Tíð ríkisstjórnarskipti og kórónuveiran hafa stóraukið nýtingu fjáraukalaga

Þegar lög um opinber fjármál voru sett árið 2015 áttu þau að auka festu í ríkisfjármálum og draga úr notkun fjáraukalaga. Þróunin hefur hins vegar orðið þveröfug, meðal annars vegna tíðra ríkisstjórnarskipta og kórónuveirufaraldurs.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Auglýsing

„Eitt af mark­miðum með setn­ingu laga um opin­ber fjár­mál árið 2015 var að bæta áætl­ana­gerð um rík­is­fjár­mál og auka festu við fram­kvæmd fjár­laga. Liður í því var að draga úr notkun fjár­auka­laga. Frá því lögin gengu í gildi hefur þró­unin hins vegar orðið þver­öf­ug. Kemur þar ýmis­legt til og má þar nefna tíð rík­is­stjórna­skipti eftir að lögin tóku gildi en þó sér­stak­lega áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins sem skall á í byrjun árs 2020. Eftir því sem meira jafn­vægi kemst á rík­is­fjár­málin og þau fær­ast í eðli­legra horf mun koma í ljós hvort það mark­mið lag­anna að draga úr auka­fjár­veit­ingum hafi gengið eft­ir.“

Þetta segir Rík­is­end­ur­skoðun í umsögn sinni um frum­varp til fjár­auka­laga fyrir árið 2022 þar sem óskað er eftir því að stofn­unin leggi mat á hvort frum­varpið full­nægi skil­yrðum laga um opin­ber fjár­mál.

Í frum­varpi til fjár­­auka­laga, sem birt var 9. nóv­em­ber, voru settar fram til­­lögur um við­­bót­­ar­heim­ildir í upp á 74,7 millj­­arða króna eyðslu. Um er að ræða 6,1 pró­sent útgjalda­aukn­ingu.

Í lögum um opin­ber fjár­mál er til­grein að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sé heim­ilt, ger­ist þess þörf, að leita auk­inna fjár­heim­ilda í frum­varpi til fjár­auka­laga til að bregð­ast við tíma­bundn­um, ófyr­ir­séðum og óhjá­kvæmi­legum útgjöldum innan fjár­laga­árs­ins, enda hafi ekki verið unnt að bregð­ast við þeim með úrræðum sem til­greind eru í lög­un­um. Til er almennur vara­sjóður sem hægt á að vera að draga á ef sækja þarf nýjar heim­ild­ir. Til ráð­stöf­unar á árinu voru um 3,1 millj­arður króna. 

Sumt átti alls­endis ekki að koma á óvart

Rík­is­end­ur­skoðun kemst að þeirri nið­ur­stöðu að það hljóti að alltaf að vera mats­at­riði hvað telj­ist ófyr­ir­séð og óhjá­kvæmi­leg útgjöld sem falli til eftir setn­ingu fjár­laga. „Stjórn­völd hljóta enda að hafa tölu­vert svig­rúm til mats á þessu en ættu engu að síður að geta rök­stutt það mat vel. Rík­is­end­ur­skoðun telur þó rétt að benda á að sum útgjalda­til­efni hefðu ekki átt að koma alls­endis á óvart og má þar m.a. nefna útgjöld LSH og ann­arra heil­brigð­is­stofn­ana vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Við mat á slíkum við­bót­ar­út­gjöldum spilar auk þess inn í að á sama tíma var verið að inn­leiða stytt­ingu vinnu­tíma sem samið var um í kjara­samn­ingum en kostn­að­ar­auki vegna þess kann einnig að hafa áhrif.“

Auglýsing
Ástæða virð­ist því til þess að skil­greina betur hvaða útgjalda­til­efnum megi bregð­ast við með vara­sjóðum og hverjum með fjár­auka­lög­um. „Al­mennt verður að telja æski­legt að nota vara­sjóði til þess að mæta ófyr­ir­séðum útgjöldum þannig að mæta megi þeim innan þess útgjald­ara­mma sem skil­greindur er í fjár­lög­um.“

Fjölgun flótta­­manna kostar umtals­vert

Langstærstur hluti þeirra við­bót­ar­út­gjalda sem sækja þarf heim­ild fyrir eru um 37 millj­­arða króna vegna end­­ur­­met­innar þarfar um vaxta­­gjöld rík­­is­­sjóðs, sem eru til­­komin vegna áhrifa verð­­bólgu á verð­­tryggðar skuldir rík­­is­­sjóðs. Þá eru óskað eftir 16,6 millj­­arða króna við­­bót­­ar­heim­ildum vegna kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins, að upp­i­­­stöðu vegna auk­ins rekstr­­ar­­kostn­aðar heil­brigð­is­­stofn­ana sem taka til sín 15 af þeim millj­­örðum króna. 

Fyrir liggur að það þurfi að eyða 4,9 millj­­örðum króna í svo­­kall­aðar efna­hags­­legar aðgerð­ir, en til þeirra telj­­ast 2,2 millj­­arða króna styrkir til land­­bún­­að­­ar, þriggja pró­­senta hækkun bóta almanna­­trygg­inga sem kostar 1,6 millj­­arð króna og barna­­bóta­­auki upp á 1,1 millj­­arð króna. Tveir síð­­ast­­nefndu útgjalda­lið­irnir eru vegna sér­­stakra efna­hags­að­­gerða sem kynntar voru í vor til að draga úr áhrifum verð­­bólgu á lífs­­kjör við­­kvæm­­ustu hópa sam­­fé­lags­ins. 

Auglýsing
Leggja þarf til 1,4 millj­­arða króna í við­­bót við fyrri áætluð útgjöld til að mæta ýmsum útgjöldum sem tengj­­ast fjölgun umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd, flótta­­fólks og mál­efnum Úkra­ínu. Til við­­bótar við þá upp­­hæð er gert ráð fyrir að ráð­stafa 3,2 millj­­örðum króna úr almennum vara­­sjóði vegna fjölgun flótta­­fólks og umsókna um alþjóð­­lega vernd. Heild­­ar­aukn­ing það sem af er árs­ins nemur því um 4,6 millj­­örðum króna, en á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins sóttu alls 3.467 um vernd hér­­­lend­­is. Það eru rúm­­lega þrisvar sinnum fleiri en hafa áður sótt um vernd á Íslandi innan heils árs. Lang­flest­ir, eða 58 pró­­sent allra umsækj­enda, koma frá Úkra­ínu eftir boð íslenskra stjórn­­­valda þar um. Þá eru 22 pró­­sent umsækj­enda frá Venes­ú­ela, sem koma hingað á grund­velli ákvörð­unar stjórn­­­valda þar um frá árinu 2018. Því koma átta af hverjum tíu umsækj­endum um vernd frá þessum tveimur lönd­­um. 

Við­­bót­­ar­­kostn­aður vegna húsa­­kaupa og end­­ur­greiðslna

Einn lið­­ur­inn í fjár­­auka­lög­unum kall­­ast ein­fald­­lega „önnur útgjalda­til­efn­i“. Þar er meðal ann­­ars að finna 2,9 millj­­arða króna við­­bót­­ar­út­­­gjöld vegna hæsta­rétt­­ar­­dóms sem féll fyrr á árinu og sagði að óheim­ilt væri að skerða fram­­færslu­­upp­­­bót örorku- og elli­líf­eyr­is­þega á þeim for­­sendum að þeir hafi búið hluta starfsævi sinnar erlend­­is.

Stærsti nýi kostn­að­­ar­lið­­ur­inn sem fellur þar undir er þó sex millj­­arða króna eyðsla í kaup á hluta af nýjum höf­uð­­stöðvum Lands­­bank­ans við Aust­­ur­bakka. Þar á að koma fyrir utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu auk þess sem hluti þess verður nýtt undir sýn­ing­­ar- og menn­ing­­ar­tengda starf­­semi á vegum Lista­safns Íslands, og er þá einkum horft til sam­­tíma­list­­ar. 

Annað mál sem verið hefur nokkuð í umræð­unni á þessu ári er ákvörðun stjórn­­­valda að hækka end­­ur­greiðslu vegna fram­­leiðslu­­kostn­aðar kvik­­mynda­fram­­leið­enda úr 25 í 35 pró­­sent fyrir stærri verk­efni. Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti frum­varp Lijlu D. Alfreðs­dótt­­ur, menn­ing­­ar- og við­­skipta­ráð­herra, um málið í maí og það var afgreitt sem lög frá Alþingi um miðjan júní. Innan kvik­­mynda­­geirans er almennt talið að fram­lagn­ingu frum­varps­ins hafi verið flýtt til að tryggja að fram­­leiðsla á fjórðu þátta­röð True Det­ect­­ive færi fram hér á landi, en umfang þess er metið á níu millj­­arða króna. 

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Þegar frum­varpið var til umfjöll­unar í atvinn­u­­vega­­nefnd snemma í sumar skil­aði fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið inn minn­is­­blaði þar sem gagn­rýnt var að frum­varpið væri ófjár­­­­­magnað og að skortur hefði verið á sam­ráði við samn­ingu þess. Í minn­is­­­blað­inu var bent á kostn­að­­­ar­á­hrif frum­varps­ins, um ófjár­­­­­magnað frum­varp sé að ræða og fjár­­­heim­ildir væru því ekki til staðar til að mæta þeim kostn­að­­­ar­auka sem frum­varpið hefði í för með sér. Í umræðum á þingi sagði Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, frá því að hann hefði vakið athygli á því við rík­­is­­stjórn­­­ar­­borðið að útgjalda­lið­­ur­inn, sem vistaður væri í menn­ing­­ar- og við­­skipta­ráðu­­neyt­inu hefði ekki næg­i­­legt svig­­rúm til að full­nægja þeirri þörf sem myndi skap­­ast fyrir end­­ur­greiðsl­­ur. 

Það kom enda í ljós og í fjár­­auka­laga­frum­varp­inu þarf að leggja tæp­­lega 1,8 millj­­arð króna til í umfram­út­­­gjöld vegna end­­ur­greiðslna vegna kvik­­mynda­­gerð­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent