Fjórðungur háskólanema glímir við fjárhagserfiðleika

Nýrri könnun mennta- og menningarmálaráðuneytisins var ætlað að kortleggja aðstæður háskólanema vegna kórónuveirufaraldursins. Forseti LÍS segir réttlátt að atvinnulausir háskólanemar hafi aðgang að atvinnuleysisbótum.

Úr Gimli, einni af byggingum Háskóla Íslands.
Úr Gimli, einni af byggingum Háskóla Íslands.
AuglýsingRúm­lega fjórtán pró­sent háskóla­nema glímir við fjár­hags­erf­ið­leika og tæp­lega ell­efu pró­sent háskóla­nema þar að auki glímir við mjög mikla fjár­hags­erf­ið­leika. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum könn­unar um áhrif COVID-19 á stúd­enta sem mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið lét gera fyrr í vetur í sam­vinnu við Lands­sam­band íslenskra stúd­enta (LÍS). Um 31 pró­sent nema svara því til að þau glími ekki við neina fjár­hags­erf­ið­leika á þessum tíma­punkti.

Sam­kvæmt frétt á vef stjórn­ar­ráðs­ins var mark­mið könn­un­ar­innar að kort­leggja aðstæð­ur, náms­fram­vindu og atvinnu­horfur háskóla­nema vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Könn­unin var lögð fyrir 2500 manna slembi­úr­tak allra háskóla­nema á Íslandi í febr­úar og mars og svör­uðu 892 eða 35,7 pró­sent.

Meðal ann­ars var spurt um and­lega heilsu stúd­enta en rúm­lega 54 pró­sent svar­enda metur and­lega heilsu sína góða eða mjög góða, 34 pró­sent meta hana sæmi­lega og tæp­lega 12 pró­sent meta hana lélega. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar má nálg­ast hér.

Auglýsing

Lítið atvinnu­leysi meðal stúd­enta sé jákvætt

„Það sem er jákvætt er að staða atvinnu­leysis í þessu úrtaki var alls ekki slæm. Fjögur pró­sent sem voru án atvinn­u,“ segir Jóhanna Ásgeirs­dótt­ir, for­seti LÍS, spurð út í hvort eitt­hvað jákvætt megi taka út úr könn­un­inni. Það bendi til þess að aðgerðir stjórn­valda hafi virkað að ein­hverju leyti. Hún bendir þó á að um þriðj­ungur svar­enda hafi viljað vinna lengur síð­asta sum­ar. Því sé ljóst að hluti háskóla­nema hafi ekki aflað sömu tekna og í venju­legu árferði en sum­ar­vinnan skiptir miklu máli fyrir fjár­hag stúd­enta, að sögn Jóhönnu.

„Það er mjög mik­il­vægt fyrir stúd­enta að geta aflað sér tekna yfir sum­arið þó að fólk taki náms­lán þá duga þau oft ekki fyrir útgjöld­um, þannig að við höfðum áhyggjur af stöð­unni framan af en það virð­ist hafa ræst úr þessu sem er mjög jákvætt,“ segir Jóhanna.

Vilja atvinnu­leys­is­bætur fyrir háskóla­nema

Eitt af því sem LÍS hefur barist fyrir eru atvinnu­leys­is­bætur fyrir stúd­enta. „Það kæmi sér mjög vel núna í þessu ástandi sem að nú ríkir að veita stúd­entum ein­hvern örygg­is­ventil eins og öll önnur hafa sem vinnu. 72 pró­sent stúd­enta vinna með skóla og 90 pró­sent á sumrin á venju­legu ári eru að vinna og eiga að okkar mati rétt á atvinnu­leys­is­bót­um. Þetta er lang­tíma­mark­mið en við viljum auð­vitað sjá þetta fara í gegn strax. Þetta er bæði COVID aðgerð en líka bara rétt­látt að okkar mat­i.“

Jóhanna Ásgeirsdóttir er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Mynd: LÍS

Þá bendir Jóhanna á að hækkun náms­lána sé einnig ofar­lega á baugi hjá sam­tök­un­um. Hún segir grunn­fram­færsl­una vera of lága sem valdi því að margir stúd­entar vinni mikið með skóla. Þá geti stúd­entar lent í ákveðnum víta­hring því bæði skerð­ast náms­lánin með auknum tekjum og mikil vinna getur haft það í för með sér að náms­fólk ljúki ekki til­ætl­uðum ein­inga­fjölda sem einnig skerðir náms­lán. „Þetta er víta­hring­ur. Stúd­entar eru fastir á milli þess að taka lán eða ekki og vera samt alltaf í fjár­hags­erf­ið­leik­um,“ segir Jóhanna.

Fram­færsla hækkar í takt við verð­lags­breyt­ingar

Stjórn­völd kynntu nýverið nýjar úthlut­un­ar­reglur fyrir Mennta­sjóð náms­manna fyrir næsta skóla­ár. Þar kemur meðal ann­ars fram að fram­færsla, hús­næð­is­bætur og barna­styrkur hækki um 3,45 pró­sent en hækk­unin tekur hlið­sjón af verð­lags­breyt­ing­um. Þá hækkar frí­tekju­mark náms­manna 1.410.000 krónur sem er hækkun um 46 þús­und krónur frá fyrra ári.

Þessi hækkun er ekki í takt við kröfur stúd­enta en LÍS hleypti nýverið af stokk­unum her­ferðum hækkun grunn­fram­færslu fram­færslu­lána. Krafa sam­tak­anna hljóðar upp á 17 pró­sent hækkun fram­færslu „til að tryggt sé að hún sam­svari, að lág­marki, dæmi­gerðu neyslu­við­miði félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent