Fólk „sannarlega“ hvatt til að vera sem minnst á ferðinni

Sama nálgun verður notuð á ferðalög fólks á næstu vikum og gert var í fyrravetur. Fólk verður „sannarlega“ hvatt til að „vera sem minnst á ferðinni,“ segir sóttvarnalæknir.Örfáir dagar eru til páska.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég held að við munum nota sömu nálgun á þetta og í fyrravetur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um hvort landsmenn verði hvattir til að ferðast innanhúss næstu vikurnar og þar með talið um páskana. „Við munum svo sannarlega hvetja fólk til að vera sem minnst á ferðinni. Við vitum hvað skapar smithættu, það eru ferðalög fólks.“ Þórólfur mun koma með leiðbeiningar um þetta á næstu dögum.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Hörpu í dag þar sem hertar aðgerðir innanlands – enn og aftur – voru kynntar. Frá og með miðnætti fara samkomutakmarkanir úr 50 í 10. Hópsmit meðal barna hefur komið upp og er breska afbrigði veirunnar nú komið á kreik í samfélaginu.

Ýmis starfsemi og þjónusta, s.s. líkamsræktarstöðvar, sundstaðir, spilasalir og fleira verður lokað. Áhrifin á skólastarfið verða einnig mikil.

Auglýsing

Þórólfur segist vona að aðgerðirnar sem gripið verður til núna muni skila árangri enda séu þær byggðar á þeirri reynslu sem við höfum aflað okkur. Í þriðju bylgjunni var reynt að setja staðbundnar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en það dugði ekki. Það var, að sögn Þórólfs ekki fyrr en þær væru settar á landsvísu að þær fóru að virka. „Og ég bind miklar vonir við að við náum því líka núna.“

Hann bendir á að þegar því sem næst búið er að útrýma veirunni innanlands og aflétta takmörkunum þurfi ekki mikið til að koma smitum af stað, komist þau yfir landamærin. „Það þarf ekki nema einn einstakling til að hleypa þessu af stað.“

Þórólfur segir að „grundvallaratriðið“ sé að reyna að anda djúpt og taka því rólega, vera ekki að hitta mjög marga. „Því það er það sem skapar smithættu.“

Aðgerðir í stuttu máli

Tíu manna fjölda­tak­mark­anir verða meg­in­reglan, en 30 manns mega sækja athafnir á vegum trú­fé­laga.

Sund­laugar og lík­ams­rækt­ar­stöðvar verða lok­að­ar. Sviðs­listir þurfa að hætta starf­semi á ný. Íþrótta­starf verður sömu­leiðis óheim­ilt.

Barir og krár þurfa að loka á ný, en veit­inga­staðir mega vera opnir til kl. 22 á kvöld­in, með tak­mörk­un­um. Marg­vís­leg starf­semi verður þannig stöðv­uð, en þó ekki starf­semi hár­greiðslu­stofa og snyrti­stofa og önnur álíka þjón­usta.

Öllum skólum í land­inu, grunn­skól­um, fram­halds­skólum og háskól­um, verður lokað fram að páska­fríi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent