Skúli vill fá annað tækifæri til að stofna flugfélag – Myndi kalla það WOW air

Stofnandi WOW air segir það mikilvægt að á Íslandi sé lággjaldaflugfélag og telur hann að nýtt félag eigi erindi hér á landi undir formerkjum WOW air.

WOW air 2
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­­stjóri flug­­­fé­lags­ins WOW a­ir, segir að ef hann fengi tæki­færi til að stofna annað flug­fé­lag þá myndi hann gera það, þó ekki endi­lega sem for­stjóri. Nýja flug­fé­lagið myndi hann kalla WOW air, „enda frá­bært vöru­merki“ að hans mati.

Þetta kom fram í erindi hans á við­burði Startup Iceland í Hörpu í dag. Við­burð­ur­inn er hald­inn í átt­unda sinn og er þemað í ár Stofn­endur og und­ir­stöð­ur.

Eftir mik­inn upp­­­gang árum saman lenti íslenska lág­far­gjald­­ar­flug­­fé­lagið WOW air í veru­­legum vand­ræð­um og dugði skulda­bréfa­út­­­­­boð upp á 50 millj­­­ónir dala sem félagið fór í í sept­­­em­ber 2018 ekki til að laga stöð­una. Í kjöl­farið var reynt að selja WOW air til Icelandair og Indigo Partners en þau áform gengu ekki eft­­­ir. Íslenska ríkið taldi sig jafn­framt ekki hafa neinar for­­sendur til að ganga inn í rekstur WOW air og að morgni 28. mars síð­ast­lið­ins fór félagið í þrot.

Auglýsing

Fólk taldi hann óðan

Í erindi Skúla kemur fram að eftir OZ-æv­in­týrið hafi hann ætlað sér að verða fjár­festir og stjórn­ar­maður fyr­ir­tækja en hann segir að honum hafi hins vegar leiðs í þeim störf­um. „Ég var ekki góður fjár­festir og stjórn­ar­mað­ur,“ segir Skúli. Hann hafi viljað finna nýjar áskor­anir og taldi hann það ekki vera góða hug­mynd að hætta að vinna fer­tug­ur. Svo hann spurði sig hvað hann gæti gert í stað­inn en þá vakn­aði upp sú hug­mynd að stofna flug­fé­lag. Hann hafði flogið mikið og trúði því að Íslend­ingar gætu gert betur í þessum mál­um.

Við­brögðin létu ekki á sér standa en sam­kvæmt Skúla töldu margir hann vera óðan en hann leit svo á að þetta verk­efni væri eitt­hvað sem hann yrði að fram­kvæma. 

Ekk­ert sem heitir „auð­velt“ í flug­brans­anum

Rekstur WOW air fór vel af stað og segir Skúli að mark­aðs­setn­ing hafi gengið ein­stak­lega vel. Þau hafi haft gott teymi sem vann vel og hafi þau eytt miklum tíma í þá mark­aðs­setn­ingu.

„Ég vildi hafa áhrif. Á mörgum stöðum í heim­inum er það mun­aður að fljúga en ég vildi að allir hefðu mögu­leika á að gera það,“ segir Skúli. Hann segir það enn fremur mis­skiln­ing að sá sem eyðir litlu í flug­far sé versti kúnn­inn. „Það er rugl, algjört rugl. Ég tel að þeir séu þeir kláru,“ segir hann.

Hann talar jafn­framt um þau mis­tök sem gerð voru árið 2018 í rekstri WOW air. Hann segir að fyr­ir­tækið hafi misst sjónar á mark­miðum þess það árið. „Ég hélt að þetta væri auð­velt en það er ekk­ert sem heitir „auð­velt“ í flug­brans­an­um,“ segir hann.

Skúli Mogensen Mynd: WOW air

Hefði átt að vera þol­in­móður

Eins og fram hefur komið í umfjöllun fjöl­miðla eftir gjald­þrot WOW air þá segir Skúli að helstu mis­tökin hafi verið að stækka vél­arn­ar. Í tölvu­pósti sem Skúli sendi starfs­mönnum sínum des­em­ber síð­ast­liðnum kemur þetta einnig fram en þar sagði hann: „Í stuttu máli misstum við ein­beit­ing­una og byrj­uðum að hegða okkur eins og hefð­bundið flug­fé­lag. Þessi mis­tök hafa næstum því kostað okkur fyr­ir­tækið þar sem tapið árið 2018 hefur stig­magn­ast und­an­farna mán­uði vegna slæmrar fjár­hags­legrar afkomu. Það er afar mik­il­vægt að taka fram að ég kenni engum nema sjálfum mér um þessi mis­tök.“

Hann segir í erindi sínu að hann hafi átt að bíða og vera þol­in­móður en hann hafi verið óþreyju­fullur að stækka. Það hafi ekki verið rétt ákvörð­un, svona eftir á að hyggja.

Vill fá annað tæki­færi

Skúli segir í erindi sínu að við fall WOW air hafi hann orðið mjög reið­ur. Og að hann sé enn reið­ur. „Það er ekki dagur – eða klukku­tími – sem ég hugsa ekki um þetta,“ segir hann. En að því sögðu þá veltir hann því fyrir sér hvað taki nú við. „Hvað getum við gert núna? Hver eru tæki­fær­in,“ spyr hann.

Hann segir að það yrði slæmt ef þekk­ingin og reynslan sem afl­að­ist við rekstur og upp­bygg­ingu WOW air yrði ekki nýtt. Ekki væri hægt að byggja upp slíka þekk­ingu auð­veld­lega aftur og því telur hann að nú ætti að nýta tæki­fær­ið. Ísland verði að vera með lággjalda­flug­fé­lag.

„Ég ætla ekki endi­lega að gera þetta á morgun en ég vil fá tæki­færi til að gera þetta aft­ur,“ segir Skúli og bætir því við að honum sé aftur farið að leið­ast. Hann bendir enn fremur á að nú sé sam­dráttur í íslensku sam­fé­lagi og að ein­hver verði að gera eitt­hvað í þessum mál­um.

Hægt er að horfa á streymi frá Startup Iceland hér.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
Kjarninn 17. september 2019
Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent