„Eins og farþegaflugvél hrapi daglega“

Yngri aldurshópar eru í auknum mæli að verða alvarlega veikir vegna breska afbrigðis veirunnar. Þótt fjöldi látinna í mörgum löndum jafnist á við hrap farþegaflugvélar daglega eru dánartölurnar hættar að hreyfa við fólki.

Höfuðborgin París hefur orðið illa úti í þriðju bylgju faraldursins í Frakklandi.
Höfuðborgin París hefur orðið illa úti í þriðju bylgju faraldursins í Frakklandi.
Auglýsing

Áhyggjur fara vax­andi í Frakk­landi vegna enn einnar bylgju far­ald­urs­ins sem þar er skoll­inn á af miklum þunga. Efa­semdir eru uppi um að stjórn­völd séu að gera nóg en þau hafa farið þá leið að beita stað­bundnum aðgerðum þar sem smit eru hvað útbreidd­ust. Þar, líkt og ann­ars staðar í Evr­ópu, er það hið stökk­breytta afbrigði veirunn­ar, kennt við Bret­land, sem kynt hefur undir pestar­bál­inu.

COVID-­sjúkum sem leggj­ast hafa þurft inn á gjör­gæslu­deildir eru helsta áhyggju­efn­ið. Á einni viku fjölg­aði þeim um tíu pró­sent og sam­kvæmt opin­berum gögnum heil­brigð­is­yf­ir­valda er staðan nú þannig að um 90 pró­sent allra gjör­gæslu­rúma eru nýtt.

Benja­min Clouzeau, gjör­gæslu­læknir á Bor­deaux-há­skóla­sjúkra­hús­inu í suð­vest­ur­hluta Frakk­lands, segir að 90 pró­sent allra þeirra sem leggj­ast þar inn með COVID-19 séu sýktir af hinu breska afbrigði. Hann segir sjúk­linga­hóp­inn umtals­vert yngri en í fyrri bylgjum far­ald­urs­ins, flestir á aldr­inum 30-65 ára. Að hans sögn eru flestir þeirra ekki í sér­stökum skil­greindum áhættu­hópi. Ein­hverjir þeirra eru með syk­ur­sýki og aðrir í ofþyngd en það eigi aðeins við um mik­inn minni­hluta sjúk­ling­anna.

Svo ungir eru þessir sjúk­lingar að áður en þeir leggj­ast inn hafa þeir ekki hitt lækni vegna veik­inda sinna, að sögn Clouzeau, þar sem þetta sé upp til hópa ungt og hraust fólk sem hafi ætlað að hrista veik­indin af sér heima, „en svo örmagn­ast algjör­lega“.

Auglýsing

Eftir að hafa glímt við far­ald­ur­inn í heilt ár eru margir orðnir ónæmir fyrir tölum um fjölda smita og dauðs­falla vegna COVID-19. Clouzeau bendir á að engu að síður séu þessar tölur ógn­vekj­andi í augna­blik­inu.

„Síð­ast­liðið ár hafa tölur um fjölda smita og dauðs­falla dunið á frönskum almenn­ing­i,“ segir hann. „En við skiljum ekki alltaf hvað þessar tölur raun­veru­lega þýða: 300, 400 dauðs­föll á dag – það er eins og far­þega­flug­vél hrapi dag­lega. Þetta er hætt að snerta fólk.“

Það er ekki lengra síðan en fyrir nokkrum vikum að það var fyrst og fremst aldrað fólk sem var að deyja vegna COVID-19. „Núna eru dauðs­föllin [í Frakk­landi] 200-300 á dag en það er ekki lengur aðeins gamla fólkið sem er að deyja. Þetta er fólk sem átti enn eftir 30-40 ár af ævi sinn­i.“

Hann hvetur fólk því til að „venjast“ ekki þessum töl­um, „því ef við gerum það er bar­áttan töp­uð. Svo við skulum ekki gleyma: Flug­slys á hverjum degi er stór­mál.“

Þó að algjört útgöngubann sé ekki í gildi í París eru fáir á ferli. Mynd: EPA

Hinar hertu aðgerðir sem nýverið tóku gildi í Frakk­landi fela m.a. í sér að fólk má dvelja utan heim­ilis síns eins lengi og það vill, þó ekki að næt­ur­lagi og ekki fara í meira en tíu kíló­metra fjar­lægð frá því. Sex mega koma saman en ferða­lög milli svæða eru bönnuð nema að nauð­syn krefji. Flestar versl­anir eru lok­aðar en á því eru und­an­tekn­ing­ar. Skólar eru enn opnir en kvik­mynda­hús, söfn og fleira lok­að.

Þessar aðgerðir eru tölu­vert væg­ari en í fyrri bylgjum far­ald­urs­ins í Frakk­landi og hafa stjórn­völd verið gagn­rýnd fyrir það því á sama tíma eru sjúkra­hús að fyll­ast af fár­veiku fólki.

Á hrað­vaxt­ar­skeiði

Solen Kernéis, smit­sjúk­dóma­sér­fræð­ingur á Bichat-­sjúkra­hús­inu í París sagði í sam­tali við AFP-frétta­stof­una að hann skyldi vel löng­un­ina til að hafa aðgerð­irnar svæð­is­bundnar „en í því ástandi sem við erum í núna þá er ég ekki sann­færður um að þær muni hægja á útbreiðsl­unn­i“. Hann segir síð­ustu vikur hafa verið sér­stak­lega slæmar og hefur áhyggjur af þróun næstu daga og vikna.

„Við erum á hrað­vaxt­ar­skeiði í far­aldr­in­um.“

Heil­brigð­is­ráð­herra Frakka, Oli­vier Vér­an, varði þessa ákvörðun og sagði Frakka komna með nóg af mjög hörðum aðgerðum enda hafi þeir barist við far­ald­ur­inn sleitu­laust í heilt ár. Hann segir þó ekki úti­lokað að enn verði hert á aðgerð­um.

Búið er að fresta um 80 pró­sent svo­kall­aðra val­að­gerða, þ.e. aðgerða ann­arra en bráða­að­gerða, á sjúkra­húsum í land­inu. Þá segir ráð­herr­ann að með­al­aldur sjúk­linga sem eru að leggj­ast inn með COVID-19 fari lækk­andi.

Jean Castex, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, sagði í gær að nú „meira en nokkru sinni áður“ yrðu Frakkar að standa saman vegna hinnar „gríð­ar­lega öfl­ugu“ þriðju bylgju far­ald­urs­ins.

Til­fellum fjölgað hratt

Í fyrra­dag greindust um 45 þús­und ný til­felli í land­inu, 50 pró­sent fleiri en að með­al­tali dag­ana á und­an.

Phil­ippe Juvin, sem fer fyrir bráða­þjón­ustu á einu stærsta sjúkra­húsi Par­ís­ar, sagði fyrr í vik­unni að heil­brigð­is­kerfið í höf­uð­borg­inni og nágrenni væri komið að þol­mörkum og eina leiðin væri að herða aðgerðir enn frek­ar. „Ástandið er grafal­var­leg­t.“

Hann og fleiri læknar hafa sagt að það sem veki einna mestan ugg sé fjöldi yngra fólks, á aldr­inum 20-50 ára sem þarfn­ist sjúkra­húsinn­lagn­ar. Fjöldi fólks undir 60 ára sem lagt hefur verið inn hefur auk­ist um tæp 16 pró­sent frá byrjun árs og til dags­ins í dag. Hins vegar hefur fjöldi eldra fólks síður þurft inn­lögn en áður sem rakið er m.a. til árang­urs af bólu­setn­ingum í þeim ald­urs­hópi. Á ein­stökum sjúkra­húsum er fólk undir sex­tugu um helm­ingur allra COVID-veikra sem liggur inni sem er mun hærra hlut­fall en í fyrstu bylgj­un­um.

Auglýsing

Sér­fræð­ingar telja að þetta teng­ist hinu breska afbrigði veirunn­ar. „Ald­urs­sveiflan er sam­hliða útbreiðslu afbrigð­is­ins,“ hefur dag­blaðið Le Monde eftir Yves Cohen, for­stöðu­manni gjör­gæslu­deilda sjúkra­hús­anna í Par­ís.

Þá eru kenn­arar ósáttir við að skólum sé enn haldi opn­um. Smit­stuð­ull veirunnar sé hár í augna­blik­inu og útbreiðslan því hröð.

Hið breska afbrigði er að knýja bylgjur far­ald­urs­ins víðar í Evr­ópu þessa dag­ana. Mið- og Aust­ur-­Evr­ópa hefur orðið hvað verst úti og í Ung­verja­landi er dán­ar­tíðni vegna COVID nú hæst allra landa ver­ald­ar. Tékk­land fylgir þar á eft­ir.

Í Pól­landi er ástandið einnig ískyggi­legt. Þar eru dag­leg smit nú í hæstu hæðum og yfir­völd hafa gripið til harðra aðgerða. Þau hafa m.a. lokað grunn- og leik­skól­um, íþrótta­húsum og fjölda versl­ana sem veita ekki nauð­syn­lega þjón­ustu. Aðgerð­irnar munu standa í að minnsta kosti þrjár vikur og því yfir pásk­ana.

Í gær greindust yfir 34 þús­und ný til­felli en yfir tvær millj­ónir manna hafa sýkst í land­inu frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Tæp­lega 49 þús­und manns hafa lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. „Heil­brigð­is­kerfið okkar er að nálg­ast þol­mörk,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann Mateusz Morawi­ecki. „Við erum einu skrefi frá því að geta ekki sinnt sjúk­lingum almenni­lega. Við verðum að gera allt sem við getum til að forð­ast þá stöð­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent