Mynd: Videohive

Íbúðalánum skóflað út en framboð á húsnæði dregst hratt saman

Húsnæðisverð hefur hækkað um rúmlega átta prósent á einu ári. Heimili landsins hafa tekið hátt í 300 milljarða króna í ný útlán til að kaupa sér húsnæði frá því að faraldurinn skall á. Á sama tíma er skortur á húsnæði framundan. Skilyrði fyrir eignabólu eru fyrir hendi.

Frá byrjun des­em­ber og út febr­ú­ar­mánuð fengu heim­ili lands­ins alls 88,4 millj­arða króna í ný útlán með veði í fast­eign hjá bönkum lands­ins þegar búið er að draga upp- og umfram­greiðslur þeirra frá. Frá því apríl í fyrra og út nóv­em­ber­mánuð sama ár námu nettó útlánin 245,6 millj­örðum króna. Það þýðir að heim­ili lands­ins hafa tekið ný útlán hjá við­skipta­bönk­unum í land­inu til að kaupa sér hús­næði fyrir alls 334 millj­arða króna á tíu mán­aða tíma­bil­i. 

Hluti af þessum lánum hafa farið í að greiða niður íbúða­lán sem tekin höfðu verið hjá líf­eyr­is­sjóð­um, en eftir að stýri­vextir voru lækk­aðir skarpt skall á flótti lán­taka frá sjóð­unum yfir til bank­anna, sem geta nú boðið mun betri kjör en áður. Alls dróg­ust ný útlán líf­eyr­is­sjóða, að teknu til­liti til upp- og umfram­greiðslna, saman um 40 millj­arða króna frá apr­íl­byrjun í fyrra og út jan­úar 2021. Vænta má að sá sam­dráttur hafi haldið áfram í febr­ú­ar. Það þýðir að heim­ili lands­ins hafa tekið sér ný útlán, þar sem fast­eign er sett að veði, fyrir hátt í 300 millj­arða króna frá því að kór­ónu­veiran skall á af fullum kraft­i. 

Nýjum íbúðum fækkar hratt

Á sama tíma og þetta er að eiga sér þá er veru­legur sam­dráttur í bygg­ingu íbúða. Ein birt­ing­ar­mynd þess er að bank­arnir í land­inu eru ekki að lána til bygg­ing­ar­starf­semi eða mann­virkja­gerð­ar. Sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands hafa útlán, að teknu til­liti til upp- og umfram­greiðslna, til þess mála­flokks dreg­ist saman um 30,3 millj­arða króna frá því í byrjun apríl í fyrra. 

Auglýsing

Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, í nágrenni þess og á Norð­ur­landi hafa ekki verið jafn fáar íbúðir í bygg­ingu í fjögur ár, sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins. Sam­kvæmt taln­ing­unni, sem birt var í lið­inni viku, eru nú 4.610 íbúðir í bygg­ingu og hefur fækkað um 1.131 milli ára. Það er mesta fækkun íbúða sem átt hefur sér stað milli ára síðan að sam­tökin hófu að telja íbúðir í bygg­ingu snemma árs 2010. 

Í grein­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins segir að staðan boði að veru­leg fækkun gæti orðið á íbúðum á síð­ustu bygg­ing­ar­stigum á næst­unni. „Mjög fáar íbúðir eru á fyrstu bygg­ing­ar­stigum og er það áhyggju­efni vegna vænt­an­legs fram­boðs á full­búnu íbúð­ar­hús­næði á næstu árum.“

Sam­drátt­ur­inn mælist mestur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem næstum tveir af hverjum þremur lands­mönnum búa og fast­eigna­verð er hæst, en eru 3.523 íbúðir eru í bygg­ingu. Þær hafa ekki verið færri síðan í mars 2017, eða í fjögur ár.

Margir að bæta stöðu sína á hús­næð­is­mark­aði

Afleið­ingin þess að íbúða­lán verða ódýr­ari, eft­ir­spurn eftir þeim eykst veru­lega og heims­far­aldur kemur í veg fyrir að fólk geti eytt sparn­aði sínum í ýmis­legt annað sem áður þótt sjálf­sagt er að fast­eigna­við­skiptum hefur fjölgað veru­lega. Með öðrum orðum þá eru margir að skipta um hús­næði í far­aldr­inum og töl­urnar benda til þess að fjöldi Íslend­ingar sem er ekki að verða fyrir beinum fjár­hags­legum áhrifum af far­aldr­inum sé að skuld­setja sig meira en áður til að kaupa sér betra hús­næði en þeir voru í. 

Auglýsing

Þegar fram­boðið á mark­aðnum er enn langt frá því að mæta eft­ir­spurn­inni, og fyr­ir­liggj­andi er enn meiri sam­dráttur í bygg­ingu íbúð­ar­hús­næð­is, þá blasa við frek­ari verð­hækk­an­ir. Skil­yrði eru til staðar fyrir eigna­bólu að blás­ast upp. 

Frá byrjun síð­asta ár hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að mynda hækkað um rúm­lega átta pró­sent. Síð­ast­lið­inn ára­tug hefur það hækkað um 124 pró­sent. Það þýðir að sá sem keypti íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu snemma árs 2011 á 30 millj­ónir króna getur haft vænt­ingar um að hún selj­ist nú á á um 67 millj­ónir króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar