Skúli vill fá annað tækifæri til að stofna flugfélag – Myndi kalla það WOW air

Stofnandi WOW air segir það mikilvægt að á Íslandi sé lággjaldaflugfélag og telur hann að nýtt félag eigi erindi hér á landi undir formerkjum WOW air.

WOW air 2
Auglýsing

Skúli Mogensen, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­stjóri flug­fé­lags­ins WOW a­ir, segir að ef hann fengi tækifæri til að stofna annað flugfélag þá myndi hann gera það, þó ekki endilega sem forstjóri. Nýja flugfélagið myndi hann kalla WOW air, „enda frábært vörumerki“ að hans mati.

Þetta kom fram í erindi hans á viðburði Startup Iceland í Hörpu í dag. Viðburðurinn er haldinn í áttunda sinn og er þemað í ár Stofnendur og undirstöður.

Eftir mik­inn upp­gang árum saman lenti íslenska lág­far­gjald­ar­flug­fé­lagið WOW air í veru­legum vand­ræð­um og dugði skulda­bréfa­út­­­boð upp á 50 millj­­ónir dala sem félagið fór í í sept­­em­ber 2018 ekki til að laga stöð­una. Í kjöl­farið var reynt að selja WOW air til Icelandair og Indigo Partners en þau áform gengu ekki eft­­ir. Íslenska ríkið taldi sig jafnframt ekki hafa neinar for­sendur til að ganga inn í rekstur WOW air og að morgni 28. mars síðastliðins fór félagið í þrot.

Auglýsing

Fólk taldi hann óðan

Í erindi Skúla kemur fram að eftir OZ-ævintýrið hafi hann ætlað sér að verða fjárfestir og stjórnarmaður fyrirtækja en hann segir að honum hafi hins vegar leiðs í þeim störfum. „Ég var ekki góður fjárfestir og stjórnarmaður,“ segir Skúli. Hann hafi viljað finna nýjar áskoranir og taldi hann það ekki vera góða hugmynd að hætta að vinna fertugur. Svo hann spurði sig hvað hann gæti gert í staðinn en þá vaknaði upp sú hugmynd að stofna flugfélag. Hann hafði flogið mikið og trúði því að Íslendingar gætu gert betur í þessum málum.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa en samkvæmt Skúla töldu margir hann vera óðan en hann leit svo á að þetta verkefni væri eitthvað sem hann yrði að framkvæma. 

Ekkert sem heitir „auðvelt“ í flugbransanum

Rekstur WOW air fór vel af stað og segir Skúli að markaðssetning hafi gengið einstaklega vel. Þau hafi haft gott teymi sem vann vel og hafi þau eytt miklum tíma í þá markaðssetningu.

„Ég vildi hafa áhrif. Á mörgum stöðum í heiminum er það munaður að fljúga en ég vildi að allir hefðu möguleika á að gera það,“ segir Skúli. Hann segir það enn fremur misskilning að sá sem eyðir litlu í flugfar sé versti kúnninn. „Það er rugl, algjört rugl. Ég tel að þeir séu þeir kláru,“ segir hann.

Hann talar jafnframt um þau mistök sem gerð voru árið 2018 í rekstri WOW air. Hann segir að fyrirtækið hafi misst sjónar á markmiðum þess það árið. „Ég hélt að þetta væri auðvelt en það er ekkert sem heitir „auðvelt“ í flugbransanum,“ segir hann.

Skúli Mogensen Mynd: WOW air

Hefði átt að vera þolinmóður

Eins og fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla eftir gjaldþrot WOW air þá segir Skúli að helstu mistökin hafi verið að stækka vélarnar. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsmönnum sínum desember síðastliðnum kemur þetta einnig fram en þar sagði hann: „Í stuttu máli misstum við einbeitinguna og byrjuðum að hegða okkur eins og hefðbundið flugfélag. Þessi mistök hafa næstum því kostað okkur fyrirtækið þar sem tapið árið 2018 hefur stigmagnast undanfarna mánuði vegna slæmrar fjárhagslegrar afkomu. Það er afar mikilvægt að taka fram að ég kenni engum nema sjálfum mér um þessi mistök.“

Hann segir í erindi sínu að hann hafi átt að bíða og vera þolinmóður en hann hafi verið óþreyjufullur að stækka. Það hafi ekki verið rétt ákvörðun, svona eftir á að hyggja.

Vill fá annað tækifæri

Skúli segir í erindi sínu að við fall WOW air hafi hann orðið mjög reiður. Og að hann sé enn reiður. „Það er ekki dagur – eða klukkutími – sem ég hugsa ekki um þetta,“ segir hann. En að því sögðu þá veltir hann því fyrir sér hvað taki nú við. „Hvað getum við gert núna? Hver eru tækifærin,“ spyr hann.

Hann segir að það yrði slæmt ef þekkingin og reynslan sem aflaðist við rekstur og uppbyggingu WOW air yrði ekki nýtt. Ekki væri hægt að byggja upp slíka þekkingu auðveldlega aftur og því telur hann að nú ætti að nýta tækifærið. Ísland verði að vera með lággjaldaflugfélag.

„Ég ætla ekki endilega að gera þetta á morgun en ég vil fá tækifæri til að gera þetta aftur,“ segir Skúli og bætir því við að honum sé aftur farið að leiðast. Hann bendir enn fremur á að nú sé samdráttur í íslensku samfélagi og að einhver verði að gera eitthvað í þessum málum.

Hægt er að horfa á streymi frá Startup Iceland hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Þröstur Ólafsson
Hvað á ég að kjósa?
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent