Stefán Eiríksson: Helgi Seljan hefur búið við „fordæmalausar árásir“ af hálfu Samherja

Útvarpsstjóri hefur kallað eftir því að fulltrúar starfsfólks RÚV verði tilnefndir í hóp til að endurskoða siðareglur fyrirtækisins. Hann segir starfsfólk RÚV hafa sett gildandi siðareglur.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, hefur óskað eftir því við stjórn Félags frétta­manna og stjórn Starfs­manna­sam­taka Ríkisút­varps­ins að til­nefna full­trúa starfs­fólks í hóp sem hefur það hlut­verk að ljúka end­ur­skoðun á siða­reglum RÚV. Nauð­syn­legt sé að upp­færa regl­urn­ar. Þetta kemur fram í tölvu­pósti sem hann sendi á starfs­fólk RÚV fyrr í dag.

Tölvu­póst­ur­inn var sendur í kjöl­far þess að stjórn RÚV hafn­aði því í gær að verða við kröfum lög­manns Sam­herja um að hlut­ast til um að blaða­mað­ur­inn Helgi Selj­an, sem starfa fyrir frétta­skýr­inga­þát­inn Kveik, verði áminntur og gert að hætta að fjalla um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins. Sú krafa var sett fram í kjöl­far þess að fjögur ummæli sem Helgi lét falla á sam­fé­lags­miðlum voru úrskurðuð sem alvar­legt brot á siða­reglum RÚV af siða­nefnd. Sama nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að tíu aðrir starfs­menn RÚV sem kærðir voru til hennar hefðu ekki brotið gegn siða­reglum eða kærum gegn þeim vísað frá. Sömu sögu er að segja varð­andi flest þeirra ummæla sem Helgi hafði látið falla á sam­fé­lags­miðlum og lög­maður Sam­herja kærði.

Auglýsing
Stefán segir í póst­inum að nið­ur­staða stjórnar RÚV sé skýr og mik­il­væg yfir­lýs­ing. Ekk­ert hefði komið fram um það í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar að í ummælum Helga hefði falist brot í starfi í skiln­ingi laga og því var skýrt tekið fram í yfir­lýs­ingu Stef­áns og Heið­ars Arnar Sig­ur­finns­son­ar, vara­f­rétta­stjóra frétta­stofu RÚV sem birt var á föstu­dag, að nið­ur­staðan hefði ekki áhrif á störf hans hjá RÚV. „Í því sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að við­kom­andi starfs­maður hefur þurft að búa við for­dæma­lausar árásir á sig og sín störf af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins, í tengslum við frétta­flutn­ing af fram­ferði þess á und­an­förnum ár­um. RÚV hefur gert sitt til þess að styðja við bakið á honum vegna þessa, eins og sjá má í fram­an­greindri yfir­lýs­ingu sem og yfir­lýs­ingu minni og frétta­stjóra frá 11. ág­úst sl. þar sem aðför fyr­ir­tæk­is­ins að hon­um, með til­hæfulausum ásök­unum og her­ferð gegn mann­orði hans og æru, var for­dæmd.“

Mik­il­vægt að upp­færa regl­urnar

Gagn­rýnt hefur verið að umræddar siða­regl­ur, sem tóku gildi 2016, séu sagðar samdar af starfs­mönnum RÚV. Full­trúi frétta­manna í starfs­hópi sem hafði það verk­efni að vinna að und­ir­bún­ingi regln­anna, Jóhann Hlíðar Harð­ar­son, sagði í umræðum á Face­book um liðna helgi að regl­urnar væru ekki verk hóps­ins. „Höf­und­anna þarf að leita ann­­ars stað­­ar.“

Stefán hafnar þess­ari skýr­ingu í tölvu­póst­inum í dag og segir vinnu­hóp starfs­fólks RÚV hafa unnið drög að regl­unum og að full­trúar allra miðla innan fyr­ir­tæk­is­ins hafi skipað þann hóp. „Í þeirri vinnu var horft til erlendra siða­reglna og leitað sér­fræði­legrar ráð­gjafar hér inn­an­lands. Drög að regl­unum voru kynnt starfs­fólki (fundur og póstur í nóvem­ber 2015) og tekið var við og unnið úr ábend­ingum og til­lögum að breyt­ingum sem bár­ust þá og í kjölfar­ið. Hóp­ur­inn skil­aði í fram­hald­inu af sér til­lögu að reglum (febrúar 2016) sem eru þær sömu og við búum við í dag, engar breyt­ingar voru gerðar á þeim texta eftir að hóp­ur­inn skil­aði þeim af sér. Regl­urnar voru settar að loknu þessu ferli á sér­stökum fundi (mars 2016) og eru settar af starfs­fólki Ríkisút­varps­ins eins og þar er skýrt tekið fram.“

­Regl­urnar hafi hins vegar verið gagn­rýndar alla tíð síðan og sér­stak­lega til­tekið ákvæði þeirra sem talið er að með of for­taks­lausum hætti leggi bann við því að starfs­fólk í fréttum og dag­skrár­gerð taki opin­ber­lega afstöðu í umræðu um pólit­ísk málefni eða umdeild þjóð­félags­mál.

Stefán segir í tölvu­póst­inum að skýrt sé í allri fram­kvæmd hjá RÚV við fréttir og dag­skrár­gerð að frétta­menn og dag­skrár­gerð­ar­fólk skuli gæta hlut­lægni og sann­girni í störfum sínum og taki ekki efn­is­lega afstöðu til mála sem þeir fjalla um. „Á því bygg­ist m.a. það traust sem til okkar mælist, og ágætt að hafa það í huga að það hefur aldrei mælst hærra heldur en í síð­ustu mæl­ingu sem fram­kvæmd var sl. haust. Á sama tíma getum við ekki haft í okkar reglum ákvæði sem veldur vand­kvæðum við túlkun og er að mati þeirra sem best til þekkja of for­taks­laust og/eða óljóst. Yfir þetta er því mik­il­vægt að fara og upp­færa regl­urn­ar, líkt og við gerðum nýverið í fram­an­greindum vinnu­reglum um fréttir og dag­skrár­efni tengt þeim.“

Frétta­stjóri segir Sam­herja hafa beitt Helga ofbeldi

Fyrr í dag sendi Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, frá sér yfir­lýs­ingu vegna erindis Sam­herja til stjórnar RÚV. Þar sagði að afstaða stjórn­enda RÚV í mál­inu mót­ist fyrst og síð­ast af því að frétta­flutn­ingur Kveiks og frétta­stof­unnar var ekki til umfjöll­unar hjá nefnd­inni frekar en störf Helga. Sú umfjöllun standi að öllu leyti. „Hvort sem menn telja ummæli Helga Seljan á sam­fé­lags­miðlun við­eig­andi eða ekki er frá­leitt að slíta þau úr sam­hengi við þá aðför eða her­ferð sem full­trúar Sam­herja hafa skipu­lagt gegn frétta- og blaða­mönnum sem fjallað hafa um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu miss­eri. Aðför sem hefur þann eina til­gang að kæfa gagn­rýna umræðu og koma í veg fyrir að frétta­menn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendi­boð­ann svo upp­lýs­ingar skili sér ekki til almenn­ings.“

Rakel segir að í per­sónu­legum árásum stór­fyr­ir­tækja gegn ein­stak­lingum felist ofbeldi sem ekki verði við unað. „Það er ógern­ingur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brot­leg, úr sam­hengi við þessa aðför.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent