Orkumálastjóri: „Einföld leið“ að leggja niður rammaáætlun

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri leggur til að rammaáætlun verði lögð niður og að stofnanir sem fara með umhverfis- og skipulagsmál verði efldar til þess að meta hugsanlega virkjunarkosti.

Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Í þriðja áfanga rammaáætlunar er lagt til að svæðið verði friðað.
Auglýsing

„Frið­lýs­ing án tíma­marka er í raun alvar­leg skerð­ing á rétti kom­andi kyn­slóða til þess að taka lýð­ræð­is­legar ákvarð­anir um sín mál á hverjum tíma,“ skrifar Guðni A. Jóhann­es­son orku­mála­stjóri í jóla­er­indi sínu. Hann segir ferli  ramma­á­ætl­unar orðið „lang­ur, erf­iður draumur eða martröð“ og að tími sé kom­inn til að vakna og finna nýjar leið­ir. „Ein­föld leið er að leggja niður ramma­á­ætlun og efla þær stofn­anir sem fara með umhverfis og skipu­lags­mál til þess að meta hugs­an­lega virkj­un­ar­kosti á skipu­lags­stig­i.“

AuglýsingGuðni rifjar í jóla­er­indi sínu upp að þegar hann hóf störf hjá Orku­stofnun árið 2008 hafi vinna við annan áfanga ramma­á­ætl­unar verið að hefj­ast. „Í verk­efn­is­stjórn voru þá full­trúar stofn­ana, sam­taka og ráðu­neyta þannig að um aðferðir og nið­ur­stöður skap­að­ist breið umræða þar sem mis­mun­andi sjón­ar­mið tók­ust á. Þótt ýmis upp­hlaup yrðu vegna óskyldra hluta sem trufl­uðu starf­sem­ina var for­mað­ur­inn, Svan­fríður Jón­as­dótt­ir, óþreyt­andi að taka umræð­una og umfjöll­unin komst á það stig að það var hægt að ná nið­ur­stöðu með meiri­hluta­sam­þykkt á alþingi. Jafn­framt hafði verið unnið að því að treysta grund­völl ramma­á­ætl­unar með því að setja um hana lög, en því miður fólu þau lög í sér að fram­kvæmd lag­anna var falin umhverf­is­ráðu­neyti í stað iðn­að­ar­ráðu­neytis eins og áður var.“Guðni A. Jóhannesson.Verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar var hins veg­ar  fámenn­ari og eins­leit­ari að mati Guðna. Starf hennar hafi beinst að því „að safna í excel-skjöl smáum og stórum ávirð­ingum á mögu­lega virkj­un­ar­kosti með ein­kunna- og stiga­gjöf sem var ill­skilj­an­leg fyrir þá sem stóðu utan við starf­ið“.Röðun og flokkun virkj­ana­kosta gekk að mati Guðna „þvert á almenna skyn­semi og mik­il­vægar for­sendur voru oftar en ekki gripnar úr lausu lofti“ og nefnir hann í því sam­bandi sér­stak­lega áform um Skata­staða­virkj­un. „Enda varð snemma ljóst að engin sam­staða var á Alþingi um afgreiðslu þessa áfanga og nú er vinna við fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar hafin án þess að afgreiðslu þriðja áfanga sé lok­ið.“Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um 3. áfanga ramma­á­ætl­unar var lögð fram í fjórða sinn á Alþingi í byrjun des­em­ber. Hún er sam­hljóma til­lögu verk­efn­is­stjórn­ar­innar sem skil­aði loka­skýrslu sinni í ágúst árið 2016. Tvisvar á þessu tíma­bili hefur verið mælt fyrir til­lög­unni en órói í póli­tík­inni og stjórn­ar­slit hafa meðal ann­ars orðið til þess að fresta afgreiðslu henn­ar. Í til­lög­unni eru sam­tals þrettán virkj­ana­kostir í orku­nýt­ing­ar­flokki og bið­flokki sem falla innan marka fyr­ir­hug­aðs hálend­is­þjóð­garðs.Illa dulin þórð­ar­gleðiGuðni fjallar einnig um hálend­is­þjóð­garð­inn í jóla­er­indi sínu og seg­ist sakna áhrifa á lofts­lags­mál í umfjöllun um garð­inn. „Menn hafa vissu­lega sett spurn­ing­ar­merki við að byggja atvinnu­líf okkar og hag­vöxt í enn meira mæli á fjölda­túrisma með til­heyr­andi kolefn­islos­un, en svo eru menn enn gagn­rýn­is­laust að tala niður jákvæð áhrif af því að nýta vist­væna orku hér á á landi til iðn­að­ar­fram­leiðslu,“ skrifar Guðni og heldur áfram. „Með illa dul­inni þórð­ar­gleði lýsa menn vænt­ingum sínum um að álver á Íslandi gætu þurft að loka sem þá myndi tryggja okkur nægi­legt raf­magn til kom­andi orku­skipta án þess að byggja fleiri virkj­an­ir. Hin hliðin á pen­ingnum er nefni­lega að ef það þarf að loka álveri hér þá er það vegna þess að það hefur orðið undir í sam­keppni við álver rekið á kola­orku ann­ars staðar á jarð­ar­kringl­unni. Allur okkar ávinn­ingur af orku­skiptum sem drifin væru áfram af orku sem væri þannig fengin myndi glat­ast fimm sinnum í þeim skipt­um.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent