Stærsta vandamálið sem stigmagnar öll önnur vandamál

Krafa þróunarríkja um fjárhagslegan stuðning þróaðri ríkja verður í brennidepli á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. „Stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar,“ segir forseti Ungra umhverfissinna.

„Það verða alltaf önnur vandamál. En stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar. Því lengur sem við bíðum með að takast á við þær, því erfiðara verður það,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna.
„Það verða alltaf önnur vandamál. En stærsta vandamálið, sem stigmagnar öll önnur vandamál, eru loftslagsbreytingar. Því lengur sem við bíðum með að takast á við þær, því erfiðara verður það,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna.
Auglýsing

Bjart­sýni og góður andi ein­kenna upp­hafs­daga lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna að mati Tinnu Hall­gríms­dótt­ur, for­seta Ungra umhverf­is­sinna.

Tuttug­asta og sjö­unda lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP27, hófst í Sharm el-S­heikh í Egypta­landi á sunnu­dag. Þetta er í þriðja sinn sem Tinna tekur þátt í lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna og mun hún taka þátt í við­burðum og umræðum alla ráð­stefn­una, sem lýkur 18. nóv­em­ber.

Auglýsing
„Ég bý að góðri reynslu að hafa farið áður. En skipu­lagið er ekki með besta móti í ár. Það var ennþá verið að byggja og búa til hluti þegar við mætt­um, það var eins og þetta væri hálf til­búið en samt ekki,“ segir Tinna í sam­tali við Kjarn­ann.

Töp og tjón í brennid­epli

Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, sagði í upp­hafs­ræðu sinni á ráð­stefn­unni að heim­ur­inn væri á „hraðri leið til lofts­lags­hel­vít­is“ og val­kost­irnir væru skýrir – lofts­lags­sam­komu­lag eða sam­komu­lag um dauða fjölda fólks.

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mynd: EPA

„Guterres setti svo­lítið tón­inn og hann var mjög harð­orður varð­andi þennan dag­skrár­lið Töp og tjón,“ segir Tinna.

Töp og tjón (e. Loss and Damage) snýr að fjár­veit­ingum til ríkja í fram­línu lofts­lagskrepp­unnar sem þurfa að glíma dag­lega við afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. Sam­komu­lag náð­ist í upp­hafi ráð­stefn­unnar að koma mál­efn­inu á dag­skrá, meðal ann­ars með því að ræða hvort stofna ætti sér­stakan bóta­sjóð til ríkja sem verða fyrir óbæt­an­legum skaða vegna hlýn­unar jarð­ar.

­Ljóst er að töp og tjón verða í brennid­epli í samn­inga­við­ræðum á ráð­stefn­unni, mál­efni sem Tinna hefur sér­stakan áhuga á. „Þetta eru þær afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga sem ekki er hægt að aðlag­ast. Við erum alltaf að tala um sam­drátt í losun og aðlög­un, en svo er það næsta skref eða þriðji vink­ill­inn, að sumar þjóðir hafa hrein­lega ekki get­una til að aðlag­ast afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga, annað hvort vegna ónægra inn­viða­trygg­inga eða af því að lofts­lags­ham­far­irnar eru af það stórum skala,“ segir Tinna og nefnir gríð­ar­leg flóð í Pakistan í lok ágúst sem dæmi um raun­veru­leika lofts­lags­breyt­inga vegna hlýn­unar jarð­ar. Mestu þurrkar í fjóra ára­tugi sem geisa nú í Eþíópíu er ann­að, og enn nýlegra, dæmi.

„Gríð­ar­lega mik­ill skaði er að eiga sér stað – manns­líf, inn­við­ir, efna­hags­legt tjón – bara nefndu það. Það var krafa þró­un­ar­landa að fá þetta form­lega sam­þykkt á dag­skrá og það náð­ist í gegn. En það skiptir miklu máli hvernig það þróast,“ segir Tinna, sem fagnar því að stofnun bóta­sjóðs verði rædd, en að það skipti máli að fjár­magnið í sjóðnum fari sér­stak­lega í sjóð­inn en verði ekki tekið úr öðrum fram­lög­um, svo sem þeim sem verja á í að aðlag­ast áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

„Framkvæmum í sameiningu“ er meðal slagorða 27. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi. Mynd: EPA

Þurfum ekki enn einn sam­ráðs­vett­vang

Tinna segir að það verði áhuga­vert að fylgj­ast með hvernig samn­inga­við­ræð­urnar þró­ast. „Hvort við fáum virki­lega það sem þró­un­ar­ríkin hafa verið að krefj­ast eða hvort við endum eins og síð­ast, að ná í gegn sam­ráðs­vett­vangi eða fleiri tækni­legum umræðum um það hvernig við munum mögu­lega fjár­magna þessar aðgerð­ir.“

Áfram­hald­andi frestun á aðgerðum er eitt­hvað sem þarf að yfir­stíga að mati Tinnu. „Við erum komin á þann punkt að þró­un­ar­löndin eru farin að kalla virki­lega mikið eftir þessu og sér­stak­lega í ár, þegar ráð­stefnan er á afrískri grundu, og nú er þetta komið form­lega á dag­skrá og það skiptir máli hvernig það mun þró­ast.“ Sam­ráðs­vett­vangur er góður sem slíkur en Tinna segir meiri þörf á beinu fjár­magni en enn einum sam­ráðs­vett­vangi.

Auglýsing
,,Við verðum að sýna skiln­ing á þann hátt að við aðstoð­um, til dæmis þessi minna þró­uðu ríki sem eru að reyna að standa við sínar skuld­bind­ingar í lofts­lags­mál­um, mörg hver með metn­að­ar­full mark­mið, en hafa kannski ekki til þess burði í ljósi efna­hags­legrar stöðu eða tapi og tjóni sem þau eru að verða fyrir vegna lofts­lags­breyt­inga.“

Þó fjár­magnið sé mik­il­vægt snýst aðstoðin einnig um að sýna sam­kennd og sam­hug að mati Tinnu. „Fólk er að verða fyrir hræði­legum ham­förum vegna lofts­lags­breyt­inga núna sem er sam­eig­in­legt vanda­mál. Við verðum að sýna að við erum ein heild í þessu og það er það sem ramma­samn­ing­ur­inn snýst um. En það vantar svo­lítið upp á að við sjáum þetta jafn­vægi á milli ríkj­anna.“

COP27 Shamr el-Sheikh

„Það verða alltaf önnur vanda­mál“

Simon Sti­ell tók nýverið við sem yfir­maður lofts­lags­mála hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Í upp­hafs­ræðu sinni sagð­ist hann ótt­ast að önnur mál væru ofar á for­gangs­lista þjóð­ar­leið­togar heims­ins. Þar ber hæst að nefna stríðið í Úkra­ínu og afleið­ingar þess; orku­kreppu sem hefur meðal ann­ars aukið eft­ir­spurn eftir kol­um.

Tinna segir orku­krepp­una ákveðna birt­ing­ar­mynd aðgerða­leysis í lofts­lags­mál­um. „Ef við værum búin að byggja upp inn­viði og annað fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa fyrr værum við í minni vand­ræð­u­m.“

Þá segir hún það ekk­ert nýtt að benda á önnur mál sem þykja mik­il­væg­ari en áhrif lofts­lags­breyt­inga hverju sinni. „COVID var notað sem ákveðin afsökun til að vera ekki að ein­blína á lofts­lags­að­gerð­ir, svo kemur þetta núna. Það verða alltaf önnur vanda­mál. En stærsta vanda­mál­ið, sem stig­magnar öll önnur vanda­mál, eru lofts­lags­breyt­ing­ar. Því lengur sem við bíðum með að takast á við þær, því erf­ið­ara verður það.“

Vonar að sjón­ar­mið Ungra umhverf­is­sinna nái inn í samn­inga­við­ræður

Auk Tinnu er Egill Ö. Her­manns­son, vara­for­seti Ungra umhverf­is­sinna, full­trúi á ráð­stefn­unni. Þá er Finnur Ricart Andra­son ung­menna­full­trúi Sam­ein­uðu þjóð­anna á sviði lofts­lags­mála á ráð­stefn­unni og Steffi Meisl er á vegum Háskóla Íslands. Öll sitja þau í stjórn Ungra umhverf­is­sinna. Finnur sat einnig COP26 í Glas­gow á síð­asta ári.

Egill Ö. Hermannsson, varaforseti Ungra umhverfissinna, Tinna Hallgrímsdóttir, forseti Ungra umhverfissinna og Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi SÞ á sviði loftslagsmála. Mynd: Aðsend-tinna-finnur

Mark­mið Ungra umhverf­is­sinna á COP27 er að hafa áhrif á ákvarð­ana­töku, miðla upp­lýs­ingum heim til Íslands og mynda tengsl sem gætu nýst félag­inu og mál­staðn­um. „Það sem við viljum hafa áhrif á hérna úti er til dæmis að hafa bein áhrif á íslensku sendi­nefnd­ina. Við erum að koma okkar sjón­ar­miðum inn þar sem von­andi smit­ast út í samn­inga­við­ræð­ur,“ segir Tinna.

Félagið mun einnig kynna Sól­ina, verk­efni sem félagið stóð fyrir í aðdrag­anda síð­ustu Alþing­is­kosn­inga þar sem lofts­lags- og umhverf­is­stefnu stjórn­mála­flokka var gefin ein­kunn. Tinna segir það mikið til­hlökk­un­ar­efni að kynna verk­efn­ið.

Von er á 120 þjóð­ar­leið­togum á ráð­stefn­una og alls um 30 þús­und gestum á meðan henni stend­ur. Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra verður full­trúi íslenskra stjórn­valda og eini ráð­herr­ann sem sækir COP27. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, fót­brotn­aði í síð­asta mán­uði og fékk ekki leyfi læknis til að ferð­ast til Egypta­lands.

Svan­dís verður við­stödd seinni hluta ráð­stefn­unnar og mun hún ávarpa ráð­herra­fund á þing­inu 15. eða 16. nóv­em­ber. Einnig er gert ráð fyrir að hún taki þátt í hlið­ar­við­burð­um, hring­borðsum­ræðum ráð­herra og eigi beinar við­ræður við aðra ráð­herra á þing­inu, m.a. um jökla, fjár­mögnun lofts­lags­að­gerða og fleira.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar