Telur ekki mikla hættu stafa af viðskiptum með Bitcoin

Ríkislögreglustjóri telur miðlungshættu stafa af viðskiptum með Bitcoin eða aðrar tegundir af svokölluðu sýndarfé. Samkvæmt embættinu er ekki vitað hvernig brotastarfsemi yrði framkvæmd með rafmyntinni.

Bitcoin
Auglýsing

Ekki stafar mikil ógn af viðskiptum með Bitcoin eða öðru sýndarfé vegna peningaþvættis, samkvæmt Ríkislögreglustjóra. Helsta ógnin við þessi viðskipti er að umfang þeirra hefur aukist töluvert á síðustu misserum, auk þess sem verknaðaraðgerðir við brotastarfsemi með þessum hætti eru ekki þekktar. Þetta kemur fram í áhættumati embættisins við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem kom út síðasta fimmtudag.

Kjarninn hefur áður fjallað um áhættumatið, en samkvæmt því fela víðtæk skattalagabrot hér á landi í sér mikla ógn vegna hugsanlegs peningaþvættis. Einnig ýti aukn­ing reiðu­fjár í umferð, auk rúmrar lög­gjafar og lít­ils eft­ir­lits eftir starf­semi einka­hluta­fyr­ir­tækja, undir áhætt­una á að pen­inga­þvætti sé stundað á Íslandi.

Í áhættumatinu eru viðskipti með sýndarfé hins vegar merkt með gulum lit, sem er næst lægsti áhættuflokkurinn. Aðrir þættir sem þykja jafnmikil ógn við peningaþvætti á fjármálamarkaði eru útlánastarfsemi, rekstur sjóða og viðskipti og þjónusta með fjármálagerninga. Meiri hætta þykir þó standa af öðrum þáttum, til dæmis gjaldeyrisskipti og útgáfa peninga á rafrænu formi.

Auglýsing

Samkvæmt Ríkislögreglustjóra liggur helsta ógnin við þessa starfsemi í auknu umfangi hennar hér á landi, en í fyrra var verðmæti þessara viðskipta tæplega 1,3 milljarðar króna, samanborið við 312 milljónir króna árið 2018.

Viðskiptin séu í eðli sínu alþjóðleg, flæði frjálslega yfir landamæri og erfitt geti verið að átta sig á uppruna sýndarfjár og raunverulegum eigenda þrátt fyrir að almennt sé hægt að rekja slóð millifærslna á bálkakeðjum (e. blockchain).

Einnig segir embættið að ógn stafi af því að verknaðaraðferðir við brotastarfsemi í þessum viðskiptum séu ekki þekktar og að markaðir fyrir sýndarfé geti verið óstöðugir. Hins vegar séu fá dæmi um að peningaþvætti sé ástundað með notkun sýndarfjár hér á landi.

„Þá þarf talsverða sérþekkingu til þess að stunda viðskipti þessi en til þess arna þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum og almennt að tengja aðgang að skiptimarkaðnum við bankareikning,“ stendur einnig í skýrslunni. Enginn hraðbanki sé til staðar með sýndarfé hér á landi, svo auðveldara ætti að vera að hafa yfirlit með viðskiptin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent