Stefán Einar svarar Skúla og segir bókina standa óhaggaða og óhrakta

Stefán Einar Stefánsson, höfundur nýrrar bókar um WOW air, svarar ummælum Skúla Mogensen í hans garð og segir full­yrðingar sínar um fall WOW air standa ó­haggaðar.

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta hjá Morgunblaðinu.
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta hjá Morgunblaðinu.
Auglýsing

Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og höfundur nýrrar bókar um uppgang og fall WOW air, segir svör Skúla Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, um fullyrðingar sem birtust í bókinni einungis sýna fram á mikilvægi bókarinnar. Skúli fór hörðum orðum um bók Stefáns Einars í stöðufærslu á Facebook í gær og taldi fram sex dæmi um það sem hann segir vera dylgjur og ósannindi í málflutningi Stefáns Einars. Í stöðufærslu á Facebook í dag svarar Stefán Einar þeim sex atriðum.

Segir fréttina hafa verið rétta og sannleikanum samkvæmt

Skúli skrifaði í gær að Stefán Einar hafi áður borið fram alvarlegar ásakanir og rangfærslur í garð WOW air sem áttu ekki við rök að styðjast. Hann sagði að alvarlegast hafi verið þegar hann fullyrti að WOW air skuldaði Isavia tvo millj­arða í stórri for­síðu­grein sem Morg­un­blaðið birti 15. sept­em­ber 2018 rétt fyrir skulda­bréfa­út­boð WOW air í september. „Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isavia var nær einum millj­arði á þessum tíma en ekki tveim millj­örðum eins og Stefán Einar full­yrti. Þessi frétt og sú umræða sem skap­að­ist í fram­hald­inu hafði mjög nei­kvæð áhrif á skulda­bréfa­út­boðið og starf­semi WOW air,“ segir Skúli í stöðuuppfærslunni. 

Stefán Einar vísar þessum fullyrðingum Skúli á bug og segir að öll gögn sem komið hafi fram annað hvort í hans hendur eða opinberlega hafi staðfest að fréttin hafi verið rétt og sannleikanum samkvæmt. 

Auglýsing

„Í byrjun október 2018 undirritaði Skúli leynilegt og fordæmalaust samkomulag við Isavia þar sem hann fór á bak við sína nánustu samstarfsaðila. Þar staðfesti hann að WOW air væri í vanskilum við Isavia upp á ríflega milljarð króna vegna starfsemi fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli í júní og júlí 2018. Þegar fréttin var birt í Morgunblaðinu var einnig ágústmánuður og helmingur septembermánaðar liðinn og WOW air búið að stofna til útgjalda upp á tæpan milljarð til viðbótar við vanskilaskuldina. Þess vegna var rétt sem Morgunblaðið hélt fram að WOW air skuldaði um tvo milljarða, þar af um helminginn gjaldfallinn á þeim tíma. Skúli getur ekki haldið því fram að einu skuldir WOW air hafi verið þær sem komnar voru fram yfir greiðslufresti. Allir vita að maður sem skuldar 20 milljónir í fasteignalán skuldar þá fjármuni þótt hann sé alltaf í skilum við lánveitanda sinn. Samkvæmt skilgreiningu Skúla virðist þó sem sá sami maður sé skuldlaus svo lengi sem hann geri upp sín mál fyrir eindaga,“ segir í stöðuuppfærslu Stefáns Einars. 

Vissu frá upphafi hvað pöntunin gæti leitt yfir félagið

Auk þessara taldi Skúli til sex atriði í stöðufærslu sinni sem hann segir Stefán Einar hafa farið rangt með í bók sinni. Í fyrsta lagi vísar Skúli því á bug að Ben Baldanza hefði komið inn í stjórn WOW air fyrir tilstuðlan eða þrýsting frá Airbus eða öðrum hagsmunaaðilum. Stefán Einar segir þá fullyrðingu Skúla ganga í berhögg við þær upplýsingar sem hann býr yfir frá aðilum sem hann leitaði til við skrif bókarinnar. Hann hafi enga ástæðu til þess að efast um trúverðugleika þeirra upplýsinga. 

Enn fremur gefur Stefn Einar lítið fyrir fullyrðingar Skúla um að það sé rangt að Airbus og aðrir leigusalar fyrirtækisins hafi haft áhyggjur af rekstri WOW árið 2016 en Stefán segir sömu heimildarmenn og hann vísaði áður til hafa staðfest að slíkar fullyrðingar voru til staðar. „Margir þeirra sannfærðust strax árið 2016 að það stefndi í alvarlegt óefni hjá WOW air, einkum eftir að upplýst var um það í nóvember 2015 að félagið hygðist taka í þjónustu sína þrjár A330-300 breiðþotur. Skúli hefur reyndar viðurkennt að „kaupin“ á þessum vélum hafi reynst banabiti félagsins. Vandinn er aðeins sá að hann sá það ekki fyrr en um seinan en reynsluboltar í flugheiminum vissu frá upphafi hvað pöntunin gæti leitt yfir félagið,“ segir Stefán Einar. 

Þriðja atriðið sem Skúli tekur fyrir er fullyrðing Stefán Einars um að hann ásamt stjórn félagsins hafi viljandi hundsað aðvörunarorð annarra í flugheiminum. Hann sagði að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð en þau hafi talið þær vera réttar á sínum tíma. Stefán bendir hins vegar á að gríðarleg starfsmannavelta hafi verið meðal stjórnenda fyrirtækisins sem hann segir að hafi oft verið til komin vegna ágreinings um ákvarðanir sem teknar voru. Auk þess bendir hann á  opinber ummæli Baldanza um að ekki hafi verið hlustað á ráðleggingar þeirra. 

Segir Skúla ekki hafa náð að hrekja það sem gögnin benda til

Skúli sagði jafnframt að fullyrðing Stefáns Einars um að helm­ing­ur­inn af sex millj­arða króna skulda­bréfa­út­boði WOW air hafi verið skulda­leið­rétt­ing eða skuld­breyt­ing sé alfarið röng. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekk­ert komið fram sem styður þessa full­yrð­ingu Stefán Ein­ar­s.“ 

Stefán segir aftur á móti að gögn hans bendi sterklega til þess og að Skúla hafi ekki tekist að hrekja þau. Hann segir að ljóst sé að þátttaka Airbus, ALC, Avolon, Arion banka og fleiri aðila hafi verið bundin skilyrðum af því tagi. Auk þess hafi Björgólfur Thor Björgólfsson, sem lagði félaginu til 3 milljónir evra, tjáð sig um efni bókarinnar með afgerandi hætti en ekki gert athugasemd við þennan þátt málsins.

Enn fremur sagði Skúli að viðræður sínar við Icelandair hafa verið á óformlegum nótum. Hann hafi fyrst hitt Ómar Benediktsson fyrir tilviljun á flugráðstefnu þar sem þeir spjölluðu saman. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um um að hittast í kaffi ásamt Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. 

Stefán Einar segir hins vegar að viðræðurnar hafa verið aðeins meira en kaffispjall þar sem tillögur að eignarhlut Skúla í sameinuðu félagi Icelandair og WOW voru lagðar fram. Þá hafi fleiri komið að viðræðunum en þau sem Skúli nefnir og aðeins greint frá því í bókinni að Icelandair hafi talið nauðsynlegt að tilkynna markaðnum um viðræðurnar. Sú staðreynd hafi ekki verið hrakin. 
„Skúli var á öðru máli. Það var ekki í eina skiptið sem Skúli taldi óþarft að upplýsa viðskiptamenn sína um mikilvægar ákvarðanir eða vendingar í rekstri félagsins,“ skrifar Stefán. 

Segir bókina standa óhaggaða og óhrakta 

Þá segir Stefán Einar ekkert í orðum Skúla hrekja það sem fram kemur í bókinni um aðkomu Samgöngustofu og annarra opinberra aðila að málefnum WOW air. Í bókinni sé gerð skilmerkilega grein fyrir tilraunum forsvarsmanna félagsins til að bjarga því og aldrei haldið því fram að þeir einstaklingar hafi ekki haft trú á því sem þeir voru að gera. „Það breytir ekki þeirri staðreynd að Samgöngustofa vinnur eftir strangri reglusetningu sem stofnuninni er ekki heimilt að sveigja eða beygja, jafnvel þótt Skúli Mogensen eigi í hlut. Á það hef ég bent, líkt og fleiri og nú hefur Ríkisendurskoðun það verkefni með höndum að fara ofan í saumana á því máli,“ skrifar Stefán Einar.

Að lokum skrifar Stefán Einar að nú séu fjölmargir aðilar að rannsaka málefni WOW air og á komandi mánuðum muni málarekstur innan dómstóla og utan leiða sannleikann fram með enn skýrari hætti en honum var unnt að gera á þeim fimm vikum sem ritunartími bókarinnar var. Hann segir að hvað sem líður „stóryrtum“ yfirlýsingum Skúla Mogensen í hans garði standi bókin hans um WOW air óhögguð um og óhrakin. 

„Ég er algjörlega sannfærður um að sú mynd sem þar verður dregin upp verði í samræmi við það sem ég hef sagt um þetta mál fram til þessa. Hins vegar verður myndin skýrari og ég veit fyrir víst að þar munu einnig birtast frekari upplýsingar sem eiga ekki síður erindi við íslenskt samfélag en það sem ég hef gert að umfjöllunarefni í skrifum mínum,“ segir Stefán Einar. 

Enn í gær fékkst staðfest mikilvægi þess að bókin WOW ris og fall flugfélags kæmi sem fyrst fyrir augu almennings á...

Posted by Stefán Einar Stefánsson on Monday, June 10, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent