Mikill viðbótarkostnaður vegna endurgreiðslu til kvikmynda, húsakaupa og flóttamanna

Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi vegna ársins 2022 þarf að sækja viðbótarheimildir til eyðslu upp á næstum 75 milljarða króna. Hallinn á ríkissjóði verður hins vegar 60 milljörðum krónum minni en áætlað var, en þó 126 milljarðar króna.

Kostnaður við rekstur ríkissjóðs í ár verður meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Kostnaður við rekstur ríkissjóðs í ár verður meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Auglýsing

Í frum­varpi til fjár­auka­laga, sem birt var í dag, kemur fram að afkoma rík­is­sjóðs verður um 60 millj­örðum krónum betri í ár en fyrri áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Í stað þess að hall­inn á rekstri hans verði 186 millj­arðar króna stefnir nú í að hann verði 126 millj­arðar króna. Ástæða þessa er fyrst og síð­ast rakin til auk­inna tekna af skatt­heimtu og trygg­inga­gjöld­um, en þær eru um 100 millj­örðum króna hærra en gert var ráð fyrir í fjár­lögum fyrir árið 2022. Þessi aukn­ing hefur verið drifin áfram af mik­illi fjölgun ferða­manna og vexti í einka­neyslu lands­manna í kjöl­far kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, þegar sparn­aður stórjókst í ljósi þess að tæki­færum til eyðslu fækk­aði mikið vegna sam­göngu- og umgengnis­tak­mark­ana. Há verð­bólga eykur líka tekjur rík­is­sjóðs til skamms tíma.

Í frum­varpi til fjár­auka­laga er ekki bara að finna upp­lýs­ingar um minnk­andi halla á rekstri rík­is­sjóðs. Meg­in­inn­tak frum­varps­ins eru til­lögur um við­bót­ar­heim­ildir í upp á 74,7 millj­arða króna eyðslu. Þar munar lang­mestu um 37 millj­arða króna vegna end­ur­met­innar þarfar um vaxta­gjöld rík­is­sjóðs, sem eru til­komin vegna áhrifa verð­bólgu á verð­tryggðar skuldir rík­is­sjóðs. 

Þá eru óskað eftir 16,6 millj­arða króna við­bót­ar­heim­ildum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, að uppi­stöðu vegna auk­ins rekstr­ar­kostn­aðar heil­brigð­is­stofn­ana sem taka til sín 15 af þeim millj­örðum króna. 

Fjölgun flótta­manna kostar umtals­vert

Fyrir liggur að það þurfi að eyða 4,9 millj­örðum króna í svo­kall­aðar efna­hags­legar aðgerð­ir, en til þeirra telj­ast 2,2 millj­arða króna styrkir til land­bún­að­ar, þriggja pró­senta hækkun bóta almanna­trygg­inga sem kostar 1,6 millj­arð króna og barna­bóta­auki upp á 1,1 millj­arð króna. Tveir síð­ast­nefndu útgjalda­lið­irnir eru vegna sér­stakra efna­hags­að­gerða sem kynntar voru í vor til að draga úr áhrifum verð­bólgu á lífs­kjör við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins. 

Auglýsing
Leggja þarf til 1,4 millj­arða króna í við­bót við fyrri áætluð útgjöld til að mæta ýmsum útgjöldum sem tengj­ast fjölgun umsækj­enda um alþjóð­lega vernd, flótta­fólks og mál­efnum Úkra­ínu. Til við­bótar við þá upp­hæð er gert ráð fyrir að ráð­stafa 3,2 millj­örðum króna úr almennum vara­sjóði vegna fjölgun flótta­fólks og umsókna um alþjóð­lega vernd. Heild­ar­aukn­ing það sem af er árs­ins nemur því um 4,6 millj­örðum króna, en á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins sóttu alls 3.467 um vernd hér­lend­is. Það eru rúm­lega þrisvar sinnum fleiri en hafa áður sótt um vernd á Íslandi innan heils árs. Lang­flest­ir, eða 58 pró­sent allra umsækj­enda, koma frá Úkra­ínu eftir boð íslenskra stjórn­valda þar um. Þá eru 22 pró­sent umsækj­enda frá Venes­ú­ela, sem koma hingað á grund­velli ákvörð­unar stjórn­valda þar um frá árinu 2018. Því koma átta af hverjum tíu umsækj­endum um vernd frá þessum tveimur lönd­um. 

Við­bót­ar­kostn­aður vegna húsa­kaupa og end­ur­greiðslna

Einn lið­ur­inn í fjár­auka­lög­unum kall­ast ein­fald­lega „önnur útgjalda­til­efn­i“. Þar er meðal ann­ars að finna 2,9 millj­arða króna við­bót­ar­út­gjöld vegna hæsta­rétt­ar­dóms sem féll fyrr á árinu og sagði að óheim­ilt væri að skerða fram­færslu­upp­bót örorku- og elli­líf­eyr­is­þega á þeim for­sendum að þeir hafi búið hluta starfsævi sinnar erlend­is.

Stærsti nýi kostn­að­ar­lið­ur­inn sem fellur þar undir er þó sex millj­arða króna eyðsla í kaup á hluta af nýjum höf­uð­stöðvum Lands­bank­ans við Aust­ur­bakka. Þar á að koma fyrir utan­rík­is­ráðu­neyt­inu auk þess sem hluti þess verður nýtt undir sýn­ing­ar- og menn­ing­ar­tengda starf­semi á vegum Lista­safns Íslands, og er þá einkum horft til sam­tíma­list­ar. 

Annað mál sem verið hefur nokkuð í umræð­unni á þessu ári er ákvörðun stjórn­valda að hækka end­ur­greiðslu vegna fram­leiðslu­kostn­aðar kvik­mynda­fram­leið­enda úr 25 í 35 pró­sent fyrir stærri verk­efni. Rík­is­stjórnin sam­þykkti frum­varp Lijlu D. Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, um málið í maí og það var afgreitt sem lög frá Alþingi um miðjan júní. Innan kvik­mynda­geirans er almennt talið að fram­lagn­ingu frum­varps­ins hafi verið flýtt til að tryggja að fram­leiðsla á fjórðu þátta­röð True Det­ect­ive færi fram hér á landi, en umfang þess er metið á níu millj­arða króna. 

Þegar frum­varpið var til umfjöll­unar í atvinnu­vega­nefnd snemma í sumar skil­aði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið inn minn­is­blaði þar sem gagn­rýnt var að frum­varpið væri ófjár­­­magnað og að skortur hefði verið á sam­ráði við samn­ingu þess. Í minn­is­­blað­inu var bent á kostn­að­­ar­á­hrif frum­varps­ins, um ófjár­­­magnað frum­varp sé að ræða og fjár­­heim­ildir væru því ekki til staðar til að mæta þeim kostn­að­­ar­auka sem frum­varpið hefði í för með sér. Í umræðum á þingi sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, frá því að hann hefði vakið athygli á því við rík­is­stjórn­ar­borðið að útgjalda­lið­ur­inn, sem vistaður væri í menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu hefði ekki nægi­legt svig­rúm til að full­nægja þeirri þörf sem myndi skap­ast fyrir end­ur­greiðsl­ur. 

Það kom enda í ljós og í fjár­auka­laga­frum­varp­inu þarf að leggja tæp­lega 1,8 millj­arð króna til í umfram­út­gjöld vegna end­ur­greiðslna vegna kvik­mynda­gerð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar