Það sem Þórólfur vildi og það sem Svandís gerði

Heilbrigðisráðherra fer í flestu að tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þó er vikið frá þeim í tengslum við trúarsamkomur og veitingastaði.

Svona var umhorfs í miðborg Reykjavíkur í upphafi samkomubannsins sem sett var á í mars í fyrra.
Svona var umhorfs í miðborg Reykjavíkur í upphafi samkomubannsins sem sett var á í mars í fyrra.
Auglýsing

Hertar reglur um sótt­varn­ar­ráð­staf­anir á lands­vísu taka gildi á mið­nætti í kvöld og gilda í þrjár vik­ur. Það þýðir að pásk­arnir verða í ár, líkt og í fyrra, með nokkru öðru sniði en við eigum að venj­ast frá fyrri tíð.

Tíu manna fjölda­tak­mörkun verður meg­in­regla, grunn-, fram­halds-, tón­list­ar- og háskólum verður lokað og marg­vís­leg starf­semi sem rúm­ast ekki innan reglu um 10 manna fjölda­tak­mörkun verður stöðv­uð.

Ákvörðun Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra um hertar sótt­varna­að­gerðir bygg­ist á til­lögum sótt­varna­læknis vegna hóp­sýk­inga af völdum breska afbrigðis veirunnar sem upp eru komn­ar. En í örfáum atriðum fylgir heil­brigð­is­ráð­herra ekki til­lögum Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is.

Auglýsing

Þórólfur leggur til: Almennar fjölda­tak­mark­anir verði mið­aðar við 10 manns. Börn fædd 2005 og síðar verði ekki und­an­þegin þar sem að smit hjá börnum er algengt af völdum breska afbrigð­is­ins.

Heil­brigð­is­ráð­herra ákvað: Almennar fjölda­tak­mark­anir 10 manns og ná til allra sem fæddir eru 2014 eða fyrr.

Þórólf­ur: Sund- og bað­stöðum verði lok­að.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Sund og bað­staðir lok­að­ir.

Þórólf­ur: Lík­ams­rækt­ar­stöðvum verði lok­að.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvar lok­að­ar.

Þórólf­ur: Íþróttir innan sem utan ÍSÍ, inni og úti, með eða án snert­ingar verði ekki heim­il­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Íþróttir inni og úti, jafnt barna og full­orð­inna, sem krefj­ast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snert­ismiti vegna sam­eig­in­legs bún­að­ar, eru óheim­il­ar.

Þórólf­ur: Sviðs­listir verði bann­aðar

Heil­brigð­is­ráð­herra: Sviðs­listir og sam­bæri­leg starf­semi, svo sem bíó, er óheim­il.

Þórólf­ur: Við athafnir trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga þ.á.m. við útfarir verði að hámarki 20 gestir. Gestum verði skylt að nota and­lits­grímur og tveggja metra nánd­ar­regla verði tryggð. Hámarks­fjöldi í erfi­drykkjum verði 10 manns.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög mega taka á móti 30 gestum við athafn­ir. Þeir skulu skráðir með nafni, kenni­tölu og síma­núm­eri en þurfa ekki að sitja í núm­eruðum sæt­um. Gestum er skylt að nota and­lits­grímur og tryggja skal 2 metra regl­una. Hámarks­fjöldi í erfi­drykkj­um, ferm­ing­ar­veislum og sam­bæri­legum við­burðum er 10 manns.

Þórólf­ur: Versl­anir megi taka á móti 5 ein­stak­l­inum á hverja 10 m2 að hámarki 50 manns. 20 starfs­menn mega vera í sama rými og við­skipta­vin­ir. Gætt skuli að tveggja metra nánd­ar­reglu og skylt að bera and­lits­grímu þar sem regl­una er ekki hægt að við­hafa.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Versl­anir mega taka á móti 5 ein­stak­lingum á hverja 10 m2 að hámarki 50 manns. 20 starfs­menn mega vera í sama rými og við­skipta­vin­ir. Tveggja metra nánd­ar­regla og grímu­skylda.

Þórólf­ur: Söfn og aðrir opin­berir staðir megi taka á móti að hámarki 10 ein­stak­lingum Gætt skuli að tveggja metra nánd­ar­reglu og skylt að bera and­lits­grímu þar sem regl­una er ekki hægt að við­hafa.

Heil­brigð­is­ráð­herra fjallar ekki sér­stak­lega um þetta í frétta­til­kynn­ingu sinni um ákvörðun sína.

Þórólf­ur: Skemmti­stað­ir, krár, spila­salir og spila­kassar verði lok­að­ir.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Skemmti­stað­ir, krár, spila­salir og spila­kassar lok­að­ir.

Þórólf­ur: Veit­inga­staðir megi hafa opið til kl. 22 og gestir verði að hámarki 10 í rými og aðeins afgreitt í núm­eruð sæti og gestir skráð­ir. Vín­veit­ingar ein­ungis bornar fram til sitj­andi gesta. Heim­ilt verði að hleypa inn nýjum við­skipta­vinum til kl. 21 og skulu gestir hafa yfir­gefið stað­inn kl. 22:00. Gætt skuli að tveggja metra nálægð­ar­mörkum og skylt að hafa grímur þar sem að því verður ekki við kom­ið.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Veit­inga­staðir mega hafa opið til kl. 22, með að hámarki 20 gesti í rými sem allir skulu skráðir og fá afgreiðslu í sæti sem eru núm­eruð. Vín­veit­ingar skal bera til sitj­andi við­skipta­vina. Heim­ilt er að taka á móti nýjum gestum til kl. 21.00.

Þórólf­ur: Börn í leik­skólum verði und­an­þegin tveggja metra regl­unni og fjölda­tak­mörk­un­um. Mælst verði til að grunn-, fram­halds- og háskólar fari nú þegar í páska­frí. Unnið verði að fyr­ir­komu­lagi skóla­halds sem taki gildi eftir páska. Íþrótta­starf barna á leik- og grunn­skóla­aldri verði ekki heim­ilt.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Grunn-, fram­halds-, tón­list­ar- og háskólum verður lokað frá og með morg­un­deg­inum og þar til hefð­bundið páska­frí tekur við. Unnið verður að reglum um fyr­ir­komu­lag skóla­halds að loknu páska­fríi á næstu dög­um.

Þórólf­ur: Öku­nám og flug­nám með kenn­ara verði ekki heim­ilt.

Heil­brigð­is­ráð­herra: Ekki fjallað um í frétta­til­kynn­ingu en á blaða­manna­fundi stjórn­valda í dag kom fram að þess­ari til­lögu yrði fylgt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent