Það sem Þórólfur vildi og það sem Svandís gerði

Heilbrigðisráðherra fer í flestu að tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þó er vikið frá þeim í tengslum við trúarsamkomur og veitingastaði.

Svona var umhorfs í miðborg Reykjavíkur í upphafi samkomubannsins sem sett var á í mars í fyrra.
Svona var umhorfs í miðborg Reykjavíkur í upphafi samkomubannsins sem sett var á í mars í fyrra.
Auglýsing

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í þrjár vikur. Það þýðir að páskarnir verða í ár, líkt og í fyrra, með nokkru öðru sniði en við eigum að venjast frá fyrri tíð.

Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla, grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað og margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð.

Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir byggist á tillögum sóttvarnalæknis vegna hópsýkinga af völdum breska afbrigðis veirunnar sem upp eru komnar. En í örfáum atriðum fylgir heilbrigðisráðherra ekki tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Auglýsing

Þórólfur leggur til: Almennar fjöldatakmarkanir verði miðaðar við 10 manns. Börn fædd 2005 og síðar verði ekki undanþegin þar sem að smit hjá börnum er algengt af völdum breska afbrigðisins.

Heilbrigðisráðherra ákvað: Almennar fjöldatakmarkanir 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr.

Þórólfur: Sund- og baðstöðum verði lokað.

Heilbrigðisráðherra: Sund og baðstaðir lokaðir.

Þórólfur: Líkamsræktarstöðvum verði lokað.

Heilbrigðisráðherra: Heilsu- og líkamsræktarstöðvar lokaðar.

Þórólfur: Íþróttir innan sem utan ÍSÍ, inni og úti, með eða án snertingar verði ekki heimilar.

Heilbrigðisráðherra: Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar.

Þórólfur: Sviðslistir verði bannaðar

Heilbrigðisráðherra: Sviðslistir og sambærileg starfsemi, svo sem bíó, er óheimil.

Þórólfur: Við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga þ.á.m. við útfarir verði að hámarki 20 gestir. Gestum verði skylt að nota andlitsgrímur og tveggja metra nándarregla verði tryggð. Hámarksfjöldi í erfidrykkjum verði 10 manns.

Heilbrigðisráðherra: Trú- og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum við athafnir. Þeir skulu skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri en þurfa ekki að sitja í númeruðum sætum. Gestum er skylt að nota andlitsgrímur og tryggja skal 2 metra regluna. Hámarksfjöldi í erfidrykkjum, fermingarveislum og sambærilegum viðburðum er 10 manns.

Þórólfur: Verslanir megi taka á móti 5 einstaklinum á hverja 10 m2 að hámarki 50 manns. 20 starfsmenn mega vera í sama rými og viðskiptavinir. Gætt skuli að tveggja metra nándarreglu og skylt að bera andlitsgrímu þar sem regluna er ekki hægt að viðhafa.

Heilbrigðisráðherra: Verslanir mega taka á móti 5 einstaklingum á hverja 10 m2 að hámarki 50 manns. 20 starfsmenn mega vera í sama rými og viðskiptavinir. Tveggja metra nándarregla og grímuskylda.

Þórólfur: Söfn og aðrir opinberir staðir megi taka á móti að hámarki 10 einstaklingum Gætt skuli að tveggja metra nándarreglu og skylt að bera andlitsgrímu þar sem regluna er ekki hægt að viðhafa.

Heilbrigðisráðherra fjallar ekki sérstaklega um þetta í fréttatilkynningu sinni um ákvörðun sína.

Þórólfur: Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar verði lokaðir.

Heilbrigðisráðherra: Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar lokaðir.

Þórólfur: Veitingastaðir megi hafa opið til kl. 22 og gestir verði að hámarki 10 í rými og aðeins afgreitt í númeruð sæti og gestir skráðir. Vínveitingar einungis bornar fram til sitjandi gesta. Heimilt verði að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 21 og skulu gestir hafa yfirgefið staðinn kl. 22:00. Gætt skuli að tveggja metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við komið.

Heilbrigðisráðherra: Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 22, með að hámarki 20 gesti í rými sem allir skulu skráðir og fá afgreiðslu í sæti sem eru númeruð. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Heimilt er að taka á móti nýjum gestum til kl. 21.00.

Þórólfur: Börn í leikskólum verði undanþegin tveggja metra reglunni og fjöldatakmörkunum. Mælst verði til að grunn-, framhalds- og háskólar fari nú þegar í páskafrí. Unnið verði að fyrirkomulagi skólahalds sem taki gildi eftir páska. Íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verði ekki heimilt.

Heilbrigðisráðherra: Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað frá og með morgundeginum og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Unnið verður að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi á næstu dögum.

Þórólfur: Ökunám og flugnám með kennara verði ekki heimilt.

Heilbrigðisráðherra: Ekki fjallað um í fréttatilkynningu en á blaðamannafundi stjórnvalda í dag kom fram að þessari tillögu yrði fylgt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent