Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar vegna falls WOW air er tilbúin

Skýrsla Ríkisendurskoðunar þar sem rýnt er í aðgerðir Samgöngustofu og Isavia í aðdraganda þess að WOW air varð gjaldþrota í lok í mars 2019 er tilbúin. Gera má ráð fyrir að úttektin verði tekin til umræðu í þingnefnd eða -nefndum eftir páska.

WOW air féll 28. mars 2019.
WOW air féll 28. mars 2019.
Auglýsing

Ríkisendurskoðun hefur lokið vinnu við stjórnsýsluúttekt um aðkomu Samgöngustofu og Isavia í kringum að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og kjölfar gjaldþrots flugfélagsins. Gert er ráð fyrir að skýrslan verði tekin til umræðu á fyrsta fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis eftir páskafrí, þann 7. apríl.

Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins óskaði eftir þessari skýrslu í júní árið 2019 og bað sérstaklega um að kannað yrði hvaða heimildir Isavia hefði til að veita flugrekendum greiðslufrest á lendingar- og þjónustugjöldum, eins og WOW air fékk á sínum tíma.

Í skýrslubeiðninni var þess sérstaklega óskað að kannað yrði hvernig fyr­ir­greiðslur Isa­via við WOW air rímuðu við sam­keppn­is­lög og rík­is­að­stoð­ar­reglur EES-­samn­ings­ins.

Skuldasöfnun hjá Isavia og eftirlit Samgöngustofu með rekstrarhæfi

Isavia þurfti sem kunnugt er að afskrifa yfir tvo milljarða íslenskra króna vegna skuldar WOW air við opinbera hlutafélagið, sem Isavia leyfði WOW air að safna upp þegar félagið var komið í fjárhagserfiðleika. Isavia reyndi síðan, þegar WOW air var farið á hausinn, að kyrrsetja þotu sem WOW air hafði á láni frá flugvélaleigufyrirtækinu AirLease Corporation (ALC) sem tryggingu fyrir skuldinni.

Sú þota flaug af landi brott 19. júlí 2019 samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem komst að þeirri niðurstöðu að Isavia gæti ekki krafið ALC um ógreidd gjöld WOW air önnur en þau sem tengdust þessari tilteknu flugvél.

Einnig var Ríkisendurskoðun falið að draga fram hvernig Samgöngustofa hefði uppfyllt lögbundið hlutverk sitt í aðdraganda falls WOW air, en stofnunin hefur meðal annars það hlutverk að hafa eftirlit með því að flugfélög sem eru með útgefin flugrekstrarleyfi séu rekstrarhæf.

Auglýsing

Eftir að WOW air varð gjaldþrota 28. mars 2019 var stofnunin gagn­rýnd fyrir að grípa ekki fyrr inn í rekstur félagsins, þar sem ljóst var að eig­in­fjár­staða félags­ins var afar bág­borin og illa gekk að fá nýja fjár­festa að rekstr­in­um.

Trúnaður um skýrsluna þar til hún hefur verið kynnt nefndum

Að skýrslubeiðni umhverfis- og samgöngunefndar stóðu þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir, Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Vilhjálmur Árnason, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason. Hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 18. júní 2019.

Skýrslan fæst ekki afhent frá Alþingi, en samkvæmt svari frá nefndasviði Alþingis til Kjarnans er venjan sú að skýrslur Ríkisendurskoðunar séu ekki birtar opinberlega fyrr en ríkisendurskoðandi er búinn að kynna efni þeirra fyrir viðeigandi nefndum þingsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent