Óli Björn og Brynjar leggja fram frumvarp um að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að RÚV hætti þátttöku á auglýsingamarkaði í tveimur skrefum án þess að RÚV yrði bætt upp tekjutapið. Þingmaður Vinstri grænna segist klóra sér í kollinum yfir frumvarpinu.

Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Auglýsing

Óli Björn Kára­son og Brynjar Níels­son, þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafa lagt fram frum­varp sem leggur til að  RÚV verði tekið af aug­lýs­inga­mark­aði í tveimur skref­um. Það á, að þeirra mati, að gera til að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla og gera RÚV kleift að ein­beita sér að menn­ing­ar­hlut­verki sín­u. 

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna, sem leiðir starfs­hóp stjórn­ar­þing­manna sem er ætlað að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi RÚV, klórar sér í hausnum yfir frum­varp­inu. Hann segir álykt­anir Óla Björns og Brynjar um hvernig eigi að styrkja einka­rekna fjöl­miðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútím­an­um. Þess í stað séu þeir „fastir í eigin kredd­um.“

Aukið svig­rúm fyrir menn­ing­ar­legt hlut­verk

Frum­varp þing­mann­anna tveggja gengur út á að frá byrjun næsta árs og út árið 2023 verði RÚV gert óheim­ilt að stunda beina sölu á aug­lýs­ing­um, hlut­fall aug­lýs­inga megi ekki fara yfir fimm mín­útur á hvern klukku­tíma í útsend­ing­ar­tíma, óheim­ilt verði að slíta í sundur dag­skrár­liði með aug­lýs­ingum og bannað að selja kostun á efni. Þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði verði svo hætt í byrjun árs 2024. 

Ekki er gert ráð fyrir því að RÚV verði bætt það tekju­tap sem fyr­ir­tækið yrði fyrir vegna þessa með öðrum hætti, en tekjur RÚV af sam­keppn­is­rekstri voru 2,2 millj­arðar króna árið 2019. 

Auglýsing
Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segja þeir Óli Björn og Brynjar að með því að draga RÙV af aug­lýs­inga­mark­aði fái fyr­ir­tækið aukið svig­rúm til að sinna því menn­ing­ar­lega hlut­verki sem því er ætlað sam­kvæmt lög­um. „Um það verður vart deilt að frjáls fjöl­miðlun á Íslandi stendur höllum fæti. Á sama tíma og sam­keppn­is­staðan er skekkt með lög­vernd­aðri yfir­burða­stöðu Rík­is­út­varps­ins standa einka­reknir inn­lendir fjöl­miðlar frammi fyrir harðri sókn alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja inn á aug­lýs­inga­mark­að­inn.“

Eru á móti styrkja­kerfi

Þing­menn­irnir tveir telja aug­ljóst að sam­keppn­is­rekstur rík­is­ins á aug­lýs­inga­mark­aði fjöl­miðla hafi veru­lega nei­kvæð áhrif á rekstur og fjár­hag sjálf­stæðra fjöl­miðla sem flestir standi höllum fæti.

Tak­mörkun á umsvifum og síðar bann við sam­keppn­is­rekstri á sviði aug­lýs­inga og kost­unar ætti því að mati Óla Björns og Brynjars að bæta hag sjálf­stæðra fjöl­miðla. „Óvar­legt er að ætla að þær tekjur sem rík­is­fyr­ir­tækið hefur haft af sölu aug­lýs­inga og kost­unar komi óskertar í hlut sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla eftir 1. jan­úar 2024. Þó má ætla að tekjur sjálf­stæðra fjöl­miðla auk­ist veru­lega og mun meira en gert er ráð fyrir í frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um rík­is­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla[...]­Flutn­ings­menn telja að skyn­sam­legra sé að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla með því að tak­marka veru­lega sam­keppn­is­rekstur rík­is­ins fremur en að koma upp flóknu kerfi milli­færslna og rík­is­styrkja. Slíkt stuðlar að auknu heil­brigði á fjöl­miðla­mark­að­i.“

„Fastir í eigin kredd­um“

Í febr­úar fól Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, þremur full­­trúum rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna að rýna lög um RÚV og gera til­­lögur að breyt­ingum sem lík­­­legar eru til að sætta ólík sjón­­­ar­mið um starf­­semi og hlut­verk þess.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.

Full­­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, full­­trúi Vinstri grænna sem er jafn­­framt for­­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­­ar­s­dótt­ir, full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, og Páll Magn­ús­­son, full­­trúi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­­­stjóri.

Ráð­­gert var að þau myndu ljúka störfum eigi síðar en 31. mars, eða í gær. Af því varð ekki og Kol­beinn segir í sam­tali við Kjarn­ann að vinnu hóps­ins muni ljúka fljót­lega eftir páska. 

Hann gagn­rýnir það að Óli Björn og Brynjar hafi lagt fram ofan­greint frum­varp á sama tíma og vinna hóps­ins stendur yfir. „Ég klóra mér í koll­inum yfir þessu. Mér finnst mjög furðu­legt að leggja fram svona mál á meðal að ég sit með öðrum þing­manni þeirra flokks í starfs­hópi þar sem við erum að fara yfir þessi mál, þar á meðal þátt­töku RÚV á aug­lýs­inga­mark­að­i.“

Kol­beinn seg­ist þá hug­mynd Óla Björns og Brynjars að ætla að styrkja stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla ein­ungis með því að draga RÚV út af aug­lýs­inga­mark­aði ekki ganga upp. „Álykt­unin sem þeir draga varð­andi leiðir til að styrkja einka­rekna fjöl­miðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútím­anum og því fjöl­miðlaum­hverfi sem við búum við, heldur fastir í eigin kredd­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent