Nýjar reglur ESB muni ekki hafa áhrif á Ísland

Stjórnvöld segja forsætisráðherra hafa fengið „skýr skilaboð“ í dag frá forseta framkvæmdastjórnar ESB um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefnum muni ekki hafa áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk í dag „skýr skilaboð“ frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að nýjar reglur ESB um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið sendu frá sér í sameiningu í kvöld, en fréttir hafa í kvöld verið fluttar af því að ESB ætli sér að banna flutning á bóluefni til Íslands. Þetta er hins vegar ekki rétt, samkvæmt stjórnvöldum.

Í tilkynningu ráðuneytanna tveggja segir að ekki sé ástæða til að ætla að nýrri reglugerð ESB verði beitt gegn Íslandi né að hún hafi einhver áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands.

Auglýsing

Samkvæmt fréttatilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um reglugerðarbreytingarnar er Ísland þó eitt 17 ríkja sem ESB gæti beitt útflutningshömlum gagnvart við ákveðnar aðstæður. Tvær ástæður gætu verið fyrir því að ESB beiti þessum útflutningshömlum, samkvæmt tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar.

Í fyrsta lagi hyggst ESB byrja að skoða hvort landið sem verið er að flytja bóluefni til sé með hömlur á eigin útflutningi bóluefna eða hráefna í bóluefni, ýmist með lögum eða öðrum leiðum. Í annað stað hyggst ESB byrja að meta hvort aðstæður í landinu sem flytja á bóluefni til séu betri eða verri en í ríkjum ESB, hvað stöðu faraldursins varðar, hlutfall bólusettra og aðgang að bóluefnum.

Bretar telja að þessar útflutningshömlur beinist sérstaklega gegn þeim og það er ekki ósennileg túlkun.

Samkvæmt frétt Politico, sem birtist undir kvöld, hafa Bretland og Evrópusambandið þó heitið því að vinna að því að bæta samskipti sín á milli hvað bóluefni varðar og sent frá sér sameiginlega en innihaldsrýra yfirlýsingu um að samstarf sé mikilvægt og að viðræðum verði haldið áfram með það að markmiði að ná fram niðurstöðu sem allir hagnist á.

Útflutningshömlur myndu fara gegn EES-samningnum

Í tilkynningu íslenskra stjórnvalda segir að mögulegar útflutningshömlur af því tagi sem ESB boðar, til Íslands eða annarra EFTA-ríkja, gangi í berhögg við EES-samninginn. Noregur er einnig á listanum og er EFTA-ríki rétt eins og Íslands.

„Því hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra rætt við utanríkisráðherra Noregs til að stilla saman strengi og óskað atbeina utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar til að knýja á um skjóta lausn málsins. Mun hann eiga fleiri fundi með evrópskum ráðamönnum á morgun,“ segir í tilkynningu stjórnvalda.

Þessum skilaboðum hefur einnig verið komið skýrt á framfæri við framkvæmdastjórn ESB, samkvæmt tilkynningu stjórnvalda. Lögð er áhersla á að reglugerðinni verði breytt og Ísland formlega undanþegið útflutningshömlum, í samræmi við EES-samninginn.

Staðgengill sendiherra ESB á Íslandi var kallaður til fundar í utanríkisráðuneytinu í dag vegna þessa máls, samkvæmt tilkynningu stjórnvalda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent