Regntímabil „á sterum“ – flóðin miklu forsmekkurinn af því sem koma skal

Hvers vegna hefur þriðjungur Pakistans farið á kaf í vatn? Á því eru nokkrar skýringar en þær tengjast flestar ef ekki allar loftslagsbreytingum af manna völdum.

Pakistan flóð 2022
Auglýsing

Vegum hefur skolað burt, bygg­ingum sömu­leið­is. Land­bún­að­ar­svæði eru ónýt og hund­ruð þús­unda manna hafa orðið inn­lyk­sa, Kom­ast hvergi. Hafa misst allar sínar ver­ald­legu eig­ur. Og jafn­vel ást­vini.

Um þriðj­ungur Pakist­ans hefur farið á kaf í hinum for­dæma­lausu flóðum sem þar geisa. Meira en eitt þús­und manns hafa týnt lífi. Hinar árs­tíða­bundnu monsún­-­rign­ingar hafa verið sér­stak­lega ákafar þetta sum­ar­ið. Það hefur rignt. Og það hefur rignt. Og það heldur áfram að rigna.

Auglýsing

Lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum eru taldar stór þáttur í ham­för­unum nú. Í fyrsta lagi hefur úrkomu­á­kefðin aukist, sem er talin sterk vís­bend­ing um áhrif breyt­ing­anna, og í öðru lagi hafa jöklar hopað. Í Pakistan eru fjöl­margir jöklar, yfir 7.200 tals­ins, fleiri en á nokkrum stað á jarð­ríki ef frá eru talin heim­skauta­svæð­in. En þar sem hita­stig er tekið að hækka vegna lofts­lags­breyt­inga hefur það áhrif á bráðnun jöklanna. Þeir hopa þegar ákoman verður minni og bráðn­unin meiri. Þegar jafn­vægi þeirra er rask­að. Jök­ul­vatnið streymir því niður fjalls­hlíð­arnar og bland­ast rign­ing­ar­vatn­inu. Marg­faldar kraft þess og umfang allt. Og úrkoman sem féll áður sem snjór er lík­legri til að falla sem regn eftir því sem hita­stig hækk­ar.

Losa um 1 pró­sent gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

„Í stað þess að halda mik­il­feng­leika þeirra og vernda þá fyrir kom­andi kyn­slóðir og nátt­úr­una þá erum við að horfa á þá bráðn­a,“ sagði Sherry Rehman, lofts­lags­ráð­herra Pakist­ans, í við­tali í vik­unni. Ótt­ast er að Pakistan, sem vegna tak­mark­aðra inn­viða og fátæktar er meðal þeirra tíu ríkja sem eru hvað ber­skjöld­uð­ust fyrir lofts­lags­breyt­ing­um, eigi eftir að þurfa að fást við meiri og tíð­ari flóð í fram­tíð­inni. Land­bún­aður er stærsta atvinnu­grein­in, grein sem er háð­ari veðri og vindum en nokkur önn­ur. Hraðar lofts­lags­breyt­ingar gætu koll­varpað grunn­stoðum margra sam­fé­laga því tími mun þá ekki gef­ast til nauð­syn­legrar aðlög­un­ar.

Lofts­lags­breyt­ingar virða engin landa­mæri. Þær bitna því auð­vitað ekki ein­göngu á þeim sem menga mest. Stjórn­völd í Pakistan hafa bent á að sam­kvæmt nið­ur­stöðu Sam­ein­uðu þjóð­anna megi rekja innan við eitt pró­sent af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­inum til lands­ins. Þetta benda þau á til að setja hlut­ina í sam­hengi – setja í sam­hengi þann skaða sem ríkin sem menga mest eru að valda þeim sem minnsta ábyrgð á yfir­vof­andi ham­förum bera. Að þyngstu byrð­arnar af lofts­lags­breyt­ingum af manna­völdum legg­ist á fátæk ríki sem stóli á land­búnað og aðrar nátt­úru­auð­lind­ir.

Barn á flótta hvílir sig í hengirúmi í búðum sem komið hefur verið upp í norðurhluta landsins. Mynd: EPA

Rann­sóknir sem gerðar voru á jöklunum í Himala­ya-­fjöll­unum á síð­asta ári, fjall­garð­inum sem m.a. liggur um Pakistan, sýnir að bráðnun er hrað­ari og meiri en áður var talið. „Nið­ur­stöður okkar sýna að ísinn tap­ast nú í jöklum Himala­ya-fjall­anna á að minnsta kosti tíu sinnum meiri hraða en að með­al­tali síð­ustu hund­rað ár,“ var haft eftir Jon­athan Carri­vick, aðal­höf­undi rann­sókn­ar­inn­ar, er hún kom út.

Aðstæður í Pakistan eru með þeim hætti að fari saman árs­tíða­bundnar rign­ingar og þessi mikla bráðnun er voð­inn vís. Og það er einmitt það sem hefur sýnt sig síð­ustu daga. Ástæðan fyrir því að monsún­-­rign­ingar verða ákaf­ari með auknum áhrifum lofts­lags­breyt­inga er sú að heit­ara loft getur haldið í sér meiri raka sem svo fellur til jarðar við ákveðnar aðstæður í loft­hjúpn­um.

En fleira kemur til, segir í ítar­legri frétta­skýr­ingu banda­ríska frétta­mið­ils­ins VOX um mál­ið.

Auglýsing

Í fjöll­unum í Pakistan eru jök­ul­lón. Jöklar og ísjakar mynda í þeim stíflur en þegar vatnið í þeim eykst mynd­ast meiri þrýst­ingur á stífl­urnar og þær bresta. Þetta, til við­bótar við það sem á undan er talið, getur aukið hætt­una á skyndi­flóðum á lág­lendi.

Hættan varð ber­sýni­leg í apríl sem var óvenju­lega heitur í land­inu. Þá brast stífla við lón vegna hraðrar bráðn­unar jök­uls­ins og vatnið flæddi yfir þorp og hreif með sér brýr. Á þessum slóð­um, í norð­an­verðu land­inu, eru hund­ruð jök­ul­lóna sem vís­inda­menn segja að fyllist nú fyrr með hverju árinu sem líði. Vís­inda­menn segja mikla hættu á því að stíflur í 33 þeirra bresti sem hefði ófyr­ir­séðar afleið­ingar í för með sér.

Aðlögun nauð­syn­leg

Úr því sem komið er, vilja margir vís­inda­menn meina, verður ekki hægt að snúa þess­ari þróun við, jafn­vel þótt háleit mark­mið um að halda hlýnun innan 1,5 gráða, náist. Vissu­lega er hægt að draga úr hraða breyt­ing­anna, að því er talið er, en jökl­arnir í Pakistan munu halda áfram að rýrna. Þess vegna þarf að horfa til aðlög­un­ar, að ríki fari í aðgerðir sem miða að því að verj­ast áhrif­unum sem lík­lega verða ekki umflúin úr þessu.

Ára­tugur er síðan að efna­meiri ríki hétu því að veita þeim efna­minni fjár­stuðn­ing í þessu skyni. Stjórn­völd í Pakistan krefj­ast þess nú að þau lof­orð verði upp­fyllt að fullu. „Þró­un­ar­ríki sem eru ekki ábyrg fyrir meiri­hluta los­un­ar, þurfa of oft að fást við mestu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga,“ segir Aamir Khan, sendi­herra Pakist­ans gagn­vart Sam­ein­uðu þjóð­un­um. „Við­ur­kenna verður þær áskor­anir sem þró­un­ar­ríki standa frammi fyrir núna vegna lofts­lags­breyt­inga.“

Róið á fleka í mittisdjúpu flóðvatni. Mynd: EPA

Bæj­ar­búar í Nows­hera í norð­ur­hluta Pakistan hafa notað slöngur úr bíldekkjum eins og björg­un­ar­hringi til að halda sér á floti og kom­ast um gruggugt vatnið sem flæddi um götur og inn í hvert ein­asta hús og eyði­lagði flest sem fyrir varð. Ótt­ast er að far­sóttir taki við af flóð­unum enda mikil hætta á alls konar mengun í vatn­inu.

Settar hafa verið upp tjald­búðir fyrir hund­ruð manna sem hafa misst allt sitt. Aðrir reyna að hafa auga með húsum sín­um, eða það sem eftir er af þeim, þótt enn sé tölu­vert í að hægt sé að dvelja í þeim.

Bíða þarf eftir því að vatnið sjatni. Að ekki þurfi að vaða upp að hnjám eða mitti í eld­hús­inu eða svefn­her­bergj­un­um. Fólk í mörgum þorpum hefur ekki kom­ist heim til sín í fleiri daga og jafn­vel vik­ur. Það þakkar fyrir að vera á lífi en ótt­ast hungur og algjört tekju­fall þar sem upp­skerur eru ónýtar og skepnur drukkn­að­ar.

Monsún­-­rign­ing­arnar eru oft gríð­ar­lega á þessum slóð­um. En fólk man ekki eftir öðru eins. Úrkoman hefur verið marg­falt meiri en í með­al­ári á sumum svæð­um. „Monsún­-­rign­ing á sterum“, sagði António Gutt­erres, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, á þriðju­dag. Heims­byggðin væri að „ganga í svefn­i“, beint inn í „hrun umhverf­is­ins“.

Víða hefur stytt upp. En á öðrum svæðum fer ástandið versn­andi. Hlaup eru hafin í jök­ulám sem ná munu byggð innan skamms.

Eyði­legg­ingin og mann­fallið gæti því enn átt eftir að aukast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar