„Almenningur er ekki samansafn af börnum“

Þingmaður Pírata segir að kanna verði rækilega hvernig frumvarp um bann við nafnlausum kosningaáróðri samræmist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og lýðræðislegum gildum. Treysta þurfi fólki til að láta ekki vitleysu á netinu heilaþvo sig.

Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagð­ist á þingi í morgun hafa tekið þátt í að leggja fram frum­varp ásamt öllum öðrum flokks­for­mönnum á þingi um bann við nafn­lausum áróðri með þeim fyr­ir­vara að kannað yrði ræki­lega hvernig slíkt bann sam­ræmd­ist tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði í morgun um frum­varpið og rifj­aði upp ástæður þess að verið er að leggja það fram, en fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, bæði til Alþingis og reyndar borg­ar­stjórnar Reykja­víkur líka, hefur verið tölu­vert um nafn­laus áróð­urs­mynd­bönd á net­inu sem hafa sum hver fengið mikla dreif­ing­u.

Verði frum­varpið að lögum eins og for­menn­irnir hafa lagt það fram verður stjórn­mála­sam­tök­um, kjörnum full­trúum þeirra og fram­bjóð­end­um, sem og fram­bjóð­endum í per­sónu­kjöri, óheim­ilt að fjár­magna, birta eða taka þátt í birt­ingu efnis eða aug­lýs­inga í tengslum við stjórn­mála­bar­áttu nema fram komi við birt­ingu að efnið sé birt að til­stuðlan eða með þátt­töku þeirra.

Auk þess eiga allar aug­lýs­ingar og annað kostað efni, sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit kosn­inga, að vera merkt aug­lýsanda eða ábyrgð­ar­manni frá þeim degi kjör­dagur hefur form­lega verið aug­lýstur vegna kosn­inga til Alþing­is, sveita­stjórna eða til emb­ættis for­seta Íslands.

Þarf að gera kröfu til fólks um sjálf­stæða hugsun

Helgi Hrafn sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins í morgun að hann vildi að skoðað yrði af hálfu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar hvort þetta frum­varp sam­ræmd­ist þeim lýð­ræð­is­legu gildum sem tján­ing­ar­frels­inu væri ætlað að næra.

Auglýsing

Hann sagði einnig að það væri þó annað sem væri jafn­vel enn mik­il­væg­ara en þetta frum­varp: „Hlut­verk borg­ar­ans, les­and­ans, áheyrand­ans, á því að geta les­ið, séð og heyrt heim­inn sem við búum í án þess að heila­þvost af honum sam­stund­is.“„Al­menn­ingur ekki börn yfir­valda, þetta er full­orðið fólk upp til hópa og við eigum að gera þá kröfu til ann­ars full­orð­ins fólks að það hafi sjálf­stæða hugsun og geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir þótt það verði fyrir ein­hverri vit­leysu á inter­net­in­u,“ sagði Helgi Hrafn og bætti við að því miður væri íslenskt sam­fé­lag ekki vant því að hugsa þannig um fólk.

„Heldur er meira og minna hugsað um almenn­ing sem sam­an­safn af börnum sem yfir­völd þurfi ein­hvern­veg­inn að ala upp og ég vildi bara koma hér upp í ljósi umfjöll­unar Kjarn­ans og fram­lagn­ingar þessa frum­varps og minna á að almenn­ingur er ekki sam­an­safn af börn­um, heldur full­orðnu fólki,“ sagði for­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent