„Almenningur er ekki samansafn af börnum“

Þingmaður Pírata segir að kanna verði rækilega hvernig frumvarp um bann við nafnlausum kosningaáróðri samræmist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og lýðræðislegum gildum. Treysta þurfi fólki til að láta ekki vitleysu á netinu heilaþvo sig.

Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata.
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist á þingi í morgun hafa tekið þátt í að leggja fram frumvarp ásamt öllum öðrum flokksformönnum á þingi um bann við nafnlausum áróðri með þeim fyrirvara að kannað yrði rækilega hvernig slíkt bann samræmdist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.

Kjarninn fjallaði í morgun um frumvarpið og rifjaði upp ástæður þess að verið er að leggja það fram, en fyrir síðustu kosningar, bæði til Alþingis og reyndar borgarstjórnar Reykjavíkur líka, hefur verið töluvert um nafnlaus áróðursmyndbönd á netinu sem hafa sum hver fengið mikla dreifingu.

Verði frumvarpið að lögum eins og formennirnir hafa lagt það fram verður stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum þeirra og frambjóðendum, sem og frambjóðendum í persónukjöri, óheimilt að fjármagna, birta eða taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga í tengslum við stjórnmálabaráttu nema fram komi við birtingu að efnið sé birt að tilstuðlan eða með þátttöku þeirra.

Auk þess eiga allar auglýsingar og annað kostað efni, sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit kosninga, að vera merkt auglýsanda eða ábyrgðarmanni frá þeim degi kjördagur hefur formlega verið auglýstur vegna kosninga til Alþingis, sveitastjórna eða til embættis forseta Íslands.

Þarf að gera kröfu til fólks um sjálfstæða hugsun

Helgi Hrafn sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins í morgun að hann vildi að skoðað yrði af hálfu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hvort þetta frumvarp samræmdist þeim lýðræðislegu gildum sem tjáningarfrelsinu væri ætlað að næra.

Auglýsing

Hann sagði einnig að það væri þó annað sem væri jafnvel enn mikilvægara en þetta frumvarp: „Hlutverk borgarans, lesandans, áheyrandans, á því að geta lesið, séð og heyrt heiminn sem við búum í án þess að heilaþvost af honum samstundis.“

„Almenningur ekki börn yfirvalda, þetta er fullorðið fólk upp til hópa og við eigum að gera þá kröfu til annars fullorðins fólks að það hafi sjálfstæða hugsun og geti tekið upplýstar ákvarðanir þótt það verði fyrir einhverri vitleysu á internetinu,“ sagði Helgi Hrafn og bætti við að því miður væri íslenskt samfélag ekki vant því að hugsa þannig um fólk.

„Heldur er meira og minna hugsað um almenning sem samansafn af börnum sem yfirvöld þurfi einhvernveginn að ala upp og ég vildi bara koma hér upp í ljósi umfjöllunar Kjarnans og framlagningar þessa frumvarps og minna á að almenningur er ekki samansafn af börnum, heldur fullorðnu fólki,“ sagði formaður Pírata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent