„Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“

Þingmaður Pírata er stóryrtur um viðbrögð fjármála- og efnahagsráðherra vegna gangrýni á nýja fjármálaáætlun. Hann segir að viðbrögðin segi honum að „fyrri áætlun hafi verið sett fram með ívilnunum fyrir skattsvikara.“

Björn Leví Gunnarsson
Auglýsing

„Þessi drasl fjár­mála­ráð­herra má vin­sam­leg­ast hætta að úða út svona fokk­ing bulli.“ Þetta segir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann deilir frétt RÚV um við­brögð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við gagn­rýni á nýja fjár­mála­á­ætlun hans þar sem haft var eftir Bjarna að til standi að nýta fjár­muni betur í nýju áætl­un­inni.

Auglýsing
Björn Leví spyr hvers konar „hel­vítis bull er þetta. Hvað var þá fyrri fjár­mála­á­ætl­un? Slæm nýt­ing á fjár­mun­um?“ Hann bendir á að í nýju áætl­un­inni eigi til að mynda að efla skatta­eft­ir­lit sem eigi á móti að skila meiri tekj­um. „Það eina sem það segir mér er að fyrri áætlun hafi verið sett fram með íviln­unum fyrir skattsvik­ara. Það er ekki fyrr en herðir í ári að þessi fjár­mála­ráð­herra neyð­ist til þess að ganga á þær íviln­anir ... það verður samt að skerða til­færslu­kerfi almanna­trygg­inga lík­a.“

"Nýta fjár­muni betur" Ég biðst fyr­ir­fram afsök­unar á orð­bragð­in­u. Hvers konar hel­vítis bull er þetta eig­in­lega. Hvað...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Sat­ur­day, June 8, 2019

Þetta segir Björn Leví að sé ekki heið­ar­leg fram­setn­ing hjá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Gagn­rýni á gagn­rýni

Bjarni setti stöðu­upp­færslu á Face­book fyrr í dag þar sem hann tjáði sig um hina nýju fjár­mála­á­ætlun sem liggur fyrir þing­inu, og er ætlað að bregð­ast við gjör­breytti efna­hags­stöðu, en nýj­ustu spár Hag­stofu Íslands og Seðla­banka Íslands benda til þess að sam­dráttur verði í íslensku efna­hags­lífi á þessu ári í stað hag­vaxt­ar, sem fyrri áætlun reikn­aði með að yrði. Helstu ástæður sam­drátt­ar­ins eru ann­ars vegar gjald­þrot WOW air og hins vegar loðnu­brest­ur.

Auglýsing
End­­ur­­metnar afkomu­horfur hins opin­bera, bæði ríkis og sveit­­­ar­­­fé­laga, gera ráð fyrir að afkoma hins opin­bera – ríkis og sveit­­­ar­­­fé­laga – versni að óbreyttu um 40 til 46 millj­­­arða króna á ári.

Höggið er mest á ríkið en ef ekk­ert verður að gert mun afkoma rík­­­is­­­sjóðs verða 35 millj­­­ónum krónum lak­­­ari í ár en fyrri afkomu­horfur gerðu ráð fyr­­­ir. Sama yrði upp á ten­ingnum á næsta ári.

Í stöðu­upp­færslu Bjarna segir í nýju áætl­un­inni sé horft til þess að tryggja jafn­vægi og festu í rík­is­fjár­málum á næstu árum. „Víða er þar komið við, bæði á tekju- og gjalda­hlið. Það er skylda okkar að ganga eins vel um sam­eig­in­lega sjóði og mögu­legt er.“

Fjár­mála­á­ætlun liggur fyrir þing­inu. Í ljósri þess að horfur hafa breyst til næstu ára hefur rík­is­stjórnin lagt til að...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sat­ur­day, June 8, 2019

Hann fjallar svo um gagn­rýni sem Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, setti fram á áætl­un­ina í gær. Hann sagð­ist hafa óskað eftir frek­­ari skýr­ingum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu, þar sem hann eigi „erfitt með að trúa“ ýmsu sem komi fram í til­­lög­un­um og birti svo á Face­book-­síðu sinni lista yfir tólf atriði, þar sem hann segir að nið­­ur­­skurð­­ar­hníf­­ur­inn höggvi í.  Hægt er að lesa um hver þau tólf atriði eru hér.

Bjarni sagði að Sam­fylk­ingin vilji helst auka skatt­lagn­ingu um 25-35 millj­arða og verja því meira og minna öllu í var­an­leg útgjöld. Síðan fjall­aði hann um mein­tan nið­ur­skurð í bóta­kerfum og sagði að engin áform væru uppi um slík­an. „Gert ráð fyrir að útgjöld á mál­efna­svið­inu vaxi á hverju ári næstu árin. Á með­fylgj­andi mynd má sjá hvaða áhrif ráð­staf­an­irnar munu hafa. Fyrri áform með gráum lit, nýjar til­lögur með blá­um.

Sjá má að frá 2013 hafa fram­lög til mála­flokks­ins vaxið úr 45,7 millj­örðum á ári upp í 69 millj­arða í ár. Sam­kvæmt áformum stefna þau í 77 millj­arða árið 2024.“Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent