Landsvirkjun vill Kjalöldu í Þjórsá aftur á dagskrá

Það er mat Landsvirkjunar að nauðsynlegt sé að taka ferli rammaáætlunar „til gagngerrar endurskoðunar“. Ljóst sé að sú sátt sem vonast var til að næðist um nýtingu og verndun landsvæða hafi ekki orðið að veruleika.

Kjalölduveita yrði í efri hluta Þjórsár.
Kjalölduveita yrði í efri hluta Þjórsár.
Auglýsing

Í nýrri umsögn Lands­virkj­unar um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu 3. áfanga ramma­á­ætl­unar er sjónum sér­stak­lega beint að tveimur virkj­ana­kostum sem fyr­ir­tækið er ósátt við flokkun á; Kjalöldu­veitu í efri hluta Þjórsár og Búr­fellslundar, fyr­ir­hug­uðu vind­orku­veri sem útfært er nú með tölu­vert öðrum hætti en þegar verk­efn­is­stjórn áætl­un­ar­innar tók kost­inn til umfjöll­un­ar. Vill Lands­virkjun að Kjalöldu­veita verði færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk og Búr­fellslundur úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk.Verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar komst að því á sínum tíma að Kjalöldu­veita væri í raun breytt útfærsla á Norð­linga­öldu­veitu, og að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, yrði fyrir áhrif­um. Ákveðið var að setja Norð­linga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk árið 2013.

AuglýsingLands­virkjun þykir ljóst að við fram­kvæmd ramma­á­ætl­unar hafi ekki verið farið eftir lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Til­tekur fyr­ir­tækið í umsögn sinni í þessu sam­bandi ófull­nægj­andi söfnun gagna til röð­unar á virkj­un­ar­kost­um, skort á laga­legri heim­ild til­vernd­unar heilla vatna­sviða þegar virkj­ana­kostir fara í vernd­ar­flokk, auk þeirrar ákvörð­unar verk­efn­is­stjórnar „að ganga fram­hjá valdsviði Orku­stofn­unar og ákvarða sjálf hvaða virkj­un­ar­kostir eru teknir til umfjöll­un­ar“.Um­sagna­frestur um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar rann út í fyrradg en hún hefur nú verið lögð fyrir Aþingi í þriðja sinn frá árinu 2016. Í áætl­un­inni er virkj­ana­kostum raðað í vernd­ar-, nýt­ing­ar- eða bið­flokk. Verk­efn­is­stjórn 3. áfanga skil­aði loka­skýrslu sinni um flokkun 82 virkj­un­ar­kosta til umhverf­is­ráð­herra í ágúst árið 2016. Ráð­herrann, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, lagði í kjöl­farið fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í fullu sam­ræmi við til­lögur verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Til­lagan var ekki afgreidd í ráð­herra­tíð Sig­rúnar og ekki heldur í tíð Bjartar Ólafs­dótt­ur.Til­lagan hefur nú verið lögð fram í þriðja sinn og enn í óbreyttri mynd – tæp­lega fjórum og hálfu ári eftir að verk­efn­iss­stjórn skil­aði loka­skýrslu sinni til ráð­herra. Að þessu sinni er það Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sem leggur hana fram en sam­kvæmt henni fara átján  virkj­ana­kostir í orku­nýt­ing­ar­flokk, þar af aðeins einn kostur í vind­orku; Blöndu­lund­ur. Sam­kvæmt til­lög­unni eru 26 virkj­ana­kostir í vernd­ar­flokki.

Segir sátt­ina ekki hafa náðstÍ umsögn Lands­virkj­unar segir að sú sátt sem von­ast var til að myndi nást um nýt­ingu og verndun land­svæða hafi ekki orðið að veru­leika. „Þær miklu tafir sem orðið hafa á sam­þykkt 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar­innar á Alþingi, síðan hún var fyrst lögð fram árið 2016, sýnir grund­vall­argalla á lög­gjöf­inni sem ekki er hægt að líta fram hjá.“ Það er því mat Lands­virkj­unar að nauð­syn­legt sé að taka ferli ramma­á­ætl­unar „til gagn­gerrar end­ur­skoð­un­ar“.Fyr­ir­tækið telur að mat verk­efn­is­stjórnar á áhrifum virkj­ana­kosta hafi verið ófull­nægj­andi og ekki í sam­ræmi við lög. Bendir fyr­ir­tækið m.a. á að ekki hafi verið tekið til­lit til nið­ur­staðna allra fag­hópa ramma­á­ætl­unar áður en flokk­unin fór fram líkt og lög kveði á um. Þá telur Lands­virkjun afmörkun land­svæða ekki í sam­ræmi við lög og að verk­efn­is­stjórn hafi ekki verið heim­ilt „að setja heil vatna­svið í vernd­ar­flokk“ á grund­velli nið­ur­stöðu tveggja af fjórum fag­hópum og „setja síðan alla virkj­un­ar­kosti á við­kom­andi vatna­sviði í vernd­ar­flokk“. Óskar Lands­virkjun því eftir end­ur­skoðun á afmörkun land­svæða.

Staðsetning Kjalölduveitu og annarra virkjana og fyrri virkjanahugmynda Landsvirkjunar á svæðinu. Mynd: Úr myndbandi LandsvirkjunarÞað eru einkum flokkun tveggja virkj­ana­kosta sem Lands­virkjun gagn­rýnir sér­stak­lega í þessu sam­bandi; Kjalöldu­veitu, sem yrði í efri hluta Þjórs­ár, og Búr­fellslund­ar. Fyr­ir­tækið segir að þrátt fyrir að það sé Orku­stofnun sem lögum sam­kvæmt ákveði hvaða kostir fái umfjöllun hafi verk­efn­is­stjórnin ein­hliða ákveðið að ekki skildi fjallað um Kjalöldu­veitu. Honum hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa. Með því má halda því fram að verk­efn­is­stjórn hafi tekið stjórn­valds­á­kvörðun sem hún er ekki bær að lögum til að taka“.

Breytt útfærsla Norð­inga­öldu­veituKjalöldu­veitu er raðað í vernd­ar­flokk verk­efn­is­stjórn­ar­innar með eft­ir­far­andi rök­stuðn­ingi: „Að fengnu áliti fag­hópa 1 og 2 taldi verk­efn­is­stjórn að um væri að ræða breytta útfærslu Norð­linga­öldu­veitu, að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, sé undir í báðum til­vikum og að virkj­un­ar­fram­kvæmdir á þessu land­svæði muni hafa áhrif sem skerði vernd­ar­gildi svæð­is­ins. Ákvörðun um að setja Norð­linga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk í vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun 2013 byggð­ist fyrst og fremst á sér­stöðu og vernd­ar­gildi svæð­is­ins.Þrátt fyrir að nafn virkj­un­ar­kosts­ins sé ann­að, vatns­borð lóns­ins sé lægra, lónið minna og mann­virki neðar í far­veg­inum hafa fram­kvæmd­irnar áhrif á sama land­svæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkj­un­ar­kosts­ins ekki áhrif á þessar grunn­for­sendur flokk­un­ar­inn­ar.“Lands­virkjun telur hins vegar að ákvörðun verk­efn­is­stjórn­ar­innar hafi verið ólög­mæt og óskar eftir að Kjalöldu­veitu verði raðað í bið­flokk, „þannig að hægt verði að leggja virkj­un­ar­kost­inn fyrir fag­hópa með lög­form­legum hætt­i“.Segir í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins að stækkun friðlands­ins í Þjórs­ár­verum árið 2017 und­ir­striki þann „grund­vall­ar­mun sem er á Kjalöldu­veitu og Norð­linga­öldu­veit­u“, en mann­virki og lón Kjalöldu­veitu eru „al­farið utan friðlands­markanna“.

Búr­fellslundur allt annar í dagHinn virkj­ana­kost­ur­inn sem Lands­virkjun fjallar sér­stak­lega um í umsögn sinni er vind­orku­garð­ur­inn Búr­fellslund­ur. Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er hann flokk­aður í bið­flokk.Ný útfærsla hefur verið gerð á hinum fyr­ir­hug­aða Búr­fellslundi að teknu til­liti til athuga­semda í umfjöllun 3. áfanga ramma­á­ætl­unar sem og umhverf­is­mati sem lauk árið 2016. Fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði er nú stað­sett enn nær orku­mann­virkjum en áður, innan stærsta orku­vinnslu­svæðis lands­ins, þar sem núver­andi háspennu­línur liggja þvert yfir svæð­ið, bendir Lands­virkjun á. Jafn­framt hafi verið dregið úr umfangi verk­efn­is­ins, bæði í stærð fram­kvæmda­svæðis (úr 33 km2 í 18 km2) og í upp­settu afli (úr 200 MW í 120 MW).

Fjölda vind­mylla hefur sömu­leiðis verið fækkað úr 67 niður í allt að 30. Með þessu seg­ist Lands­virkjun hafa brugð­ist við áliti Skipu­lags­stofn­unar varð­andi umfangs­minni upp­bygg­ingu og að afrakst­ur­inn sé tölu­vert breytt ásýnd með minni sjón­rænum áhrif­um.Í ljósi þeirra breyt­inga sem hafa verið gerðar á verk­efn­inu og tafa sem orðið hafa á afgreiðslu 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, telur Lands­virkjun eðli­legt að horfa til nýrrar útfærslu Búr­fellslundar í stað eldri útfærslu þegar 3. áfangi ramma­á­ætl­unar er tek­inn til umræðu á Alþingi. Lands­virkjun óskar eftir því að flokkun Búr­fellslundar verði breytt þannig að virkj­un­ar­kost­ur­inn rað­ist í nýt­ing­ar­flokk í stað bið­flokks á grund­velli nýrrar útfærslu sem er til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent