Landsvirkjun vill Kjalöldu í Þjórsá aftur á dagskrá

Það er mat Landsvirkjunar að nauðsynlegt sé að taka ferli rammaáætlunar „til gagngerrar endurskoðunar“. Ljóst sé að sú sátt sem vonast var til að næðist um nýtingu og verndun landsvæða hafi ekki orðið að veruleika.

Kjalölduveita yrði í efri hluta Þjórsár.
Kjalölduveita yrði í efri hluta Þjórsár.
Auglýsing

Í nýrri umsögn Lands­virkj­unar um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu 3. áfanga ramma­á­ætl­unar er sjónum sér­stak­lega beint að tveimur virkj­ana­kostum sem fyr­ir­tækið er ósátt við flokkun á; Kjalöldu­veitu í efri hluta Þjórsár og Búr­fellslundar, fyr­ir­hug­uðu vind­orku­veri sem útfært er nú með tölu­vert öðrum hætti en þegar verk­efn­is­stjórn áætl­un­ar­innar tók kost­inn til umfjöll­un­ar. Vill Lands­virkjun að Kjalöldu­veita verði færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk og Búr­fellslundur úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk.Verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar komst að því á sínum tíma að Kjalöldu­veita væri í raun breytt útfærsla á Norð­linga­öldu­veitu, og að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, yrði fyrir áhrif­um. Ákveðið var að setja Norð­linga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk árið 2013.

AuglýsingLands­virkjun þykir ljóst að við fram­kvæmd ramma­á­ætl­unar hafi ekki verið farið eftir lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un. Til­tekur fyr­ir­tækið í umsögn sinni í þessu sam­bandi ófull­nægj­andi söfnun gagna til röð­unar á virkj­un­ar­kost­um, skort á laga­legri heim­ild til­vernd­unar heilla vatna­sviða þegar virkj­ana­kostir fara í vernd­ar­flokk, auk þeirrar ákvörð­unar verk­efn­is­stjórnar „að ganga fram­hjá valdsviði Orku­stofn­unar og ákvarða sjálf hvaða virkj­un­ar­kostir eru teknir til umfjöll­un­ar“.Um­sagna­frestur um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar rann út í fyrradg en hún hefur nú verið lögð fyrir Aþingi í þriðja sinn frá árinu 2016. Í áætl­un­inni er virkj­ana­kostum raðað í vernd­ar-, nýt­ing­ar- eða bið­flokk. Verk­efn­is­stjórn 3. áfanga skil­aði loka­skýrslu sinni um flokkun 82 virkj­un­ar­kosta til umhverf­is­ráð­herra í ágúst árið 2016. Ráð­herrann, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, lagði í kjöl­farið fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu í fullu sam­ræmi við til­lögur verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Til­lagan var ekki afgreidd í ráð­herra­tíð Sig­rúnar og ekki heldur í tíð Bjartar Ólafs­dótt­ur.Til­lagan hefur nú verið lögð fram í þriðja sinn og enn í óbreyttri mynd – tæp­lega fjórum og hálfu ári eftir að verk­efn­iss­stjórn skil­aði loka­skýrslu sinni til ráð­herra. Að þessu sinni er það Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sem leggur hana fram en sam­kvæmt henni fara átján  virkj­ana­kostir í orku­nýt­ing­ar­flokk, þar af aðeins einn kostur í vind­orku; Blöndu­lund­ur. Sam­kvæmt til­lög­unni eru 26 virkj­ana­kostir í vernd­ar­flokki.

Segir sátt­ina ekki hafa náðstÍ umsögn Lands­virkj­unar segir að sú sátt sem von­ast var til að myndi nást um nýt­ingu og verndun land­svæða hafi ekki orðið að veru­leika. „Þær miklu tafir sem orðið hafa á sam­þykkt 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar­innar á Alþingi, síðan hún var fyrst lögð fram árið 2016, sýnir grund­vall­argalla á lög­gjöf­inni sem ekki er hægt að líta fram hjá.“ Það er því mat Lands­virkj­unar að nauð­syn­legt sé að taka ferli ramma­á­ætl­unar „til gagn­gerrar end­ur­skoð­un­ar“.Fyr­ir­tækið telur að mat verk­efn­is­stjórnar á áhrifum virkj­ana­kosta hafi verið ófull­nægj­andi og ekki í sam­ræmi við lög. Bendir fyr­ir­tækið m.a. á að ekki hafi verið tekið til­lit til nið­ur­staðna allra fag­hópa ramma­á­ætl­unar áður en flokk­unin fór fram líkt og lög kveði á um. Þá telur Lands­virkjun afmörkun land­svæða ekki í sam­ræmi við lög og að verk­efn­is­stjórn hafi ekki verið heim­ilt „að setja heil vatna­svið í vernd­ar­flokk“ á grund­velli nið­ur­stöðu tveggja af fjórum fag­hópum og „setja síðan alla virkj­un­ar­kosti á við­kom­andi vatna­sviði í vernd­ar­flokk“. Óskar Lands­virkjun því eftir end­ur­skoðun á afmörkun land­svæða.

Staðsetning Kjalölduveitu og annarra virkjana og fyrri virkjanahugmynda Landsvirkjunar á svæðinu. Mynd: Úr myndbandi LandsvirkjunarÞað eru einkum flokkun tveggja virkj­ana­kosta sem Lands­virkjun gagn­rýnir sér­stak­lega í þessu sam­bandi; Kjalöldu­veitu, sem yrði í efri hluta Þjórs­ár, og Búr­fellslund­ar. Fyr­ir­tækið segir að þrátt fyrir að það sé Orku­stofnun sem lögum sam­kvæmt ákveði hvaða kostir fái umfjöllun hafi verk­efn­is­stjórnin ein­hliða ákveðið að ekki skildi fjallað um Kjalöldu­veitu. Honum hafi verið „raðað beint í vernd­ar­flokk án umfjöll­unar fag­hópa. Með því má halda því fram að verk­efn­is­stjórn hafi tekið stjórn­valds­á­kvörðun sem hún er ekki bær að lögum til að taka“.

Breytt útfærsla Norð­inga­öldu­veituKjalöldu­veitu er raðað í vernd­ar­flokk verk­efn­is­stjórn­ar­innar með eft­ir­far­andi rök­stuðn­ingi: „Að fengnu áliti fag­hópa 1 og 2 taldi verk­efn­is­stjórn að um væri að ræða breytta útfærslu Norð­linga­öldu­veitu, að sama vatna­svið, Þjórs­ár­ver, sé undir í báðum til­vikum og að virkj­un­ar­fram­kvæmdir á þessu land­svæði muni hafa áhrif sem skerði vernd­ar­gildi svæð­is­ins. Ákvörðun um að setja Norð­linga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk í vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun 2013 byggð­ist fyrst og fremst á sér­stöðu og vernd­ar­gildi svæð­is­ins.Þrátt fyrir að nafn virkj­un­ar­kosts­ins sé ann­að, vatns­borð lóns­ins sé lægra, lónið minna og mann­virki neðar í far­veg­inum hafa fram­kvæmd­irnar áhrif á sama land­svæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkj­un­ar­kosts­ins ekki áhrif á þessar grunn­for­sendur flokk­un­ar­inn­ar.“Lands­virkjun telur hins vegar að ákvörðun verk­efn­is­stjórn­ar­innar hafi verið ólög­mæt og óskar eftir að Kjalöldu­veitu verði raðað í bið­flokk, „þannig að hægt verði að leggja virkj­un­ar­kost­inn fyrir fag­hópa með lög­form­legum hætt­i“.Segir í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins að stækkun friðlands­ins í Þjórs­ár­verum árið 2017 und­ir­striki þann „grund­vall­ar­mun sem er á Kjalöldu­veitu og Norð­linga­öldu­veit­u“, en mann­virki og lón Kjalöldu­veitu eru „al­farið utan friðlands­markanna“.

Búr­fellslundur allt annar í dagHinn virkj­ana­kost­ur­inn sem Lands­virkjun fjallar sér­stak­lega um í umsögn sinni er vind­orku­garð­ur­inn Búr­fellslund­ur. Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni er hann flokk­aður í bið­flokk.Ný útfærsla hefur verið gerð á hinum fyr­ir­hug­aða Búr­fellslundi að teknu til­liti til athuga­semda í umfjöllun 3. áfanga ramma­á­ætl­unar sem og umhverf­is­mati sem lauk árið 2016. Fyr­ir­hugað fram­kvæmda­svæði er nú stað­sett enn nær orku­mann­virkjum en áður, innan stærsta orku­vinnslu­svæðis lands­ins, þar sem núver­andi háspennu­línur liggja þvert yfir svæð­ið, bendir Lands­virkjun á. Jafn­framt hafi verið dregið úr umfangi verk­efn­is­ins, bæði í stærð fram­kvæmda­svæðis (úr 33 km2 í 18 km2) og í upp­settu afli (úr 200 MW í 120 MW).

Fjölda vind­mylla hefur sömu­leiðis verið fækkað úr 67 niður í allt að 30. Með þessu seg­ist Lands­virkjun hafa brugð­ist við áliti Skipu­lags­stofn­unar varð­andi umfangs­minni upp­bygg­ingu og að afrakst­ur­inn sé tölu­vert breytt ásýnd með minni sjón­rænum áhrif­um.Í ljósi þeirra breyt­inga sem hafa verið gerðar á verk­efn­inu og tafa sem orðið hafa á afgreiðslu 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, telur Lands­virkjun eðli­legt að horfa til nýrrar útfærslu Búr­fellslundar í stað eldri útfærslu þegar 3. áfangi ramma­á­ætl­unar er tek­inn til umræðu á Alþingi. Lands­virkjun óskar eftir því að flokkun Búr­fellslundar verði breytt þannig að virkj­un­ar­kost­ur­inn rað­ist í nýt­ing­ar­flokk í stað bið­flokks á grund­velli nýrrar útfærslu sem er til umfjöll­unar í 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent