Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum

Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson ríkisstjórn
Auglýsing

Í Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið er fjallað ítar­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­is­bönk­un­um, Lands­bank­anum og Íslands­banka, og er horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­ar­hald verði hluti af fjár­mála­kerf­inu til fram­tíð­ar.

Þá er einnig lagt til að það verði skoðað gaum­gæfi­lega hvernig megi efla sam­starf bank­anna á sviði inn­viða í fjár­mála­kerf­inu, til að auka hag­ræð­ingu í banka­kerf­inu og bæta þannig kjör til neyt­enda.

Í starfs­hópnum sem vanna að Hvít­bók­inni voru Lárus L. Blön­dal, for­mað­ur, Guð­jón Rún­ars­son, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, Kristrún Tinna Gunn­ars­dóttir og Sylvía K. Ólafs­dótt­ir, en hún hætti í starfs­hópnum í sept­em­ber 2018.

Auglýsing

Fram kemur í Hvít­bók­inni að langt sé í það, að almenn­ingur hafi traust á fjár­mála­kerf­inu, sé mið tekið af könn­unum sem gerðar voru fyrir starfs­hóp­inn í tengslum við vinnu Hvít­bók­ar­inn­ar. Hrun fjár­mála­kerf­is­ins er enn ofar­lega í huga fólks og end­ur­spegl­ast það í við­horfum fólks til bank­anna.

Helstu niðurstöður.

Aukin hag­kvæmni mögu­leg

Nefnt er í Hvít­bók­inni að sam­ein­ing banka til að ná fram meiri hag­kvæmni og skil­virkni sé ekki endi­lega besta leiðin til þess, heldur frekar ætti að horfa til þess að bæta inn­við­ina í kerf­inu. Þrátt fyrir að sam­ein­ing sé lík­leg til að auka hag­kvæmni, þá hangi meira á spýt­unni.T.d. með sam­rekstri á sér­stökum gagna­grunni yfir skuldir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, sem yrði óper­sónu­grein­an­leg­ur, þá megi ná fram hag­kvæmni.

Er þetta meðal ann­ars talið geta aukið öryggi í fjár­mála­kerf­inu og stuðlað að neyt­enda­vænni fjár­mála­starf­semi.

Orð­rétt segir meðal ann­ars: „Ef­ast má um að það sé skyn­sam­legt að ráð­ast í sam­ein­ingar eða upp­skipt­ingu á starf­semi Íslands­banka og Lands­bank­ans fyrir sölu ríkis á eign­ar­hlutum sín­um. Erfitt er að sjá rök fyrir sam­ein­ingu, inn­byrðis þeirra á milli eða við önnur fjár­mála­fyr­ir­tæki. Ekki eru talin vera rök fyrir fullum aðskiln­aði milli við­skipta­banka- og fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi hjá bönk­un­um. Þeir eru báðir heima­mið­aðir í allri starf­semi sinni, með sterk eig­in­fjár­hlut­föll og lítið vægi fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi í rekstr­in­um. Hvað mögu­legar aðrar rekstr­ar­umbætur áhrærir er nauð­syn­legt að slíkar breyt­ingar grund­vall­ist á fram­tíð­ar­sýn um rekst­ur­inn. Það er á for­ræði bank­anna sjálfra og eig­enda þeirra á hverjum tíma að huga stöðugt að hag­ræð­ingu í rekstri og að tryggja sem besta fjár­magns­skip­an. Ekki eru rök fyrir því að fresta sölu­ferli til að fara í sér­stakar rekstr­ar­umbætur umfram þær sem gerðar hafa verið á umliðnum árum og eru í gangi. Við sölu munu síðan nýir eig­endur sem taka við kefl­inu fylgja eftir eigin áhersl­u­m.“

Tví­skrán­ing góð leið?

Fjallað er ítar­lega um þær leiðir sem í boði eru, þegar kemur að sölu á eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­inu, og hvernig þær geti náð fram mark­miðum stjórn­valda um gott og heil­brigt fjár­mála­kerfi.

Fjallað er meðal ann­ars um þá leið að skrá bank­anna á mark­að, og selja þá með þeim hætti. Sú leið var farin í til­felli Arion banka og er meðal ann­ars vitnað til reynsl­unnar af henni í Hvít­bók­inni. Þar segir meðal ann­ars, að kaup­hallir á Norð­ur­lönd­unum séu opnar fyrir alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uðum og að það geti verið mikið unnið með því að fá trausta alþjóð­lega fag­fjár­festa til að koma að eign­ar­haldi á íslensku fjár­mála­kerfi.

400 starfsgildi.Ríkið á Íslands­banka 100 pró­sent og Lands­bank­ann rúm­lega 98 pró­sent. Verði farin sú leið að skrá bank­anna á mark­að, t.d. með tví­skrán­ingu, er lík­legt að horft verði til þess að skrá bank­anna á Íslandi og síðan í ein­hverju Norð­ur­land­anna. Arion banki er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð, og má því segja að komin sé ákveðin fyr­ir­mynd af því hvernig megi vinna að skrán­ing­unni.

Mikil verð­mæti eru í eign­ar­hlutum rík­is­ins í rík­is­bönk­unum tveim­ur, en sam­an­lagt eigið fé þeirra er um 450 millj­arðar króna.

Gagn­sæi og heið­ar­leiki

Mikil áhersla er lögð á það í Hvít­bók­inni, að vandað verði til verka við sölu á eign­ar­hlutum í bönk­un­um, og áhersla lögð á heið­ar­lega við­skipta­hætti og gagn­sæi. Er ekki síst vitnað til sög­unnar í þeim efn­um, og hvernig staðan var í bönk­unum fyrir hrun þeirra, þegar stærstu lán­takar bank­anna voru einnig stærstu eig­endur þeirra.

Í Hvít­bók­inni er sagt að mikið geti verið unnið með því, að fá nor­rænan banka til að kaupa Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, en ljóst sé að gera þurfi raun­hæfar vænt­ingar til þess að það geti gengið eft­ir.

Heilbrigt eignarhald verður að vera fyrir hendi.„Það er hafið yfir allan vafa að gagn­sæi um eign­ar­hald fjár­mála­fyr­ir­tækja er mjög mik­il­vægt. Þar skiptir mestu að eft­ir­lits­að­ilar fái glögga yfir­sýn yfir eign­ar­hald allra þeirra sem fara með ráð­andi hlut í við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæki. Fjár­mála­eft­ir­litið á Íslandi hefur þær heim­ildir sem þarf til að ná slíkri yfir­sýn. Gagn­sæi eign­ar­halds er einnig mik­il­vægt fyrir þá sem stunda við­skipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki, sér­stak­lega minni fjár­festa, lán­veit­endur og lán­taka. Það að hægt sé að bera kennsl á raun­veru­lega eig­endur og að gagn­sæi ríki um við­skipti fjár­mála­fyr­ir­tækis við aðila sem gætu verið tengdir stuðlar að auknu trausti við­skipta­vina og eflir trú­verð­ug­leika fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Opin­ber birt­ing upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­endur getur einnig leitt til betri stjórn­ar­hátta og við­skiptasið­ferð­is. Almenn­ingur hefur því hags­muni af því að vita hverjir séu eig­endur fyr­ir­tækja sem hefur verið treyst til að varð­veita fjár­muni í formi inn­stæðn­a,“ segir í Hvít­bók­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar