Orkumálastjóri: „Einföld leið“ að leggja niður rammaáætlun

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri leggur til að rammaáætlun verði lögð niður og að stofnanir sem fara með umhverfis- og skipulagsmál verði efldar til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti.

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Auglýsing

„Friðlýsing án tímamarka er í raun alvarleg skerðing á rétti komandi kynslóða til þess að taka lýðræðislegar ákvarðanir um sín mál á hverjum tíma,“ skrifar Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í jólaerindi sínu. Hann segir ferli  rammaáætlunar orðið „langur, erfiður draumur eða martröð“ og að tími sé kominn til að vakna og finna nýjar leiðir. „Einföld leið er að leggja niður rammaáætlun og efla þær stofnanir sem fara með umhverfis og skipulagsmál til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti á skipulagsstigi.“

Auglýsing


Guðni rifjar í jólaerindi sínu upp að þegar hann hóf störf hjá Orkustofnun árið 2008 hafi vinna við annan áfanga rammaáætlunar verið að hefjast. „Í verkefnisstjórn voru þá fulltrúar stofnana, samtaka og ráðuneyta þannig að um aðferðir og niðurstöður skapaðist breið umræða þar sem mismunandi sjónarmið tókust á. Þótt ýmis upphlaup yrðu vegna óskyldra hluta sem trufluðu starfsemina var formaðurinn, Svanfríður Jónasdóttir, óþreytandi að taka umræðuna og umfjöllunin komst á það stig að það var hægt að ná niðurstöðu með meirihlutasamþykkt á alþingi. Jafnframt hafði verið unnið að því að treysta grundvöll rammaáætlunar með því að setja um hana lög, en því miður fólu þau lög í sér að framkvæmd laganna var falin umhverfisráðuneyti í stað iðnaðarráðuneytis eins og áður var.“


Guðni A. Jóhannesson.Verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar var hins vegar  fámennari og einsleitari að mati Guðna. Starf hennar hafi beinst að því „að safna í excel-skjöl smáum og stórum ávirðingum á mögulega virkjunarkosti með einkunna- og stigagjöf sem var illskiljanleg fyrir þá sem stóðu utan við starfið“.


Röðun og flokkun virkjanakosta gekk að mati Guðna „þvert á almenna skynsemi og mikilvægar forsendur voru oftar en ekki gripnar úr lausu lofti“ og nefnir hann í því sambandi sérstaklega áform um Skatastaðavirkjun. „Enda varð snemma ljóst að engin samstaða var á Alþingi um afgreiðslu þessa áfanga og nú er vinna við fjórða áfanga rammaáætlunar hafin án þess að afgreiðslu þriðja áfanga sé lokið.“


Þingsályktunartillaga um 3. áfanga rammaáætlunar var lögð fram í fjórða sinn á Alþingi í byrjun desember. Hún er samhljóma tillögu verkefnisstjórnarinnar sem skilaði lokaskýrslu sinni í ágúst árið 2016. Tvisvar á þessu tímabili hefur verið mælt fyrir tillögunni en órói í pólitíkinni og stjórnarslit hafa meðal annars orðið til þess að fresta afgreiðslu hennar.


 Í tillögunni eru samtals þrettán virkjanakostir í orkunýtingarflokki og biðflokki sem falla innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.


Illa dulin þórðargleði


Guðni fjallar einnig um hálendisþjóðgarðinn í jólaerindi sínu og segist sakna áhrifa á loftslagsmál í umfjöllun um garðinn. „Menn hafa vissulega sett spurningarmerki við að byggja atvinnulíf okkar og hagvöxt í enn meira mæli á fjöldatúrisma með tilheyrandi kolefnislosun, en svo eru menn enn gagnrýnislaust að tala niður jákvæð áhrif af því að nýta vistvæna orku hér á á landi til iðnaðarframleiðslu,“ skrifar Guðni og heldur áfram. „Með illa dulinni þórðargleði lýsa menn væntingum sínum um að álver á Íslandi gætu þurft að loka sem þá myndi tryggja okkur nægilegt rafmagn til komandi orkuskipta án þess að byggja fleiri virkjanir. Hin hliðin á peningnum er nefnilega að ef það þarf að loka álveri hér þá er það vegna þess að það hefur orðið undir í samkeppni við álver rekið á kolaorku annars staðar á jarðarkringlunni. Allur okkar ávinningur af orkuskiptum sem drifin væru áfram af orku sem væri þannig fengin myndi glatast fimm sinnum í þeim skiptum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent