Óli Björn og Brynjar leggja fram frumvarp um að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að RÚV hætti þátttöku á auglýsingamarkaði í tveimur skrefum án þess að RÚV yrði bætt upp tekjutapið. Þingmaður Vinstri grænna segist klóra sér í kollinum yfir frumvarpinu.

Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Auglýsing

Óli Björn Kára­son og Brynjar Níels­son, þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafa lagt fram frum­varp sem leggur til að  RÚV verði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði í tveimur skref­um. Það á, að þeirra mati, að gera til að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla og gera RÚV kleift að ein­beita sér að menn­ing­ar­hlut­verki sín­u. 

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, sem leiðir starfs­hóp stjórn­ar­þing­manna sem er ætlað að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi RÚV, klórar sér í hausnum yfir frum­varp­inu. Hann segir álykt­anir Óla Björns og Brynjar um hvernig eigi að styrkja einka­rekna fjöl­miðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútím­an­um. Þess í stað séu þeir „fastir í eigin kredd­um.“

Aukið svig­rúm fyrir menn­ing­ar­legt hlut­verk

Frum­varp þing­mann­anna tveggja gengur út á að frá byrjun næsta árs og út árið 2023 verði RÚV gert óheim­ilt að stunda beina sölu á aug­lýs­ing­um, hlut­fall aug­lýs­inga megi ekki fara yfir fimm mín­útur á hvern klukku­tíma í útsend­ing­ar­tíma, óheim­ilt verði að slíta í sundur dag­skrár­liði með aug­lýs­ingum og bannað að selja kostun á efni. Þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði verði svo hætt í byrjun árs 2024. 

Ekki er gert ráð fyrir því að RÚV verði bætt það tekju­tap sem fyr­ir­tækið yrði fyrir vegna þessa með öðrum hætti, en tekjur RÚV af sam­keppn­is­rekstri voru 2,2 millj­arðar króna árið 2019. 

Auglýsing
Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segja þeir Óli Björn og Brynjar að með því að draga RÙV af aug­lýs­inga­mark­aði fái fyr­ir­tækið aukið svig­rúm til að sinna því menn­ing­ar­lega hlut­verki sem því er ætlað sam­kvæmt lög­um. „Um það verður vart deilt að frjáls fjöl­miðlun á Íslandi stendur höllum fæti. Á sama tíma og sam­keppn­is­staðan er skekkt með lög­vernd­aðri yfir­burða­stöðu Rík­is­út­varps­ins standa einka­reknir inn­lendir fjöl­miðlar frammi fyrir harðri sókn alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja inn á aug­lýs­inga­mark­að­inn.“

Eru á móti styrkja­kerfi

Þing­menn­irnir tveir telja aug­ljóst að sam­keppn­is­rekstur rík­is­ins á aug­lýs­inga­mark­aði fjöl­miðla hafi veru­lega nei­kvæð áhrif á rekstur og fjár­hag sjálf­stæðra fjöl­miðla sem flestir standi höllum fæti.

Tak­mörkun á umsvifum og síðar bann við sam­keppn­is­rekstri á sviði aug­lýs­inga og kost­unar ætti því að mati Óla Björns og Brynjars að bæta hag sjálf­stæðra fjöl­miðla. „Óvar­legt er að ætla að þær tekjur sem rík­is­fyr­ir­tækið hefur haft af sölu aug­lýs­inga og kost­unar komi óskertar í hlut sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla eftir 1. jan­úar 2024. Þó má ætla að tekjur sjálf­stæðra fjöl­miðla auk­ist veru­lega og mun meira en gert er ráð fyrir í frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um rík­is­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla[...]­Flutn­ings­menn telja að skyn­sam­legra sé að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla með því að tak­marka veru­lega sam­keppn­is­rekstur rík­is­ins fremur en að koma upp flóknu kerfi milli­færslna og rík­is­styrkja. Slíkt stuðlar að auknu heil­brigði á fjöl­miðla­mark­að­i.“

„Fastir í eigin kredd­um“

Í febr­úar fól Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, þremur full­­trúum rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna að rýna lög um RÚV og gera til­­lögur að breyt­ingum sem lík­­­legar eru til að sætta ólík sjón­­­ar­mið um starf­­semi og hlut­verk þess.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.

Full­­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, full­­trúi Vinstri grænna sem er jafn­­framt for­­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­­ar­s­dótt­ir, full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, og Páll Magn­ús­­son, full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­­­stjóri.

Ráð­­gert var að þau myndu ljúka störfum eigi síðar en 31. mars, eða í gær. Af því varð ekki og Kol­beinn segir í sam­tali við Kjarn­ann að vinnu hóps­ins muni ljúka fljót­lega eftir páska. 

Hann gagn­rýnir það að Óli Björn og Brynjar hafi lagt fram ofan­greint frum­varp á sama tíma og vinna hóps­ins stendur yfir. „Ég klóra mér í koll­inum yfir þessu. Mér finnst mjög furðu­legt að leggja fram svona mál á meðal að ég sit með öðrum þing­manni þeirra flokks í starfs­hópi þar sem við erum að fara yfir þessi mál, þar á meðal þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­að­i.“

Kol­beinn seg­ist þá hug­mynd Óla Björns og Brynjars að ætla að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla ein­ungis með því að draga RÚV út af aug­lýs­inga­mark­aði ekki ganga upp. „Álykt­unin sem þeir draga varð­andi leiðir til að styrkja einka­rekna fjöl­miðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútím­anum og því fjöl­miðlaum­hverfi sem við búum við, heldur fastir í eigin kredd­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent