Þrjár hópsýkingar – allar af völdum breska afbrigðisins

Breska afbrigði veirunnar er til muna meira smitandi en flest önnur og norskar rannsóknir sýna að spítalainnlagnir eru meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára.

Ellefu börn í einum grunnskóla greindust með veiruna í gær.
Ellefu börn í einum grunnskóla greindust með veiruna í gær.
Auglýsing

Undanfarnar þrjár vikur hafa komið upp þrjár hópsýkingar innanlands, allar á höfuðborgarsvæðinu og eru þær af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Raðgreining hefur tengt tvö hópsmitin saman þar sem uppruninn virðist kominn frá einstaklingi sem greindist á landamærunum. Uppruna þriðju hópsýkingarinnar er hins vegar ekki hægt að rekja.

Þetta kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknir þar sem hann leggur til hertar aðgerðir innanlands að nýju. Þær aðgerðir voru kynntar á blaðamannafundi í Hörpu í dag.

„Síðustu dagana hefur rakning í kring um þriðju hópsýkinguna sýnt að um 200-300 manns hafa verið útsettir fyrir veirunni síðast liðna viku og í gær greindust 11 nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla smitaðir og tengjast vafalaust þessari hópsýkingu,“ skrifar Þórólfur. „Þessir nemendur hafa útsett fjölda einstaklinga fyrir smiti á undangengnum dögum.“

Þannig má að sögn Þórólfs telja víst að töluverð samfélagsleg útbreiðsla hafi nú orðið á breska afbrigði kórónuveirunnar sem nauðsynlegt sé að bregðast við. „Rannsóknir erlendis hafa sýnt að breska afbrigðið er til muna meira smitandi en flest önnur afbrigði og norskar rannsóknir sýna að spítalainnlagnir eru meira en tvöfalt algengari hjá öllum aldurshópum, einnig hjá börnum eldri en sex ára,“ skrifar hann.

Auglýsing

Af þessum sökum lagði hann í minnisblaði sínu til að farið yrði í sambærilegar aðgerðir og notaðar voru til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins. Fjöldatakmarkanir verða færðar úr 50 í 10 frá og með miðnætti og gildir ný reglugerð, sem þá tekur gildi, í þrjár vikur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent