„Almenningur er ekki samansafn af börnum“

Þingmaður Pírata segir að kanna verði rækilega hvernig frumvarp um bann við nafnlausum kosningaáróðri samræmist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og lýðræðislegum gildum. Treysta þurfi fólki til að láta ekki vitleysu á netinu heilaþvo sig.

Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagð­ist á þingi í morgun hafa tekið þátt í að leggja fram frum­varp ásamt öllum öðrum flokks­for­mönnum á þingi um bann við nafn­lausum áróðri með þeim fyr­ir­vara að kannað yrði ræki­lega hvernig slíkt bann sam­ræmd­ist tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Kjarn­inn fjall­aði í morgun um frum­varpið og rifj­aði upp ástæður þess að verið er að leggja það fram, en fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, bæði til Alþingis og reyndar borg­ar­stjórnar Reykja­víkur líka, hefur verið tölu­vert um nafn­laus áróð­urs­mynd­bönd á net­inu sem hafa sum hver fengið mikla dreif­ing­u.

Verði frum­varpið að lögum eins og for­menn­irnir hafa lagt það fram verður stjórn­mála­sam­tök­um, kjörnum full­trúum þeirra og fram­bjóð­end­um, sem og fram­bjóð­endum í per­sónu­kjöri, óheim­ilt að fjár­magna, birta eða taka þátt í birt­ingu efnis eða aug­lýs­inga í tengslum við stjórn­mála­bar­áttu nema fram komi við birt­ingu að efnið sé birt að til­stuðlan eða með þátt­töku þeirra.

Auk þess eiga allar aug­lýs­ingar og annað kostað efni, sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit kosn­inga, að vera merkt aug­lýsanda eða ábyrgð­ar­manni frá þeim degi kjör­dagur hefur form­lega verið aug­lýstur vegna kosn­inga til Alþing­is, sveita­stjórna eða til emb­ættis for­seta Íslands.

Þarf að gera kröfu til fólks um sjálf­stæða hugsun

Helgi Hrafn sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins í morgun að hann vildi að skoðað yrði af hálfu stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar hvort þetta frum­varp sam­ræmd­ist þeim lýð­ræð­is­legu gildum sem tján­ing­ar­frels­inu væri ætlað að næra.

Auglýsing

Hann sagði einnig að það væri þó annað sem væri jafn­vel enn mik­il­væg­ara en þetta frum­varp: „Hlut­verk borg­ar­ans, les­and­ans, áheyrand­ans, á því að geta les­ið, séð og heyrt heim­inn sem við búum í án þess að heila­þvost af honum sam­stund­is.“„Al­menn­ingur ekki börn yfir­valda, þetta er full­orðið fólk upp til hópa og við eigum að gera þá kröfu til ann­ars full­orð­ins fólks að það hafi sjálf­stæða hugsun og geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir þótt það verði fyrir ein­hverri vit­leysu á inter­net­in­u,“ sagði Helgi Hrafn og bætti við að því miður væri íslenskt sam­fé­lag ekki vant því að hugsa þannig um fólk.

„Heldur er meira og minna hugsað um almenn­ing sem sam­an­safn af börnum sem yfir­völd þurfi ein­hvern­veg­inn að ala upp og ég vildi bara koma hér upp í ljósi umfjöll­unar Kjarn­ans og fram­lagn­ingar þessa frum­varps og minna á að almenn­ingur er ekki sam­an­safn af börn­um, heldur full­orðnu fólki,“ sagði for­maður Pírata.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent