Stefán Eiríksson: Helgi Seljan hefur búið við „fordæmalausar árásir“ af hálfu Samherja

Útvarpsstjóri hefur kallað eftir því að fulltrúar starfsfólks RÚV verði tilnefndir í hóp til að endurskoða siðareglur fyrirtækisins. Hann segir starfsfólk RÚV hafa sett gildandi siðareglur.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

Stefán Eiríks­son, útvarps­stjóri RÚV, hefur óskað eftir því við stjórn Félags frétta­manna og stjórn Starfs­manna­sam­taka Ríkisút­varps­ins að til­nefna full­trúa starfs­fólks í hóp sem hefur það hlut­verk að ljúka end­ur­skoðun á siða­reglum RÚV. Nauð­syn­legt sé að upp­færa regl­urn­ar. Þetta kemur fram í tölvu­pósti sem hann sendi á starfs­fólk RÚV fyrr í dag.

Tölvu­póst­ur­inn var sendur í kjöl­far þess að stjórn RÚV hafn­aði því í gær að verða við kröfum lög­manns Sam­herja um að hlut­ast til um að blaða­mað­ur­inn Helgi Selj­an, sem starfa fyrir frétta­skýr­inga­þát­inn Kveik, verði áminntur og gert að hætta að fjalla um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins. Sú krafa var sett fram í kjöl­far þess að fjögur ummæli sem Helgi lét falla á sam­fé­lags­miðlum voru úrskurðuð sem alvar­legt brot á siða­reglum RÚV af siða­nefnd. Sama nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að tíu aðrir starfs­menn RÚV sem kærðir voru til hennar hefðu ekki brotið gegn siða­reglum eða kærum gegn þeim vísað frá. Sömu sögu er að segja varð­andi flest þeirra ummæla sem Helgi hafði látið falla á sam­fé­lags­miðlum og lög­maður Sam­herja kærði.

Auglýsing
Stefán segir í póst­inum að nið­ur­staða stjórnar RÚV sé skýr og mik­il­væg yfir­lýs­ing. Ekk­ert hefði komið fram um það í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar að í ummælum Helga hefði falist brot í starfi í skiln­ingi laga og því var skýrt tekið fram í yfir­lýs­ingu Stef­áns og Heið­ars Arnar Sig­ur­finns­son­ar, vara­f­rétta­stjóra frétta­stofu RÚV sem birt var á föstu­dag, að nið­ur­staðan hefði ekki áhrif á störf hans hjá RÚV. „Í því sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að við­kom­andi starfs­maður hefur þurft að búa við for­dæma­lausar árásir á sig og sín störf af hálfu fyr­ir­tæk­is­ins, í tengslum við frétta­flutn­ing af fram­ferði þess á und­an­förnum ár­um. RÚV hefur gert sitt til þess að styðja við bakið á honum vegna þessa, eins og sjá má í fram­an­greindri yfir­lýs­ingu sem og yfir­lýs­ingu minni og frétta­stjóra frá 11. ág­úst sl. þar sem aðför fyr­ir­tæk­is­ins að hon­um, með til­hæfulausum ásök­unum og her­ferð gegn mann­orði hans og æru, var for­dæmd.“

Mik­il­vægt að upp­færa regl­urnar

Gagn­rýnt hefur verið að umræddar siða­regl­ur, sem tóku gildi 2016, séu sagðar samdar af starfs­mönnum RÚV. Full­trúi frétta­manna í starfs­hópi sem hafði það verk­efni að vinna að und­ir­bún­ingi regln­anna, Jóhann Hlíðar Harð­ar­son, sagði í umræðum á Face­book um liðna helgi að regl­urnar væru ekki verk hóps­ins. „Höf­und­anna þarf að leita ann­­ars stað­­ar.“

Stefán hafnar þess­ari skýr­ingu í tölvu­póst­inum í dag og segir vinnu­hóp starfs­fólks RÚV hafa unnið drög að regl­unum og að full­trúar allra miðla innan fyr­ir­tæk­is­ins hafi skipað þann hóp. „Í þeirri vinnu var horft til erlendra siða­reglna og leitað sér­fræði­legrar ráð­gjafar hér inn­an­lands. Drög að regl­unum voru kynnt starfs­fólki (fundur og póstur í nóvem­ber 2015) og tekið var við og unnið úr ábend­ingum og til­lögum að breyt­ingum sem bár­ust þá og í kjölfar­ið. Hóp­ur­inn skil­aði í fram­hald­inu af sér til­lögu að reglum (febrúar 2016) sem eru þær sömu og við búum við í dag, engar breyt­ingar voru gerðar á þeim texta eftir að hóp­ur­inn skil­aði þeim af sér. Regl­urnar voru settar að loknu þessu ferli á sér­stökum fundi (mars 2016) og eru settar af starfs­fólki Ríkisút­varps­ins eins og þar er skýrt tekið fram.“

­Regl­urnar hafi hins vegar verið gagn­rýndar alla tíð síðan og sér­stak­lega til­tekið ákvæði þeirra sem talið er að með of for­taks­lausum hætti leggi bann við því að starfs­fólk í fréttum og dag­skrár­gerð taki opin­ber­lega afstöðu í umræðu um pólit­ísk málefni eða umdeild þjóð­félags­mál.

Stefán segir í tölvu­póst­inum að skýrt sé í allri fram­kvæmd hjá RÚV við fréttir og dag­skrár­gerð að frétta­menn og dag­skrár­gerð­ar­fólk skuli gæta hlut­lægni og sann­girni í störfum sínum og taki ekki efn­is­lega afstöðu til mála sem þeir fjalla um. „Á því bygg­ist m.a. það traust sem til okkar mælist, og ágætt að hafa það í huga að það hefur aldrei mælst hærra heldur en í síð­ustu mæl­ingu sem fram­kvæmd var sl. haust. Á sama tíma getum við ekki haft í okkar reglum ákvæði sem veldur vand­kvæðum við túlkun og er að mati þeirra sem best til þekkja of for­taks­laust og/eða óljóst. Yfir þetta er því mik­il­vægt að fara og upp­færa regl­urn­ar, líkt og við gerðum nýverið í fram­an­greindum vinnu­reglum um fréttir og dag­skrár­efni tengt þeim.“

Frétta­stjóri segir Sam­herja hafa beitt Helga ofbeldi

Fyrr í dag sendi Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, frá sér yfir­lýs­ingu vegna erindis Sam­herja til stjórnar RÚV. Þar sagði að afstaða stjórn­enda RÚV í mál­inu mót­ist fyrst og síð­ast af því að frétta­flutn­ingur Kveiks og frétta­stof­unnar var ekki til umfjöll­unar hjá nefnd­inni frekar en störf Helga. Sú umfjöllun standi að öllu leyti. „Hvort sem menn telja ummæli Helga Seljan á sam­fé­lags­miðlun við­eig­andi eða ekki er frá­leitt að slíta þau úr sam­hengi við þá aðför eða her­ferð sem full­trúar Sam­herja hafa skipu­lagt gegn frétta- og blaða­mönnum sem fjallað hafa um mál­efni fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu miss­eri. Aðför sem hefur þann eina til­gang að kæfa gagn­rýna umræðu og koma í veg fyrir að frétta­menn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendi­boð­ann svo upp­lýs­ingar skili sér ekki til almenn­ings.“

Rakel segir að í per­sónu­legum árásum stór­fyr­ir­tækja gegn ein­stak­lingum felist ofbeldi sem ekki verði við unað. „Það er ógern­ingur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brot­leg, úr sam­hengi við þessa aðför.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent