Stefán Einar svarar Skúla og segir bókina standa óhaggaða og óhrakta

Stefán Einar Stefánsson, höfundur nýrrar bókar um WOW air, svarar ummælum Skúla Mogensen í hans garð og segir full­yrðingar sínar um fall WOW air standa ó­haggaðar.

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta hjá Morgunblaðinu.
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta hjá Morgunblaðinu.
Auglýsing

Stefán Einar Stef­áns­son, frétta­stjóri við­skipta á Morg­un­blað­inu og höf­undur nýrrar bókar um upp­gang og fall WOW a­ir, segir svör Skúla Mog­en­sen, ­stofn­andi og for­stjóri WOW a­ir, um full­yrð­ingar sem birt­ust í bók­inni ein­ungis sýna fram á mik­il­vægi bók­ar­inn­ar. Skúli fór hörðum orðum um bók Stef­áns Ein­ars í stöðu­færslu á Face­book í gær og taldi fram sex dæmi um það sem hann segir vera dylgj­ur og ósann­ind­i í ­mál­flutn­ing­i ­Stef­áns Ein­ars. Í stöðu­færslu á Face­book í dag svarar Stefán Einar þeim sex atrið­um.

Segir frétt­ina hafa verið rétta og sann­leik­anum sam­kvæmt

Skúli ­skrif­aði í gær að Stefán Einar hafi áður borið fram alvar­legar ásak­anir og rang­færslur í garð WOW a­ir ­sem áttu ekki við rök að styðj­ast. Hann sagði að alvar­leg­ast hafi verið þegar hann full­yrti að WOW a­ir skuld­að­i Isa­via tvo millj­­arða í stórri for­­síð­u­­grein sem Morg­un­­blaðið birti 15. sept­­em­ber 2018 rétt fyrir skulda­bréfa­út­­­boð WOW a­ir í sept­em­ber. „Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isa­vi­a var nær einum millj­­arði á þessum tíma en ekki tveim millj­­örðum eins og Stefán Einar full­yrti. Þessi frétt og sú umræða sem skap­að­ist í fram­hald­inu hafði mjög nei­­kvæð á­hrif á skulda­bréfa­út­­­boðið og starf­­sem­i WOW a­ir,“ segir Skúli í stöðu­upp­færsl­unn­i. 

Stefán Einar vís­ar þessum full­yrð­ingum Skúli á bug og segir að öll gögn sem komið hafi fram annað hvort í hans hendur eða opin­ber­lega hafi stað­fest að frétt­in hafi ver­ið rétt og sann­leik­anum sam­kvæmt. 

Auglýsing

„Í byrjun októ­ber 2018 und­ir­rit­aði Skúli leyni­legt og for­dæma­laust sam­komu­lag við Isa­vi­a þar sem hann fór á bak við sína nán­ustu sam­starfs­að­ila. Þar stað­festi hann að WOW a­ir væri í van­skilum við Isa­vi­a ­upp á ríf­lega millj­arð króna vegna starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli í júní og júlí 2018. Þegar fréttin var birt í Morg­un­blað­inu var einnig ágúst­mán­uður og helm­ingur sept­em­ber­mán­aðar lið­inn og WOW a­ir ­búið að stofna til útgjalda upp á tæpan millj­arð til við­bótar við van­skila­skuld­ina. Þess vegna var rétt sem Morg­un­blaðið hélt fram að WOW a­ir skuld­aði um tvo millj­arða, þar af um helm­ing­inn gjald­fall­inn á þeim tíma. Skúli getur ekki haldið því fram að einu skuld­ir WOW a­ir hafi verið þær sem komnar voru fram yfir greiðslu­fresti. Allir vita að maður sem skuldar 20 millj­ónir í fast­eigna­lán skuldar þá fjár­muni þótt hann sé alltaf í skilum við lán­veit­anda sinn. Sam­kvæmt skil­greiningu Skúla virð­ist þó sem sá sami maður sé skuld­laus svo lengi sem hann geri upp sín mál fyrir eindaga,“ segir í stöðu­upp­færslu Stef­áns Ein­ar­s. 

Vissu frá upp­hafi hvað pönt­unin gæti leitt yfir félagið

Auk þess­ara taldi Skúli til sex atriði í stöðu­færslu sinni sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með í bók sinn­i. Í fyrsta lagi vísar Skúli því á bug að Ben Bald­anz­a hefði komið inn í stjórn­ WOW a­ir ­fyrir til­stuðlan eða þrýst­ing frá­ A­ir­bus eða öðrum hags­muna­að­il­um. Stefán Einar segir þá full­yrð­ingu Skúla ganga í ber­högg við þær upp­lýs­ingar sem hann býr yfir frá aðilum sem hann leit­aði til við skrif bók­ar­inn­ar. Hann hafi enga ástæðu til þess að efast um trú­verð­ug­leika þeirra upp­lýs­inga. 

Enn fremur gefur Stefn Ein­ar ­lítið fyrir full­yrð­ingar Skúla um að það sé rangt að A­ir­bus og aðrir leigusalar fyr­ir­tæk­is­ins hafi haft áhyggjur af rekstri WOW árið 2016 en Stefán segir sömu heim­ild­ar­menn og hann vís­aði áður til hafa stað­fest að slíkar full­yrð­ingar voru til stað­ar. „Margir þeirra sann­færð­ust strax árið 2016 að það stefndi í alvar­legt óefni hjá WOW a­ir, einkum eftir að upp­lýst var um það í nóv­em­ber 2015 að félagið hygð­ist taka í þjón­ustu sína þrjár A330-300 breið­þot­ur. Skúli hefur reyndar við­ur­kennt að „kaup­in“ á þessum vélum hafi reynst bana­biti félags­ins. Vand­inn er aðeins sá að hann sá það ekki fyrr en um seinan en reynslu­boltar í flug­heim­inum vissu frá upp­hafi hvað pönt­unin gæti leitt yfir félag­ið,“ segir Stefán Ein­ar. 

Þriðja atriðið sem Skúli tekur fyrir er full­yrð­ing Stefán Ein­ars um að hann ásamt stjórn félags­ins hafi vilj­andi hundsað aðvör­un­ar­orð ann­arra í flug­heim­in­um. Hann sagði að það liggi fyrir að mis­tök hafi verið gerð en þau hafi talið þær vera réttar á sínum tíma. Stefán bendir hins vegar á að gríð­ar­leg starfs­manna­velta hafi verið meðal stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins sem hann segir að hafi oft verið til komin vegna á­grein­ings­ um ákvarð­anir sem tekn­ar voru. Auk þess bendir hann á  opin­ber ummæli Bald­anza um að ekki hafi verið hlustað á ráð­legg­ingar þeirra. 

Segir Skúla ekki hafa náð að hrekja það sem gögnin benda til

Skúli sagði jafn­framt að full­yrð­ing Stef­áns Ein­ars um að helm­ing­­ur­inn af sex millj­­arða króna skulda­bréfa­út­­­boð­i WOW a­ir hafi verið skulda­­leið­rétt­ing eða skuld­breyt­ing sé alfarið röng. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekk­ert komið fram sem styður þessa full­yrð­ingu Stefán Ein­­ar­s.“ 

Stefán segir aftur á móti að gögn hans bendi sterk­lega til þess og að Skúla hafi ekki tek­ist að hrekja þau. Hann segir að ljóst sé að þátt­taka A­ir­bus, ALC, A­volon, ­Arion ­banka og fleiri aðila hafi verið bundin skil­yrðum af því tagi. Auk þess hafi Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, sem lagði félag­inu til 3 millj­ónir evra, tjáð sig um efni bók­ar­innar með afger­andi hætti en ekki gert athuga­semd við þennan þátt máls­ins.

Enn frem­ur ­sagði Skúli að við­ræður sínar við Icelanda­ir hafa verið á óform­legum nót­um. Hann hafi fyrst hitt Ómar Bene­dikts­son fyrir til­viljun á flug­ráð­stefnu þar sem þeir spjöll­uðu sam­an. Í kjöl­farið var tekin ákvörðun um um að hitt­ast í kaffi ásamt Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir. Stefán Einar segir hins vegar að við­ræð­urnar hafa verið aðeins meira en kaffi­spjall þar sem til­lögur að eign­ar­hlut Skúla í sam­ein­uðu félag­i Icelanda­ir og WOW voru lagðar fram. Þá hafi fleiri komið að við­ræð­unum en þau sem Skúli nefnir og aðeins greint frá því í bók­inni að Icelanda­ir hafi talið nauð­syn­legt að til­kynna mark­aðnum um við­ræð­urn­ar. Sú stað­reynd hafi ekki verið hrak­in. 

„Skúli var á öðru máli. Það var ekki í eina skiptið sem Skúli taldi óþarft að upp­lýsa við­skipta­menn sína um mik­il­vægar ákvarð­anir eða vend­ingar í rekstri félags­ins,“ skrifar Stef­án. 

Segir bók­ina standa óhagg­aða og ó­hrakta 

Þá segir Stefán Einar ekk­ert í orðum Skúla hrekja það sem fram kemur í bók­inni um aðkomu Sam­göngu­stofu og ann­arra opin­berra aðila að mál­efn­um WOW a­ir. Í bók­inni sé gerð skil­merki­lega grein fyrir til­raunum for­svars­manna félags­ins til að bjarga því og aldrei haldið því fram að þeir ein­stak­lingar hafi ekki haft trú á því sem þeir voru að ger­a. „Það breytir ekki þeirri stað­reynd að Sam­göngu­stofa vinnur eftir strangri reglu­setn­ingu sem stofn­un­inni er ekki heim­ilt að sveigja eða beygja, jafn­vel þótt Skúli Mog­en­sen eigi í hlut. Á það hef ég bent, líkt og fleiri og nú hefur Rík­is­end­ur­skoðun það verk­efni með höndum að fara ofan í saumana á því máli,“ skrifar Stefán Ein­ar.

Að lokum skrifar Stefán Einar að nú séu fjöl­margir aðilar að rann­saka mál­efn­i WOW a­ir og á kom­andi mán­uðum muni mála­rekstur innan dóm­stóla og utan leiða sann­leik­ann fram með enn skýr­ari hætti en honum var unnt að gera á þeim fimm vikum sem ­rit­un­ar­tím­i ­bók­ar­innar var. Hann segir að hvað sem líður „stór­yrt­um“ yfir­lýs­ingum Skúla Mog­en­sen í hans garði standi bókin hans um WOW a­ir ó­högguð um og óhrak­in. 

„Ég er algjör­lega sann­færður um að sú mynd sem þar verður dregin upp verði í sam­ræmi við það sem ég hef sagt um þetta mál fram til þessa. Hins vegar verður myndin skýr­ari og ég veit fyrir víst að þar munu einnig birt­ast frek­ari upp­lýs­ingar sem eiga ekki síður erindi við íslenskt sam­fé­lag en það sem ég hef gert að umfjöll­un­ar­efni í skrifum mín­um,“ segir Stefán Ein­ar. 

Enn í gær fékkst stað­fest mik­il­vægi þess að bókin WOW ris og fall flug­fé­lags kæmi sem fyrst fyrir augu almenn­ings á...

Posted by Stefán Einar Stef­áns­son on Monday, June 10, 2019


Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent