Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum

Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson ríkisstjórn
Auglýsing

Í Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið er fjallað ítar­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­is­bönk­un­um, Lands­bank­anum og Íslands­banka, og er horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­ar­hald verði hluti af fjár­mála­kerf­inu til fram­tíð­ar.

Þá er einnig lagt til að það verði skoðað gaum­gæfi­lega hvernig megi efla sam­starf bank­anna á sviði inn­viða í fjár­mála­kerf­inu, til að auka hag­ræð­ingu í banka­kerf­inu og bæta þannig kjör til neyt­enda.

Í starfs­hópnum sem vanna að Hvít­bók­inni voru Lárus L. Blön­dal, for­mað­ur, Guð­jón Rún­ars­son, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, Kristrún Tinna Gunn­ars­dóttir og Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, en hún hætti í starfs­hópnum í sept­em­ber 2018.

Auglýsing

Fram kemur í Hvít­bók­inni að langt sé í það, að almenn­ingur hafi traust á fjár­mála­kerf­inu, sé mið tekið af könn­unum sem gerðar voru fyrir starfs­hóp­inn í tengslum við vinnu Hvít­bók­ar­inn­ar. Hrun fjár­mála­kerf­is­ins er enn ofar­lega í huga fólks og end­ur­spegl­ast það í við­horfum fólks til bank­anna.

Helstu niðurstöður.

Aukin hag­kvæmni mögu­leg

Nefnt er í Hvít­bók­inni að sam­ein­ing banka til að ná fram meiri hag­kvæmni og skil­virkni sé ekki endi­lega besta leiðin til þess, heldur frekar ætti að horfa til þess að bæta inn­við­ina í kerf­inu. Þrátt fyrir að sam­ein­ing sé lík­leg til að auka hag­kvæmni, þá hangi meira á spýt­unni.T.d. með sam­rekstri á sér­stökum gagna­grunni yfir skuldir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, sem yrði óper­sónu­grein­an­leg­ur, þá megi ná fram hag­kvæmni.

Er þetta meðal ann­ars talið geta aukið öryggi í fjár­mála­kerf­inu og stuðlað að neyt­enda­vænni fjár­mála­starf­semi.

Orð­rétt segir meðal ann­ars: „Ef­ast má um að það sé skyn­sam­legt að ráð­ast í sam­ein­ingar eða upp­skipt­ingu á starf­semi Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir sölu ríkis á eign­ar­hlutum sín­um. Erfitt er að sjá rök fyrir sam­ein­ingu, inn­byrðis þeirra á milli eða við önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki. Ekki eru talin vera rök fyrir fullum aðskiln­aði milli við­skipta­banka- og fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi hjá bönk­un­um. Þeir eru báðir heima­mið­aðir í allri starf­semi sinni, með sterk eig­in­fjár­hlut­föll og lítið vægi fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi í rekstr­in­um. Hvað mögu­legar aðrar rekstr­ar­umbætur áhrærir er nauð­syn­legt að slíkar breyt­ingar grund­vall­ist á fram­tíð­ar­sýn um rekst­ur­inn. Það er á for­ræði bank­anna sjálfra og eig­enda þeirra á hverjum tíma að huga stöðugt að hag­ræð­ingu í rekstri og að tryggja sem besta fjár­magns­skip­an. Ekki eru rök fyrir því að fresta sölu­ferli til að fara í sér­stakar rekstr­ar­umbætur umfram þær sem gerðar hafa verið á umliðnum árum og eru í gangi. Við sölu munu síðan nýir eig­endur sem taka við kefl­inu fylgja eftir eigin áhersl­u­m.“

Tví­skrán­ing góð leið?

Fjallað er ítar­lega um þær leiðir sem í boði eru, þegar kemur að sölu á eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­inu, og hvernig þær geti náð fram mark­miðum stjórn­valda um gott og heil­brigt fjár­mála­kerfi.

Fjallað er meðal ann­ars um þá leið að skrá bank­anna á mark­að, og selja þá með þeim hætti. Sú leið var farin í til­felli Arion banka og er meðal ann­ars vitnað til reynsl­unnar af henni í Hvít­bók­inni. Þar segir meðal ann­ars, að kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum séu opnar fyrir alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum og að það geti verið mikið unnið með því að fá trausta alþjóð­lega fag­fjár­festa til að koma að eign­ar­haldi á íslensku fjár­mála­kerfi.

400 starfsgildi.Ríkið á Íslands­banka 100 pró­sent og Lands­bank­ann rúm­lega 98 pró­sent. Verði farin sú leið að skrá bank­anna á mark­að, t.d. með tví­skrán­ingu, er lík­legt að horft verði til þess að skrá bank­anna á Íslandi og síðan í ein­hverju Norð­ur­land­anna. Arion banki er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, og má því segja að komin sé ákveðin fyr­ir­mynd af því hvernig megi vinna að skrán­ing­unni.

Mikil verð­mæti eru í eign­ar­hlutum rík­is­ins í rík­is­bönk­unum tveim­ur, en sam­an­lagt eigið fé þeirra er um 450 millj­arðar króna.

Gagn­sæi og heið­ar­leiki

Mikil áhersla er lögð á það í Hvít­bók­inni, að vandað verði til verka við sölu á eign­ar­hlutum í bönk­un­um, og áhersla lögð á heið­ar­lega við­skipta­hætti og gagn­sæi. Er ekki síst vitnað til sög­unnar í þeim efn­um, og hvernig staðan var í bönk­unum fyrir hrun þeirra, þegar stærstu lán­takar bank­anna voru einnig stærstu eig­endur þeirra.

Í Hvít­bók­inni er sagt að mikið geti verið unnið með því, að fá nor­rænan banka til að kaupa Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, en ljóst sé að gera þurfi raun­hæfar vænt­ingar til þess að það geti gengið eft­ir.

Heilbrigt eignarhald verður að vera fyrir hendi.„Það er hafið yfir allan vafa að gagn­sæi um eign­ar­hald fjár­mála­fyr­ir­tækja er mjög mik­il­vægt. Þar skiptir mestu að eft­ir­lits­að­ilar fái glögga yfir­sýn yfir eign­ar­hald allra þeirra sem fara með ráð­andi hlut í við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæki. Fjár­mála­eft­ir­litið á Íslandi hefur þær heim­ildir sem þarf til að ná slíkri yfir­sýn. Gagn­sæi eign­ar­halds er einnig mik­il­vægt fyrir þá sem stunda við­skipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki, sér­stak­lega minni fjár­festa, lán­veit­endur og lán­taka. Það að hægt sé að bera kennsl á raun­veru­lega eig­endur og að gagn­sæi ríki um við­skipti fjár­mála­fyr­ir­tækis við aðila sem gætu verið tengdir stuðlar að auknu trausti við­skipta­vina og eflir trú­verð­ug­leika fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Opin­ber birt­ing upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur getur einnig leitt til betri stjórn­ar­hátta og við­skiptasið­ferð­is. Almenn­ingur hefur því hags­muni af því að vita hverjir séu eig­endur fyr­ir­tækja sem hefur verið treyst til að varð­veita fjár­muni í formi inn­stæðn­a,“ segir í Hvít­bók­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar