Skúli Mogensen segir Stefán Einar ítrekað hafa farið með „dylgjur og ósannindi“

Stofnandi og forstjóri WOW air fer hörðum orðum um höfund nýrrar bókar um sig og flugfélagið. Hann segist sannfærður um að það hefði verið hægt að bjarga flugfélaginu frá gjaldþroti.

Skúli Mogensen Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

„Ég ætl­aði ekki að tjá mig um skrif Stef­áns Einar enda ekki svara vert. En því miður get ég ekki lengur orða bund­ist enda hefur Stefán núna ítrekað farið með dylgjur og ósann­indi um mál­efni WOW air.“

Svona hefst stöðu­upp­færsla Skúla Mog­en­sen, stofn­anda, eig­anda og for­stjóra WOW air, sem hann setti á Face­book í dag. Til­efnið var við­tal við Stefán Einar Stef­áns­son, við­skipta­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og höf­und nýrrar bókar um Skúla og WOW air sem kom nýverið út, í útvarps­þætt­inum Sprengisandi í morg­un.

Auglýsing
Í stöðu­upp­færsl­unni telur Skúli upp nokkur dæmi um það sem hann segir dylgjur eða ósann­indi í mál­flutn­ingi Stef­áns Ein­ars. „Stefán Einar hefur áður borið fram alvar­legar ásak­anir og rang­færslur í garð WOW air sem áttu ekki við rök að styðj­ast. Það er ástæðan fyrir því að ég hafði engan áhuga á að ræða við hann um félag­ið. Alvar­leg­ast var þegar hann full­yrti að WOW air skuld­aði Isa­via 2 millj­arða í stórri for­síðu­grein sem Morg­un­blaðið birti 15. sept­em­ber 2018 þegar við vorum á loka metr­unum við að klára umrætt skulda­bréfa­út­boð. Núna liggja fyrir gögn sem sýna svo ekki verður um villst að skuld okkar við Isa­via var nær einum millj­arði á þessum tíma en ekki tveim millj­örðum eins og Stefán Einar full­yrti. Þessi frétt og sú umræða sem skap­að­ist í fram­hald­inu hafði mjög nei­kvæð áhrfi á skulda­bréfa­út­boðið og starf­semi WOW air.“

Kæru vin­ir Ég ætl­aði ekki að tjá mig um skrif Stef­áns Einar enda ekki svara vert. En því miður get ég ekki lengur orða...

Posted by Skuli Mog­en­sen on Sunday, June 9, 2019

Tölu­settar rang­færslur

Alls telur Skúli til sex atriðin sem hann segir Stefán Einar fara rangt með í bók sinni.

Í fyrsta lagi segir hann það „al­farið rangt að Ben Bald­anza hafi komið í stjórn WOW air fyrir til­stuðlan eða þrýst­ing frá Air­bus eða ein­hverja aðra hags­muna­að­ila. Stað­reyndin er sú að ég hringdi í Ben skömmu eftir að hann hætti hjá Spi­rit Air­lines og hann kom til Íslands nokkrum dögum seinna og við ákváðum að bjóða honum í stjórn WOW air sem hann þáði. Eina aðkoma Air­bus var að ég hringdi í vin minn hjá Air­bus sem gaf mér síma­núm­erið hjá Ben svo að ég gæti haft sam­band við hann. Að öðru leyti hafði Air­bus ekk­ert með aðkomu Ben að félag­inu að ger­a.“

Í öðru lagi sé það alfarið rangt að Air­bus og leigusalar hafi haft miklar áhyggjur af rekstri WOW air um það leyti sem Bald­anza kom í stjórn félags­ins í byrjun árs 2016. „Á þessum tíma var afkoma og rekstur WOW air mjög góður og keppt­ust flug­véla­fram­leið­endur og leigusalar að selja/og eða leigja WOW air fleiri flug­vél­ar. WOW air skil­aði góðum hagn­aði bæði 2015 og 2016 þannig að þessar full­yrð­ingar stand­ast engan veg­inn.“

Í þriðja lagi sé það einnig alfarið rangt að Skúli og stjórn WOW air hefðu vilj­andi hundsað aðvör­un­ar­orð ann­ara í flug­heim­in­um. „Það er mjög auð­velt að vera vitur eftir á og eins og við höfum útskýrt þá liggur núna fyrir að við gerðum mikil mis­tök að færa okkur frá lággjalda­stefn­unni og að inn­leiða breið­þot­urnar inn í leið­ar­kerfi okk­ar. Þetta reynd­ist dýr­keypt mis­tök en aug­ljós­lega töldum við þær réttar þegar þær voru tekn­ar. Allar stærri ákvarð­anir voru ræddar ítrekað á stjórn­ar­fundum félags­ins þar með talið flota­mál og leið­ar­kerfi félags­ins. Ben tók virkan þátt í þeim umræðum og var oft með gott inn­legg í umræð­una en hann skil­aði aldrei sér­á­liti um nein mál­efni félags­ins né í neinum ákvörð­unum sem teknar voru á stjórn­ar­fundum WOW air.“

Auglýsing
Í fjórða lagi sé það alfarið rangt að helm­ing­ur­inn af sex millj­arða króna skulda­bréfa­út­boði WOW air hafi verið skulda­leið­rétt­ing eða skuld­breyt­ing. „Þetta er rangt og stenst enga skoðun enda hefur ekk­ert komið fram sem styður þessa full­yrð­ingu Stefán Ein­ar­s.“

Óform­legur fundur

Í fimmta lagi segir Skúli að sam­tal WOW air-­manna við Icelandair í byrjun sept­em­ber í fyrra um mögu­lega sam­ein­ingu félag­anna, sem greint er frá í bók Stef­áns Ein­ars, hafi verið á óform­legum nót­um. „Ég hitti fyrst Ómar Bene­dikts­son fyrir til­viljun á flug­ráð­stefnu í London og við spjöll­uðum sam­an. Það var ákveðið að við myndum fá okkur kaffi þegar heim var komið með Boga Níls for­stjóra Icelanda­ir. Ég og Ragn­hildur Geirs­dóttir hittum svo Ómar og Boga þar sem við vorum fyrst og fremst að ræða hvort að það væri þess virði að fara í við­ræður eða ekki og ef slíkar við­ræður ættu að fara fram með hvaða hætti það gæti ver­ið. Það var ákveðið að fara ekki í slíkar við­ræður og því fóru aldrei form­legar við­ræður í gang og því bar hvorki Icelandair né okkur skylt að upp­lýsa mark­að­inn um það á þeim tíma enda engin ástæða til.“

Í sjötta lagi fjallar Skúli um aðkomu Sam­göngu­stofu og ann­arra opin­berra aðila að WOW air á síð­ustu metr­unum í líf­tíma félags­ins. Hann segir að það virð­ist hafa „gleymst“ í umræð­unni að WOW air hafi verið með und­ir­rit­aðan skil­yrtan samn­ing við Indigo Partners um allt að níu millj­arða króna fjár­fest­ingu á þessum tíma sem hefði tryggt fram­tíð WOW air um ókomna tíð. „Við unnum mjög náið með Sam­göngu­stofu og öðrum eft­ir­lits­að­ilum við að upp­fylla skil­yrði samn­ings­ins þar með talið að ná sam­komu­lagi við alla skulda­bréfa­eig­endur okk­ar, sem við gerð­um. Ná að end­ur­semja og skila breið­þot­un­um, sem við gerð­um. Við unnum því í góðri trú um að við værum að upp­fylla öll skil­yrði samn­ings­ins og myndum klára end­an­legan samn­ing eins og til stóð 28. febr­úar 2019. Allt fram að þeim tíma vorum við öll sann­færð um að WOW air myndi lifa áfram. Því miður varð það ekki raun­in.“

Sagan verður sögð einn dag­inn

Skúli segir í lok færsl­unnar að hann skorist ekki undan ábyrgð sinni á falli WOW air og að hann óski þess sann­ar­lega að hafa gert ýmis­legt öðru­vísi. Ég er sann­færður að það hefði verið hægt að bjarga WOW air og þeim miklu verð­mætum sem þar lágu ekki síst fyrir þjóð­ar­búið og íslenska neyt­end­ur. Það líður vart sá klukku­tími að ég hugsi ekki um WOW air, þann frá­bæra hóp starfs­fólks sem gerði WOW að veru­leika, far­þega okkar og allt sem við vorum búin að byggja upp í sam­ein­ingu. Sú saga verður einn dag­inn sögð.“

WOW air fór í þrot 28. mars síð­ast­lið­inn. Áhrifin á íslensks efna­hags­líf hafa verið mikil en ásamt loðnu­bresti er gjald­þrot félags­ins helsta ástæða þess að nú er búist við sam­drætti í íslenskum þjóð­ar­bú­skap í ár í stað áfram­hald­andi hag­vaxt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent