Óli Björn og Brynjar leggja fram frumvarp um að taka RÚV af auglýsingamarkaði

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að RÚV hætti þátttöku á auglýsingamarkaði í tveimur skrefum án þess að RÚV yrði bætt upp tekjutapið. Þingmaður Vinstri grænna segist klóra sér í kollinum yfir frumvarpinu.

Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru einu þingmennirnir sem eru á frumvarpinu.
Auglýsing

Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp sem leggur til að  RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði í tveimur skrefum. Það á, að þeirra mati, að gera til að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla og gera RÚV kleift að einbeita sér að menningarhlutverki sínu. 

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem leiðir starfshóp stjórnarþingmanna sem er ætlað að sætta ólík sjónarmið um starfsemi RÚV, klórar sér í hausnum yfir frumvarpinu. Hann segir ályktanir Óla Björns og Brynjar um hvernig eigi að styrkja einkarekna fjölmiðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútímanum. Þess í stað séu þeir „fastir í eigin kreddum.“

Aukið svigrúm fyrir menningarlegt hlutverk

Frumvarp þingmannanna tveggja gengur út á að frá byrjun næsta árs og út árið 2023 verði RÚV gert óheimilt að stunda beina sölu á auglýsingum, hlutfall auglýsinga megi ekki fara yfir fimm mínútur á hvern klukkutíma í útsendingartíma, óheimilt verði að slíta í sundur dagskrárliði með auglýsingum og bannað að selja kostun á efni. Þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði verði svo hætt í byrjun árs 2024. 

Ekki er gert ráð fyrir því að RÚV verði bætt það tekjutap sem fyrirtækið yrði fyrir vegna þessa með öðrum hætti, en tekjur RÚV af samkeppnisrekstri voru 2,2 milljarðar króna árið 2019. 

Auglýsing
Í greinargerð með frumvarpinu segja þeir Óli Björn og Brynjar að með því að draga RÙV af auglýsingamarkaði fái fyrirtækið aukið svigrúm til að sinna því menningarlega hlutverki sem því er ætlað samkvæmt lögum. „Um það verður vart deilt að frjáls fjölmiðlun á Íslandi stendur höllum fæti. Á sama tíma og samkeppnisstaðan er skekkt með lögverndaðri yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins standa einkareknir innlendir fjölmiðlar frammi fyrir harðri sókn alþjóðlegra stórfyrirtækja inn á auglýsingamarkaðinn.“

Eru á móti styrkjakerfi

Þingmennirnir tveir telja augljóst að samkeppnisrekstur ríkisins á auglýsingamarkaði fjölmiðla hafi verulega neikvæð áhrif á rekstur og fjárhag sjálfstæðra fjölmiðla sem flestir standi höllum fæti.

Takmörkun á umsvifum og síðar bann við samkeppnisrekstri á sviði auglýsinga og kostunar ætti því að mati Óla Björns og Brynjars að bæta hag sjálfstæðra fjölmiðla. „Óvarlegt er að ætla að þær tekjur sem ríkisfyrirtækið hefur haft af sölu auglýsinga og kostunar komi óskertar í hlut sjálfstætt starfandi fjölmiðla eftir 1. janúar 2024. Þó má ætla að tekjur sjálfstæðra fjölmiðla aukist verulega og mun meira en gert er ráð fyrir í frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra um ríkisstuðning við einkarekna fjölmiðla[...]Flutningsmenn telja að skynsamlegra sé að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla með því að takmarka verulega samkeppnisrekstur ríkisins fremur en að koma upp flóknu kerfi millifærslna og ríkisstyrkja. Slíkt stuðlar að auknu heilbrigði á fjölmiðlamarkaði.“

„Fastir í eigin kreddum“

Í febrúar fól Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þremur full­trúum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að rýna lög um RÚV og gera til­lögur að breyt­ingum sem lík­legar eru til að sætta ólík sjón­ar­mið um starf­semi og hlut­verk þess.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.

Full­trúar flokk­anna eru Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, full­trúi Vinstri grænna sem er jafn­framt for­maður hóps­ins, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Páll Magn­ús­son, full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi útvarps­stjóri.

Ráð­gert var að þau myndu ljúka störfum eigi síðar en 31. mars, eða í gær. Af því varð ekki og Kolbeinn segir í samtali við Kjarnann að vinnu hópsins muni ljúka fljótlega eftir páska. 

Hann gagnrýnir það að Óli Björn og Brynjar hafi lagt fram ofangreint frumvarp á sama tíma og vinna hópsins stendur yfir. „Ég klóra mér í kollinum yfir þessu. Mér finnst mjög furðulegt að leggja fram svona mál á meðal að ég sit með öðrum þingmanni þeirra flokks í starfshópi þar sem við erum að fara yfir þessi mál, þar á meðal þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði.“

Kolbeinn segist þá hugmynd Óla Björns og Brynjars að ætla að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla einungis með því að draga RÚV út af auglýsingamarkaði ekki ganga upp. „Ályktunin sem þeir draga varðandi leiðir til að styrkja einkarekna fjölmiðla benda til þess að þeir séu ekki staddir í nútímanum og því fjölmiðlaumhverfi sem við búum við, heldur fastir í eigin kreddum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent