Stjórn Félags fréttamanna lýsir vonbrigðum með niðurstöðu siðanefndar RÚV

Í ályktun frá stjórn Félags fréttamanna er kallað eftir því að siðareglur RÚV verði endurskoðaðar. Félagið segir að ákvæði um bann við tjáningu á samfélagsmiðlum sé notað til að hefta tjáningarfrelsi fréttamanna og þagga niður í þeim og umfjöllun þeirra.

RÚV
Auglýsing

Stjórn Félags fréttamanna lýsir vonbrigðum sínum með niðurstöðu siðanefndar RÚV og hefur áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan getur haft fyrir gagnrýna fjölmiðlun. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið samþykkti fyrr í dag.

„Upp er komin sú staða sem margir vöruðu við og óttuðust þegar siðareglur RÚV voru settar. Ákvæði þeirra um bann við tjáningu á samfélagsmiðlum er notað til að hefta tjáningarfrelsi fréttamanna og í tilraunum til að þagga niður í fréttamönnum og umfjöllun þeirra. Fréttamenn geta illa setið undir því að siðareglur RÚV séu notaðar til að kæla umfjöllun þeirra,“ segir í ályktuninni og kallað er eftir því að siðareglurnar verði endurskoðaðar.

Í ályktun félagsins eru siðareglurnar sagðar hafa verið umdeildar frá upphafi og að fjölmargir hafi talið að með ákvæði um samfélagsmiðla væri brotið gegn tjáningarfrelsi starfsmanna. „Einnig hefur verið bent á að hægt væri að misnota siðareglurnar til að reyna að koma höggi á starfsmenn. Hvort tveggja hefur nú sannast,“ segir þar enn fremur.

Auglýsing

Stjórn Félags fréttamanna lýsir auk þess undrun sinni á niðurstöðu siðanefndar að ein ummælin sem feli í sér alvarlegt brot á siðareglum séu ummæli sem beinast ekki að stjórnendum Samherja, kærendum í málinu, heldur að fyrirtækinu Eldum rétt. „Sem fyrr segir tiltók lögmaður kæranda tugi ummæla á annars tugs starfsmanna í kæru sinni. Slíkt er þekkt í meiðyrðamálum þar sem stefnt er vegna fjölda ummæla í von um að einhver verði metin brotleg. Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd.“

Niðurstaða siðanefndar hefur ekki áhrif á störf Helga

Siða­nefnd RÚV birti í gær nið­ur­stöðu sína í kæru­máli Sam­herja gegn ell­efu starfs­mönnum RÚV vegna ummæla sem þeir létu falla á sam­fé­lags­miðl­um. Í nið­ur­stöð­unni var mála­til­bún­aði gegn tíu starfs­mönnum RÚV vísað frá eða ummæli þeirra ekki talin brot á siða­reglum RÚV. Einn starfs­mað­ur, Helgi Selj­an, var tal­inn hafa gerst brot­legur við siða­reglur með alvar­legum hætti vegna nokk­urra ummæla sem hann lét falla á sam­fé­lags­miðl­um. Önnur ummæli hans sem kærð voru voru það hins vegar ekki.

Í yfirlýsingu sem birt er á vef RÚV er tekið fram að niðurstaðan myndi ekki hafa áhrif á störf Helga. Þar segir einnig að fréttastofa RÚV standi við allan fréttaflutning af málefnum Samherja og muni halda áfram að fjalla um fyrirtækið eins og tilefni er til.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent