Alþingi samþykkir úttekt vegna gjaldþrots WOW air

Ríkisendurskoðun mun meðal annars rannsaka hvort að Isavia hafi haft heimildir til þess að veita WOW air greiðslufrest þegar flugfélagið gat ekki greitt ríkisfyrirtækinu fyrir veitta þjónustu.

WOW
Auglýsing

Alþingi samþykkti í dag með öllu greiddum atkvæðum beiðni um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air hf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins og eftir það.

Fyrsti flutningsmaður beiðninnar var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en auk hennar voru flutningsmenn úr sex öðrum flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir eru auk þess allir nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd.

Auglýsing
Í greinargerð sem fylgdi með beiðninni segir að flutningsmenn telji nauðsynlegt að aðkoma stjórnvalda að gjaldþroti WOW air, m.a. sem eftirlitsaðila, verði skoðuð ofan í kjölinn. „Lagt er til að markmið úttektarinnar verði að leiða í ljós hvort stjórnsýsla málsins hafi verið nægilega vönduð, hvort nýting ríkisfjár hafi verið forsvaranleg, hvort reglum um flugrekstrarhæfi[...] hafi verið framfylgt og hvað gera hefði mátt betur. Að mati flutningsmanna er jafnframt nauðsynlegt að skoða heimildir Isavia ohf.,[...]til að veita flugrekendum greiðslufrest á lendingar- og þjónustugjöldum og hvort endurskoða þurfi þær heimildir sem opinber hlutafélög hafa til slíkrar fyrirgreiðslu á samkeppnismarkaði. Er sérstaklega óskað eftir að Ríkisendurskoðun kanni umræddar fyrirgreiðslur með tilliti til samkeppnislaga og ríkisaðstoðarreglna.“

Dauða­stríð fyrir opnum tjöldum

WOW air varð gjald­þrota 28. mars síð­ast­lið­inn. Þá hafði félagið barist í dauða­stríði fyrir opnum tjöldum frá því síð­sum­ars 2018 og átt í miklum erf­ið­leikum allt frá haustinu 2017.

Sam­göngu­stofa er sú eft­ir­lits­stofnun sem gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og á að hafa eft­ir­lit með því að þau flug­fé­lög sem fá slíkt séu rekstr­ar­hæf. Stofn­unin hefur verið víða harð­lega gagn­rýnd fyrir að grípa ekki fyrr inn í rekstur WOW air þegar ljóst var að eig­in­fjár­staða félags­ins var afar bág­borin og illa gekk fyrir það að fá nýja fjár­festa að rekstr­in­um.

Isavia veitti WOW air sömu­leiðis umtals­verðan slaka vegna skulda sem safn­ast höfðu upp vegna van­gold­inna lend­ing­ar- og þjón­ustu­gjalda á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þegar WOW air fór í þrot stóðu þær skuldir í um tveimur millj­örðum króna. Óljóst er hversu mikið af þeim fjár­munum munu inn­heimt­ast en Isavia kyrr­setti flug­vél í eigu leigu­sala WOW air og von­að­ist til að geta krafið hann um greiðslu á skuld­inni. Tek­ist er á um það mál fyrir dóm­stól­um.

Skúli vill WOW 2.0

Skúli Mogensen, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­­­stjóri flug­­­­­fé­lags­ins WOW air, sagði í erindi sem hann hélt á við­­burði Startup Iceland í Hörpu nýverið að ef hann fengi tæki­­færi til að stofna annað flug­­­fé­lag þá myndi hann gera það, þó ekki end­i­­lega sem for­­stjóri. Nýja flug­­­fé­lagið myndi hann kalla WOW air, „enda frá­­­bært vöru­­merki“ að hans mati.

Auglýsing
Skúli sagði í erindi sínu að við fall WOW air hefði hann orðið mjög reið­­ur. Og að hann væri enn reið­­ur. „Það er ekki dagur – eða klukku­­tími – sem ég hugsa ekki um þetta,“ sagði hann. En að því sögðu þá velti hann því fyrir sér hvað taki nú við. „Hvað getum við gert núna? Hver eru tæki­­fær­in?“

Hann sagði að það yrði slæmt ef þekk­ingin og reynslan sem afl­að­ist við rekstur og upp­­­bygg­ingu WOW air yrði ekki nýtt. Ekki væri hægt að byggja upp slíka þekk­ingu auð­veld­­lega aftur og því taldi hann að nú ætti að nýta tæki­­fær­ið. Ísland yrði að vera með lággjalda­flug­­fé­lag.

„Ég ætla ekki end­i­­lega að gera þetta á morgun en ég vil fá tæki­­færi til að gera þetta aft­­ur,“ sagði Skúli og bætti því við að honum væri aftur farið að leið­­ast. Hann benti enn fremur á að nú væri sam­­dráttur í íslensku sam­­fé­lagi og að ein­hver yrði að gera eitt­hvað í þessum mál­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent