Morðtól í tómstundabúð

Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.

Frederik Skøt og Toke Suhr.
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Auglýsing

Vorið 2016 sett­ist Toke Suhr inn í leigu­bíl skammt frá Amali­en­borg í Kaup­manna­höfn. Bíl­inn hafði hann pantað gegnum Uber akst­urs­þjón­ust­una. Bíl­stjór­inn var 27 ára Kúr­di, hér eftir nefndur Meh­met, glað­legur náungi og ræð­inn. 

Á leið­inni upp á Norð­ur­brú, þangað sem för­inni var heit­ið, barst í tal að Toke myndi ásamt félaga sínum eftir um það bil tvo mán­uði opna verslun með dróna (flygildi) í Kaup­manna­höfn. 

Auglýsing
Mehmet leigu­bíl­stjóri sagð­ist hafa mik­inn áhuga fyrir drónum og hann myndi fljót­lega koma í búð­ina og skoða það sem þar væri í boði, og kannski kaupa eitt­hvað. Spurði margra spurn­inga um drón­ana, hvað þeir gætu flogið langt, hvað þeir gætu borið þunga hluti o.s.frv. Toke svar­aði eftir bestu getu öllum spurn­ingum bíl­stjór­ans. „Nota­leg­asti náungi“ hugs­aði Toke með sér þegar þeir kvödd­ust. Hvorki Toke né Meh­met höfðu hug­mynd um að fylgst var með ferðum þeirra.

Leyni­þjón­ustan bankar upp á

Um fimm leytið að morgni sex vikum eftir bílt­úr­inn með Meh­met vakn­aði Toke við að dyra­bjöll­unni var hringt. Þegar hann svar­aði ekki var dyra­bjöll­unni hringt aft­ur. Toke leit á sím­ann og sá að hringt hafði verið til hans fimm sinn­um, úr leyni­núm­eri. „Ég hélt að nágrann­inn væri í ein­hverjum vand­ræðum en þegar ég svar­aði í dyra­sím­ann sagð­ist sá sem hringdi vera lög­reglu­maður og þyrfti nauð­syn­lega, ásamt vinnu­fé­laga sín­um, að tala við mig. Mér kross­brá, vissi ekki til að ég ætti neitt van­talað við lög­regl­una, hélt svo kannski að eitt­hvað alvar­legt hefði gerst í fjöl­skyld­unn­i.“ Lög­reglu­menn­irnir byrj­uðu á að segja Toke að þeir þyrftu að ræða við hann í trún­aði, en það sner­ist ekki um fjöl­skyld­una heldur um ökutúr í leigu­bíl. Sem sé um ferð­ina með Meh­met. Toke mundi vel eftir öku­ferð­inni og sam­tal­inu við Meh­met. 

Auglýsing
Eftir að hann hafði rifjað upp sam­tal­ið, spurn­ingar Meh­met og áhuga hans á drón­um, sögðu lög­reglu­menn­irnir að þeir væru starfs­menn Dönsku Leyn­þjón­ust­unn­ar, PET, og hefðu grun um að Meh­met hefði kannski eitt­hvað mis­jafnt í huga varð­andi drón­ana. Vildu þó ekki útskýra það nán­ar. „Nú brá mér illi­lega“ sagði Toke sem sagði að þeir félag­arn­ir, hann og Frederik Skøt, hefðu einmitt rætt það sín á milli að þeir þyrftu að vera á verði ef þeir yrðu varir við grun­sam­lega við­skipta­vini. Lög­reglu­menn­irnir sögðu Toke að þeir vildu gera sam­komu­lag við þá félaga, hann og Frederik. Ef Meh­met kæmi í búð­ina ættu þeir strax að láta PET vita og ef hann vildi kaupa eitt­hvað skyldu þeir segja að þeir ættu þetta ekki á lag­er. Þeir myndu panta það sem hann vildi fá og láta vita þegar pönt­unin yrði til­bú­in. Toke sam­þykkti þetta og lög­reglu­menn­irnir fóru, eftir að hafa látið hann hafa síma­númer sem þeir félagar gætu hringt í hvenær sem væri.

Göngutúr

Síðar þennan sama morgun fór Toke niður á Fredens­gade þar sem þeir félagar voru að stand­setja versl­un­ina. Frederik var mættur og Toke sagði honum að þeir skyldu fá sér göngutúr. Þetta þótti Frederik ein­kenni­legt, þeir voru ekki vanir að fara saman út að ganga, allra síst að morgni dags. „Toke var mjög alvar­leg­ur“ sagði Frederik, „ég hélt fyrst að eitt­hvað hefði komið fyr­ir, það var sem betur fer ekki en hann sagði mér frá heim­sókn­inni. Ég trúði þessu varla og spurði hvort hann hefði nokkuð dreymt þetta.“

Toke full­viss­aði félaga sinn um að þetta væri ekki draumur og þeir vissu að þeir yrðu að aðstoða PET eins og óskað var eft­ir. „Við vorum óneit­an­lega ansi stress­aðir yfir þessu“ sagði Frederik. Toke lýsti Meh­met, eftir bestu getu, fyrir félaga sínum en ennþá var mán­uður þangað til búðin yrði opn­uð.

Spurði sér­stak­lega um stóru drón­ana

Eins og Meh­met hafði sagt við Toke kom hann fljót­lega eftir að búðin var opn­uð. Spurði Toke hvort hann myndi ekki eftir sér, Toke dró aðeins við sig svar­ið, til að virka ekki grun­sam­leg­ur, en spurði svo hvort það hefði ekki verið eitt­hvað með leigu­bíl. Það stóð heima. Eftir að hafa litið í kringum sig beind­ist athygli Meh­met að stærsta drón­anum í búð­inni, hann getur borið að minnsta kosti tíu kíló. Meh­met spurði nú um til­tekin tækni­leg atriði varð­andi drón­ann og eftir að hafa skoðað eitt­hvað í sím­anum sagð­ist hann vilja kaupa dróna með ýmis konar auka­bún­aði og til­tók að sér lægi á að fá þetta sem fyrst. 

Toke sagð­ist gera sitt besta til að útvega hlut­ina eins fljótt og unnt væri, síðan kvödd­ust þeir og Meh­met fór. Toke tal­aði strax við PET og ákveðið var að kaupin færu gegnum milli­l­ið, til að tryggja að þeir félagar sætu ekki í súp­unni og yrðu hugs­an­lega ákærðir fyrir að hafa aðstoðað við und­ir­bún­ing hryðju­verka. PET vildi líka fá að skoða hlut­ina áður en Meh­met fengi þá afhenta. Allt tók þetta sinn tíma en Meh­met keypti fimm stóra dróna, sem hann stað­greiddi þegar hann fékk þá afhenta.

Meh­met kaupir meira

Nú liðu nokkrir mán­uð­ir. Þeir Toke og Frederik heyrðu ekk­ert, hvorki frá PET né Meh­met. Þeir ímynd­uðu sér að ann­að­hvort hefði lög­reglan hand­tekið Meh­met eða málið orðið að engu. En dag einn birt­ist Meh­met í versl­un­inni og vildi fá að skoða dróna sem hefðu búnað til að greina á milli kaldra hluta og heitra. Banda­ríkja­her hafði þróað slíkan búnað og þeir Toke og Frederik höfðu selt nokkra dróna með slíkum bún­aði, til fyr­ir­tækja sem not­uðu þá til að greina skemmdir á bygg­ing­um. Hvað eigið þið marga svona? spurði Meh­med og bætti við að hann vildi gjarna kaupa 40 stykki. 

Auglýsing
„Við vorum orð­laus­ir“­sagði Toke. Þegar þeir sögðu hvað svona drónar kost­uðu sagði Meh­met að hann hefði séð svona dróna á miklu lægra verði ann­ars staðar en hann vildi versla við þá félaga. Meðan á þessu stóð fór Toke afsíðis og hringdi til PET og í fram­hald­inu sagði hann Meh­met að því miður væri ein­ungis leyfi­legt að selja sex svona dróna til hvers kaup­anda, það tengd­ist einka­leyf­is­mál­um. Meh­met tók þessa skýr­ingu góða og gilda og pant­aði sex dróna. Þeir áttu að koma eftir tvo mán­uði. Á leið­inni út úr búð­inni spurði Meh­med hvort þeir vildu fá borgað í doll­urum eða dönskum krón­um, hann myndi borga með seðl­um. „Dönskum krón­um“ svar­aði Toke.

Á til­teknum tíma birt­ist Meh­met í versl­un­inni til að sækja drón­ana. Hann dró seðla­búnt upp úr tösku sem hann bar um mittið og sagði Toke að telja. Upp­hæðin stemmdi. „Það fer ótrú­lega lítið fyrir svona mörgum seðl­um“ sagði Frederik. Meh­met hló og sagði „Þið ættuð að sjá þetta í evr­um, sést varla.“

Svo gekk hann út úr búð­inni, setti drón­ana í sendi­bíl sem beið fyrir utan og fór.

Þetta var í síð­asta skipti sem þeir Toke og Frederik sáu Meh­met.

Hand­tökur

21. sept­em­ber í fyrra var Meh­met hand­tek­inn á heim­ili sínu í Brønd­by. Síðan hefur hann setið í gæslu­varð­haldi, ákærður fyrir að taka þátt í und­ir­bún­ingi hryðju­verka. Lög­regla telur sannað að hann hafi keypt drón­ana fyrir ísla­misk hryðju­verka­sam­tök. Sam­tímis var annar maður úrskurð­aður í gæslu­varð­hald að honum fjar­stödd­um(in absenti­a).

28. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, ári eftir hand­töku Meh­met, voru þrír til við­bótar hand­teknir og úrskurð­aðir í gæslu­varð­hald, grun­aðir um að hafa keypt dróna og síðar selt til sam­taka sem kenna sig við íslamska rík­ið. Einn þess­ara fimm, sá sem ekki hefur náðst er Basil Hassan sem er eft­ir­lýstur vegna til­raunar til að ráða af dögum danska rit­höf­und­inn Lars Hedegaard árið 2013. Basil Hassan er tal­inn hafa skipu­lagt dróna­hernað sam­tak­anna íslamska rík­is­ins en sprengja sem dróni flutti varð tveimur kúrdískum her­mönnum að bana í Írak í októ­ber 2016. Danska leyni­þjón­ust­an, PET, telur víst að sá dróni hafi verið keyptur í versl­un­inni á Fredens­gade í Kaup­manna­höfn.

Drón­arnir hættu­leg árás­ar­vopn

Thomas Galasz Niel­sen yfir­maður deildar her­tækni hjá danska her­skól­anum sagði í við­tali við danska útvarp­ið, DR, að drón­arnir geti verið hættu­leg vopn. Írakar hafi ekki búnað til að verj­ast þessum tækj­um. Drón­arnir sem Meh­met keypti í búð­inni hjá þeim Toke og Frederik eru áþekkir þeim sem til dæmis banda­ríski her­inn not­ar. Þótt tölvu­bún­að­ur­inn í drónum sem seldir eru í tóm­stunda­búðum sé ekki jafn full­kom­inn og sá sem banda­ríski her­inn notar má kaupa slíkan búnað í versl­unum og auð­velt sé fyrir kunn­áttu­menn að koma honum fyrir í dróna.

Þeir Toke Suhr og Frederik Skøt sögðu sögu sína í við­tali við danska útvarp­ið. Við­talið var sýnt sl. sunnu­dag, 2. des­em­ber. Aðfara­nótt 4. des­em­ber var stórum steinum kastað í rúður á verslun þeirra félaga. Rúð­urnar eru úr sér­hertu þykku gleri og brotn­uðu ekki. Ekki er vitað hver þarna var að verki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar