Sýn selur fjarskiptainnviði fyrir meira en sex milljarða króna

Erlendir fjárfestar hafa eignast fjarskiptainnviði hérlendis sem áður voru í eigu Sýnar. Áhugi er á að kaupa sömu innviði af hinum stóru fjarskiptafyrirtækjunum.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lagið Sýn hefur selt svo­kall­aða óvirka far­síma­inn­viði sína til ónefndra erlendra fjár­festa á yfir sex millj­arða króna. Sýn leigir svo inn­við­ina til baka frá nýjum eig­end­um. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu sem birt var í Kaup­höll Íslands í nótt. Þar segir enn fremur að allur virkur far­síma­bún­aður verði áfram í eigu Sýn­ar. ­Með óvirkum innviðum er átt við t.d. raf­kerfi og senda­turna í far­síma­kerfi fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Virki bún­að­ur­inn er svo fal­inn í því sem send­arnir á turn­unum bjóða upp á.

Samn­ing­arnir munu styrkja efna­hags­reikn­ing Sýnar og lausa­fjár­stöðu félags­ins, sem rekið hefur verið með tapi und­an­farin ár. Þeir eru með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. 

Áður hefur verið greint frá því að sjóður í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­sjóðs­ins Digi­tal Colony væri sá aðili sem væri að reyna að kaupa hina óvirku far­síma­inn­viði Sýn­ar. Félagið hefur einnig haft áhuga á að kaupa slíka frá Nova og í sept­em­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að fjár­­­festar hefðu lagt fram ófor­m­­­legar fyr­ir­­­spurnir til Sím­ans um mög­u­­­leg kaup á Mílu, sem heldur utan um fjar­skipta­inn­viði Sím­ans, en að engar ákvarð­­anir hefðu verið teknar um söl­una. 

Auglýsing
Því er mögu­legt að allir fjar­skipta­inn­viðir þriggja stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækja lands­ins verði komnir í ann­arra eigu innan skamms.

Þungur rekstur síð­ustu ár

Sýn tap­aði 405 millj­­ónum króna á síð­­asta ári. Það er tölu­vert minna tap en félagið skil­aði af sér árið 2019, þegar það tap­aði 1.748 millj­­ónum króna. Sam­an­lagt tap sam­­stæð­unnar á tveimur árum er því tæp­­lega 2,2 millj­­arðar króna.

Árið 2019 réð mestu að virð­is­rýrnun við­­skipta­vildar vegna fjöl­miðla sam­­stæð­unnar var færð niður um tæp­­lega 2,5 millj­­arða króna, en á móti kom líka ein­skipt­is­sölu­hagn­aður vegna sölu á fær­eyska félag­inu P/F Hey upp á 872 millj­­ónir króna.

­Tekjur félags­­ins juk­ust um tæpan millj­­arð króna á milli ára og voru í heild 20,8 millj­­arðar króna á síð­­asta ári. Í fyrra féllu allar nýjar tekjur Sýnar til vegna dótt­­ur­­fé­lags­ins End­or, upp­­­­­lýs­inga­­­­­fyr­ir­tækis í hýs­ing­­ar- og rekstr­­ar­­lausnum sem stýrir ofur­­­­­tölv­um, sem Sýn keypti í lok árs 2019, og kom inn í sam­­stæð­u­­reikn­ing félags­­ins á árinu 2020. Kaup­verðið á Endor var 618 millj­­ónir króna en getur enn tekið breyt­ingum eftir afkomu þess, og tekjur þess voru 2,4 millj­­arðar króna í fyrra. Ef Endor hefði ekki komið inn í sam­­stæð­u­­reikn­ing­inn í fyrra hefðu tekjur dreg­ist saman um 1,4 millj­­arða króna.

Með því að selja fjar­skipta­inn­viði verður hægt að skila að minnsta kosti hluta ávinn­ings­ins, rúm­lega sex millj­örðum króna, til hlut­hafa í gegnum end­ur­kaup á bréfum eða arð­greiðsl­ur.

Allir aðrir tekju­­stofnar Sýnar dróg­ust enda saman á milli ára. Mestur var sam­­drátt­­ur­inn í fjöl­miðla­hluta Sýn­­ar, en tekjur hans dróg­ust saman um 559 millj­­ónir króna á milli ára. Frá lokum árs 2018 hafa tekjur vegna fjöl­miðla Sýnar lækkað um rúm­­lega einn millj­­arð króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent