„Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“

Þingmaður Pírata er stóryrtur um viðbrögð fjármála- og efnahagsráðherra vegna gangrýni á nýja fjármálaáætlun. Hann segir að viðbrögðin segi honum að „fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara.“

Björn Leví Gunnarsson
Auglýsing

„Þessi drasl fjár­mála­ráð­herra má vin­sam­leg­ast hætta að úða út svona fokk­ing bulli.“ Þetta segir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann deilir frétt RÚV um við­brögð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við gagn­rýni á nýja fjár­mála­á­ætlun hans þar sem haft var eftir Bjarna að til standi að nýta fjár­muni betur í nýju áætl­un­inni.

Auglýsing
Björn Leví spyr hvers konar „hel­vítis bull er þetta. Hvað var þá fyrri fjár­mála­á­ætl­un? Slæm nýt­ing á fjár­mun­um?“ Hann bendir á að í nýju áætl­un­inni eigi til að mynda að efla skatta­eft­ir­lit sem eigi á móti að skila meiri tekj­um. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með íviln­unum fyrir skattsvik­ara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjár­mála­ráð­herra neyð­ist til þess að ganga á þær íviln­anir ... það verður samt að skerða til­færslu­kerfi almanna­trygg­inga lík­a.“

"Nýta fjár­muni betur" Ég biðst fyr­ir­fram afsök­unar á orð­bragð­in­u. Hvers konar hel­vítis bull er þetta eig­in­lega. Hvað...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Sat­ur­day, June 8, 2019

Þetta segir Björn Leví að sé ekki heið­ar­leg fram­setn­ing hjá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Gagn­rýni á gagn­rýni

Bjarni setti stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag þar sem hann tjáði sig um hina nýju fjár­mála­á­ætlun sem liggur fyrir þing­inu, og er ætlað að bregð­ast við gjör­breytti efna­hags­stöðu, en nýj­ustu spár Hag­stofu Íslands og Seðla­banka Íslands benda til þess að sam­dráttur verði í íslensku efna­hags­lífi á þessu ári í stað hag­vaxt­ar, sem fyrri áætlun reikn­aði með að yrði. Helstu ástæður sam­drátt­ar­ins eru ann­ars vegar gjald­þrot WOW air og hins vegar loðnu­brest­ur.

Auglýsing
End­­ur­­metnar afkomu­horfur hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­­­ar­­­fé­laga, gera ráð fyrir að afkoma hins opin­bera – ríkis og sveit­­­ar­­­fé­laga – versni að óbreyttu um 40 til 46 millj­­­arða króna á ári.

Höggið er mest á ríkið en ef ekk­ert verður að gert mun afkoma rík­­­is­­­sjóðs verða 35 millj­­­ónum krónum lak­­­ari í ár en fyrri afkomu­horfur gerðu ráð fyr­­­ir. Sama yrði upp á ten­ingnum á næsta ári.

Í stöðu­upp­færslu Bjarna segir í nýju áætl­un­inni sé horft til þess að tryggja jafn­vægi og festu í rík­is­fjár­málum á næstu árum. „Víða er þar komið við, bæði á tekju- og gjalda­hlið. Það er skylda okkar að ganga eins vel um sam­eig­in­lega sjóði og mögu­legt er.“

Fjár­mála­á­ætlun liggur fyrir þing­inu. Í ljósri þess að horfur hafa breyst til næstu ára hefur rík­is­stjórnin lagt til að...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sat­ur­day, June 8, 2019

Hann fjallar svo um gagn­rýni sem Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, setti fram á áætl­un­ina í gær. Hann sagð­ist hafa óskað eftir frek­­ari skýr­ingum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu, þar sem hann eigi „erfitt með að trúa“ ýmsu sem komi fram í til­­lög­un­um og birti svo á Face­book-­síðu sinni lista yfir tólf atriði, þar sem hann segir að nið­­ur­­skurð­­ar­hníf­­ur­inn höggvi í.  Hægt er að lesa um hver þau tólf atriði eru hér.

Bjarni sagði að Sam­fylk­ingin vilji helst auka skatt­lagn­ingu um 25-35 millj­arða og verja því meira og minna öllu í var­an­leg útgjöld. Síðan fjall­aði hann um mein­tan nið­ur­skurð í bóta­kerfum og sagði að engin áform væru uppi um slík­an. „Gert ráð fyrir að útgjöld á mál­efna­svið­inu vaxi á hverju ári næstu árin. Á með­fylgj­andi mynd má sjá hvaða áhrif ráð­staf­an­irnar munu hafa. Fyrri áform með gráum lit, nýjar til­lögur með blá­um.

Sjá má að frá 2013 hafa fram­lög til mála­flokks­ins vaxið úr 45,7 millj­örðum á ári upp í 69 millj­arða í ár. Sam­kvæmt áformum stefna þau í 77 millj­arða árið 2024.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent