Skipulagsstofnun vill að virkjanakostir í tillögu að rammaáætlun verði yfirfarnir

Í ljósi þess að þingsályktunartillaga um rammaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi er byggð á gögnum sem aflað var á árunum 2015-2016 telur Skipulagsstofnun tilefni til að yfirfara flokkun virkjanakosta.

Fossinn Drynjandi í Hvalá. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar.
Fossinn Drynjandi í Hvalá. Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun telur til­efni til að yfir­fara þá virkj­ana­kosti sem lagt er til að falli í nýt­ing­ar- og bið­flokk ramma­á­ætl­unar sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem nú hefur verið lögð hefur fram á Alþingi í þriðja sinn á rúm­lega fjórum árum. Vill stofn­unin að kannað verði hvort að í öllum til­vikum sé um að ræða virkj­ana­kosti sem enn eru fyr­ir­hug­aðir eða er af öðrum ástæðum til­efni til að festa í áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða. Í jan­úar voru átta ár liðin frá því að 2. áfangi vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un­ar, svo­nefndrar ramma­á­ætl­un­ar, var sam­þykktur á Alþingi. Rúm­lega fjögur ár eru síðan til­laga til þings­á­lykt­unar á þeim þriðja var lögð fyrst fram og tæp­lega fjögur síðan umhverf­is­ráð­herra skip­aði verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga.

AuglýsingUmsagna­frestur um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar rann út í vik­unni. Í áætl­un­inni er virkj­ana­kostum raðað í vernd­ar-, nýt­ing­ar- eða bið­flokk. Verk­efn­is­stjórn 3. áfanga skil­aði loka­skýrslu sinni um flokkun 82 virkj­un­ar­kosta til umhverf­is­ráð­herra í ágúst árið 2016. Ráð­herrann, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, lagði í kjöl­farið fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í fullu sam­ræmi við til­lögur verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Til­lagan var ekki afgreidd í ráð­herra­tíð Sig­rúnar og ekki heldur í tíð Bjartar Ólafs­dótt­ur.­Til­lagan hefur nú verið lögð fram í þriðja sinn og enn í óbreyttri mynd – tæp­lega fjórum og hálfu ári eftir að verk­efn­iss­stjórn skil­aði loka­skýrslu sinni til ráð­herra. Að þessu sinni er það Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sem leggur hana fram en sam­kvæmt henni fara átján  virkj­ana­kostir í orku­nýt­ing­ar­flokk. Í bið­flokki er að finna 23 virkj­ana­kosti og 26 í vernd­ar­flokki.Í umsögn Skipu­lags­stofn­unar um til­lög­una nú er vakin athygli á því hversu langur tími er lið­inn frá mótun til­lög­unn­ar. „Ramma­á­ætlun byggir fyrst og fremst á virkj­un­ar­kostum sem til­teknir fram­kvæmda­að­ilar óska eftir að teknir séu fyr­ir,“ segir í umsögn­inni sem Ásdís Hlökk Theó­dórs­dótt­ir, for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar, skrif­ar. Bent er á að sveit­ar­fé­lögum beri að gera ráð fyrir virkj­ana­kostum í skipu­lagi í sam­ræmi við flokkun þeirra í ramma­á­ætl­un. „Í ljósi fram­an­greinds telur Skipu­lags­stofnun til­efni til að yfir­fara lista yfir virkj­ana­kosti sem lagt er til að falli í nýt­ing­ar- og bið­flokk sam­kvæmt til­lög­unni, það er, hvort í öllum til­vikum er um að ræða virkj­un­ar­kosti sem eru enn fyr­ir­hug­aðir eða er af öðrum ástæðum til­efni til að festa í ramma­á­ætl­un,“ segir í umsögn­inni.Athygli er vakin á að ákveðnir virkj­un­ar­kostir sem til­lagan tekur til, hafa þegar hlotið máls­með­ferð sam­kvæmt lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um, eftir að til­laga verk­efn­is­stjórnar lá fyrir árið 2016 eða að vísað er til eldri gagna í til­lög­unni.Um er að ræða eft­ir­far­andi virkj­ana­kosti:Veitu­leið Blöndu­virkj­unar: Skipu­lags­stofnun gaf út álit um umhverf­is­mat virkj­un­ar­innar í októ­ber 2014, en í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar er vísað til rök­stuðn­ings í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem var sam­þykkt árið 2013.Hval­ár­virkj­un: Skipu­lags­stofnun gat út álit um mat á umhverf­is­á­hrifum Hval­ár­virkj­unar í apríl 2017.Búr­fellslund­ur: Skipu­lags­stofnun gaf út álit um mat á umhverf­is­á­hrifum Búr­fellslundar í des­em­ber 2016.Bjarn­arflags­virkj­un: Skipu­lags­stofnun tók ákvörðun í nóv­em­ber 2014 um að end­ur­skoða þurfi fyr­ir­liggj­andi umhverf­is­mat virkj­un­ar­inn­ar, en í grein­ar­gerð þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar er vísað til rök­stuðn­ings í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem var sam­þykkt árið 2013. Ákvörð­unin var kærð, en stað­fest af úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála að hluta með úrskurði nefnd­ar­innar dags. 5. októ­ber 2017.Hvamms­virkjun: Skipu­lags­stofnun gaf út nýtt álit um mat á umhverf­is­á­hrifum virkj­un­ar­innar í mars 2018, vegna end­ur­skoð­unar fyrra umhverf­is­mats varð­andi til­tekna þætti.

AuglýsingGuð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði í við­tali við Kjarn­ann fyrir um ári síðan að í þessum þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar yrði dregin lína í sand­inn hvað varðar virkj­anir á hálendi Íslands en sam­hliða þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ramma­á­ætlun er nú fjallað um frum­varp að hálend­is­þjóð­garði á Alþingi. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður heim­ilt að ráð­ast í þær virkj­ana­hug­myndir sem falla munu í nýt­ing­ar­flokk í þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Að sama skapi verður leyfi­legt að þær hug­myndir sem enda í bið­flokki þessa áfanga áætl­un­ar­innar geti verk­efn­is­stjórn tekið til skoð­unar í næstu áætl­unum sín­um.Virkj­ana­kost­ur­inn Skrokkalda er eina vatns­afls­virkj­unin innan marka fyr­ir­hug­aðs hálend­is­þjóð­garðs sem lagt er til að fari í nýt­ing­ar­flokk sam­kvæmt þeirri til­lögu sem Alþingi þarf nú að fjalla um og afgreiða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent