Óli Björn og Brynjar leggja fram frumvarp um að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að RÚV hætti þátttöku á auglýsingamarkaði í tveimur skrefum án þess að RÚV yrði bætt upp tekjutapið. Þingmaður Vinstri grænna segist klóra sér í kollinum yfir frumvarpinu.

Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Auglýsing

Óli Björn Kára­son og Brynjar Níels­son, þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafa lagt fram frum­varp sem leggur til að  RÚV verði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði í tveimur skref­um. Það á, að þeirra mati, að gera til að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla og gera RÚV kleift að ein­beita sér að menn­ing­ar­hlut­verki sín­u. 

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, sem leiðir starfs­hóp stjórn­ar­þing­manna sem er ætlað að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi RÚV, klórar sér í hausnum yfir frum­varp­inu. Hann segir álykt­anir Óla Björns og Brynjar um hvernig eigi að styrkja einka­rekna fjöl­miðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútím­an­um. Þess í stað séu þeir „fastir í eigin kredd­um.“

Aukið svig­rúm fyrir menn­ing­ar­legt hlut­verk

Frum­varp þing­mann­anna tveggja gengur út á að frá byrjun næsta árs og út árið 2023 verði RÚV gert óheim­ilt að stunda beina sölu á aug­lýs­ing­um, hlut­fall aug­lýs­inga megi ekki fara yfir fimm mín­útur á hvern klukku­tíma í útsend­ing­ar­tíma, óheim­ilt verði að slíta í sundur dag­skrár­liði með aug­lýs­ingum og bannað að selja kostun á efni. Þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði verði svo hætt í byrjun árs 2024. 

Ekki er gert ráð fyrir því að RÚV verði bætt það tekju­tap sem fyr­ir­tækið yrði fyrir vegna þessa með öðrum hætti, en tekjur RÚV af sam­keppn­is­rekstri voru 2,2 millj­arðar króna árið 2019. 

Auglýsing
Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segja þeir Óli Björn og Brynjar að með því að draga RÙV af aug­lýs­inga­mark­aði fái fyr­ir­tækið aukið svig­rúm til að sinna því menn­ing­ar­lega hlut­verki sem því er ætlað sam­kvæmt lög­um. „Um það verður vart deilt að frjáls fjöl­miðlun á Íslandi stendur höllum fæti. Á sama tíma og sam­keppn­is­staðan er skekkt með lög­vernd­aðri yfir­burða­stöðu Rík­is­út­varps­ins standa einka­reknir inn­lendir fjöl­miðlar frammi fyrir harðri sókn alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja inn á aug­lýs­inga­mark­að­inn.“

Eru á móti styrkja­kerfi

Þing­menn­irnir tveir telja aug­ljóst að sam­keppn­is­rekstur rík­is­ins á aug­lýs­inga­mark­aði fjöl­miðla hafi veru­lega nei­kvæð áhrif á rekstur og fjár­hag sjálf­stæðra fjöl­miðla sem flestir standi höllum fæti.

Tak­mörkun á umsvifum og síðar bann við sam­keppn­is­rekstri á sviði aug­lýs­inga og kost­unar ætti því að mati Óla Björns og Brynjars að bæta hag sjálf­stæðra fjöl­miðla. „Óvar­legt er að ætla að þær tekjur sem rík­is­fyr­ir­tækið hefur haft af sölu aug­lýs­inga og kost­unar komi óskertar í hlut sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla eftir 1. jan­úar 2024. Þó má ætla að tekjur sjálf­stæðra fjöl­miðla auk­ist veru­lega og mun meira en gert er ráð fyrir í frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um rík­is­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla[...]­Flutn­ings­menn telja að skyn­sam­legra sé að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla með því að tak­marka veru­lega sam­keppn­is­rekstur rík­is­ins fremur en að koma upp flóknu kerfi milli­færslna og rík­is­styrkja. Slíkt stuðlar að auknu heil­brigði á fjöl­miðla­mark­að­i.“

„Fastir í eigin kredd­um“

Í febr­úar fól Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, þremur full­­trúum rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna að rýna lög um RÚV og gera til­­lögur að breyt­ingum sem lík­­­legar eru til að sætta ólík sjón­­­ar­mið um starf­­semi og hlut­verk þess.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.

Full­­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, full­­trúi Vinstri grænna sem er jafn­­framt for­­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­­ar­s­dótt­ir, full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, og Páll Magn­ús­­son, full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­­­stjóri.

Ráð­­gert var að þau myndu ljúka störfum eigi síðar en 31. mars, eða í gær. Af því varð ekki og Kol­beinn segir í sam­tali við Kjarn­ann að vinnu hóps­ins muni ljúka fljót­lega eftir páska. 

Hann gagn­rýnir það að Óli Björn og Brynjar hafi lagt fram ofan­greint frum­varp á sama tíma og vinna hóps­ins stendur yfir. „Ég klóra mér í koll­inum yfir þessu. Mér finnst mjög furðu­legt að leggja fram svona mál á meðal að ég sit með öðrum þing­manni þeirra flokks í starfs­hópi þar sem við erum að fara yfir þessi mál, þar á meðal þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­að­i.“

Kol­beinn seg­ist þá hug­mynd Óla Björns og Brynjars að ætla að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla ein­ungis með því að draga RÚV út af aug­lýs­inga­mark­aði ekki ganga upp. „Álykt­unin sem þeir draga varð­andi leiðir til að styrkja einka­rekna fjöl­miðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútím­anum og því fjöl­miðlaum­hverfi sem við búum við, heldur fastir í eigin kredd­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent