Mynd: Skjáskot

Formenn stjórnmálaflokka leggja til bann við nafnlausum áróðri í aðdraganda kosninga

Áróðursefni þar sem reynt er að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga án þess að nokkur gangist við ábyrgð á efninu eða að hafa borgað fyrir það, var áberandi í síðustu þingkosningum. Miklum fjármunum var kostað til við gerð þess og dreifingu. Nú á að reyna að banna það.

Allir for­menn eða for­mannsí­gildi þeirra átta stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi hafa lagt fram sam­eig­in­lega frum­varp um breyt­ingu á lögum um fjár­mál stjórn­mála­sam­taka og fram­bjóð­enda og um upp­lýs­inga­skyldu þeirra. Fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins er Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra.

Á meðal þess sem frum­varpið leggur til er bann við nafn­lausum áróðri í aðdrag­anda kosn­inga, en slíkur áróður var áber­andi í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2016 og 2017. Verði frum­varpið að lögum verður stjórn­mála­sam­tök­um, kjörnum full­trúum þeirra og fram­bjóð­end­um, sem og fram­bjóð­endum í per­sónu­kjöri, óheim­ilt að fjár­magna, birta eða taka þátt í birt­ingu efnis eða aug­lýs­inga í tengslum við stjórn­mála­bar­áttu nema fram komi við birt­ingu að efnið sé birt að til­stuðlan eða með þátt­töku þeirra.

Auk þess eiga allar aug­lýs­ingar og annað kostað efni, sem ætlað er að hafa áhrif á úrslit kosn­inga, að vera merkt aug­lýsanda eða ábyrgð­ar­manni frá þeim degi kjör­dagur hefur form­lega verið aug­lýstur vegna kosn­inga til Alþing­is, sveita­stjórna eða til emb­ættis for­seta Íslands. 

Auglýsing

Face­book, stærsti sam­fé­lags­mið­ill heims, hefur þegar tekið upp kerfi þar sem keyptur auk­inn sýni­leiki fyrir efni þar sem umfjöll­un­ar­efnið er að ein­hverjum leyti póli­tískt er bund­inn því að fram komi hver greiði fyr­ir. 

Næst verður kosið til Alþingis hér­lendis 25. sept­em­ber næst­kom­andi.

Áber­andi í síð­ustu kosn­ingum

Í alþing­is­­kosn­­ingum árin 2016 og 2017 var nafn­­laus áróður gegn ákveðnum stjórn­­­mála­­flokkum áber­andi á sam­­fé­lags­mið­l­­um. ­Sömu sögu er að segja af for­seta­kosn­ingum sem fram fóru sum­arið 2016 og síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, sem fram fóru 2018.

Það varð meðal ann­ars til þess að þing­­menn fjög­­urra stjórn­­­mála­­flokka lögðu snemma árs 2018 fram beiðni um skýrslu frá for­­sæt­is­ráð­herra um aðkomu og hlut­­deild huld­u­að­ila í kosn­­ingum til Alþing­­is. Þeir vildu meðal ann­­ars að kom­ist yrði að því hverjir stóðu að nafn­­lausum áróðri í kringum alþing­is­­kosn­­ing­­arnar 2016 og 2017 og kanna tengslin milli þeirra og stjórn­­­mála­­flokk­anna sem buðu fram til Alþing­­is.

Sú síða sem var mest áberandi í nafnlausu níði og áróðri í síðustu tveimur þingkosningum, forsetakosningunum 2016 og borgarstjórnarkosningunum 2018 ber heitið „Kosningar“. Meginþema áróðursins er að tala gegn vinstri stefnu, verja stöðu útgerðar og hvetja til þess að hægri menn séu kosnir. Miklum fjármunum var kostað til að dreifa efninu.
Mynd: Skjáskot

Í grein­ar­gerð með beiðn­inni sagði meðal ann­ars að um hafi verið að ræða rætnar og and­lýð­ræð­is­­legar her­­ferðir sem eng­inn vildi gang­­ast við. „Á skömmum tíma höfðu tug­­þús­undir ein­stak­l­inga séð og dreift umræddum mynd­­böndum og áróðri á sam­­fé­lags­miðlum (einkum á Face­book og YouTu­be) þar sem veist var að póli­­tískum and­­stæð­ingum í skjóli nafn­­leyndar og ráð­ist að þeim per­­són­u­­lega með ósann­indum og skrum­skæl­ingum án þess að kjós­­endum væri ljóst hverjir stæðu á bak við áróð­­ur­inn. Þær síður sem mest voru áber­andi voru ann­­ars vegar Face­book-­­síð­­­urnar Kosn­­ingar 2016 og Kosn­­ingar 2017, sem beindu spjótum sínum að flokkum á vinstri væng stjórn­­­mál­anna, og hins vegar Face­book-­­síðan Kosn­­inga­vakt­in, sem beindi spjótum sínum að hægri væng stjórn­­­mál­anna.“

Skýrsl­unni var skilað til Alþingis í júní 2018. Nið­ur­staða hennar var að ekk­ert lægi fyrir um það hvaða huld­u­að­ilar stóðu að nafn­­lausum áróðri í kringum alþing­is­­­kosn­­­ing­­­arnar 2016 og 2017 og að ekk­ert væri vitað um hvort stjórn­­­mála­­sam­tök sem lúta eft­ir­liti Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar hafi „staðið á bak við umræddar her­­ferðir eða notið góðs af þeim þannig að slíks fram­lags bæri að geta í reikn­ingum stjórn­­­mála­­sam­tak­anna eða ein­stakra fram­­bjóð­enda.“ Þá væri vand­­séð hvað stjórn­­völd geti gert til að graf­­ast fyrir um hverjir standi á bak við þær.

Í apríl 2019 skip­aði for­sæt­is­ráð­herra svo nefnd full­trúa allra stjórn­mála­flokka á Alþingi, for­sæt­is­ráðu­neytis og dóms­mála­ráðu­neyt­is, til að leggja drög að frum­varpi til heild­ar­laga um starf­semi stjórn­mála­sam­taka. Vinna þeirra nefndar er und­ir­staða þess frum­varps sem kynnt var til leiks í gær­kvöldi, og á að banna nafn­lausan áróð­ur.

Segir áróð­ur­inn hafa virkað

Í síð­ustu kosn­ing­um, árið 2017, var eft­ir­tekt­ar­verð­asti áróð­ur­inn gegn Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni Vinstri grænna.  Birt­ing­ar­myndin var meðal ann­ars mynd­bönd, frá nafn­lausri áróð­urs­síðu sem bar nafnið Kosn­ingar 2017, með „Skattaglöðu Skatta-Kötu“ sem klif­aði á skatta­hækk­unum og hót­aði „eigna­upp­töku að sós­íal­ískri fyr­ir­mynd“. 

Mynd­bönd­unum var dreift með ærnum til­kostn­aði á Face­book og YouTu­be. Áhorfið mæld­ist í tugum þús­unda hið minnsta. 

Í bók­inni Hreyf­ing rauð og græn – Saga VG 1999-2019 eftir Pétur Hrafn Árna­son sagn­fræð­ing, sem kom út í des­em­ber 2019  í til­efni af 20 ára afmæli Vinstri grænna var meðal ann­ars fjallað um síð­ustu tvær þing­kosn­ing­ar.

Auglýsing

Þar segir meðal ann­ars um þennan nafn­lausa áróð­ur: „Í lok eins mynd­bands­ins runnu sam­klippur úr ræðum Katrínar á Alþingi inn í níð frá bús­á­hald­ar­bylt­ingu og myndum af upp­lausn­ar­á­standi með brenn­andi íslenska krónu í mið­punkt­i.“ 

Katrín er spurð að því í bók­inni hvort þessi áróður hafi haft áhrif’? Hún segir að hún sé nokkuð viss um að svo hafi ver­ið. „Til­lögur VG í skatta­málum voru gerðar tor­tryggi­legar og það hafði heil­mikil áhrif. Fylgið féll jafnt og þétt og að lenda í slíkri vörn strax í upp­hafi er þrælerfitt í kosn­inga­bar­átt­u.“

Fylgi Vinstri grænna, sem hafði mælst í kringum 25 pró­sent í lok sept­em­ber 2017, fór að falla. Á end­anum fékk flokk­ur­inn 16,9 pró­sent, sem gerði hann að næst stærsta flokki lands­ins.

Skil­yrði fyrir fjár­fram­lögum

Auk banns­ins við nafn­lausa áróðr­inum í aðdrag­anda kosn­inga er frum­varp­inu sem for­menn stjórn­mála­flokk­anna átta birtu á vef Alþingis í gær ætlað að heim­ila að rík­is­skatt­stjóra verði falið að starf­rækja sér­staka stjórn­mála­sam­taka­skrá og að skráin verði birt almenn­ingi á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands ásamt upp­lýs­ingum sem fylgja umsókn um skrán­ingu. Þá er lagt til að það verði gert að skil­yrði fyrir fjár­fram­lögum úr rík­is­sjóði og frá sveit­ar­stjórn­um, til við­bótar við þau skil­yrði sem þegar eru í lög­un­um, að við­kom­andi stjórn­mála­sam­tök hafi fengið skrán­ingu þá í stjórn­mála­sam­taka­skrá. 

Auglýsing

Í frum­varp­inu er enn fremur lagt til að skýrt verði kveðið á um heim­ildir stjórn­mála­sam­taka til að halda félaga­skrá og um heim­ila með­ferð þeirra per­sónu­upp­lýs­inga sem í hana eru skráðar auk þess sem mælt er fyrir um heim­ildir stjórn­mála­sam­taka til að vinna með per­sónu­upp­lýs­ingar um almenn­ing. Í því sam­bandi er lagt til að sér­stak­lega verði tekið fram að stjórn­mála­sam­tökum sé óheim­ilt að nýta per­són­u­snið til að beina að ein­stak­lingum efni og aug­lýs­ingum í tengslum við stjórn­mála­bar­áttu sem fela í sér hvatn­ingu um að nýta ekki kosn­ing­ar­rétt­inn. 

Að end­ingu á ákvæði kosn­inga­laga um lista­bók­stafi stjórn­mála­sam­taka að verða tekið upp í lög­unum og kveða á um að  skráð stjórn­mála­sam­tök skuli halda skráðum lista­bók­staf á meðan þau upp­fylla skil­yrði skrán­ingar sam­kvæmt lög­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar