Sýn selur fjarskiptainnviði fyrir meira en sex milljarða króna

Erlendir fjárfestar hafa eignast fjarskiptainnviði hérlendis sem áður voru í eigu Sýnar. Áhugi er á að kaupa sömu innviði af hinum stóru fjarskiptafyrirtækjunum.

Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Auglýsing

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lagið Sýn hefur selt svo­kall­aða óvirka far­síma­inn­viði sína til ónefndra erlendra fjár­festa á yfir sex millj­arða króna. Sýn leigir svo inn­við­ina til baka frá nýjum eig­end­um. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu sem birt var í Kaup­höll Íslands í nótt. Þar segir enn fremur að allur virkur far­síma­bún­aður verði áfram í eigu Sýn­ar. ­Með óvirkum innviðum er átt við t.d. raf­kerfi og senda­turna í far­síma­kerfi fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Virki bún­að­ur­inn er svo fal­inn í því sem send­arnir á turn­unum bjóða upp á.

Samn­ing­arnir munu styrkja efna­hags­reikn­ing Sýnar og lausa­fjár­stöðu félags­ins, sem rekið hefur verið með tapi und­an­farin ár. Þeir eru með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. 

Áður hefur verið greint frá því að sjóður í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­sjóðs­ins Digi­tal Colony væri sá aðili sem væri að reyna að kaupa hina óvirku far­síma­inn­viði Sýn­ar. Félagið hefur einnig haft áhuga á að kaupa slíka frá Nova og í sept­em­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að fjár­­­festar hefðu lagt fram ófor­m­­­legar fyr­ir­­­spurnir til Sím­ans um mög­u­­­leg kaup á Mílu, sem heldur utan um fjar­skipta­inn­viði Sím­ans, en að engar ákvarð­­anir hefðu verið teknar um söl­una. 

Auglýsing
Því er mögu­legt að allir fjar­skipta­inn­viðir þriggja stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækja lands­ins verði komnir í ann­arra eigu innan skamms.

Þungur rekstur síð­ustu ár

Sýn tap­aði 405 millj­­ónum króna á síð­­asta ári. Það er tölu­vert minna tap en félagið skil­aði af sér árið 2019, þegar það tap­aði 1.748 millj­­ónum króna. Sam­an­lagt tap sam­­stæð­unnar á tveimur árum er því tæp­­lega 2,2 millj­­arðar króna.

Árið 2019 réð mestu að virð­is­rýrnun við­­skipta­vildar vegna fjöl­miðla sam­­stæð­unnar var færð niður um tæp­­lega 2,5 millj­­arða króna, en á móti kom líka ein­skipt­is­sölu­hagn­aður vegna sölu á fær­eyska félag­inu P/F Hey upp á 872 millj­­ónir króna.

­Tekjur félags­­ins juk­ust um tæpan millj­­arð króna á milli ára og voru í heild 20,8 millj­­arðar króna á síð­­asta ári. Í fyrra féllu allar nýjar tekjur Sýnar til vegna dótt­­ur­­fé­lags­ins End­or, upp­­­­­lýs­inga­­­­­fyr­ir­tækis í hýs­ing­­ar- og rekstr­­ar­­lausnum sem stýrir ofur­­­­­tölv­um, sem Sýn keypti í lok árs 2019, og kom inn í sam­­stæð­u­­reikn­ing félags­­ins á árinu 2020. Kaup­verðið á Endor var 618 millj­­ónir króna en getur enn tekið breyt­ingum eftir afkomu þess, og tekjur þess voru 2,4 millj­­arðar króna í fyrra. Ef Endor hefði ekki komið inn í sam­­stæð­u­­reikn­ing­inn í fyrra hefðu tekjur dreg­ist saman um 1,4 millj­­arða króna.

Með því að selja fjar­skipta­inn­viði verður hægt að skila að minnsta kosti hluta ávinn­ings­ins, rúm­lega sex millj­örðum króna, til hlut­hafa í gegnum end­ur­kaup á bréfum eða arð­greiðsl­ur.

Allir aðrir tekju­­stofnar Sýnar dróg­ust enda saman á milli ára. Mestur var sam­­drátt­­ur­inn í fjöl­miðla­hluta Sýn­­ar, en tekjur hans dróg­ust saman um 559 millj­­ónir króna á milli ára. Frá lokum árs 2018 hafa tekjur vegna fjöl­miðla Sýnar lækkað um rúm­­lega einn millj­­arð króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent