Mynd: WOW air

Eina leiðin til að bjarga WOW air

WOW air hefur sagt upp hundruð starfsmanna, hættir að fljúga til Indlands og Los Angeles og mun hafa fækkað vélum sínum úr 24 í 11 á mjög skömmum tíma. Forstjórinn viðurkennir að rangar ákvarðanir í rekstri séu ástæða stöðunnar. Áður hafði félagið sagt að skaðleg umfjöllun og erfiðar ytri aðstæður væru meginástæða stöðunnar.

„Í stuttu máli misstum við ein­beit­ing­una og byrj­uðum að hegða okkur eins og hefð­bundið flug­fé­lag. Þessi mis­tök hafa næstum því kostað okkur fyr­ir­tækið þar sem tapið árið 2018 hefur stig­magn­ast und­an­farna mán­uði vegna slæmrar fjár­hags­legrar afkomu. Það er afar mik­il­vægt að taka fram að ég kenni engum nema sjálfum mér um þessi mis­tök.“

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tölvu­pósti sem Skúli Mog­en­sen, for­stjóri, stofn­andi og eig­andi WOW air, sendi á starfs­fólk sitt fyrr í dag. Þetta er annar tónn en hefur verið í yfir­lýs­ingum Skúla og WOW air und­an­far­ið. Í frétta­til­kynn­ingu vegna níu mán­aða upp­gjörs félags­ins kom fram að rekstr­inum kom fram að skað­leg umfjöllun í kring­um, og í tengslum við, skulda­bréfa­út­boð WOW air í sept­em­ber hefði haft mikið að segja um stöð­una ásamt erf­iðum ytri aðstæð­um. Nú segir Skúli að rangar ákvarð­anir stjórn­enda ráði þar mestu um.

Ástæður þess að Skúli sendi póst­inn er ákvörðun um að draga starf­semi félags­ins veru­lega sam­an. Vélum hefur nú fækkað úr 24 í ell­efu á mjög skömmum tíma, áfanga­stöðum fækkað og hund­ruð manns munu missa vinn­una. Þar ef eru 111 fast­ráðnir starfs­menn auk hluta­starfs­manna og verk­taka. Talið er að heild­ar­fjöldi þeirra sem missi vinn­una séu um 350 tals­ins. Starfs­menn WOW a­ir eftir end­ur­skipu­lagn­ing­una verða um eitt þús­und tals­ins.

Í póst­inum rekur Skúli þær ákvarð­anir sem WOW a­ir tók sem orsakað hafa þá stöðu sem er uppi. Þær helstu eru, að mati Skúla, að flækja rekst­ur­inn með því að bæta við breið­þotum og bæta við Prem­i­um- og Com­fy- vörum sem hafi verið fjarri upp­runa­legri hug­sjón hans um ofur­lág­far­gjald­ar­fé­lag.

Legið í loft­inu mán­uðum saman

Það hefur legið í loft­inu að gripið yrði til drastískra aðgerða hjá WOW a­ir um nokk­urra mán­aða skeið. Eftir margra ára sig­ur­för, þar sem WOW a­ir óx á ógn­ar­hraða ár frá ári, með til­heyr­andi jákvæðum áhrifum fyrir íslenskt efna­hags­líf, varð þeim sem til þekkja, eða þurfa að hafa eft­ir­lit með starf­sem­inni, ljóst fyrir um ári síðan að fjár­hags­staðan var í besta falli við­kvæm. WOW a­ir átti ein­fald­lega ekki laust fé til að takast á við sveiflur í rekstri sínum og hækk­anir á heims­mark­aðs­verð á olíu, hærri launa­kostn­aðar vegna gengis krón­unn­ar, og hörð sam­keppni sem hélt verði niðri unnu saman að því að gera stöð­una enn verri.

Félagið réðst í skulda­bréfa­út­boð sem áttu að klár­ast í ágúst. Þegar skil­málar þess útboðs voru birtir af íslenskum fjöl­miðl­um, meðal ann­ars Kjarn­an­um, var fjár­hags­staða WOW air í fyrsta sinn opin­beruð að hluta. Fram að þeim tíma hafði félag­ið, sem er ekki skráð á markað og lýtur því ekki sömu skyldum varð­andi upp­lýs­inga­gjöf og t.d. Icelanda­ir, getað valið þær upp­lýs­ingar sem birtar voru hverju sinni. Líkt og oft vill verða í þannig til­fellum voru jákvæðu upp­lýs­ing­arn­ar, sem snér­ust t.d. um vöxt í fjölda far­þega, ofan á þegar sendar voru út frétta­til­kynn­ing­ar. Þann 17. sept­em­ber birt­ist svo við­tal við Skúla í Fin­ancial Times þar sem hann sagð­ist ætla að skrá félagið á markað og selja helm­ing innan við helm­ing þess í gegnum slíkt hluta­fjár­út­boð fyrir allt að 33 millj­arða króna. Dag­inn eftir var til­kynnt um að

skulda­bréfa­út­boð­inu væri lok­ið. Nið­ur­staðan var þess eðlis að fáir höfðu trú á að það myndi duga til að bjarga WOW air.

Skúli keypti sjálfur í útboð­inu

Alls kyns fyr­ir­varar voru settir inn í end­an­­lega skil­­mála sem fólu meðal ann­­ars í sér að WOW air þyrfti að stand­­ast reglu­­leg álags­­próf sem þurftu að sýna að eigið fé félags­­ins ekki lægra en 25 millj­­ónir dala fyrstu tólf mán­uð­ina eftir útgáf­una og 30-35 millj­­ónir dala eftir það. Auk þess kom fram að vaxta­greiðslum sem féllu til vegna skulda­bréfa­út­­­boðs­ins yrðu færðar á fjár­­vörslu­­reikn­ing. Og vext­irnir sem WOW air sam­þykkti að greiða voru hærri en vextir í útboðum ann­arra evr­ópska flug­fé­laga sem farið hafa fram á und­an­förnum árum, eða um níu pró­sent ofan á þriggja mán­aða Euri­bor vexti.

Það kom enda síðar á dag­inn að eft­ir­spurnin eftir þátt­töku í útboð­inu, sem átti að skila um 60 millj­ónum evra í hús, var ekki eins og látið hafði verið með hana. Skúli Mog­en­sen keypti meðal ann­ars sjálfur í útgáf­unni fyrir um 770 millj­ónir króna.

Icelandair ætl­aði að kaupa en hætti svo við

Fyrstu helg­ina í nóv­em­ber var vand­inn orð­inn þannig að ekki var við unað. Skúli Mog­en­sen leit­aði til helsta keppi­naut­ar­ins, Icelanda­ir, og bað þá um að kaupa WOW air. Kaup­samn­ing­ur, með fjöl­mörgum fyr­ir­vörum, var und­ir­rit­aður 5. nóv­em­ber. Upp­gefið kaup­verð, sem átti að greiða með hlutum í Icelanda­ir, var um tveir millj­­arðar króna miðað gengi Icelandair þegar til­­kynnt var um kaup­in. Það gat þó lækkað ef áreið­an­­leika­könnun sýndi aðra stöðu en gengið var út frá, sem varð nið­­ur­­stað­­an.

29. nóv­em­ber var birt til­kynn­ing um að Icelandair væri hætt við kaup­in. Grein­ingar og áreið­an­­leikakann­­anir sem Icelandair hafði látið fram­­kvæma vegna fyr­ir­hug­aðra kaupa á WOW air höfðu ein­fald­lega leitt í ljós að við­­skiptin stóð­ust ekki þær for­­sendur sem gerðar voru við und­ir­­ritun kaup­­samn­ings­ins.

Helstu for­­sendur kaup­­samn­ings Icelandair WOW air voru þær að sam­komu­lag myndi nást við leig­u­­sala WOW air, að stað­­fest­ing myndi fást á því að for­­gangs­­réttur flug­­­manna myndi ekki eiga við um flug­­­menn WOW air og að sam­komu­lag myndi nást við skulda­bréfa­eig­endur WOW air. Ekk­ert af þessu var leitt til lykta áður en að ákveðið var að hætta við kaup­in. Þá var sér­­stakur fyr­ir­vari um nið­­ur­­stöðu áreið­an­­leika­könn­un­­ar, sem Deloitte og Logs fram­­kvæmdu. Það grunn­­mat liggur fyrir en er trún­­að­­ar­­mál en í kynn­ing­unni segir að „fyrstu nið­­ur­­stöður gáfu til kynna meiri fjár­­þörf en gert var ráð fyrir auk ann­­arra atriða.“

Mikið tap og hlið­ar­við­ræður við annan fjár­festi

Ljóst var að áhyggjur voru þegar farnar látnar á sér kræla á meðal þeirra sem áttu í við­­skiptum við WOW air áður en til­kynnt var um að kaupin myndu ekki ganga eft­ir. Félagið þurfti til að mynda að skila fjórum Air­bus vélum til leig­u­­sala sinna nokkrum dögum áður. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans var það skýrt merki um að ótti var til staðar við það að WOW air myndi fara í greiðslu­­þrot sem gæti leitt til þess að flug­­vellir gætu kyrr­­sett vélar félags­­ins vegna van­gold­inna lend­ing­­ar­gjalda.WOW air tap­aði alls 33,6 millj­­­ónum dala, sem jafn­­­­­gildir um 4,2 millj­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Á sama tíma­bili í fyrra nam tap félags­­­ins 13,5 millj­­­ónum dala, jafn­­­virði tæp­­­lega 1,7 millj­­­arða króna miðað við núver­andi gengi. EBITDA félags­­­ins fór úr því að vera jákvæð um 8,8 millj­­­ónir dala fyrstu níu mán­uði síð­­­asta árs í að vera nei­­­kvæð um 18,9 millj­­­ónir dala nú, sem er um 2,3 millj­­­arða íslenskra króna.

Sama dag og Icelandair hætti við kaupin þá var til­kynnt um að banda­ríska félagið Indigo Partners hefði náð sam­komu­lagi um fjár­fest­ingu í WOW air. Sú til­kynn­ing kom veru­lega á óvart, sér­stak­lega vegna þess að eina leiðin sem var til staðar til að fá sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fyrir sam­runa Icelandair og WOW air var sú að þau kaup þyrftu að vera eini mög­u­­leik­inn í stöð­unni. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans fóru við­ræður við eft­ir­litið fram á þeim grund­velli að WOW air væri fyr­ir­tæki á fallandi fæti.

Því vakti það furðu þegar Skúli Mog­en­sen greindi frá því að hann hefði  verið í við­ræðum við annan fjár­sterkan aðila um fjár­fest­ingu í WOW air sam­hliða við­ræðum við Icelanda­ir.

Flot­inn nú tæp­lega helm­ingur af því sem hann var

Fyrr í vik­unni greindi Samuel Eng­el, pistla­höf­undur For­bes á sviði flug­­­mála,  frá því að lík­legt yrði að Indigo Partners, sem myndi alltaf verða ráð­andi aðili í eign­ar­haldi WOW air ef það fjár­festi í félag­inu, myndi beita sér með þeim hætti að WOW air myndi leggja niður kostn­að­­ar­­söm flug og hag­ræða mikið í rekstri, meðal ann­­ars með því að vera með starfs­­fólk sem er með lág laun.

Í pist­l­inum nefndi hann að sýnin sem Bill Franke, hinn 81 árs gamli stofn­andi og helsti eig­andi Indigo Partners, sé með sé sú að skera niður kostnað eins og hægt er, vera með hag­­kvæman flug­­­véla­­flota, og vera síðan með góða sam­­legð í rekstr­in­­um. Þetta hafi verið gert með Wizz Air og Fronti­er, með góðum árangri.WOW air gæti þar með endað sem sýnd­ar­flug­fé­lag, þ.e. flug­fé­lag sem selji miða í gegnum gott vöru­merki en síðan séu önur félög sem fljúgi flug­vél­unum á áfanga­staði.

Segja má að hluti af þess­ari spá Engel hafi ræst í dag þegar WOW air til­kynnti um að vélum félags­ins muni fækka enn frekar, og verði í nán­ustu fram­tíð ell­efu eftir að hafa verið 24 fyrir nokkrum vikum síð­an. Fjölda­upp­sagnir eru þegar hafnar og hætt hefur verið við kostn­að­ar­söm flug, meðal ann­ars til Ind­lands, en jóm­frú­ar­ferð WOW air þangað var farin um síð­ustu helgi. Sam­kvæmt til­kynn­ingu verður síð­asta flug frá Nýju Delí  20. jan­úar næst­kom­andi og frá Los Ang­eles í Banda­ríkj­unum 14. jan­úar 2019.

Í tölvu­pósti Skúla Mog­en­sen til starfs­manna sem sendur var fyrr í dag segir að nú muni WOW air snúa aftur til róta sinna og ein­beita sér að kjarna­starf­semi sinni sem hafi reynst vel fram til árs­ins 2017. Flækjur á rekstr­inum síðan séu orsök þeirrar stöðu sem nú er uppi. „Þetta er ákaf­lega sárs­auka­fullur lær­dómur vegna þess að á sama tíma höfum við byggt upp eitt­hvað ein­stakt með Wow air og þó að þetta krefj­ist þess að við tökum eitt erfitt skref aftur á bak til skamms tíma litið er ég sann­færður um að það geri okkur kleift að taka tvö skref áfram til lengri tíma litið og tryggi að Wow air dafni til fram­tíð­ar.

Að þeim lík­indum að við fáum Indigo Partners sem fjár­festi vil ég hverfa aftur til upp­haf­legrar hug­sjónar okkar og sýna fram á að við getum sann­ar­lega byggt upp frá­bært lág­far­gjalda­fé­lag á lengri leið­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar