Vill að frumvarp um aukinn gjaldfrjálsan aðgang að gögnum verði endurskoðað

Þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram frumvarp um að allar upplýsingar sem safnað er saman í hlutafélagaskrá verði aðgengilegar öllum án gjalds. Ríkisskattstjóri er ekki hrifinn af breytingunni.

Ýmiskonar gögnum umfram ársreikninga um fyrirtæki landsins er safnað saman í hlutafélagaskrá. Í dag er hægt að kaupa þau gögn af einkaaðilum. Nokkrir þingmenn vilja gera það aðgengi gjaldfrjálst.
Ýmiskonar gögnum umfram ársreikninga um fyrirtæki landsins er safnað saman í hlutafélagaskrá. Í dag er hægt að kaupa þau gögn af einkaaðilum. Nokkrir þingmenn vilja gera það aðgengi gjaldfrjálst.
Auglýsing

Rík­is­skatt­stjóri vill að frum­varp um auk­inn gjald­frjáls aðgang að gögnum sem safnað er saman í hluta­fé­laga­skrá verði tkið til end­ur­skoð­un­ar. Að mati hans hefur ekki verið lagt fram full­nægj­andi kostn­að­ar­mat vegna breyt­ing­anna né lagt mat á þá hækkun fjár­veit­inga til Skatts­ins sem lækkun þjón­ustu­gjalda muni óhjá­kvæmi­lega hafa í för með sér. „Námu þjón­ustu­gjöld vegna hluta­fé­laga um það bil 79 millj­ónum kr. á árinu 2020 en óform­legt mat á kostn­aði vegna ein­skiptis tækni­breyt­inga bendir til þess að hann myndi nema um 8 millj­ónum kr. Sam­kvæmt fram­an­sögðu verður að telja æski­legt að frum­varpstext­inn verði tek­inn til end­ur­skoð­un­ar, og hugað verði frekar að afmörkun þeirra upp­lýs­inga sem birta skal með raf­rænum hætt­i.“

Þetta kemur fram í umsögn rík­is­skatt­stjóra um frum­varpið sem skilað var inn fyrir rúmri viku síð­an. 

Hægt er að kaupa umræddar upp­lýs­ingar frá einka­að­ilum á borð við Credit­info og Keld­una í dag.

Árs­reikn­ingar loks aðgengi­legir án greiðslu

Frum­varpið var lagt fram af þing­mönnum þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokka: Pírata, Við­reisnar og Flokks fólks­ins, í jan­ú­ar. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, er fyrsti flutn­ings­maður þess. Með frum­varp­inu er lagt til að upp­lýs­ingar hluta­fé­laga­skrár verði aðgengi­legri fyrir almenn­ing, að ekki skuli taka gjald fyrir raf­ræna upp­flett­ingu í skránni og að sömu upp­lýs­ingar séu þar aðgengi­legar þar og ef greitt væri fyrir ein­tak af gögnum úr henni. Þessar upp­lýs­ingar geta ekki talist aðgengi­legar almenn­ingi miðað við núver­andi lög­gjöf þar sem greiða þarf fyrir þær.

Auglýsing
Björn Leví lagði árum saman fram frum­vörp á Alþingi sem fólu í sér gjald­frjálsan aðgang að árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja á Íslandi en þau náðu aldrei að kom­ast úr nefnd. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra, lagði svo fram eigið frum­varp um efnið í apríl í fyrra sem var sam­þykkt síðar á því ári. Lögin tóku gildi í byrjun þessa árs. Hér er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um hvernig hægt er að finna árs­reikn­inga fyr­ir­tækja án end­ur­gjalds. 

Emb­ætti rík­is­skatt­stjóra, sem nú til­heyrir Skatt­in­um, lagð­ist gegn frum­varp­inu og sagði það kippa fót­unum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­is. Ekki var tekið mark á þessum aðfinnslum þá. 

Segja um grund­vall­ar­breyt­ingu að ræða

Upp­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki eru aðgeng­i­­legar almenn­ingi í nágranna­löndum Íslands, að uppi­stöðu án end­ur­gjalds. Þar eru starf­ræktar sér­­­­stakar vef­­­­síður þar sem hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki á borð við eig­end­­­­ur, stjórn­­­­endur og lyk­il­­­­tölur úr rekstri fyr­ir­tækj­anna.

Vef­­­­síð­­­an Alla­bolag í Sví­­­­þjóð þjónar til að mynda þessum til­­­­­­­gangi, en þar er að finna helstu upp­­­­lýs­ingar um fyr­ir­tæki þar í landi. Hægt er að nálg­­­­ast grunn­­­­upp­­­­lýs­ingar án kostn­­­aðar en ef þörf er á þá er hægt að greiða fyrir frek­­­­ari upp­­­­lýs­ing­­­­ar. Sam­­­­kvæmt síð­­­­unni er hún upp­­­­­­­færð dag­­­­lega með upp­­­­lýs­ingum frá yfir­­­­völdum þar í landi.

Sam­­­­bæri­­­­legar síður eru í Dan­­­­mörku og Nor­egi, þar sem hægt er að fletta upp grunn­­­­upp­­­­lýs­ingum um dönsk og norsk fyr­ir­tæki.

Rík­is­skatt­stjóri telur að sú fram­kvæmd sem verið er að reyna að koma á fót hér­lendis sé mun yfir­grips­meiri en tíðk­ist ann­ars stað­ar. Í því sam­bandi bendir emb­ættið á á að upp­lýs­ingar um hluta­fé­lög í Dan­mörku sem eru birtar og aðgengi­legar séu, að því er virð­ist, að mestu sam­bæri­legar við þær sem nú þegar er hægt að nálg­ast í fyr­ir­tækja­skrá án end­ur­gjalds. Vænt­an­lega eigi almenn­ingur á Íslandi þó þegar til­tek­inn rétt til aðgangs að þeim gögnum sem hér um ræðir á grund­velli upp­lýs­inga­laga. „Um grund­vall­ar­breyt­ingu er hins vegar að ræða eigi stjórn­valdið að birta öll þessi gögn að eigin frum­kvæði á opin­beru vef­svæði. Almennt mun það við­haft við laga­setn­ingu að gætt sé með­al­hófs þegar skyldur eru lagðar á. Hvað varðar öflun stjórn­valda á upp­lýs­ing­um, þá er ekki gengið lengra en að hún mið­ist við nauð­syn­legar upp­lýs­ingar sem hæfa til­efni upp­lýs­inga­öfl­unar hverju sinni. Hvað snertir aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum hjá stjórn­völdum er miðað t.d. við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar með nauð­syn­legum og mál­efna­legum tak­mörk­un­um, þar sem m.a. er tekið til­lit til almanna­hags­muna, frið­helgi einka­lífs eða virkra við­skipta­hags­muna fyr­ir­tækja.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent