðið til þess að fresta afgreiðslu henn­ar. Í til­lög­unni eru sam­tals þrettán virkj­ana­kostir í orku­nýt­ing­ar­flokki og bið­flokki sem falla innan marka fyr­ir­hug­aðs hálend­is­þjóð­garðs.Illa dulin þórð­ar­gleðiGuðni fjallar einnig um hálend­is­þjóð­garð­inn í jóla­er­indi sínu og seg­ist sakna áhrifa á lofts­lags­mál í umfjöllun um garð­inn. „Menn hafa vissu­lega sett spurn­ing­ar­merki við að byggja atvinnu­líf okkar og hag­vöxt í enn meira mæli á fjölda­túrisma með til­heyr­andi kolefn­islos­un, en svo eru menn enn gagn­rýn­is­laust að tala niður jákvæð áhrif af því að nýta vist­væna orku hér á á landi til iðn­að­ar­fram­leiðslu,“ skrifar Guðni og heldur áfram. „Með illa dul­inni þórð­ar­gleði lýsa menn vænt­ingum sínum um að álver á Íslandi gætu þurft að loka sem þá myndi tryggja okkur nægi­legt raf­magn til kom­andi orku­skipta án þess að byggja fleiri virkj­an­ir. Hin hliðin á pen­ingnum er nefni­lega að ef það þarf að loka álveri hér þá er það vegna þess að það hefur orðið undir í sam­keppni við álver rekið á kola­orku ann­ars staðar á jarð­ar­kringl­unni. Allur okkar ávinn­ingur af orku­skiptum sem drifin væru áfram af orku sem væri þannig fengin myndi glat­ast fimm sinnum í þeim skipt­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent