Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum

Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson ríkisstjórn
Auglýsing

Í Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið er fjallað ítar­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­is­bönk­un­um, Lands­bank­anum og Íslands­banka, og er horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­ar­hald verði hluti af fjár­mála­kerf­inu til fram­tíð­ar.

Þá er einnig lagt til að það verði skoðað gaum­gæfi­lega hvernig megi efla sam­starf bank­anna á sviði inn­viða í fjár­mála­kerf­inu, til að auka hag­ræð­ingu í banka­kerf­inu og bæta þannig kjör til neyt­enda.

Í starfs­hópnum sem vanna að Hvít­bók­inni voru Lárus L. Blön­dal, for­mað­ur, Guð­jón Rún­ars­son, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, Kristrún Tinna Gunn­ars­dóttir og Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, en hún hætti í starfs­hópnum í sept­em­ber 2018.

Auglýsing

Fram kemur í Hvít­bók­inni að langt sé í það, að almenn­ingur hafi traust á fjár­mála­kerf­inu, sé mið tekið af könn­unum sem gerðar voru fyrir starfs­hóp­inn í tengslum við vinnu Hvít­bók­ar­inn­ar. Hrun fjár­mála­kerf­is­ins er enn ofar­lega í huga fólks og end­ur­spegl­ast það í við­horfum fólks til bank­anna.

Helstu niðurstöður.

Aukin hag­kvæmni mögu­leg

Nefnt er í Hvít­bók­inni að sam­ein­ing banka til að ná fram meiri hag­kvæmni og skil­virkni sé ekki endi­lega besta leiðin til þess, heldur frekar ætti að horfa til þess að bæta inn­við­ina í kerf­inu. Þrátt fyrir að sam­ein­ing sé lík­leg til að auka hag­kvæmni, þá hangi meira á spýt­unni.T.d. með sam­rekstri á sér­stökum gagna­grunni yfir skuldir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, sem yrði óper­sónu­grein­an­leg­ur, þá megi ná fram hag­kvæmni.

Er þetta meðal ann­ars talið geta aukið öryggi í fjár­mála­kerf­inu og stuðlað að neyt­enda­vænni fjár­mála­starf­semi.

Orð­rétt segir meðal ann­ars: „Ef­ast má um að það sé skyn­sam­legt að ráð­ast í sam­ein­ingar eða upp­skipt­ingu á starf­semi Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir sölu ríkis á eign­ar­hlutum sín­um. Erfitt er að sjá rök fyrir sam­ein­ingu, inn­byrðis þeirra á milli eða við önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki. Ekki eru talin vera rök fyrir fullum aðskiln­aði milli við­skipta­banka- og fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi hjá bönk­un­um. Þeir eru báðir heima­mið­aðir í allri starf­semi sinni, með sterk eig­in­fjár­hlut­föll og lítið vægi fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi í rekstr­in­um. Hvað mögu­legar aðrar rekstr­ar­umbætur áhrærir er nauð­syn­legt að slíkar breyt­ingar grund­vall­ist á fram­tíð­ar­sýn um rekst­ur­inn. Það er á for­ræði bank­anna sjálfra og eig­enda þeirra á hverjum tíma að huga stöðugt að hag­ræð­ingu í rekstri og að tryggja sem besta fjár­magns­skip­an. Ekki eru rök fyrir því að fresta sölu­ferli til að fara í sér­stakar rekstr­ar­umbætur umfram þær sem gerðar hafa verið á umliðnum árum og eru í gangi. Við sölu munu síðan nýir eig­endur sem taka við kefl­inu fylgja eftir eigin áhersl­u­m.“

Tví­skrán­ing góð leið?

Fjallað er ítar­lega um þær leiðir sem í boði eru, þegar kemur að sölu á eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­inu, og hvernig þær geti náð fram mark­miðum stjórn­valda um gott og heil­brigt fjár­mála­kerfi.

Fjallað er meðal ann­ars um þá leið að skrá bank­anna á mark­að, og selja þá með þeim hætti. Sú leið var farin í til­felli Arion banka og er meðal ann­ars vitnað til reynsl­unnar af henni í Hvít­bók­inni. Þar segir meðal ann­ars, að kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum séu opnar fyrir alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum og að það geti verið mikið unnið með því að fá trausta alþjóð­lega fag­fjár­festa til að koma að eign­ar­haldi á íslensku fjár­mála­kerfi.

400 starfsgildi.Ríkið á Íslands­banka 100 pró­sent og Lands­bank­ann rúm­lega 98 pró­sent. Verði farin sú leið að skrá bank­anna á mark­að, t.d. með tví­skrán­ingu, er lík­legt að horft verði til þess að skrá bank­anna á Íslandi og síðan í ein­hverju Norð­ur­land­anna. Arion banki er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, og má því segja að komin sé ákveðin fyr­ir­mynd af því hvernig megi vinna að skrán­ing­unni.

Mikil verð­mæti eru í eign­ar­hlutum rík­is­ins í rík­is­bönk­unum tveim­ur, en sam­an­lagt eigið fé þeirra er um 450 millj­arðar króna.

Gagn­sæi og heið­ar­leiki

Mikil áhersla er lögð á það í Hvít­bók­inni, að vandað verði til verka við sölu á eign­ar­hlutum í bönk­un­um, og áhersla lögð á heið­ar­lega við­skipta­hætti og gagn­sæi. Er ekki síst vitnað til sög­unnar í þeim efn­um, og hvernig staðan var í bönk­unum fyrir hrun þeirra, þegar stærstu lán­takar bank­anna voru einnig stærstu eig­endur þeirra.

Í Hvít­bók­inni er sagt að mikið geti verið unnið með því, að fá nor­rænan banka til að kaupa Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, en ljóst sé að gera þurfi raun­hæfar vænt­ingar til þess að það geti gengið eft­ir.

Heilbrigt eignarhald verður að vera fyrir hendi.„Það er hafið yfir allan vafa að gagn­sæi um eign­ar­hald fjár­mála­fyr­ir­tækja er mjög mik­il­vægt. Þar skiptir mestu að eft­ir­lits­að­ilar fái glögga yfir­sýn yfir eign­ar­hald allra þeirra sem fara með ráð­andi hlut í við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæki. Fjár­mála­eft­ir­litið á Íslandi hefur þær heim­ildir sem þarf til að ná slíkri yfir­sýn. Gagn­sæi eign­ar­halds er einnig mik­il­vægt fyrir þá sem stunda við­skipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki, sér­stak­lega minni fjár­festa, lán­veit­endur og lán­taka. Það að hægt sé að bera kennsl á raun­veru­lega eig­endur og að gagn­sæi ríki um við­skipti fjár­mála­fyr­ir­tækis við aðila sem gætu verið tengdir stuðlar að auknu trausti við­skipta­vina og eflir trú­verð­ug­leika fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Opin­ber birt­ing upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur getur einnig leitt til betri stjórn­ar­hátta og við­skiptasið­ferð­is. Almenn­ingur hefur því hags­muni af því að vita hverjir séu eig­endur fyr­ir­tækja sem hefur verið treyst til að varð­veita fjár­muni í formi inn­stæðn­a,“ segir í Hvít­bók­inni.

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar