Nokkur ummæli Helga Seljan á samfélagsmiðlum brutu gegn siðareglum RÚV

Siðanefnd RÚV hefur komist að niðurstöðu í kærumáli þar sem Samherji taldi að ummæli alls ellefu starfsmanna fjölmiðilsins brytu gegn siðareglum hans. Þorra málatilbúnaðarins er vísað frá eða ummælin sem um ræðir ekki talin brot á reglum.

RÚV Mynd: RÚV
Auglýsing

Siðanefnd RÚV hefur vísað frá hluta af kæru Samherja vegna ummæla ellefu frétta- og dagskrárgerðarmanna RÚV og komist að þeirri niðurstöðu að þorri annarra ummæla sem hópurinn lét falla á samfélagsmiðlum sé ekki brot á siðareglum fyrirtækisins. Kæran til siða­nefndar byggði á reglu í siða­reglum RÚV sem er svohljóð­andi: „Starfs­fólk, sem sinnir umfjöllun um frétt­ir, frétta­tengt efni og dag­skrár­gerð tekur ekki opin­ber­lega afstöðu í umræðu um póli­tísk mál­efni eða umdeild mál í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni, þ. á m. á sam­fé­lags­miðl­u­m.“

Frétta- og dagskrárgerðarmennirnir sem um ræðir eru Aðal­steinn Kjart­ans­son, Freyr Gígja Gunn­ars­son, Helgi Selj­an, Lára Ómars­dótt­ir, Rakel Þor­bergs­dótt­ir, Sig­mar Guð­munds­son, Snærós Sindra­dótt­ir, Stígur Helga­son, Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, Þóra Arn­órs­dóttir og Tryggvi Aðal­björns­son Stór hluti viðbragða þeirra var við myndbandi sem Samherji birti í ágúst 2020 og beindi spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan einum stjórnenda fréttaskýringaþáttarins Kveiks. 

Siðanefndin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að nokkur ummæli Helga Seljan, sem beinst hafi gegn fyrirsvarsmönnum Samherja persónulega, og varða málefni sem séu alls ótengd Kveiksþætti um fyrirtækið sem sýndur var í nóvember 2019, séu alvarlegt brot á siðareglum. Í niðurstöðu siðanefndarinnar, sem Kjarninn hefur undir höndum, segir að ummælin séu „á köflum í formi samtals, þar sem talað er beint, og stundum niður til forsvarsmanna kærenda eða eru sett fram í augljósri hæðni.“

Niðurstaða siðanefndar um brot á siðareglum er endanleg og verður henni ekki áfrýjað. Samkvæmt siðareglunum á nefndin að vekja athygli útvarpsstjóra á því ef hún telur niðurstöðuna benda til þess að um sé að ræða brot í starfi. Það er ekki gert í þessu tilfelli.

Þau ummæli sem Helgi lét falla, og eru talin brjóta í bága við siðareglur, eru eftirfarandi: 

Ummæli sem Helgi Seljan lét falla á samfélagsmiðlum og talin eru brjóta í bága við siðareglur RÚV.

Ummæli sem Helgi Seljan lét falla á samfélagsmiðlum og talin eru brjóta í bága við siðareglur RÚV.

Ummæli sem Helgi Seljan lét falla á samfélagsmiðlum og talin eru brjóta í bága við siðareglur RÚV.

Brotin talin alvarleg

Í niðurstöðu siðanefndarinnar segir að telja verði að með þessum ummælum sínum hafi Helgi gerst hlutdrægur og gengið lengra en það svigrúm sem hann hafi annars til þess að deila fréttum og fylgja þeim eftir með gagnrýnum spurningum eða ummælum, sambærilegt þeim sem hann myndi viðhafa sem fréttamaður, jafnvel þó slíkt væri gert í eigin nafni. „Því er það mat siðanefndarinnar að í ofangreindum ummælum felist skýr og persónuleg afstaða í málefni kæranda sem 4. mgr. 3. gr. siðareglnanna er ætlað að taka til, og því um að ræða brot á greininni. Hvað varðar alvarleika brots Helga Seljan, verður að taka tillit til þess að þessum ákvæðum siðareglnanna hefur ekki verið beitt fyrr, sem og að ekki virðast liggja fyrir skýrar leiðbeiningar frá RÚV um hvernig fréttamenn eigi að haga tjáningu sinni á samfélagsmiðlum. Á móti kemur að hér er um að ræða ítrekuð tilvik yfir langan tíma. Í því ljósi telur siðanefndin að brot Helga sé alvarlegt, á mælikvarða 7. gr. starfsreglna siðanefndarinnar (ámælisvert, alvarlegt eða mjög alvarlegt).“

Þorra vísað frá

Kæra Samherja, sem var lögð fram í lok ágúst í fyrra, var vegna þátttöku starfsmannanna ellefu í þjóðfélagsumræðu um Samherja á samfélagsmiðlum. Í færslum þeim, sem starfs­menn­irnir birtu á sam­fé­lags­miðlum og fjallað er um í kærunni, hafi þeir tekið afstöðu í umræðu um mál­efni Sam­herj­a, að mati lögmanns fyrirtækisins.

„Er þar einkum um að ræða mál vegna ásak­ana sem settar voru fram vegna starf­sem­innar í Namibíu og hið svo­kall­aða Seðla­banka­mál en einnig ýmis önnur mál sem tengj­ast Sam­herja með beinum og óbeinum hætti. Má þar nefna eign­ar­hald fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og eign­ar­hald á hluta­bréfum í Eim­skip.

Auglýsing
Ljóst má vera að með ummælum sínum hafa umræddir starfs­menn Rík­is­út­varps­ins gerst brot­legir við siða­regl­urn­ar. Þá virð­ist sem um sé að ræða sam­an­tekin ráð þar sem margar þeirra færslna, sem fjallað er um í kærunni, voru birtar á sam­fé­lags­miðlum því sem næst sam­tím­is. Gerir það brotin enn alvar­legri. Í kærunni er þess kraf­ist að horft verði sér­stak­lega til þess að sumir frétta­mann­anna brjóta siða­regl­urnar ítrek­að,“ sagði á vef Sam­herj­a þegar tilkynnt var um kæruna. 

Þorra málatilbúnaðar Samherja er vísað frá eða komist að þeirri niðurstöðu að ummælin sem um ræðir séu ekki dæmi um skýra persónulega afstöðu viðkomandi starfsmanns sem bryti í bága við siðareglur RÚV. Það á við um öll ummæli tíu frétta- og dagskrárgerðarmanna og flest ummæli Helga Seljan sem kærð voru. Í niðurstöðu sinni segir siðanefndin, um þau ummæli Helga sem ekki voru talin brotleg við siðareglur, að ummælin væru oft í „spurnarformi, eins konar eftirfylgni á Kveiksþáttunum, oft gagnrýnin og hafa einkenni rannsóknarblaðamennsku“.

Í athugasemdum Helga við kærunni sagði meðal annars að hann teldi hana ekki snúast um hvort „það sem sagt eða skrifað hefur verið sé rétt eða rangt, heldur hvort kærði eða aðrir megi yfirhöfuð segja nokkuð það um fyrirtækið, sem forsvarsmönnum þess kann mögulega að mislíka að sé sagt. Krafan getur ekki með nokkru móti talist eðlileg eða yfirleitt tæk til umfjöllunar í lýðræðissamfélagi.“

Hægt er að lesa úrskurðinn í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent