„Engin hætta á ferðum en stórslys sett á svið“

Þingmaður Viðreisnar furðar sig á viðbrögðum stjórnvalda við fréttaflutningi af meintu útflutningsbanni ESB á bóluefni til Íslands. Hún segir stjórnvöld hafa „manað upp“ storm í vatnsglasi og flutt æfðar ræður um hættu sem aldrei var til staðar.

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar furðaði sig á viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við fréttum af nýrri reglugerð Evrópusambandsins um mögulegar útflutningshömlur á bóluefnum á þingi í morgun.

Hún kallaði málið storm í vatnsglasi sem „íslensk stjórnvöld mönuðu upp vegna heimatilbúins misskilnings um að Evrópusambandið ætlaði að skilja okkur eftir.“

„Fréttir um að Evrópusambandið myndi ekki flytja bóluefni til Íslands – „fréttir“ í gæsalöppum – voru strax bornar til baka og engin hætta á ferðum. En eftir að misskilningurinn var leiðréttur komu íslensk stjórnvöld fram, grjóthörð, og töluðu um að það skyldi nú enginn svína á okkur, allra síst ljóta Evrópusambandið. Það broslega er kannski að þessi viðbrögð kom fram eftir staðfestingu frá forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandins – það stóð aldrei til að hindra bóluefnasendingar til Íslands.“

Hanna Katrín sagði vonandi að þessi nýja reglugerð Evrópusambandsins myndi skila árangri við að auka fjölda bóluefnaskammta sem Evrópusambandið fengi – vegna þess að Ísland myndi njóta góðs af því til jafns við ríki ESB.

Forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið sendu frá sér tilkynningu á miðvikudagskvöld vegna fréttaflutnings um reglugerðina þar sem allur vafi var tekinn af um að reglugerðin hefði ekki áhrif á flutning bóluefna til Íslands. Þó kom einnig fram að útflutningshömlur af því tagi sem ESB boðaði til Íslands gengju í berhögg við EES-samninginn og þeim skilaboðum hefði verið komið „skýrt á framfæri“ við framkvæmdastjórn ESB.

Hanna Katrín sagði að þessi viðbrögð hefðu verið „svolítið eins og æfð almannavarnaæfing,“ engin hætta hefði verið á ferðum en „stórslys sett á svið“.

„Stjórnvöld flytja svo æfða ræðu um hættu sem aldrei var til staðar. Einhvernveginn læðist að manni, áhorfandanum, að sú ræða hafi verið ætluð einhverjum aftursætisbílstjórum sem verið var að vinna gagn frekar en íslenskri þjóð,“ sagði Hanna Katrín.

Umdeild reglugerð

Reglugerðin hefur verið umdeild innan Evrópusambandsins og meðal annars verið gagnrýnd harðlega af Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem hefur sagt þessa tilburði Evrópusambandsins, sem ljóslega beinast fyrst og fremst gegn Bretum, til þess fallna að skaða ímynd þess.

Auglýsing

Fréttaskýrendur, til dæmis hjá evrópsku útgáfu Politico, hafa einnig bent á að þrátt fyrir að ESB sé með þessari nýju reglugerð að taka sér vald til þess að hafna útflutningi á bóluefni frá verksmiðjum innan sambandsins til ákveðinna ríkja, sé það ekki sjálfkrafa í neinni stöðu til þess að krefja framleiðendur um að afhenda ríkjum ESB þessi bóluefni.

Þetta játaði varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Valdis Dombrovskis, á blaðamannafundi á miðvikudaginn. „Þetta er útflutningsleyfakerfi, það segir ekki til um hvað fyrirtækin eiga að gera við skammtana sem eru undir,“ var haft eftir Dombrovskis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent